Dagur - 23.03.1955, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1955, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 23. marz 1955 Ólafur Jónsson heiðraður á sextugsafmælinu: Heiðursfélagi í BúnaSarsambandi Eyja- fjarðar - sfarfs hans minnsf á Bænda- klúbbsfundi í gær Ólafur Jónsson, fyrrum tilraunastjóri Ræktunarfélags Norð- urlands, er sextugur í dag. Á Bændaklúbbsfundi, sem haldinn var í gærkveldi, var afmælisins minnst með hátíðlcgum liætti. Fundurinn hófst á því, að Ólafur flutti erindi um ræktunar- og félagsmál land- búnaðarins, en síðan voru umræður um þau mál. — Þá kvaddi sér hljóðs Ármann Dalmannsson og las hann ávarp frá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, þar sem Iýst er heiðursfélagakjöri Ólafs á síðasta aðalfundi sambandsins. Síðan ávarpaði Ármann Ólaf og minntist starfs hans á liðnum áratugum. Þá flutti ræðu Stéindór Steindórsson menntaskólakennari, fyrir minni Ólafs, og síðan Árni Jónsson tilr.stj. Ármann Dalmannsson mæiti á þessa leið: Fyrstu kynni mín af Ólafi Jóns- syni voru á Bændaskólanum að Hvanneyri veturinn 1916—1'17. Þá um haustið var eg meðal ný- sveina, en Ólafur hafði iokið námi í yngri deild skólans og var því í hópi þeirra. sem við hinir hlutum að veita athygli Qg að meira eða minna leyti taka okkur til fyrirmyndar í skólalifinu. — Okkur duldist ekki lengi yfir- burðir Ólafs á flestum sviðum í nemendahópnum. Þó að einum félaga hans tækist nð halda for- ustunni með honum í náminu, þá vakti Ólafur mesta athygli okkar í allri félagsmálastarfsemi í skól- anum. Vegna fráfcærrar glögg- skyggni í hugsun, rökfærslu í málfrúthirigi' '• ög hugkvæmni' í gleSsþép* v,arð hann, ^ öðrdm fremur, sjálfkjörinn sem fyrir- mynd okkar nýsveina. Hann var sá slyngasti á ritvellinum, hvort sem var í ófcundnu eða fcundnu máli. Hann var rökfimasti mælskumaðúrinn á málfundum. Hann var meðal þeirra, sem mest báru upni skemmtisamkomur innan skólans og hann var einn hinn ötulasti liðsmanna fcæði í söng- og íþróttastarfsemi skóla- sveina. Þegar við mættum til skólavistar haustið eftir fannst okkur því verulegt skarð fvrir skildi. Ólafur starfaði um skeið hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar. ferðaðist þá milli búnaðarfélag- anna og vann að jarðabótum. Ár- ið 1920 sigldi hann til Danmerk- ur til framhaldsnáms við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Mun skólastiórinn. Halldór Vilhjálmsson, hafa gert hvort tveggja, að hvetja hann til fceirr- ar farar og veita honum liðsinni á annan hátt. eins og hann gerði við ýmsa fleiri efnalitla nemendur. sem honum virtist bera af að gáf. um og manndómi. Árið áður en Ólafur lauk námi frá Iandbúnaðarháskólanum var auglvst laust framkvæmdastióra- starfið hiá Ræktunarfélagi Norð urlands á Akureyri. Rót,ti Ólafur um hað starf og fékk veitingu fvrir bví. Þ°gar Ólafur kom frá námi vorið 1924 bar fundum okk- pr caman á nv í Revkiavík. Þá gerðjst. t>að að eg réðist til hans cere aðctnðarmaður Og fluttist •ne-ður ti1 Akurevrar nm vorið. fcpta k\mnj nkkar \rerið ■viðnarandi rúma hriá áratugi. Fv minnjct fcecs. pð stiórn Rmktnnarfélags Norðurlands rw marcrir bæudnr n Norðnrirndi rrpentu mikils af Ólafi eftir að.heir t>öfðu verið með honnm á pðaT- fundnm félagsins og krmnst frnoðí mennsku hans og áhuga fyrir eflingu landbúnaðar og búvís- inda. Hann