Dagur - 23.03.1955, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1955, Blaðsíða 4
4 DAGUK Miðvikudaginn 23. marz 1955 D A G U R Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 60.00. — Gjalddagi er 1. júlí. Prcntverk Odds Rjörnssonar h.f. Skynsamleg lausn eða pólitísk taflmennska? FREGNIR úr Reykjavík herma íú að fremur óvænlega horfi í rerkfallsmálunum. Senn er liðin -'yrsta vika verkfallsins þar syðra, en lítt mun hafa dregið nær sam- comulagi, þótt margir fundir hafi /erið haldnir. Það, sem einkum eggst fyrir brjóstið á atvinnu- •ekendum, er sú krafa Alþýðu- sambandsstjórnarinnar, að leggja cáuþgjald sumarsins 1947 til grundvallar í umræðum um kaup jg kjör nú, rétt eins og ekki hafi /erið gerðir kaupgjaldssamningar i þeim tíma, sem síðan er liðinn. 3n um það virðist samkomulag í nilli hagfræðinga þeirra, sem at- lugað hafa kaupmátt launa, ívort sem þeir eru gerðir út af ,\lþýðusambandinu eða öðrum nöilum, að hver króna kaupi fullt dns mikið í dag og hún gerði uð afloknu desemberverkfallinu íj’.óra 1952. Krafan um hækkað caup nú hlýtur því að grundvall- tst fremur á því, að verkafólk eigi kröfu á aukinni hlutdeild í pjóðartekjunum en á varnarbar- ittu gegn dýrtíð. Og það mun líka úétt, að þjóðartekjurnar hafa /axið og því ekki óeðlilegt, ao oeir, sem laun taka, vilji fá hlut- leild af því. Hins vegar eru kröf- ur þær. sem fram hafa verið sett- ur, áPeiðanlega ekki í samræmi /ið þann raunveruleika. Þær /ru miðaðar við tiltekið tímabil, ■-•r kaupgjald komst hæst sumarið V947, en í blöðum þeim, sem nú /írðast telja þá tíð til fyrirmynd- ar, er því leynt, að dýrðin var jkammvinn. Eftir fáa mánuði .setti Alþingi, undir forustu Al- þýðuflokksins, lög um vísitölu- bindingu, sem raunveivilega lækkaði kaupgjald Það kaup- gjald, sem menn vilja nú helzt níða við, var því óraunhæft. Og iinkennilegt er það, að skrifa svo jg tala um kaupgjaldssmál und- anfarinna ára, að geta þess að /;ngu að síðan hefur gengi krón- ÍIIN FYRlRHUGAÐA raf- nagnshækkun er umræðuefni nanna ekki síður en verkfalls- nálin. Víða verður þess vart, að nenn eru sammála þeirri skoðun, jem hér kom fram í sl. viku, að ikki sé rétt að taka þegjandi við aækkun þeirri, sem Laxárvirkj- jnin hefur nú rétt áð notendum. Fmnst fólki hér lítið réttlæti í þvi, að reikna því fullu verði af- gangsorku, sem ekki hefur unnizt ;ími né fé til að leiða í aðrar áttir. Og til of mikils ætlast, að þetta mikla mannvirki verði að fullu óúið að borga sig á 15 árum, og það þótt vextir séu háir. Líkleg- asta afleiðing hækkunai'innar í ibráð er mikil takmörkun á notk- ilíl rafmagns á heimilunum. Ut- unnar verið fellt af því að þjóðfé- lagið hafði spennt boga sinn of hátt. Skuggi valts gengis hvílir og áfram yfir öllum óraunhæfum kröfum um hærri laun. Þetta verða menn að hafa í huga nú og haga kröfum í samræmi við þetta. ÞVf MIÐUR vill oft fara svo, þegar komið er út í verkfallsbar- áttu, að átökin verða um styrk- leika deiluaðila og úthald þeirra fremur en réttlát endalok. Verk- fall er, eins og styrjöld, engin lausn á vandamálum stéttanna eða þjóðfélagsins. En það er kostnaðarsamt ævintýri fyrir heildina, og verður að lokum til tjóns fyrir alla. Þegar þetta er ritað, liggur ekki ljóst. fyrir, hvort deiluaðilar hafa í raun og sann- leika lagt sig fram um að ná sam- komulagi með því að miða kröfur og tilboð við skynsamlega lausn fremur en pólitíska taflstöðu. — En meðan talað er og ritað eins og öll kjaramál landsmanna eigi að miðast við tiltekið timabil fyrir 8 árum, rétt eins og ekkert hafi gerzt síðan, er ekki von á góðu. Auknar þjóðartekiur gefa fyrir- heit um möguleika á að bæta kjör verkafólks. En reynslan konnir, að