Dagur - 19.03.1955, Blaðsíða 4
D AGUR
Lau"ardaginn 19. marz 1955
>4444444444444444444444444444444444444444444444444$1
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
BlaSið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangur kostar kr. 60.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS P.JÖRNSSONAR H.F.
Undarleg þögn
FYRIR NOKKRU skýrði forstjóri Sambands
sl. samvinnufélaga frá því í ræðu, sem hann hélt
íhér, að viðstöddum blaðamönnum og ýmsum gest-
im, að fjárfesting Sambandsins í iðnaðarfyrir-
'.ækjunum hér á Akureyri næmi tugum milljóna
jtróna. Hefði verið unnið þannig að uppbyggingu
. ðnaðarins hér á Akureyri, að til frambúðar væri.
Húsin og vélarnar nægðu til þess að skila allt að
pví helmingi meiri afköstum en er í dag. En þetta
jafngildir því, að til eru hér í bænum hús og vélar
il þess að veita hundruðum manna lífvænlega at-
dnnu, til viðbótar því iðnverkafólki, sem fyrir er,
og greiða a. m. k.. 10 milljónir króna á ári í vinnu-
aun í viðbót við það mikla fé, sem í dag er greitt
.ðnverkafólki í verksmiðjunum. Til þess að þessi
abstaða, sem samvinnufélögin hafa skapað hér á
Akureyri, nýtist til fulls, þarf að auka markað
: yrir framleiðsluvörurnar. Landsmenn þurfa að
aka innlendar vörunr fram yfir útlendar vörur.
3r það heldur enginn neyðarkostur, því að ný
;ækni og aukin kunnátta hafa skipað framleiðslu
samvinnuverksmiðjanna í flokk hinna beztu fáan-
! egu iðnaðarvara; og verðið er í alla staði sam-
.íeppnishæft, og oft mun lægra en á erlendri vöru.
OLLUM, sem á hlýddu, hlaut að vera ljóst, að
fiér var á dagskrá stórfellt hagsmunamál Akur-
íyrar. Þegar þær tölur, sem forstjórinn nefndi,
■iiu bornar saman við áætlaðan kostnað við að
íoma hér upp hraðfrystihúsi, og aðgætt er, hver
atvinnuaukning leiðir af starfrækslu þess, sjá
: nenn í einu vetfangi, hversu stórfellt átak til upp-
byggingar samvinnufélögin hafa gert hér á Akur-
(iyri. Aukin sala framleiðsluvara samvinnuverk-
ísmiðjanna jafngildir beinlínis aukinni atvinnu og
auknum vinnulaunum til fólksins hér á Akureyri,
og á hvort tveggja er mikil þörf. Um þetta ættu
dlir bæjarmenn að geta verið sammála.
EN ÞÁ BREGÐUR svo undarlega við, að í blöð-
im bæjarins ríkir alger þögn um þetta stórfellda
i.iagsmunamál. Það þykir ekki í frásögur færandi
íuér, að til sé hér á staðnum tæknileg aðstaða til
að veita 200—300 manns fasta atvinnu og greiða
iiO—11 milljónir króna í vinnulaun, í viðbót við
atvinnureksturinn sem fyrir er! Hvað er hér að
gerazt? Eru menn blindir fyrir þeim möguleikum,
aem þarna eru fólgnir fyrir bæ og hérað? Skárra
r/æri það en viðleitni til að fela fyrir almenningi
ipessa stórfelldu möguleika til þess að efla at-
vinnulífið og treysta afkomuöryggi þeirra, sem
?áér búa.
Aukið gengi íslenzks iðnaðar í heild er stór-
::elldasta hagsmunamál Jæssa bæjar um þessar
:nundir.
