Dagur - 23.02.1955, Síða 4

Dagur - 23.02.1955, Síða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 23. febrúar 1955 }$5$5S$$SSS55$5S$SSS5535S$555555S53S$S555S$SSS$SS*» DAGUR Riístjóri: HAUKUR SNOERASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hraðfrystihúsmálið í RÆÐU þeirri, scm Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, liélt í hófi bæjarstjórnar hér á Akurevri í desember síðastiiðnum, hvatti hann eindregið til þess að stofnað yrði til sem allra víðtækastra samtaka til þcss að leysa hraðirystihúsmálið. At (Vlluin þeint verk- efnum, sem hér lægi fyrir að leysa tif að skapa bæjar- búum góð lífsskilyrði í framtíðinni, taldi hann að bygging fullkomins hraðfrytihúss væri mest aðkall- andi. Stofmin slíks fyrirtækis væri um ieið öryggis- ráðstöfun fyrir togaraútgerðina, sem orðinn er mikill þáttnr í atvinnulífi bæjarins. HVATNINGARORÐUM ráðherrans í þessu máli var vel fagnað liér nyrðra. Var og ljóst af þeirn, að hriiðfrystihússmálið átti að fagna velvilja og skiln- iiigi innan ríkisstjórnarinnar. Mátti kafla líklcgra en áður, að uimt mundi reynast að sigrast á fjárhags- örðugleiJ'unum og stofna tii framkvæmda. Aktireyringar sýndu það einnig, að þeir vildu á sig leggja nokkuð fyrir þetta mál. Á fjárhagsáætlun bæjarins nú er 750 þús. króna framlag til málsins, og greiði bæjarmenn upphæðina með útsvörum. Auk þess hafa menn af frjálsum vilja lofað nokkur inindruð þúsunda króna framlagi til hlutakaupa. — ‘Vafalaust er, að þcssi viðbriigð hér á síðastliðnu hausti og nú um áramótin, að hopa ekki fyrir erfið- leikum, heldur lcggja byrðar á bak, þótt þungar séu, til þess að hafa handbært fé, hafa orðið málinu til verulegs stuðnings. ANNARS STAÐAR í þessu blaði er skýrt frá þvi, áð alhniklu meiri horfur séu nú á því en áður, að úr íjármagnsþörfinni greiðist. Ríkisstjórniri og Frarn- kvæmdabankinn lrafa lofað þeirri fyrirgreiðslu. sem nauðsynleg var, til þess að unnt væri að kanna til , hlítar, hvort erlent hínsfé er fáanlegt. Eru nú taidar góðar horftir á því, að þýzkt lán verði fáanlegt, og þau loforð Framkvæmdabankans, sem nú liggja fyrtr, jafngilda því, að þetta lán sé til svo langs tíma, að það verði viðráðanlegt fvrir Utgerðarfélagið. F.n sú fyrirgreiðsla, sem rnálið liefur hlotið hjá ríkisstjórn- inni er því mjög mikilsverð og staðfestir það, að það ■oru meira en orðin tóm, sem Eysteinn Jónsson lét 1 falla liér í vetur, að ntálið þyrfti að Ieysa með sem víðtækustum samtiikum. Fyrir þessi samtök hefur því nú þokað verulega áleiðis. SAMKVÆMT þeim kostnaðaráætlunum, sem fyrir iggja, mun það lánsfé, er nú hillir undir, duga til tð koma upp húsinu og búa það vélakpsti. En bæjar- ’élagið á eftir að skapa nauðsynlega aðstöðu með bryggjugerð og uppfyllingu, og kostar hvort tveggja mikið fé. Þótt sú fyrirgreiðsla, sem nú hefur verið veitt ’.ryggi væntanlega framgang málsins, mega bæjar Jnenn ekki þar fyrir ætla, að þeir geti sleppt hend fnni af því og það þurfi ekki frckari stuðnings með- Líklegt er, að bæjarfélagið verði enn um sinn ao :aka á sig einhverjar byrðar til að tryggja þessar fram kvæntdir á Oddeyri og full afnot