Dagur - 19.02.1955, Síða 6
6
D AGUR
Laugardaginn 19. febrúar 1955
í óttans dyrum
Saga eftir DIANA BOURBON
W,
K
n
y
16. DAGUK.
(Framhald).
„Ekki í þessu tilfelli. En við
sjáum hvað setur.“
,,En ef þú gerir það, og eg segi
manninum mínum allt?“
„Já, einmitt það,“ sagði mað-
urinn. Röddin var köld og hat-
ursfull. „Og ef þú segir frá því,
manstu kannske eftir að segja frá
fleiru.“
„Haltu þér saman,“ sagði Babs
hvatlega. „Hættu þessu og gerðu
það fyrir mig að fara.“
Hún sneri frá, eg heyrði hurð
lokast og síðan fótatak mannsins
í stiganum. Hann var á uppleið.
Átti eg að þora að elta hann? Eða
var þorandi að gefa sig fram við
hana? Nei. Mohr hafði kennt mér
heilræði. Vertu alltaf viss í þinni
sök, ekki einu sinni heldur oft. —
Mér var sem eg sæi rótið, sem
mundi komast á kyrrt yfirborðið,
ef eg færi að hræra upp í hneyksl
ismáli innan þessarar háttsettu
fjölskyldu. Og gat eg vænst þess,
að í ljós kæmi nokkuð annað en
hneykslismál og hjúskaparbrot?
Eg hafði engar sannanir. Eng-
ar, nema símatækið á háaloftinu,
hersímatækið, sem eg hafði ekki
þorað að fjarlægja af ótta við að
koma upp um raunverulegt er-
indi mitt í húsinu, og um leið, að
Janie lægi myrt heima hjá sér.
Eg var kominn út úr skápnum,
en enn hikandi, hvað gera skyldi,
er eg heyrði nafn mitt kallað,
fyrst lágt en síðan hærra og með
örvæntingarblæ. Babs hafði upp-
götvað, að eg var ekki í rúminu
og var nú skelfingu lostin!
Eg tók til fótanna. Eg fór eins
hratt og hljóðlega og eg gat upp
beran þjónustustigann, og inn á
ganginn fyrir ofan, og gekk síðan
niður aðalstigann í slopp og nátt-
kjól, eins og ekkert hefði í skor-
izt, og mætti Babs rétt áður en
eg kom að herbergisdyrum mín-
um.
„Er nokkuð að, Babs?“ sagði eg
til þess að vera á undan. „Eg
vona að eg hafi ekki hrætt þig að
óiþörfu. Eg hugsaði ekki út í að þú
mundir kannske vakna og sakna
mín.“ Eg vonaði að rödd mín
kæmi ekki upp um mig, hve mér
var órótt innanbrjósts. „En mér
heyrðist eg heyra einhvern
hávaða uppi á lofti, svo að eg fór
að athuga málið.
Hún horfði rannsakandi á mig,
en mér hefur líklega tekizt vel
leikurinn, því að hún lét ekki á
neinu bera. ,,Hávaði?“ sagði hún
og var óttaslegin.
Eg hefði kannske ekki átt að
segja þér frá því, en það er ekk-
ert að óttast. Mig hlýtur að hafa
dreymt þetta. Eg gáði inn í öll
herbergin þarna uppi og sá ekki
neitt lifandi." Mér datt allt í einu
snjallræði í hug. ,.Það geta þó
ekki verið rottur í húsinu, Babs?
Það var engu líkara en hávaðinn
væri í milli þils og veggjar?“
„Nei, það held eg ekki, en
stundum brakar í trénu í þjón-
ustustiganum á nóttunni. Gætir
þú ekki hafa heyrt það?“
Þetta var nú heldur ólíkþeg
skýring en eg greip hana samt
fegins hendi. „Jú, auðvitað gæti
það vel verið. Hljóð virðast
magnast svo þegar maður liggur
og hlustar í myrkri.“
Ekki var vafi, að Babs hafði
legið vip taugaáfalli, og epn leit
hún rannsakandi á mig.
