Dagur - 26.05.1955, Page 8
Bagum
Fimmíudaginn 26. maí 1955
r
Ur sjónlcikniim „SkóH fyrir skaítgreiðendur“
Frá vinstri: Jón Norðíjörö í hlntverki yfirskattstjórans, Júlíus Júlí-
usson frá Siglufirði í hlutverki Gastons og Brynhildur Steingríms-
dóttir í hlutverki Juliette.
Túnþýfið í landinu er loksins sigrað - Stórfelld-
ari jarðræktarframkvæmdir en nokkru sinni
fyrr og talið að þær hafi kostað lö millj. kr.
meira en árið 1953
Samkvæmt upplýsingum búnað-
armálastjóra Páls Zophoníassonar,
voru jarðræktarframkvaemdir árið
1954 meiri en nokkru sinni fyrr.
Gert hafði verið ráð fyrir að þetta
ár yrði það síðasta er veittur yrði
styrkur fyrir túnasléttur. Hefðu
bændur því lagt kapp á að ná
þeim áfanga að slétta allt tún-
þýfi. En vegna skorts á jarðrækt-
arvélum hefði þetta þó ekki að
fullu tekizt. Hefðu ákvæðin um
túnasléttur því verið framlengd
um eitt ár. Eru því ailra síðustu
forvöð sð ganga milli bols og
höfuðs á gömlu túnþýfi og er
sannarlega tími til kominn.
40 stórar skurðgröfur unnu í
fyrrasumar, ýmist eign ræktunar-
sambandanna eða véíasjóðs. Ríkið
greiddi helming af kostnaðinum
við skurðgröft eða 5,5 millj. kr.
Búnaoarmálastjóri áætlaði að
bændur landsins hefðu greitt
vegna jarðræktar og ýmiskonar
húsbóta kr. 55 millj. Ræktunar-
sjóður lánaði samtals til þessara
framkvæmda 22,7 milljónir kr.
Sérstaklega athyglisvert er það
að kostnaður við vélgrafna skurði
hefur lækkað. Stafar það einungis
af auknum afköstum vegna þjálf-
unar í starfi. Jarðabótastyrkurinn
var 13,9 milljónir. Má því segja
að jarðabótaframkvæmdir samtals
hafi numið í krónutali nær 69
milljónum eða um 10 milljón kr.
meira en árið áður.
Ekki er útlit fyrir eins miklar
jarðræktarframkvæmdir í ár vegna
þess hve seint er hægt að byrja í
vor. Klaki er enn víðasthvar til
hindrunar jarðvinnslu.
-Sfc \‘J
Nýr bæjarstjóri í
Húsavík
Á árinu 1949 mynduðu Al-
þýðuflokksmenn og kommúnistar
meirihluta í bæjarstjórn í Húsa-
vík og réðu þá bæjarstjóra,- Frið-
finn Ámason. Hefur Friðfinnur
gegnt því starfi síðan. En smátt og
smátt magnaðist óánægja í Húsa-
vík með rekstur bæjarins. I vetur
kom svo upp sundrung i liðinu
inr.an bæjarstjórnarinnar. — Axel
Benediktsson, sem var forseti bæj-
arstjórnar sl. ár og telzt til Al-
þýðuflokksins, var ekki endurkos-
inn, en Karl Kristjánsson var kos-
inn í hans stað. Forseti bæjar-
tjómarinnar, Friðfinnur Árnason,
sagði af sér bæjarstjórastarfi frá 1.
júní að telja. Bæjarstjórastarfið
var auglýst til umsókr.ar. Var um-
sóknarfrestur útrunninn 1. maí sl.
og hafði þá aðeins einn m3ður lagt
fram umsókn. Það var Páll Krist-
jánsson, starfsmaður á skrifstofu
bæjarins.
Seinna gaf Páll Þór Kristinsson,
viðskiptafræðingur í Húsavik,
einnig kost á sér, eftir beiðni nokk-
urra manna úr bæjarstjórn og hef-
ur hann verið kosinn. Hinn nýi
bæjarstjóri tekur við störfum 1.
júní næstkomandi.
Góðnr aíli - nóg vinna
Húsavík.
Ágætur afii hefur verið á Húsa-
víkurbátana síðan lægði efíir norð-
angarðinn síðasta. Mest af aflanum
er saltað og hraðfryst, en hitt sett
í hjalla til þurrkunar.
Hrognkelsanetin fóru illa í norð-
anveðrinu og urðu margir fyrir til-
finnanlegu tjóni. Nú er aftur farið
að leggja net og veiða grásleppu.
Grásleppuhrognin eru mjög verð-
mæt útflutningsvara. Glásleppan
sjálf er söltuð og er markaður fyrir
hana á Suðurlandi. Ein og ein hnísa
er skotin, en yfirleitt hafa sjómenn
svo mikið að gera á meðan vel
aflast, að fáir gefa sér tíma til að
fara á „hnísuskytterí“.