þeirra. En undir- íektirnar til þessa sýna, að menn vilja leggja nokkuð í sig til að veita nýju blóði í athafnalífið. Fyrirtæki þetta er áhættufyrirtæki og gæti brugðið til beggja /ona um rekstursgrundýöll. En öll framleiðsla á sjáv- irafurðum hér á landi okkar er áhættusöm. Samt er nin afl þeirra hluta, sem framkvæmdir hafa verið á liðnum árum. Og svo mun enn vcrða, þó að yfir j gangi erfiðleikatímabil endrum og eins . Efling smábátaútgerðar. TÍMARIT Fiskifélags íslands, Ægir, kemur nú út í nýju formi undir ritstjórn Davíðs Olafssonar fiskimálastjóra. Er ritið hálfs- mánaðarrit og flytur fréttir af sjávarútvegsmálum og ýmsan fróðleik, sem allir, er við fisk- veiðar fást, hafa gagn og gaman af. Nýlega er út komið annað hefti Ægis síðan breytingin var gerð, og er bar ýmislegt fróðlegt efni. Þar er til dæmis rætt um smábátaútgerð frá Hríseey. Birt er mynd af þremur fiskibátum, er Skipasmíðastöð KEA smíðaði fyrir Hríseyinga á sl. ári, og í framhaldi af frásögn af því segir svo í Ægi: „Þessa frétt væri út af fyrir sig vart markverð (þ. e. smíði þriggja 7 lesta báta) ef hún fæli ekki í sér annað og meira. Hún lýsir tímamótum, það mætti jafn- vel kalla það afturhvarf í útgerð- i arsögu Hríseyjar, og sömu þró,- unar verður víða vart í verstöðv- um umhverfis landið. Blómaskeið smábátaútvegs virðist hafa hafizt að nýju eftir alllangt hlé, Margir þakka það hinum nýju fiskveiði- takmörkunum. Utgerðarsaga Hríseyinga. ENN SEGIR SVO í Ægi: ..Hrís- eyingar voru meðal brautiyðj enda í vélbátaútgerð við Eyja- fjörð, en hún stóð með miklum blóma fram yfir 1930, og þekkja víst flestir aðdraganda og orsakir hnignunar smábátaútvegsins á fjórða áratugnum og síðar. Flest- ir smærri bátanna voru þá seldir frá Hrísey eða þeim lagt. Nokkr- ir framtakssamir Hríseyingar réðust þá í kaup á stærri bátum, er sótt gátu á fjarlægari mið og sem hentugir voru til síldveiða. En þeir fluttu flestir burt, er þeim óx fiskur um hrygg, þangað sem svigrúmið var meira. Næsti þáttur í útvegsmálum Hríseyjar hófst með stofnun útgerðarfélags með þátttöku flestra eyjarbúa. Keyptur var 65 lesta bátur, sem þeim hélzt þó skammt á, ekki sízt vegna aflabrests á síldveiðum undanfarinna ára fyrir Norður- landi. Sama félag hefur ráðist í að kaupa 18 lesta bát, sem ásamt smærri bátunum er meginstoð atvinnulífs Hríseyinga, en með komu þessara báta hafa þeir tek- ið upp þráðinn, þar sem frá var horfið 1930, og er það von manna, að vel takizt.“ Þessi saga mun í öllum aðal- atriðum rétt hermd, en hér skortir þó alveg að geta um eina „meginstoð atvinnulífs Hrisey- inga“, en það er hraðfrystihúsið, sem Kaupfél. Eyfii-ðinga byggði þar og starfrækir. Sú fram- kvæmd hefur gert eflingu. út- gerðar frá þessari ágætu útgerð- arstöð mögulega á nýjan leik. Stórmál fyrir byggðarlagið. EFLING smábátaútgerðar hér við Eyjafjörð er stórmál fyrir héraðið allt. Með aukinni fisk- gengd á grunnmið opnast hér möguleikar til sjálfbjargar sem ekki voru til áður. Hér ei'u dug- legir sjómenn, sem fullan hug hafa á að nota þau tækifæri, sem friðun grunnmiðanna fyrir tog- urum hefur skapað En þeir eiga erfitt um vik. Þá