„Ættum við ekki að koma okk-
ur okkur í rúmið aftur?“ spurði
eg. „Mér þykir fyrir því að hafa
ger.t þig órólega, einkum þar sem
hershöfðinginn bað mig sérstak-
lega fyrir þig, rétt eins og ein-
hver hætta væri á ferðum.“ Eg
þagnaði stundarkorn, en bætti
svo við: „En svo er ekkert að
óttast hér.“
Þetta virtist gera hana rólega.
„Jú“ sagði hún. „Við skulum
komast í rúmið aftur “
Og svo kom það á næsta augna-
bliki, um leið og við snerum til
herbergjanna, skerandi vein ein-
hvers staðar úr myrkrinu á efri
hæðinni, og síðan dynkir eins og
einhver væri að hrapa niður
stiga, og loks stunur og kvein.
„Anna!“ hrópaði eg áður en
eg vissi, hvað eg sagði.
Babs var þegar hlaupin af stað
að dyrunum á þjónustustiganum
og þeytti hprðinni upp á gátt.
Þar á þrepinu, og enn alklædd,
lá Anna í hnipri. Brotið handrið
sýndi, hvar hún hafði fnllið.
Barnahliðið, sem eg hafði stigið
yfir, af því að það var harðlæst,
var nú opið.
Vandamál mitt varð ekki, eftir
allt saman, að stilla svo til að mér
yrði boðið að vera kyrr í húsi
hershöfðingjans, heldur miklu
fremur að komast þaðan á brott
morguninn eftir, nægilega lengi
til þess að geta rætt við Mohr. En
hjá því varð samt ekki komizt.
Eg varð að hafa samband við
hann. En Babs virtist ekki mega
sjá af mér eina mínútu.
Það sem eftir var næturinnar
hafði í rauninni verið eins og
martröð. Símahringingar . . .
(Fx-amhaid).
Nýkomið!
Ungbarnafatnaður í
miklu úrvali svo sem:
Kjólar, treyjur,
föt, samfestingar
og sokkabuxur
D.
Krep-nylon
sokkarnir
á krónur 55.00
komnir aftur.
Slönguarmbönd
og fl. SKRAUT
í miklu úrvali.
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521.
Stórhríðarmót Akureyrar 1955
hefst við Ásgarð sunnudaginn 20. febrúar kl. 12.
Keppt verður í svigi karla, öllum flokkum.
Farið verður frá Hótel KEA kl. 10 f. h.
SKÍÐARÁÐ AKUREYRAR.
Herbergi
til leigu aðgangur að eld-
húsi kemur til greina.
Uppl. í Evgimýri 10.
Ný ensk módelkápa
stórt númer, til sölu með
tækifærisverði í Munka-
þverárstræti 2U ,
I B U Ð
2 herbergi og eldhús óskast
til leigu frá 14. maí n. k.
Uppl. t síma 1164.
Hafið þér nokkurn tima raynt ad enda góða máitid
með nokkrum ostbitum? Ostur er ekki aðeins «vo
liúffengur, að matmenn taka hann fram fyrir aðra
tyllirétti, heldur er hollusta hans mjög mikil Saensku
heilbrigðisyfirvóldin hafa t.d gefið þau ráð I barátf-
unni gegn tannsjúkdómum, að gott sé að „ende
máltið með osti. sykurlausu brauði og smjöri . **
- tátið oitinn aldrei vanta d mafborðið/ -
Grasfræ
Grasfræpantanir þurfa að berast öss-fyrir næstkomandi
mánaðamót.
Iíaupfélag Eyfirðinga
Eftir JÓN JÓNSSON
Bæjarvísur um bændur í Myrkársókn
á Skjaldarstöðum
kveðnar 1864 af Jóni Þorsteinssyni
Hér hefur aftur bii'tingu
bændarímu Hörgdæla eftir Jón
Þorsteinsson á Oxnhóli (fæddur
1815), er upphófst í síðasta jóla-
blaði Dags, samkvæmt handriti
Jóns Jónssonar á Skjaldarstöð-
um.
Myrká.
Jón eg yrkja vel um vann,
virðir kirkjubræður.
Gæfan styrkir heilög hann,
henni Myrká ræðux'.