Verðhækkun á rafmagni
EFTIR AÐ BIRT hefur verið greinargerð um
íauðsyn þess að hækka verð á rafmagni, er aug-
Ijóst, að bæjarstjórnin hér á eins og sakir standa
ekki annars úrkosta en breyta verðskránni og
krefja hærri greiðslu af bæjarbúum fyrir selt raf-
ínagn. Rafveita Akureyrar verður að skipta við
i£ 1 *■« fk I V;
heildsala sem heitir Laxárvirkjun
og er að kalla má ríkisfyrirtæki,
þótt bærinn sé þar meðeigandi að
nokkru leyti Og þessi heildsali
hefur tilkynnt hækkun á vöru
sinni, sem Rafveitan verð.ur að
velta yfir á kaupendur. Þáð eru
því verzlunarhættir Laxárvirkj-
unar, sem þarfnast athugunar.
SAMKVÆMT greinargerð
þeirri, sem birt hefur verið, þarf
Laxárvirkjunin að verja 5,5 millj.
á þessu ári til vaxta og afborgana
af lánum, auk þess sem reksturs-
kostnaður er áætlaður 875 þús.
kr. Af þessari heildarupphæð, 6,3
millj., eiga Akureyringar að
greiða 5,1 milljón, eða bróður-
partinn. Síðan 1953 hefur skatt-
heimta fyrir selt rafmagn hér í
bæ hækkað úr 859 þús. kr. í rösk-
ar 5 millj. í ár. Hækkunin er gíf-
urleg og í rauninni meiri en rétt-
lætanlegt er eins og allt er í pott-
inn búið. Hér er gert ráð fyrir að
greiða mannvirki, sem á lengi að
standa, að fullu á 15 árum. Vext-
ir af lánum eru reiknaðir 5Vz% af
ríkisvaldinu, eða framkvæmda-
banka þess, og er þó um að ræða
gjafafé. Viðskiptaaðferðin er sú,
að til þess að fá fé til afborgana
og vaxta, er hækkað verð á seldu
rafmagni í dag að því marki, að
það skili allri upphæðinni. Með
þeim hætti verða notendur í dag
líka að greiða fyrir hið ónotaða
rafmagn, sem ríkisvaldinu hefur
enn ekki unnist tími og fé til að
leiða austur á land eða í aðrar
áttir. Hér virðist um mjög vafa-
sama stefnu að ræða, svo að ekki
sé fastara að orði kveðið, og vel
kann svo að fara, að hin stórfellda
hækkun verði til þess að draga úr
notkun á rafmagni hér á sama
tíma og mikil afgangsorka er fyr-
ir hendi og nýtist ekki.
EINS OG FYRR segir mun
ekki um annað að ræða fyrir
bæjarstjórn Akureyrar en ráð-
gera hækkun á smálsöluverði
sínu að sinni. En jafnframt sýnist
sjálfsagt, að teknar verði upp
viðræður við ríkisvaldið um það '
réttlæti, sem notendum raf-
magns er skammtað með þessum
aðgeiðum. Akureyrarbær lét á
sínum tíma orkuver sitt, er hann
hafði byggt, ganga inn í sameign
ríkis og bæjar við Laxá, fyrir ]
lágt verð. Aldrei var til þess ætl-
ast, að uppskeran af því yrði sú,
sem nú er orðin. Afgangsorkan
við Laxá er eign þjóðfélagsins, og
meðan hún notast ekki, verður
heildin að bera kostnaðinn af því,
en ekki fólkið á Ak. og í sveit-
unum í grennd. Engin ástæða er
til þess fyrir fólkið hér nyrðra, að
taka þegjandi við þeim skerf, sem
ríkisvaldið hefur hér skýringar-
lítið að því rétt.
Eftirlegukindur kommúnista.
KOMMÚNISTABLAÐIÐ hér
hefur stokkið upp á nef sér rétt
einu sinni vegna þess að Dagur
birti nú í vikunni bréf frá þing-
eyskum bónda, þar sem farið er
heldur ómildum orðum um kvik-
myndina Sölku Völku. Eiga
kommatetrin naumast orð til að
lýsa hneykslun sinni, að andað
skuli á Halldór Laxness. Með
skrifum þeim koma þeir upp um
þá skoðun sína, að loka eigi blöð-
unum fyrir bréf og greinar frá al-
menningi, ef þau falla ekki að
öllu leyti saman við skoðanir
þeirra. \em blöðin rita. Er þetta
raunar viðhorf allra einræðis-
sinna, að binda fyrir munninn á
almenningi nema þegar honum er
ætlað að syngja einvaldsherrun-
um lof og dýrð.