skortir fé til að koma fótum fyrir sig. Beina þarf lánsfé til dugandi manna, sem vilja hefja eigin útgerð, og bæta þarf aðstöðu þeirra, sem aldrei hafa látið merkið niður falla, þótt í móti hafi blásið. Smábátaút- gerðin á það skilið, að málefnum hennar sé sinnt. Hún leggur drjúgan skerf í þjóðarbúið. Umræður um bindindismál og skemmtanahald. Bæjarbúi skrifar blaðinu á þessa leið í gær: „í GÆRKVELDI fór eg að hluta á erindi um bindindismál, sem séra Jakob Jónsson flutti á vegum Góðtemplarareglunnar hér, í Félagsheimili templara, Varðborg, öðru nafni hótel Varð- borg. Líklega á síðara nafnið meiri rétt á sér. Erindi séra Jak- obs var í alla staði hið prýðileg- asta, bæði hvað efni og flutning snerti; ræddi hann um hina svo- kölluðu hófdrykkjumenn, of- drykkjumenn og algjöra bindind- ismenn. Fannst mér á dæmum sem hann tók og rökum í sam- bandi við hpfdrykkjumennina, að vandratað yrði meðalhófið í því tilliti. Erindi séra Jakobs átti sannarlega erindi til allra, yngri sem eldri, því að hann er áreið- anlega kunnugur þessum málum, afleiðingum dx-ykkjuskapar hjá einstaklingum og fjölskyldum. — En í sambandi við komu séra Jakobs hingað og komu Guðna Þórs Ásgeirssonar í sumar, langar mig að minnast á fram- komu Góðtemplara hér. 1 vor, þegar Guðni Þór var hér á ferð, en hann er form. félagsskapar sem kenndur er við ofdrykkjuna, hélt hann fyrlrlestur í Sam- komuhúsinu. Eg var þar líka ásamt ca. tuttugu sálum. Erindi Guðna var ágætt, lýsing á baráttu hans við að sigrast á ofdrykkj- unni sem hafði þjáð hann í 15 ár. En alveg á sama tíma og þetta erindi er flutt, halda Góðtempl arar sjálfir ,,ball“ í Varðborg og fá skemmtikrafta lengra að til að auka aðsóknina sem mest. Þar var líka troðfullt hús og nóg til að gleðja sálina með! Hvað rak þessa menn (Góðtemplara) til að halda þennan dansleik í Varð- borg sama kvöld og á sama tíma og þeir þykjast vera að glæða og efla bindindisstarfsemina héi ? — Eru það peningarnir. sem gilda miklu meira en hugsjónin í bind- indishreyfingunni? ■—. f gær kveldi áttu þeir heldur EKKI að hefja sýningu á nýrri kvikmynd: „Á kvennaveiðum" á sama tfma og séra Jakob hóf flutning er indis síns. Þótt fyrirlesturinn væri sæmilega sóttúr, þá gátu og áttu margir fleiri að njóta hans. Stórhríðarmót Akur- eyrar uin sl. helgi Svigkeppni Stórhríðarmóisins fór fram sl. sunnudag í Snæhól um. Færið var mjög erfitt, laust nýfenni og bloti. Fyrstur í A-flokki varð Hjálm- ar Stefánsson, Siglufirði, 2. Magnús Guðmundsson, KA, 3. Sigtryggur Sigtryggsson KA. í B-flokki varð Skjöldur Tóm- asson, KA, fyrstur. í C-flokki sigraði Jón Bjarna sön, Þór. Skíðasamband íslands stendur í samningum við Bjarne Arents reyndan, norskan Olympíusvig- mann, Standa vonir til að hann komi til að þjálfa undir næstu Olympíuleika. Mundi hann þá hefja starf sitt á Akureyri 21 marz næstk. — Arents er talinn ganga næst Eriksen, hin um fræga Olympíumeistara. Skíðamót Norðurlands átti að fara fram á Siglufirði, en á því eru örðugleikar vegna fólksfæðar þar. Ekki er enn vitað hvei-jir munu verða til þess að taka mót ið að sér að þessu sinni. Hattarnir mega vera litlir