Ný fiskiganga?
Hrísey.
Síðustu dagana hefur verið treg-
ur afli í Hrísey, Dalvík og Árskógs-
strönd. En sjómenn telja að fisk-
gegndin, sem nú er í Húnaflóa,
boði gott og afli muni glæðast á
ný áður en langt líður.
Bárðdælingar illa settir
Fosshóll.
Bændur eru nú sem óðast að
sleppa lambánum. Gróður er að
vísu lítill, en þessa dagana fer hon-
um þó ört fram. Bárðdælingar eru
illa settir hvað samgöngur snertir.
Eiga þeir mikið af tilbúna áburðin-
um enn í kaupstaðnum og hafa
ekki getað flutt hann heim til sín
vegna óakfærra vega, bæði að
austan- og vestanverðu í dalnum.
Er að þessu hinn mesti bagi, því
að nú er bezti tíminn til að dreifa
áburðinum. Sauðburður gengur yf-
irleitt vel, þótt þrönt væri í húsum
meðan allar skepnur urðu að vera
inni.
r
Utigöngokindoroar
Oieigssíaðir.
Utigöngukindumar í Brikaríorfu,
norðan við Hvanndali sáust fyrir
skömmu. Voru þær ennþá 3. En
ekki hefur frétzt hvemig þeim hef-
ur reytt af í illviðrunum, sem síð-
ast gerði.
Enn er nokkur snjór í giljum í
Kinn og hættur fyrir sauðfé. Ein-
muna veðurblíða hefur verið síð-
ustu dagana, og lömbin, sem kúld-
ast hafa í húsi, bregða nú á leik á
ört grænkandi túnum. Víða mun
um helmingur ánna tvílembdar og
sums staoar meira. Sauðburður
hefur gengið vel það sem a’f er.
Skólinn á jbegar nokkurn yísi að
náttúrugripasafni
Barna- og unglingaskólanum í
Dalvík var slitið 2. maí sl. Luku
19 böm barnaprófi en 8 unglinga-
prófi. Hæstu einkanir hlutu Guð-
Fálki með bráð sina. Úr safninu.
rún Antonsdóttir, á bamaprófi, og
á unglingaprófi Kristín Friðriks-
dóttir. Alls voru í barnaskólanum
101 nemandi og 16 í unglingadeild.
Á síðastliðnu voru voru lögð
drög að söfnun náttúrugripa fyrir
skólann. Á hann þegar nokkurt
safn af plcntum, skeldýrum og
fuglum. Dalvxkingar eru svo vel
settir að eiga mann vanan við upp-
setningu fugla. Er það Steingrímur
Þorsteinsson. Byrjaði hann 7 ára
gamall á þessu starfi, með hjálp
móður sinnar fyrst, og hefur haldið
því áfram síðan í frístundum sín-
um og þykja þau verk hans hin
haglegustu, svo sem vænta mátti
og meðfylgjandi mynd sýnir. En
þær eru af fuglum, sem skólinn
hefur eignast og Steingrímur stopp-
að. Þessi vísir að náttúrugripasafni
á vinsældum að fagna, bæði með-
al barna og fullorðinna. Þeir, sem
hefðu í hyggju að auka safnið með
sjaldgæfum eða góðum gripum,
geta snúið sér til skólastjórans eða
(Framhald á 7. síðu).
Karlakórinn Yísir á Siglufirði í söngför
Heldur konsert á Akureyri á hvítasunnudag
Karlakórinn Vísir á Siglufirði leggur af stað í söngför um hvítasunnuna. Hingað til Akureyrar keiuur
haun laust eftir hádegi á hvítasunnudag og munu karlalrórar bæjarins taka á móti honum með söng
við Hótel KEA. Fyrsta konsert sinn í þessari söng'ör heldur hann í Nýja-B’ó hér á Akureyri kl. 4 e.
h. á hvítasunnudag. Söngstjóri er Haukur Guðlaugsson og einsöngvaramir, hinir velþekktu og vinsælu
söngmenn, Daniel Þórhallsson og Sigurjón Sæmundsson. Efnisskráin er fjölbreytt. Alls eru lögin 21 á
söngskránni. Söngflokkurinn kemur landleiðina að vestan og mun halda áfram ferð sinni þegar að
söngnum lokum. Mun hann syngja á Sauðárkróki og e. t. v. fleiri stöðan og s’ðan í Reykjavík. —
Heimsókn Vísis er stór viðburður í sönglífi Akureyrar og þarf tæplcga að draga í efa að marga muni
fýsa að leggja Ieið s'na í Nýja-Bó á hvítasunnudag.