Dagur - 26.05.1955, Page 7

Dagur - 26.05.1955, Page 7
Fimmtudaginn 26. maí 1955 D AGUR 7 Smoking alveg nýr, til sölu með tæki- færisverði. Uppl. í Hafnarstr. 47 (niðri). Barnavagn til sölu. — A. v. á. Stúlka vön bakstri óskast nú þegar í eldhús Fjórðungssjúkrá- hússins á Akureyri. — Upp- lýsingar í síma 1294. Húseignin Ós, í Glerárþorpi er til sölu nú þegari Uppl. á afgreiðslu Dags. Er flutt í Möðruvallastræti 1, niðri. Maria Ragnarsdóttir, saunrakona. Trjáplöntur til sölu, ódýrar. Afgr. vísar á. og eldhús til leigu fyrir einhleypa konu. f ;; \t$íinj' J368. ‘ — v Bifreið til sölu Til $ötu2 fC ÍFord Prefect- bifreið. Bilreiðin er nývið- gerð pg j ágætu lagi. Jón G. Sólnes. Nýlegur barnavagn rauður Pedigree til sölu. Verð kr. 1800.00. Til sýnis að Byggðavegi 93 (kjallara) í kvöld og annað kvöld. SÍMI 2045. Kaupavinna Hjónaefni óska eftir kaupa- vinnu í sumar. Upplýsingar á al'gr. Dags. Kvenúr fundið í Hafnarstræti. Vitjist á afgr. Dags. Chevrolet fólksbifreið til sölu. Upplýsingar hjá Aðalsteini Einarssyni Skrifstofu KEA. Heimasími 1773. Stórt herbergi með innbyggðum skápum 'til leigu. . ' Afgr. vísar á. Barnaskólinn í Dalvík (Framhald af 8. síðu). Steingríms Þorsteinssonar í Dal- vík. Skólinn eignaðist segulbands- tœki á árinu og verður það vænt- anlega notað við mála- og söng- kennslu. Hafin er viðbótarbygging við barnaskólann, sem er orðinn alltof lítill. Er hún 4 kennslustofur og kennaarherbergi, auk snyrtiher- bergja. Fastir kennarar eru 4 auk skæólastjórans, Steingríms Bem- harðssonar. 2 KÝR önnur nýlega borin til sölu. Afg. vísar á. Afgreiðslustúlka getur fengið vinnu nú þeg- ar. FERÐASKRIFSTOFAN Strandgötu. Kaupakona óskast á gott heimili í Skagafirði. Upplýsingar hjá Þóru Eggertsdóttur, Strandgötu 21. 2 kýr vorbærar og Farmal Cup * ■' V'.F , • V'v* • if) ’i* i TIL SOLU. i ” ’ Oskar Kristjánsson, Hólakoti, Saurbæjarhr. Vaiphænur 50—60 ltænttr, í góðu varpi, til sölu nú þegar. Ennfremur Ijósamótor, 32 volta. Guðmundur Haraldsson, Hallandi, Svalbarðsströnd. Copyeringsvélar fyrir teiknistofur og skrifstofur. Blaðstærð allt að 29.7x42 sm. Véla- og búsáhaldadeild Veggteppin eru komin. Pantanir afgreiddar næstu daga. Bólstruð húsgögn b.f. Hafnarstrceti 88. S’rmi 1491. Gestabók Miðgarðs- kirkju í Grímsey Straumur ferðafólks út í Gríms- ey hefur mjög aukizt tvö síðastlið- in ár. Líkur benda til, að stöðugt muni fleiri og fleiri fara á hverju sumri til þess að skoða sig um á hinni fögru og sérkennilegu ey út við íshafið. Sóknarnefndin er að láta gera endurbætur á kirkjunni. Það verk vinnur aðallega mikill hagleiks- maður úti í Grímsey, Einar Einars- son að nafni. — Það er hann, sem hefur skorið út forkunnarfögur bókaspjöld á nýrri gestabók. — Hér birtist mynd af forsiðu bókar- innar, sem Edvard Sigurgeirsson tók. — Bókin er bundin í Vélabók- bandinu h.f. á Akureyri. — Eflaust munu þeir, sem heimsækja Grímsey hafa ánægju af því að geyma nafn sitt í þessari merki- legu og fögru gestabók. •»;. Ferming í Möðruvalla- kl.prestakalli 1955 Á