Dagur - 19.03.1955, Blaðsíða 1
XXXVIII. árg.
Akureyri, laugardagimi 19. marz 1955
15. tbl.
Þetta líkrteski gáfu Jiigóslafar Sameinuðu þjóðunum og stendur
það nú við aðalbækistöðvar þeirra við East River í New York. —
Myndin heitir „Friður'.1, og þótt ótrúlegt megi virðast, er júgó-
slafneska orðið „MIR“ sama og friður. Mun fólki hér þykja trúlegra
tiS það orð merki ófriður. En hvað sem um það er, gáfu júgóslafar
þessa fríðarlíkneskju, og sögðust gera það í „trú á framtíðina“ og
á gildi síarfs Sameinuðu þjóðanna.
Opinber rannsókn vegna aðdrótt-
æktíngnum um
miltjónirnar í Áusfurstræti
Hermann Jónasson liefnr ritað dómsmálaráðu-
neytinu og birt greinargerð
Hermaim Jónasson, form. Framsóknarflokksins, hefur hinn 14. þ.
m., ritað dómsmálaráðuneytinu bréf og óskað, að fram fari réttar-
rannsókn vegna ummæla og aðdróttana Jónasar Jónssonar í bækl-
ingi þeim, er hann gaf út fyrir skemmstu, og nefnir „Átján milljón-
irnar í Austurstræti“. Jafnframt hefur Hermann birt greinargerð
fyrir ákvörðun sinni í Tímanum. Fer hún hér á eftir, svo og bréf
hans til dómsmálaráðuneytisins:
Eg mun vera ein aðalpersónan
í þessari nýju tegund sagnagerð-
ar. Mest af því, sem um mig er
ritað í sögum þessum, mun vera
vægast sagt fremur niðrandi —
flest persónulegur óhróður, eða
þá ýmiss konar tilbúningur um
ímyndaða meðeign mína 'í ýmsum
fyrirtækjum o. s. frv.
Þessa söguritun um mig per-
sónulega hef eg auðvitað látið af-
skiptalausa, enda fæst af þessum
skrifum lesið. En í flugriti, sem
fyrrnefndur Jónas Jónsson gaf út
í síðustu viku, er — auk hins
venjulega óhróðurs um mig per-
sónulega — sagt, að eg hafi mis-
notað aðstöðu mína sem stjórn-
skipaður formaður bankaráðs
Búnaðarbanka íslands. Það er
mál, sem varðar almenning, og
(Framhald á 7. síðu).
„Jonas Jonsson, fyrrverandi
ráðherra, Hávallagötu 24, Reykja
Vík, hefur síðari ár æfinnar gert
það sér til dundurs að semja
margs konar sögur um menn og
málefni, — og birta sumar á
prenti.
Aðalfundur
F r amsóknarf élags-
ins á mánudaginn
Blaðið vill minna félagsmenn
í Framsóknarfélagi Akureyrar
á aðaifund félagsins að Hótel
KEA n. k. mánudagskvöíd kl.
8.30. Auk venjulegra aðaifund-
arstarfa verður rætt um stjóm-
málaviðhoríið og aðalfund mið-
síjómar flokksins.
ana Jónasar
í trú á framtiðin?!
F»
Sáttatilraonimi er enn
áfram syðra
Kyrrðin við höfnina
var aðalverkfalls-ein-
kennið í Rvík í gær
í gær bar ekki mikið á því i
Reykjavík á ytra borði, að
verkfall væri. UmferSin var
svipuð, en mun draga úr henni
í dag, en kyrrt var við höínina.
Tröllafoss var nýkominn frá
Ameríku, og er stöðvaður,
Gullfoss er væntanlegur og svo
ýmis skip, hvert af öðru.
Ekki var viðræðufundur með
deiluaðilum í gær, en þess
vænzt, að samningaumleitanir
hefjist fljótlega á ný. — Ekki
liggja fyrir áreiðanlegar fvegn-
ir um, hvort saman hafi dregið
á undanförnum fundum.
Þa'ð er Zontaklúbburinn hér á
Akureyri, sem gengst fyrir
skemmtuninni, en klúbburinn
vinnur að því að koma upp safni
til minningar um Jón Sveinsson
rithöfund, sem tvímælalaust er
víðfrægastur allra íslendinga, en
Nonnahúsið var æskuheimili
hans.
Hjónin, frú Sigríður Davíðs-
dóttir og Zóphonías Árnason, yf-
irtollvörður gáfu klúbbnum hús-
ið fyrir nokkrum árum og hafa
konurnar í Zontaklúbbnum unn-
ið að því að koma upp safni síðan.
Mörg skemmtiatriði.
Meðal skemmtiatriða á Hótel
Nýjum bílum skipað
á land
í gærmorgim hófst hér losun á
vörum úr m.s. Helgafelli, sem
kom hingað í fyrrinótt frá Rvík.