varð og fljótt þjóð- kunnur maður fyrir störf sín hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, einkum tilrauna- og leiðbein- ingastörf. Ymsir hafa þó verið og eru jafnvel enn, vantrúaðir á þýðingu tilraunastarfseminnar. Við nánari athugun munu þó flestir skilja, að batnandi ræktun, hagkvæmari búnaðarhættir á ýmsum sviðum og vaxandi kjöl- festa í leiðbeiningastarfsemi. er bein og óbein afleiðing tilrauna- starfseminnar í landinu. Með stöðugri og síendurtekinni leit að íullkomnasta. „s.varL. .við. .hverri spurningu fást tryggustu undir- stöður fi'æðslu-;og knðbeininga- starfs j-þágii'. alyfratuyeganna — Allt fræðslu- bgTeiðb'einingastarf Ólafs ,Jónsspnar ^hpfp í pfjalatrjð-. m venðg. bvggt uþþ' 'a béimi grUndvelli, sem hann •• og aðrir' hafa lagt msð tilraunastarfsem- inni. Það varð hlutskipíí Óíáfs, eins og svo algengt hefur verið með islenzka bændur, að þurfa að eyða beztu árum æfi sinnar í það að koma stofnuninni til sæmilega fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta þýðir það, að ekki verður hjá því komist að feta sig áfram með all- ar framkvæmdir og gæta þess að ekki séu fleiri segl uppi en ör- uggt er að kjölfestan geti þolað. Ólafur starfaði meira en aldar- fjórðung við þessa stofnun og mun óhætt að segja að hún hafi tekið jöfnum og stöðugt vaxandi þroska allan þann tíma. Ólafur er einnig fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín. Hið mikla ritverk hans „Ódáðahraun“ hefur borið nafn hans víða og hafa ýmsir talið það stórmerkilegt bókmenntaafrek. Hann hefur verið ritstjóri Vasa- handbókar bænda frá byrjun og sýnir það ljóslega hvert traust hann hefur sem leiðbeinandi í búnaðarmálum. Sú bók kemui nú orðið á flest sveitaheimili á land- inu og hefur mjög handhægan og alhliða fróðleik að flytja. Þegar Búnaðarsamband Eyja- fjarðar var stofnað árið 1932, varð Ólafur formaður þess og hefur verið það óslitið síðan þar til síð- astliðið ár. Allan þann tíma hefur hann einnig veríð fulltrúi sam- bandsins á Búnaðarþingi og síð- ustu árin var hann jafnframt ráðunautur þess og annaðist á þess vegum jarðabótamælingar og leiðbeiningar í héraðinu. Það er því augljóst, að á honum hef- ur hvílt, fremur en nokkrum öðrum ábyrgðinogframkvæmdin .ájþieim störfum, sem sambandið hefur haft með höndum. Fyrir það allt færa eyfirzkir bændur honum nú þakkir sínar og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla. —o— Steindór Steindcrsson mælti á þessa leið: Árið 1924 er merkisár í sögu Ræktunarfélags Norðurlands Þá réðst ungur maður til fram- kvæmdastjórastarfs í félaginu, og síðan hefur hann verið tengdur því, sem aðalstarfsmaður þess. Maður þessi var Ólafur Jónsson. Þegar hann réðst þangað hafði félagið raunar verið fram- kvæmdastjóralaust í heilt ár. Stjórn þess höfðu borizt svo öfl- ug meðmæli með Ólafi Jónssyni, sem þá hafði enn ekki lokið kandídatsprófi við landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn, að hún taldi rétt að bíða með það að ráða mann til starfans, þangað til hann kæmi heim. Og reynslan sýndi, að það var vel ráðið. . Starf það, sem Ólafur tókst þá á hendur, ungur og lítt reyndur, var að flestu erfitt og vandasamt. Ræktunarfélagið var þá enn bún- aðarsamband, auk þess sem það rak stóra tilraunastöð og allum- fangsmikinn búskap í sambandi við hana. Hagur félagsins var næsta