Möðruvöllum á hvítasunnudag kl. 2 e. h. Drenéir: Eiríkur Sigurðsson, Einarsstöðum. Ingvi Svavar Þórðarson, Sílast. Oskar Gunnar Axelsson, Hjalteyri. Sturla Guðmundur Guðnason, Hjalteyri. Sverrir Haraldsson, Skriðu. Sverrir Sigurvinsson, Djúpárbakka. Valgarður Sveinn Hafdal, Sörlat. Orn Ernest Olsen, Fagraskógi. Stúlkur: Að,alheiður Aðalsteinsdóttir, Bald- ursheimi. Elfa Sigrún Hafdal, Sörlatungu. Fanney Þórðardóttir, Sílastöðum. Lilja Magnúsdóttir, Hjalteyri. Unnur Guðmundsdóttir, Arnarnesi. A8 Bægisá á annan í hvítasunnu kl. 2 e. h. Drengir: Friðfinnur Annó Björgvin Ágústs- son, Bási. Ólafur Ámason, Hallfríðarstöðum. Sigurður Birkir Skúlason, Staðarb. Stúlkur: Bryndís Rósfríður Ármannsdóttir, Myrká. Septíma Guðrún Sigurrós Rósants- dóttir, Ási. Sigurrós Aðalstéinsdóttir, Bakka- seli. I. O. O. F. Rb. 2 1045258V2 I. O. O. F. 2 — 1375278F-* — Messað í Akureyrarkírkju kl. 2 e. h. annan hvítasunnudag. Sálm- ar: 241 — 239 — 243 — 236 — 686. HáFðamessa í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 249 — 248 — 233 og 234. — K. R. Messað í Lögmaimshlíðarkirkju á hvítasunnudag kl. 2 e. h. Þessir sálmar verða sungnir: 248 — 239 — 236 — 243 — 241. Messað í Barnaskólanum í Glerárþorpi 2. hvtasunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 244 — 240 — 234 og 241. — K. R. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Grund, hvítasunnu- dag kl. 1.30 e. h. (Ferming). — Kaupangi annan hvítasunnudag kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnu daginn 5. júní kl. 2 e. h. (Minnzt verður með hátíðarmessu 800 ára afmælis Munkaþverárklausturs.) í Varðborg verður samkoma á hvítasunnudag kl. 4.30 e. h. Ræð- ur og söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Sjónarhæðarstarfið. Filadelfía, Lundargötu 12. Op- inber samkoma á hvítasunnudag kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Guð- mundur Markúússon. — Á annan í hvítasunnu: Vitnisburðarsam- koma kl. 8.30 e. h. — Söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Næstkomandi laugardag kemur hingað Svíinn Karl Wenberg á vegum Stórstúku íslands. Stúk- urnar ísafold og Bi-ynja hafa ákveðið að bjóða honum til kaffi- drykkju í Skjaldborg kl. 3.30 á laugardag og er öllum tepmlurum heimil þátttaka. Á eftir verður svo sameiginlegur fúndur stúkn- anna í Skjaldborgarsalnum. — Fundurinn hefst kl. 4.30. Skorað á alla templara að mæta. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Svava Ásgrímsdóttir, Hálsi Oxnadal, og Jakob Jónsson, Hóli, Köldukinn. Gróðursetning í Kjarnalandi er nú hafin. Fyrsta ferð þangað var farin í fyrrakvöld. Næsta ferð er í kvöld frá Hótel KEA kl. 7.30 e. h. Húnvetningaljóð komin Bókin Húnvetningaljóð, ljóð og vísur 66 Húnvetninga, er komin út. — Um útgáfuna sáu þeir Rósberg G. Snædal og Jón B. Rögnvaldsson, og ritar sá fyrr- nefndi m. a. í formála: „Þótt við Húnvetningar höfum hér farið að dæmi Þingeyinga, Borgfirðinga og Austfirðinga, sem áður hafa gefið út sín byggðaljóð, er tilgangurinn ekki að hnekkja metum eins eða neins, eða gera okkur gilda með samanburði við aðra, heldur ein- ungis sá, eins og að framan segir, að bókin geti gefið sem gleggsta mynd af ljóðagerð húnvetnskra manna og kvenna og sýni, hvern sess Ijóðið og vísan skipa nú í lífi þeirra og starfi.