HÉR í BLAÐINU er mönnum
yfirleitt leyft að kveðja sér hljóðs
um ýmis málefni, og það þótt
sumir þeir rithöfundar séu ekki
sammála blaðinu um þau mál,
sem um er rætt. Blöðin eiga að
verar vettvangur almennra um-
ræðna. Dagur taldi því rétt að
leyfa þingeyska bóndanum að
lýsa skoðun sinni á kvikmynd-
inni um Sölku Völku. Skoðun
blaðsins sjálfs á myndinni var
lýst, er hún var sýnd hér á Akur-
eyri, og er hún önnur en skoðun
bréfritarans. En menn eiga að fá
rúm til þess að, lýsa viðhorfum
sínum til almennra rnála, bótt það
fari í taugamar á einhverjum,
sem ekki eru sama sinnis.
„Verkam.“ er svo mjög niðri fyr-
ir út af þessum dómi Þingeyings-
ins, að hann birtir tyo. skammar-;
pistla um hann, en gáir ekki að
sér og fer villur vegar. Ætlar
blaðið að gera heilmikla samlík-
ingu á andlegu ástandi þingeyska
bóndans og eftirlegukindum
sem það segir „þingeyska bænd-
ur“ hafa fundið, er beir fóru
„skemmtiferð inn á Vatnajckul“
o. s. frv. Gallinn er bara sá. að
það voru bændur úr Fljótsdal,
sem fóru í bennan leiðangur og
fundu eftirlegukindurnai' og
komu Þingeyingar þar bvergi
nærri. Eru kommúnistar því
heldur betur áttavilltir eins og
fyrri daginn. En þeir eru sífellt
að villast, enda með eilífa átta-
vitaskekkju, sem ekki lagast fyrr
en þeir losa sig við kredduna.
ísfirðiugar ræða „jafnvægi í
byggð landsins".
Bæjárstjórnin á Isafirði gerði ný-
lega ályktun um „jafnvægi í byggð
landsins", sem blaðið vill vekja at-
ltygli á. Er þar fjallað um málefni,
sem oft liafa verið til umræðu hcr
í blaðinu. Minna þessi mál öll á
nauðsyn þess, að kaupstaðirnir úti
á landi taki upp samvinnu sín i
milli. Var tilraun gerð til þcss hér
um árið, cr efnt var til kaupstaða-
ráðstcfnu, en því miður fór svo, að
sú tilraun drukknaði í grautarpotti
flokkabaráttunnar. Menn reyndust
meiri flokksmenn, sumir hverjir, er
á hólminn kom, en fulltrúar lands-
byggðarinnar.
En ályktun ísfirðinganna cr á
þessa leið:
Ályktun bæjarstjórnar.
„Bæjárstjórn ísafjarðar skorar
eiudregið á Alþjngí og ríkisstjórn
að eftirláta bæjarfélögunum utan
Réykjavikur nauðsynlega tekju-
stofna, og bendir þar sérstaklega
á söluskatt og landsútsvar. Jafn-
framt skorar bæjarstjórnin á Al-
þingi og ríkisstjórn áð. létta af bæj-
arfélögunum lögboðnum útgjöldum
t d. lögreglukostnaði og framlagi til
ahnannatrygginga.
Bæjarstjiirnin telur það vera
nauðsynlegari þátt í J>ví að viðhalda
jáfnvægi í byggð landsins, að létta
útsvarsbyrðum af íbúum Jjeirra bæj-
arfélagá úti um land, sem eins og
(Framhald á 7. bls.).