og án skyggnis, en þeir mega líka vera sthórir og undirskálalaga eins og þessi hér, frá Dior í París, sem er úr náttúrlegu strái og með upp- hafsstafi meistarans í kollinum. r A þessu vori duga nær öll tízkufyrir- bæri í kvenfatnaði PARÍS. Ekki er hægt að halda því fram, að nokkur sér- stakur klæðaburður þyki henta öðrum betur á jessu komandi vori heldur ríkir sú skoðun, að flest tízkufyrirbæri síðustu tíma séu nothæf. Engin sér- stök „lína“ er annarri ofar. Litlir hattar er kjörorð tízku- meistarans Fa- biennes, en koll- egar hans segja bara í staðinn: stórir hattar og í þeim hópi eru sumir stærstu tízkukóngarnir, Sannleikurinn er, að það er góð tízka að ganga meða stóra eða smáa hatta eftir vild og hattur- inn frá í fyrra er jafngóð tízka og hatturinn í ár. Konur geta svo stælt Marilyn Monroe ef þeim sýnist svo, og fyllt vel út í fötin, þ.-e. a. s. ef þær hafa vöxt til þess, en það þykir al- veg jafngóð tízka að vera þunnvaxin og „flöt“ á la Audrey Hepburn, því að á þann stíl leggur tízku- kóngurinn Christian Dior megináherzlu enn í dag, enda þótt ekki sé eins áberandi og var meðan H- línan var og hét, en tíð H-línunnar í fyllingu er liðin. Hinir nýju brjóstahaldarar frá París eru sama gerð og hausttízkan, það er hálfskála-gerðin, sem er sú tízka, sem ræður. Nota má pils og víðan jakka, en líka þröng pils og kjóla, að nær líkist vafningum. Hið fyrr- nefnda er vitaskuld auðveldara fyrir þá, sem kaupa tilbúinn fatnað, því að jafnan er auðveld- ara að grípa upp víða kjóla og pils, sem vel fara, en þau föt, sem eiga að falla þétt að vaxtarlaginu. Og síddin má vera eins og hverjum þóknast hún helzt, enginn tízkumeistari í París hefur gert minnstu tilraun til að breyta síddinni í ár. Balen- ciage sýnir fremur síða lcjóla nú undir vorið, en Dior fremur stutta kjóla ,en þetta er alveg sama og sl. vor og hér er engin breyting. Einasta breytingin, sem nokkuð kveður að, er ei-marnar, sem allar eru blátt áfram og eðlilegar nú, gagnstætt því sem stundum sást í fyrra og erma- lengdin má vera að smekk hvers og eins jafnt og kjólasíddin, fulllangar ermar, hálfermar og jafnvel stuttar, enda þótt Dior hafi nýlega i blaðaviðtali sagt, að ermar eigi að hylja olnboga og kjóll hné, sem séu sá hluti kvenlíkamans, sem helzt stingi í stúf við fagra byggingu hans. Þannig virðist vortízkan vera óvenjúlega frjáls- lynd að þessu sinni og þykir væntanlega góð tíðindi. Hrogn sem ofanálegg ! Nú nálgast sú tíð, að maður eigi völ á að fá hrogn í fiskbúðum og er það tilhlökkunarefni. Hrogn eru ágætur matur, í senn ljúffengur og hollur og nær- andi. Danir eru snillingar í matreiðslu, og í dönsk- um kvennadálki nú nýlega eru þessar fyrirskriftir um þorskhrogn §em ljúffengt ofanálegg á brauð: Súrar agúrkur eru hakkaðar gróft og blandað saman við soðin þorskhrogn. í hræruna er bætt niðurskornum, soðnurn kartöflum, sem skornar eru í smáteninga. Síðan er ofurlitlu asíuediki héllt yfir. Þetta er sérlega gott á ristað franskbrauð. Harðsoðin eggjahrauða er hrærð út í ofurlitlu af tómatsósu (ketchup). Síðan eru hrognin hrærð (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.