erfiður um þær mundir. Fjárhagsörðugleikar þeir, sem gengu yfir eftir fyrri heimsstyrj- öldina, höfðu ekki farið fram hjá Ræktunarfélaginu, auk þess sem það hafði orðið fyrir ýmsum óhöppum, svo að kalla mátti, að fjárhagur þess væri í kalda koli. Tilraunastarfsemin hafði beðið mikinn hnekki vegna þeirra örð- ugleika, svo og ’tíðra manna- skipta hin síðari árin, og var hún því að nokkru leyti í molum Ólafur Jónsson reyndist þeim vanda vaxinn, sem honum var lagður á herðar og maklegur þess •trausts, sem honum var sýnt Á tiltölulega fáum árum tókst að rétta við fjárhag félagsins, koma búrekstri þess í svo gott horf, að til fyrirmyndar var, og umfram allt að hefja og reka þar til- raunastarfsemi. sem bæði var umfangsmikil, fjölþætt og vel unnin. Ymsar þær tilraunir, sem Ólafur hóf þegar á fyrstu árum sínum í Tilraunastöð Ræktunar- félagsins voru fullkomin nýjung í íslenzkri tilraunastarfsemi, og marka þar spor. Eg tel lítið vafa- mál, að tilraunastarfsemi Rf. Nl. undir stjórn Ólafs Jónssonar sé ein af styrkustu stoðunum. sem enn hefur verið rennt undir hina fræðilegu byggingu íslenzks landbúnaðar. Og ekki sízt eru til merkilegar fyrir ís raunirnar lenzk búvísindi vegna hinna greinagóðu skýrslna ,sem Ólafur birti að nokkru leyti jafnóðum, en einkum þó í yfirlitsgreinum eftir nokkurra ára starfsemi, og síðast um þær mundir, er hann lét af störfum sem tilraunastjóri. í stuttu máli sagt, hann rétti hag félagsins og starfsemi þess við á stuttum tíma, svo að til fyrir- myndar varð. Störf Ólafs heppnuðust svo vel af því að hann er bæði gaíddur óvanalegu starfsþreki. hug- kvæmni og verkhyggni, samfara þeirri nákvæmni, sem nauðsyn- leg er í vísindalegu staríi. En fá- gætir eru þeir menn, sem svo vel fá sameinað athafnamanninn og vísindamanninn í einni persónu. En umfram allt heppnuðust störf Ólafs af því, að hann er gæddur þeirri skaphöfn. sem gerir miklar kröfur til síns sjálfs og lætur c-kki undan þótt erfiðleikar verði á vegi, og kann ekki að hætta við hálfkarað verk. Breyttar aðstæður ollu því, að starfssvið Ólafs breyttist hjá Ræktunarfélagi Norðurlands. — Mun eg ekki rekja það hér, en aðeins vil eg minnast þess, að mjög vel lætur Ólafi að sinna fræðslustöríum um íslenzkan landbúnað, eins og hann hefur gert nú um skeið á vegum félags- ins er hann þar hvort tveggja í senn fræðari og vekjari. En þótt Ólafur næði svo géðum árangri, sem raun ber vitni um í meginstarfi sínu, fer því þó fjarri, að hann sé einskorðaður við það, því að hann er fjöllyndur í boztu merkingu þess orðs þannig, að hann á fjölda hugðarefna, og er Svo mikill lánsmaður, að hann kann að fara svo með tíma sinn og starfsorku, að hann fær sinnt þeim án þess að til árekstra komi, eða nokkurt það járn brenni, sem í' eidinum er hverju sinni' ' * -*■•*' ; Ýmsum þótti það næsta furðu- lögt hér fyrr á árum, að ef eitt- hvert hlé varð á mestu sumar- önnunum í Gróðrarstöðinni hjá Ólafi, þá var hann samstundis að kalla floginn upp á fjöll. Horfinn frá bleikum ökrum og slegnum túnum inn í auðnir Ódáðahvauns. Og þessu hélt hann áfram sumar eftir sumar, ýmist einn saman eða við annan mann og alltaf fót- gangandi. Mér er ekki grunlaust um að sumum hafi þótt þetta ferðaflangur hans næstum því kjánalegt, eða að minnsta kosti í fullu ósamræmi við störf hans, sem annars voru helguð ræktun og gróandi. En