Björns-Jón ljúfur, hugarbýr,
hirðir trúarglæður.
Gámall, lúinn laufga-Týr,
litlu búi ræðui’.
Um Myrkár-Jóna: — Jón á
Myrká var sonur Jóhannesar
hi-eppstjóra í Hofstaðaseli og
stjúpsonur séra Ai’ngríms á Bæg-
isá. Systkini Jóns voru séra Gísli
á Reynivöllum og Ingibjörg móð-
ir Vilhjálms Stefánssonar. Kona
Jóns var Margrét yngri Bjöms-
dóttir í Fornhaga Þoi-lákssonar.
Hún dó á Myi’ká nokkru síðar,
flutti Jón þá burtu og síðan til
Ameríku.
Annar Jón á Myrká, f. 1798,
sem vísurnar geta um var sonur
Björns á Starrastöðum Hallsson-
ar og Mai’grétar Jónsdóttur
sýslumanns í ísafjarðarsýslu
(Jónssonar). ICor.a Jóns var
Guði’ún dóttir Sigui’ðar Sigurðs-
sonar á Daufá, þess er úti varð
með Reynistaðarbræðrum. Son-
ur Jóns og Guðrúnar var Sigur-
björn faðir Jóns á Geirhildar-
görðum.
Saurbær.
Jón alkenndur kostasnar,
kann að vernda trega,
sem hálflendur Saurbæjar,
situr endilega.
Tveir þar halda helminginn,
hlynir skjalda gáðir.
Vai’ast kalda vandræðin
vel sinn aldur báðir.
Enn Saurbær.
Gætinn, liðugt geðs um frón
geymir siðu fi’óma.
Ólafsniður er þar Jón,
elskar frið og sóma.
Lifir Jónas líka þar
laus við tjón að vonum.
Grettislóna geymir snar,
gæfan þjónar honum.
Um Jón: — í Saui’bæ var Jón
Ólafsson, f. 1809, d. um 1899, ætt-
aður frá Gili í Öxnadal átti Berg-
þóru Gísladóttur frá Hofi, systur
Myrkár-Helgu. Jón var alltaf fá-
tækui’, en gáfumaður og orð-
heppinn. Sonarsynir hans eru
Einar hreppstjóri á Laugalandi
og Jón á Mel, faðir Magnúsar
lögfræðings. Sonarsonur Jóns var
Steingi’ímur læknir Einai’sson.
Þúfnavellir.
Á Þúfnavöllum bóndi býr
beint hjá föllum sneiða.
Sigurð köllum seima-Týr,
sýnir öllum gi’eiða.
Um Sigurð: — Sigui’ður á
Þúfnavöllum, f. 1820, d. 1872, var
sonur Kristjáns í Stóragerði.
Kona Sigui’ðar var Þóra Þor-
láksdóttir frá Hallfríðarstöðum.
Sigurður flutti frá Þúfnavöllum
1870. Börn hans fóru til Amer-
íku.
Baugasel.
Loftur byggir Baugasel,
bónda hygginn segi.
Menn sér tryggir mikið vel,
margan styggir eigi.
Inn sá leiða gjörir gest,
gjöf tilreiðir hraður.
Virðum greiða veitir bezt,
vænsti heiðursmaður.
Um Loft: — Loftur í Baugaseli,
f. 1834, d. 1893, Miðfirðingur að
ætt og uppruna átti Þoi’björgu
Jónsdóttur, skagfii-zka að ætt.
Dóttir þeirra var Guðný, kona
Guðmundar á Þúfnavöllum.
Enn um Baugasel. ‘
Sigfús glaður situr þar,
sæmdai-prýði búinn.
Gi'eindur maðui’, gætinn, var,
glæpastríði rúinn.
Oft þó mæði augnatjón,
eyði góðan hringa,
heilbrigða með sálarsjón,
seður fátæklinga.
Um Sigfús: — Sigfús í Bauga-
seli, f. 1790, 1891, bjó þar mjög
lengi, var blindur fjölda ára, at-
gervismaðúr. Kon,a hans hét
María Guðmundsdóttir. Þau vorii
barnlaus.