Dagur - 23.02.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1955, Blaðsíða 1
XXXVIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. febrúar 1955 9. tbl. I dag er liátíðisdagur barnauna hér á Akureyri og munu há- tíðaliöldin hér alvcg sérstæð hér á landi. Börnin búast ýmsum kátlegum búningum og setja upp grímur, ganga í hópum um bæinn, syngja í búðum og á götum úti, blása í lúðra og hafa í frammi margvíslegan gleðskap. Áður en þessi skemmtun Iiefst, eru hóparnir venjulega búnir að slá köttinn úr tunnunni og kjósa sér kattakóng. Sjaldnast mun kötíur vera í tunnunni, þykir vel að verið ef liægt cr að útvega dauðan hrafn í kattar ' stað. Myndirnar sýna börnin á öskudaginn í fyrra, og þessi sýn er svipuð ár eftir ár.- Þessi hótíð barnanna er skeiumtilegt sérkenni á okkar byggðarlagi. hér um næsfu hefg Sainvinnukvikmyndin „Viljans * merki“ verður væntanlega sýnd á Akureyri um næstu helgi. „Viljans merki“, hin nýja sam- vinnukvikmynd, hefur verið sýnd í Reykjavík Hafnarfirði og á Akranesi við mjög góða aðsókn. .Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, mun koma hingað, ef myndin verður sýr.d, og flytja ávarp. Búizt er við geysimikilli að- sókn. Myndin verður að þessu sinni sýnd fyrir samvinnumenn í bæ og nágrenni. En fræðsludeild KEA sýnir þessa sömu mynd á mjófilmu í öllum deildum kaup- félagsins í vor. Urklippur úr sænskum blöðum, þar sem getið er um sænsku frumsýninguna á þessari mynd, hafa nú borizt hingað. Fara blöð- in mjög lofsamlegum orðum um myndina og telja hana vera hina ágætustu kynningu fyrir ísland. Mennmgarsjóður KEA gefur Amt- bókasafni íestæki í nýqíkomnum Félagcííðind- um KEA er frá því skýrt, að stjérn Menningarsjóðs KEA hafi nýlega ákveðið að sjóður- inn gæfi Amtsbókasafninu hér á Akureyri tvö lestæki fyrir míkró-filmu. Amtsbókasafnið á þegar nokkurt fihnusafn af skjölum í þjóðskjalasafni og fleiri söfnum, en ekki néma eitt lestæki. Hin nýju tæki munu auðvelda fræðimömium að notfæra sér bætta aðstöðu, sem hin nýja filmutækni hefur fært þeim. Þurfa menn hér ekki lengur til Reykjavíkur til að kanna heimildir heldur geta unnið íræðistörfin hér í mörg- um tilfellum með tilstyrk míkró-filmu og lestækja. — Menningarsj. KEA hefur hér lagt menningarmáli goft lið. Reynt að sprengja ísinn frá Torfunefi ?*#»■ Að undanlornu hefur verið reynt að sprengja rás í ísinn undan Torfunefi, svo að skip geti komist að bryggjunni, en síðan siglingar hófust á ný, hafa skip verið afgreidd við Oddeyrartanga. I gærkvöld var sprengingmn cnn haldið áfram og stóð til að Reykjafoss, sem kom í gær og lagði að Tangabrj'ggju reyndi að brjóta sér leið að bryggjunni. Myndin sýnir sprengingamenn bæjarms að starfi á ísnum. — Framkvæuidabankiim lofar 3 Vi milljón króoa láni Eyggingaframkvæmdir hmnu vænfanlega hef iast í vor Miklar líkur eru nú á því, að svo greiðist úr fjárútvegun til hraðfrystihússins, að urmt verði að hefja byggingaframkvæmdir í vor og koma húsinu í notbæft ástand fyrir Iok þessa árs. Þessi úrslit urðu kunn að af- lokr.um fundum, sem fram- kvæmdastjóri Útgerðaríélagsins, Guðmundur Guðmundsson, bæj- arstjórinn, Steinn Steinsen, og Helgi Pálsson, form. Útgerðar- félagsstjórnarinnar, áttu með ráðherrum og bankastjóra Fram- kvæmdabanka íslands í Reykja- vík nú í vikunni. Skýrðu þeir Helgi og Guðmundur biaða- mör.num hér frá þessum málum í gær. Þýzkt Ikn og lán frá Framkvæmdabankanuin. Eins og áður er getið hér í hlað- inu, eru taldar líkur til að fá megi þýzkt lán til framkvæmdanna, að upphæð 6 millj. króna, en aðeins til 5 ára. Til þess að gera þá lán- töku mögulega varð að tryggja lánsfé hér heima til langs tíma til þess að heildarlánstími Útgerðar- félagsins til framkvæmdanna yrði viðráðanlegur. Þessi trygging hefur nú fengist með yfirlýsingu Framkvæmdabankans um að hann muni lána 3V2 millj. króna á árunum 1957—1959 til hrað- frystihúss hér, enda fáist erlent lán að upphæð 6 millj. kr. Út- gerðarfélagið hefur begar að kalla tryggt sér 1.5 millj. króna hlutafjáraukningu, og hefur því þegar innlent fé um 5 milljónir til að tryggja þýzka lánið og er það talið nægilegt að sinni. Láns- tími félagsins hjá Framkvæmda- bankanum mun verða 15 ár. Lan Framkvæmdabankans, 3I4 milljón króna, mun vera stærsta lán til hraftfrystihúss- byggingar sem innlend láns- stofnun veitir og nemur 00% af stofnkostnaði. Hafa ríkisstjórn og Framkvæmdabanki veitt þessu franlkvæmdamáli bæjar- ins mikið liðsitmi og raunveru- lega tryggt, að málið komist í höfn. Að vísu er þýzka lánið enn ófeng- ið. þótt horfur séu taldar líklegar, en forráðamenn Útgerðarfélags- ins töldu í viðtalinu við blaða- menn í gær. að málið væri eigi að síður komið á þann rekspöl nú, að framkvæmdir mundu í öllu falli hefjast í vor. Fjárfestingarleyfi veitt. Það er Gísli Sigurhjörnsson, sem vinnur að lánsútveguninni, og er í ráði að Haínfirðingar taki sams konar lán. enda hafa þeir nú hlotið sams konar fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar og Fram- kvæmdabankans. Hélt Gísli til Þýzkalands á sunnudagsmorgun í þessum erindum, en er væntan- legur aftur snemma í marz. Hér mun um að ræða lán til vörukaupa í Þýzkalandi, en lík- legt. talið, að ekki þurfi að binda þau kaup við hraðfrystihússvélar, enda vilia forráðamenn Útgerð- aríélagsins fremur búa húsið ís- lenzkum vélum, sem hér hafa gott orð, sé bess kostur. Jafnframt því, sem Fram- kvæmdabankinn gaf skuldbind- andi loforð um lán, veitti Inn- flutningsskrifstofan yfirlýsingu um að fjárfestingarleyfi fyrir húsbyggingu mpndi veitt, og yf- (Framhald á 7. síðu). Hin sérkennilegu háfíðahöld barnanna á Ákureyri á öskudaginn Fylgist með því, scm gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Bag! ÐAGUR kemur næst út laugar- daginn 26. febrúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.