svo einn góðan veðurdag birtist alþjóð árangur- inn af ferðum þessum með niiklu ritverki í þremur stórum bindum. Þar er Ódáðahrauni lýst frá öll- um hliðum með gjörhygli og ná- kvæmni vísindamannsins. Er óhætt að fullyrða, að engum hluta lands vors hefur enn verið lýst svo rækilega, og mig uggir að enn verði bið á að svo verði gert Og það er fullvíst, að um langan aldur mun Ódáðahiaunsrit Ólafs verða grundvallarrit um þennan merkilega landshluta. Allt þetta mikla verk, rannsóknina, og síð- an ritstörfin_ vann hann í slitrótt- um tómstundum frá umfangs- miklu starfi, tómstundum, sem oss flestum verða oft harla ávaxtalitlar. Eg gat þess, að ýms- um hefði þótt Ódáðahraunsrann- sóknir Ólafs furðu fjarskyldar ræktunarstarfi hans. Svo er að vísu fljótt á litið, en í raun réttri er hvort tveggja greinar á sama meiði. Með rannsóknum á Ódáðahrauni var Ólafur að rækta blett í íslenzkum vísindum, svo rækilega, sem auðið var, á líkan hátt og hann töfraði töðugrösin úr íslenzkum jarðvegi. Nú um nokkur ár hefur Ólafur unnið að öðru vísindariti, sem mig grunar, að muni í senn skapa allverulega nýjan skilning á til- teknum þætti í myndunarsögu lands vors, og hafa verulega hag- nýta þýðingu fyrir byggð lands- ins. í fræðimennsku Ólafs Jóns- sonar koma fram sömu skapgerð- arþættirnir, sem gerðu bann ágætan tilraunamann, nákvæmn- in í starfi og forvitnin að rekja hvern hlut að innstu rótum hans, og glöggskyggnin að draga álykt- anir af gefnum dæmum. En Ólafi Jónssyni hefur gefizt tóm til fleira en þessa, hann yrkir ljóð og semur sögur, og kann vel fyrir sér í þeirri mennt, og þá rekkja nágrannar hans í Tnnbæn- um, að hann setur sig ekki úr færi um að nota sér skautasvell oegar það kemur, enda er hann hverjum manni fimari á skaut- um. og hefur stöðugt iðkað þá íþrótt, allt um miklar annir við hin margvíslegustu störf. Þessi upptalning nægir til að sanna orð mín fyrr um fjöllyndi Ólafs. Og nú segja kirkjubækurnar okkur að Ólafur Jónsson sé sex- tugur. Hér fyrrum þótti það býsna hár aldur. En enginn skyldi trúa því um Ólaf að hann sé tekinn að eldast Hann fer enn á skauta sem fyrri, klifrar fjöll og vinnur myrkranna á milli þegar xirfin krefur, og starfsmenn hafa alltaf þörf fyrir að vinna. Og það er trúa mín, að enn sé margra góðra verka að vænta frá hans hendi. Að endingu vil eg óska Ólafi Jónssyni til hamingju með þessi tímamót, og óska honum enn langrar og starfsami’ar æfi, og fyrir hönd Ræktunarfélags Norð- urlands þakka eg honum allt hið mikla og ósérpiægna starf, sem hann hefur unnið ‘ fyrir félagið og íslenzk búvísindi. Og fyrir sjálfan mig þákkp eg honum ánægjuleg samskipti og samstarf. •---------------'--------- KarlmaiiníLBkóT, Brúnir og svartir. Erlendir. Vandaðir 'og ódýrir. Kveninniskór með Kínahæl. Kvenmokkasíur, rússkinn. Svartir lakkskór, viargar tegundir O. FL. Hvannbergsbræður Skemmtiklúbbur Iðju Spilakvöld næstkomandi föstu- dag í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 eftir hádegi. Félagsvist Þorl. Þorleifsson stjórnar — Góð verðlaun. Dans á eftir. — Félagar komið og skemmtið ykkur. Hvergi meira fjör! Stjórnin. Skemmtun verður haldin að Ilrafnagili n. k. laugardag kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði: Eftirhermur Leikþættir Dans — ~ Barnaskólinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.