Sá varningur, sem mesta at-
hygli vakti, var nýjir bílar, er
skipið flutti. Voru það amerískir
bílar, Chevrolet og Buick, til ým-
issa móttakenda hér, og komu
þeir bílar á vegum KEA, og svo
brezkir bílar frá Ford, til Bílasöl-
unnar h.f. — Vöktu nýju bílarnir
mikla athygli og var margt
manna að skoða þá, er þeir komu
l á land.
Á miðnætti í fyrrinótt hófst
\TerkfaíI hjá mörgum stéttarfélög-
um í Reykjavík og Hafnarfipði og
mun það í uppliafi haía náð til
7000 manns'.
Sáttanefnd sú, sem ríkisstjórn-
in skipaði, sat á fundi með deilu-
aðilum fram á nótt, en ekki gekk
saman. En sáttaumleitunum mun
haldið áfram og mun viðræðu-
fundur verða haldinn bráðlega.
Heyrzt hefur og, að sáttanefndin
muni bera fram miðlunartillögu
innan skamms.
Stofnun Nonna-safns er menn-
ingarmál, og þess virði, að því sé
lagt lið af sem fletsum. Auk þess
geta menn sótt fróðleik og
skemmt-un á Hótel KEA á morg-
un.
Lá við slysi
Efnt var til þorrablóts aS Hóluni
í Hjaltadal 12. þ. m. Til skenimtun-
ar voru ræðuhöld, siingur og dans,
auk margháttaðra kræsinga. Fór
samkoman hið bezta fram, en svo
illa vildi til, að stór farþegabíil, er
flutti námsmeyjar húsmæðraskól-
ans á Lðngumýri af hófi þessu,
valt á svellbunka, er heim var hald-
ið. Voru í bifreiðinni 31 nemandi
og 3 kennslukonur skólans, attk bíl-
stjórans. Alvarlég meiðsl urðu ekki.
Ekki boðað verkfall hér á
Akureyri.
í gær hafði ekki verið boðað til
verkfalls hér á Akureyri og er
því öruggt, að verkfall skellur
ekki á hér í næstu viku, því að
boða þarf verkfall með viku fyr-
irvara. Var unnið í gær að losun
skipa hér í höfninni. í gær var
flugsamband við Reykjavík. Kom
flugvél að sunnan, en ekki mun
von á fleiri vélum meðan verkfall
stendur. Hins vegar mun von til
þess að landleiðin opnist, og póst-
ur og farþegar komist þá leiðina
i milli íjórðunganna.
Almenningur virðist telja útlit
uggvænlegt.
Almenningur í Reykjavík virð-
ist telja útlitið uggvænlegt, því að
síðustu dagana hefur verið mikið
um að menn hafa reynt að birgja
sig upp af nauðsynjavörum. Var
orðið kaffi-, smjörlíkis- og smjör
laust í Reykjavík í gær. Verkfall-
ið nær ekki til mjólkur og brauð-
búða enn sem komið er, og er því
á meðan ekki eins erfitt almenn-
ingi og desemberverkfallið 1952,
en þá var lokun mjólkurstöðvar-
innar miög tilfinnanleg fyrir al-
menning.
Fyrirvaralaust af-
greiðslubann ólöglegt,
segja atvinnurekendur
Albýðusambandið hefur til-
kynnt að stöðva beri skip, sem
hverfa frá viðkomu í Reykjavík
og Hafnarfirði vegna verkfallsins,
og megi verkamenn ekki afgreiða
þau. Vinnuveitendur tilkynna
hins vegar, að slíkt væri löglcysa
á stöðum, sem ekki hafa tilkynnt
verkfall.
Landleiðin fil Reykjavíkur verður
ökufær á morgun
í fyrradag fór bifrcið frá Norð-
urleið h.f. yfir Holtavörðuheiði
og gekk ferðin vel enda hefur
snjór mjög sigio á heiðinni og
mun verða allgott ökufæri yfir
hana ef ekki bregður til snjó-
komu. I gær var send héðan
frá Akureyri ýta til að ryðja
snjó af Öxnadalsheiðarvegi og
nnm hún hafa byrjað það verk
í morgun. Er þess vænst, að
heiðin verði ökufær á morgun
enda mun Norðurleið þá senda
bíl að sunnan og flutningabif-
reiðar héðan munu þegar halda
suður. Er mikið hagræði að
því fyrir íbúa bæjar og héraðs
að landleiðin er fær nú, þegar
aðrar samgöngur stöðvast
vegna verkfalls.
Fjölbreytt skemmtiin á morgnn til
ágóða fyrir Nonnasafn
Síðdegis á morgun, eða kl 3—5, KEA á morgun verða tónleikar,
verða fjölbreytt skemmtiatriði í upplestur, happdrætti, með góð-
kaffitímanuni á Hótel KEA, til um verðlaunum, og erindi um
ágcða fyrir Nonnasafnið í Aðal- j Jón Sveinsson, er Gísli Jónsson
stræti 46. menntaskólakennari flytur.