ERLEND TIÐINDI
Átökin í \ erkamannaflokki
Breta verða e. t. v. Attlee og
Bevae háðum til falls
Síðastliðinn miðvikudag samþykkti þingflokkur
brezkra jafnaðarmanna að víkja Aneurin Bevan,
fyrrv. heiibrigðismálaráðherra, og foringja vinstri-
arms flokksins, úr þingflokknum. Formaður flokks-
ins, Clement Attlee^ bar sjálfur fram tillöguna.
Hún var samþykkt með naumum meirihluta. —
Eftir þetta situr Bevan
á þingi sem óháður
V erkamannaflokksmað -
ur, en er enn í Verka-
mannaflokknum sjálfum
nema miðstjórn hans
ákveði að fylgja dæmi
þingflokksins og gera
hann flokksrækan. En
það mál mun koma á
dagskrá innan skamms.
Eru þetta allt allmerkir
atburðir í stjórnmála-
sögu samtímans og rétt
að athuga þá dálítið
Átökin hafa veikt nánai.
aðstöðu Attlees.
I blaðaskrifum um að-
draganda þessa máls kerrulr glöggt fram, að hér er
meira á bak við en átök, sem urðu í milli Bevans
og flokksleiðtoganna í þinginu nú fyrir fáum dög-
umt er Bevan og 61 fylgismaður hans snerust önd-
verðir gegn málflutningi Attlees í landvarnamálum.
Hér er raunar um að ræða uppgjör eftir fjögra ára
linnulaust ósamkcmulag í milli Bevans og flokks-
forustumiai’, bæði utan þings og innan. í rauninni
hefur staðið minni styr-r um málflutning Bevans en
framkomu hans. Hann er af ýmsum flokksmönnum
talinn hafa miðað baráttu sína síður við framgang
máiefna en raunverulega valdastreitu um forust-
una í flokknum. Takmark hans, segja andstæðingar
hans sumir, hefur fremur verið að stéypta Attlee af
stóli og hrifsa til sín flokksforráðiri en breyta raun-
verulegri stefnu flokksins í mikilvægustu málum.
Og þessar aðferðir hans hafa nú leitt til brottrekst-
ursins af hendi þeirra, sem hafa meirihluta í þing-
flokknum, þótt naumur sé.
En ýmis blöð telja. þar á meðal frjálslynda blaðið
Manchester Guardian, að þessi átök muni e. t. v.
verða til þess að Attlee missi flokksforustuna, þótt
hann hafi um sinn sigrað Klofningurinn í flokkn-
um er svo mikill, að þeir, sem andvígastir eru Be-
van, munu einskis láta ófreistað til þess að hann
verði rekinn úr flokknum sem heild og þeir telja
Attlee allt of hægfara og varkáran, og ekki munar
nema hársbreidd að þeir snúist gegn honum líka og
heimti skeleggari forustu. Fari svo, er Attlee vafa-
laust oltinn úr sessi, og nýr forustumaður tekur við.
Vel má svo fara, að saman dragi aftur, þótt ekki
horfi líklega um það nú. Minna má á, að Bevan hef-
ur fyrr verið rekinn úr flokknum og var tekinn í
sátt eftir nokkurt tímabil. Það var árið 1939, er
bæði Bevan og Sir Stafford Cripps var vikið úr
flokknum um stundarsakir. En báðir komust fljótt
til valda og áhrifa innan flokksins og syndir þeirra
voru Jieim þá fyrirgefnar.
Með Bevan stendur harðsnúið lið þingmanna og
eru þar sumir verulegir áhrifamenn bæði í ræðu og
riti. Samt telja sumir þeirra, að Bevan hafi gengið
of langt í andstöðu sinni við flokksforustuna, og
munu ekki fylgja honum á eyðimerkurgöngu hans.
Meðal Jieirra er Richard Crossmann, sem á að hafa
sagt, að Bevan væri sjálfur versti óvinur pólitískrar
framtíðar sinnar.
Meirihluti Attlees var naumur, en lið hans er
sterkara en tölurnar gefa til kynna. Að baki hans
(Frámhald á 7. síðú).