sé boginn spenntur of hátt, er leiðin til kjararýrnunar fljótfar- in. Á það minnir vísitölubinding Alþingis 1947, og gengisfellingin tveimur árum síðar En sé sann- girni krafizt af verkafólkinu, verður að ætlast til sömu sann- girni af atvinnurekendum. Verkalýðsfélögin birtu í upphafi óraunhæfar kröfur. Atvinnurek- endur eiga, þegar þetta er ritað, eftii' að leggja fram skynsamlegt gagntilboð. Þegar hvort tvcggja er fyrir hendi, getur almennir.gur í landinu fremur en nú er áttað sig á því, hvort tilgangurinn með þrjózku í samningum er sann- gjarnt tillit til þjóðarhagsmuna eða pólitísk taflmennska. koman af því verður sú, að af- gangsorka sem engum kemui að gagni, eykst, í stað þess að minnka. Slíkt er öfugþróun, sem spyí na ber í móti. Hefja þarf því viðræður við ríkisvaldið um þá verðlagsstefnu, sem hér er nú upp tekin í rafmagnsmálunum. Athuga þarf, hvort ekki er rétt að selja rafmagn lægra verði eftir að vissri lágmarksnotkun er náð. Og enn þarf að athuga, hvort heppilegt og réttlátt er, að rniða rafmagnsverð til hitunar við kolaverð fremur en olíuverð. — Þetta eru allt hagsmunamál heimilanna. En tillit þarf að taka til þeirra ekki síður en hagsmuna fyrirtækja og opinberra stofn- ana. Skömmu fyrir áramót barst blaðinu falleg bók austan um haf: „Guder, Helte og Godtfolk“, þýð- ing ýmissa Eddukvæða á dönsku, gerð af Martin Larsen fyrrum sendikennara í Reykjavík. Þetta er útdráttur úr fyrri heildarþýð- ingu hans, og er þessi bók ætluð leikmönnum fremui' en lærdóms- mönnum og er gerð með tilstyrk danska menntamálaráðuneytis- ins. Það er skemmst af að segja, að svo fallega og — á nútímavísu — aðgengilega útgáfu Eddukvæða eigum við íslendingar ekki. í búningi af þessu tagi má sjá Ru- bayat Ómars Khayyams í bóka- skápum manaa hér en ekki ís- lenzk fornkvæði. Þar er forn ver- aldarvizka klædd sparifötum nú- tíma bókagerðar og oft falíega myndskreytt. Hér er eins farið að. Sérkennilegar — og stundum fallegar — teikningar eftir Mo- gens Zieler, eru felldar að kvæð- unum. Bálkur Hávamála er hér brot- inn í smæri'i hluta og því bezta haldið til haga. Hefst bókin á Vísnaþáttur á Akureyri. KARLAKÓRINN GEYSIR hafði „kabarettkvöld11 í sl. viku og var þar m. a. til skemmtunar, að kunnir hagyrðingar spreyttu sig á að botna vísur. En það ger- izt nú eftirsótt skemmtun, síðan útvarpið hóf þá gömlu íþrótt til vegs á ný.-Uppi á palli voru þrír kunnir hagyrðingar, þeir Baldur Eiríksson, Bjarni Jónsson og Hjörtur Gíslason, en Gísli Ivon- ráðsson stjórnaði þættinum og flutti fyrrihlutana. Þeir munu flestir hafa verið eftir Rósberg G. Snædal. Hér fer á eftir sýnishorn þess, sem þarna gerðist: Botnað af Baldri Eiríkssj'ni: Það er ekki vandaverk vísu þessa að botna. Andagiftin yrði sterk ef ögn ég mætti blotna. Öldur falla upp að strönd, ýfist brim við kletta. Stýra skal með styrkri hönd og stefnu taka rétta. Einu sinni sá ég hjört sveima um skógargötu. Betur lízt mér belja svörf, er bryður hey við jötu. Borgin innst við Eyjafjörð öllum þykir fögur Þar er frjóust feðrajörð, fegurst ljóð og sögur. Botnað af Bjarna Jónssvni: Reifa landið rökkurtjöld í rekkju skríð ég mína. Nú er gamla konan köld, kærleik hætt að sýna. Ástandið er ekki gott, alltaf hækkar kaupið. Ég leik méi' bara og lifi flott, læt svo meira'í staupið. Vorsins ómar ymja dátt, árdags geislar skína. Nú lifir guð í góðri sátt Við goodtemplara sína. bindindisprédikun þeirra: „Er-a svá gótt, sem gótt kveða öl alda sonum“. Og bera þessar vísur heiti óminnishegrans í þessari gerð Martins Larsens. En síðan koma raunaljóð elskhugans: ,,0m at stole paa kvinder“, en bannig skilgreinir hann efni vísunnar, sem hefst á þessum orðum: Vorsins myndir vísu bind, vakna yndis hljómar. Oft við skyndiástar-synd eru blindir dómar. Botnað af Hirti Gíslasyni: Vandamálin virðast mér vera óteljandi. Hér á borðum bannað er brennivín og landi. Öldur falla upp að strönd, ýfist brim við kletta. Leið til hafnar verður vönd, við skulum rifa og létta. Vorsins myndir vísu bind, vakna yndis hljómar. Geislar sindra, glóir lind, gull á tindi ljómar. Borgin innst við Eyjafjörð öllum þykir fögur. Þar er eins og brosi börð, bjarkir, hús og lögur. Rafvæðingu Svalbarðsstrandar lokið. Gústaf Berg Jónasson rafvirkja- meistari skrifar blaðinu: „EKKI GET eg á mér setið, að leggja fáein orð í belg, þegai' þessum hjalla er náð. Eitt sinn, þá er Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrum þingmaður Þingeyinga, heimsótti Svalbarðsströnd fyrir kosningar, bar fundum okkar saman, og eru mér löngum minn- isstæð þessi orð, er hann mælti mælti við mig: „Er yður kunnugt að verk það, sem þér eruð að leysa af hendi, markar tímamót, þar eð þetta er fyrsta íslenzka sveitin, sem raflýst er?“ — Eg hef ásamt starfsmönnum mínum raf- lýst 23 bæi á Svalbarðsströnd, milli Veigastaða og Garðsvíkur, að báðum bæjum meðtö'dum, auk þorpsins á Svalbarðseyri, eru því kynni mín og Ströndunga orðin alllöng, og er það ætlun mín með línum þessum að þakka þau og góðan aðbúnað, er við raf- (Framhald á 7. bls.). „Meyjarorðum skyli manngi trúa“. En „Saadan er elskov“, kallar hann hugleiðingar forn- skáldsins. „Svá er friðr kvenna, þeira er flátt hyggja“. Og „Sollys paa sit sengelin" er yfirskrift vísnanna, sem hefjast með þess- um orðum: „Hugr einn þat veit, er býr hjarta nær“, en fjalla ann- ars um meyna er höfundur sá „sólhvíta sofa beðjum á“. Og meira eru Hávamál hér sundur- brotin unz þýðandi snarar sér í gestaþátt, er hann lætur reka lestina og kallar hér „Paa rejse i hverdagen“. — En margar kviður fleiri þýðir Mertin Lai'sen m. a. þessar: Rígsþula, Skírnismál, Þrymskviða, Gróttasöngur. Völ- undarkviða, Sigurðarkviða, Hamðismál og Vafþrúðnismál, en Völuspá lætur hann reka lestina. Um þýðingu Martins Larsens er erfitt að dæma fyrir leikmenn á íslandi. Henni virðist ætlað það hlutverk fyrst og fremst, að opna dönskum lesendum sýn til há- klassískra fornbókmennta ís- lendinga. Vísurnar eru mjög ein- faldar og orðfærið laust við prjál. Efnið er hér enn ljósara við fyrsta yfirlestur en það er í huga nútíma íslendinga, er lesa fium- gerð kvæðanna skýringalaust í fyrsta sinn. Miðað við þetta hlut- verk þýðingarinnar, má ætla að Martin Larsen hafi hér unnið gott verk. — Munksgaardsforlag hefur gert bókina mjög vel úr garði. Hvernig líta svo kvæðin út á nútíma dönsku? Hér er sýnishorn: Úr Völuspá: Ár var alda, þat er ekki var, , var-a sandr né sær né svalar unnir; jörð fannst æva • né upphiminn, gap var Ginnunga, en gras hvergi. Danska Martins Larsens: Urtid var det, Ymers dage, ■ intet sand, ingen sö, ingen svale bölger; 1 Jord saas ikke og ikke himlen \ gaþ og gold tomhed af græs intet. I Úr Hávamálum: Hrörnar þöll, sú ei' stendr þorpi á, hlýr-at henni börkr né barr; svá er maðr, sá ei' manngi ann. Hvat skal hann lengi lifa? ! Þýðing Larsens: Vissent staar træ paa vejrbidt höj, blottet för bark og löv; saadan visner den vennelöse. Naar er hans aar mon omme? Heimilin og rafmagnið „Ár skal rísa, sá er annars vill fé eða fjör hafa; sjaldan liggjandi úlfr lær of getr né sofandi maðr sigr.“ — En það útleggst: „Ud af sengen slcal man eftir andrcs blod, gods og gyldne skatte; for liggende ulv faar luft af steg og en syvsover ikke sejr.“ — Teikning eftir Mogens Zieler, úr bók þeirri, er hér er gerð að umtalsefni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.