“ Margir landskunnir menn eiga þarna ljóð. Bókin, sem er prentuð á góðan pappír í Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri, er 339 blaðsið- ur, flytur myndir af höfundunum og í bókarlok stúttá umsögn um hvern þeirra. Húnvetningaljóð eru hin eigulegasta bók. Þorsteinsdgurinn er á laúgar- daginn. Þá verður gróðursett á Miðhálsstöðum í Öxnadal. Farið frá Akureyri kl. 3 e. h. Vinna hefst kl. 4 e. h. Gert er ráð fyrir þátttöku þangað frá Akureyri og sveitum norðan Akureyrar. Afgreiðsla á plöntum frá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga fer fram í Gróðrarstöðinni á mánud , mið- vikud. og föstud. kl. 5.30—7 e. h. Bcncdikt Jasonarson talar á samkomu í kristniboðshúsinu Zíon báða hvítasunnudagana kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Bæjarbúar munu eflaust hafa veitt því athygli, að kirkju- klukkan hefur að undanförnu verið ögn á eftir tímanum. — Hefur þetta valdið ýmsum óþægindum. Vonandi er auð- vclt úr þessu að bæta og ættu hlutaðeigendur ekki að láta það dragast öllu lengur. Áheit á Munkaþverárkirkju. — Frá K. S. 50 kr. Með þakklæti móttekið. Sóknarpi-estur. Áheit á Grcnjaðarstaðakirkju. — Frá A. Þ. K. kr. 100. — Frá gamalli konu kr. 50. — Frá N. kr. 25. — Beztu þakkir. Ásm. Krist- jánsson. Áheit á Elliheimilið í Skjald- arvík. Frá G. S. H. kr. 500.00. — Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Frá Golfkhibbnum. Undirbún- ingskeppni að Gunnarsbikarnum fer fram laugardaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Sýningar á gamanleiknum Skóli fyrir skattgreiðendur fa,lla niður i bili. Sennilegt að næstu sýning- ar verði 4. og '5. júní. Heimsókn Forseta r Islands til Noregs (Framhald af 1. siðu). húsi, og verða sýndir þrír fyrstu þættir Péturs Gauts. Á föstudag verður farið í söfn og viðar, en á laugardag hefst för for- seta til ýmissa héraða Noregs, og er þar hvarvetna mikill undirbún- ingur. Vorið hefur komið seint til Nor- egs í ár, en í dag var gott veður og sumarið í nánd. Sýnishorn af því, sem skrifað er hér, er ritstjórnargrein í Aften- posten. Þar er rifjað upp forn saga og menningartengslin, sem hafa verið Norðmönnum vörn og skjól í sjálfstæðisbaráttunni, en síðan rætt um nútímaskipti og viðhorfin í dag. Blaðið fagnar þeim vilja til norrænnar samvinnu, sem kemur hvarvetna fram af íslendinga hálfu og telur forsetaheimsóknina merkisatburð til að styrkja hin nýju samkipti. Jafnframt því, sem Norðmenn fái tækifæri til að heiðra íslenzku þjóðina og þakka liðna tíð. í þessum anda eru öll blaðaskrifin. Auk þess sem birt er ýtarlegt æviágrip forseta og mynd- ir af forsetahjónunum. Að öllu samanlögðu hefur fyrsti dagur hinnar opinberu heimsóknar byrjað vel og lofar góðu um fraiú- háldið. Vl‘' • ■ H. Sn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.