Dagur


Dagur - 29.06.1955, Qupperneq 4

Dagur - 29.06.1955, Qupperneq 4
-4 DAGUR Miðvikudaginn 29. júní 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangur kostar kr. 60.00. Blaðið kemur út á hverium miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. li Vinstri stjórn og réttlátt þjóðfélag ÞEIM, SEM raeða vinstri stjórn í landinu, er helzt til gjarnt að líta á hið pólitiska líf sem óbreytilegt svið. Þar muni verða um næstu framtíð a. m. k. þeir flokkar, sem nú skipa innstu bekki í íslenzkum stjórnmálaheimi, og með sama styrkleika hver um sig er þeir hafa nú. Allar ráðagerðir um aðra sam- steypustjórn, en þá, er nú situr að völdum, hljóti að byggjast á því að stokka upp á nýtt núverandi þing- mannalið og núverandi kjósendafjölda hvers flokks um sig. í RAUNINNI er þetta samt hinn mesti misskiln- ingur. Allar þær umræður, sem fram hafa farið af hálfu Framsóknarmanna um breytta stjórnarháttu, og samstarf til vinstri, hafa grundvallast á þeirri skoðun, að þetta pólitíska svið sé síður en svo óbreytilegt, heldur muni reka að því fyrr eða síðar, að vinnandi fólk, sem á sameiginlegra hagsmuna að gæta, og lítur svipuðum augum á þjóðfélagið í heild og framtíð þess í öllum megindráttum, hljóti um síðir að sameinast til pólitískra ótaka, í stað þess að vera sundráð í mörgum flokkum eins og nú er. - GrundvöllUr vinstra samstarfs hér á landi í framtíð- inni, hlýtur að vera aukinn pólitískur skilningur og þroski fjöldans. En af honum mun leiða, að það fólk sem vill jöfnum höndum efnahagslegt jafnrétti og andlegt frelsi, hættir að fylla flokk kommúnista og annarra einræðissinna, eða leggja lið flokki, sem auðmenn og milliliðir stjórna til hagsbóta fyrir sig og sín sérsjónarmið. Þegar þessum skilningi hefur vaxið fylgi með þjóðinni, skapast jarðvegur fyrir raunhæft vinstra samstarf. í því samstarfi vinnandi og frjálshuga fólks er Framsóknarflokkurinn eðli- legasti samnefnarinn. Samvinnustefnan í fram- kvæmd tryggir öllum sannvirði vinnu sinnar og framleiðslu, um leið og hún virðir einstaklinginn og möguleika hans til þroska og menningar. Samvinnu- stefnan hafnar gróðahyggju auðmannanna og múg- mennsku sósíalistanna. í meðalvegi hennar mætast þeir, til hægri og vinstri, sem í raun og sannleika vilja efla réttlátt þjóðfélag í efnahagslegum og menningarlegum greinum. I SUM HELZTU vandamálin, sem steðja að ís- lenzku þjóðinni í dag, er usprottin af tortryggni á stjórnarfarinu og á arðskiptingunni í þjóðfélaginu. Ófriðurinn á vinnumarkaðinum á rætur sínar í van- trú fjölda launafólks á því, að það beri úr býtum eðlilegan skerf. Meðan þessi tortryggni er ekki upp- rætt, verður naumast saminn friður. En ófriðurinn á þessum vettvangi er e. t. v. eitt hið mesta mein þjóðfélagsins í dag. Hvernig á þá að semja frið? Með því að sannfæra verkalýðsstéttirnar og sjó mennina og hina smærri framleiðendur um, að heið- arlega sé stjómað og skipt arði. En þessi hugarfars- breyting verður naumast með þjóðinni méðan Sjálf- stæðisflokkurinn, undir núverandi forustu, er áhrifamesti aðilinn að stjórn landsins. Sjálfstæðis men nsegjast að vísu vera umboðsmenn allra stétta, og telja það baktal eitt, er sagt er, að flokki þeirra sé stjórnað af auðmönnum og bröskurum. En eru þessir auðmenn og braskarar þá ekki til á landi hér? Vitaskuld eru þeir til, og eru fjölmennir. Er- lendis eru þeir í einum flokki og þeir eru það líka hér á landi. En þeim tekst betur að dyljast hér en k annars staðar. Ef menn efast um, bvar þá sé að finna, geta þeir spurt sjálfa sig og aðra að því, hvaðan Sjálfstæðisflokknum komi allt það mikla fjármagn, sem hann hefur yfir að ráða til pólitískrar starf- semi. Er það komið frá verka- mönnum, bændum og sjómönn- um? Eða kemur það frá kaup- möngurum og milliliðum? Og skyldu þeir láta féð af hendi, ef það þjónar ekki hagsmunum þeirra? RAUNHÆF vinstri stjórn er ekki stjórn með núverandi þingliði flokkanna, eða núverandi kjósenda skiptingu að baki. Ef hún verður mynduð, verður það fyrir aukinn skilning á eðli flokkanna, fyrir frá< hvarf manna frá einræðisstefnum og skefjalausri gróðahyggju og fyr- ir samtök lýðræðissinna og um- bótamanna, sem skilja, að upp- bygging réttláts þjóðfélags er stærra verkefni en svo, að deilur um dægurmál megi byrgja mönn- um sýn til þess eða trufla eðlilegt samstarf. Kirkjutröppur undir umsjá ráðsmanna bæjarins. ÞAÐ ER EKKI Fegrunarfélag- ið, sem á að sjá um fánaskrevting- una á kirkjutröppunum, segir for- maður félagsins blaðinu. Félagið hefur ekkert yfir fánastöngunum þar að segja. Það er bærinn sjálfur, sem þar er æðsta ráð og kansellí. Eða réttara sagt, bæjarstjórinn og allir undirbæjarstjórarnir. Þangað ber að snúa sér með umkvartanir um að fánastengurnar séu of sjaldan notaðar, en ekki til Fegr- unarfélagsins, sem fyrir sitt leyti vildi gjarnan sjá fánaskreytir.guna oftar. En þessi athugasemd er fram komin vegna greinarkorns hér í fokdreifum um daginn. Þá veit maður það. Hvar á að hafa bílana? BÍLUNUM fjölgar jafnt og þétt, og mun þó minnst séð af því enn, að því. er fróðir menn telja. En með auknum bílakosti eykst vand- inn að koma þeim öllum fyrir á götum, sem aldrei voru til þess ætlaðar, að geyma fjölda bíla. Eru vandræði af sumum bílastöðum í bænum. Og jafnan er aukin slysa- hætta 'af bílum, sem standa við gangstétt í fjölförnum götum, eink- úm ef börn eiga leið um. Stundum er bílum líka lagt þannig í fjöl- förnum götum, að umferðartruílun er að. T. d., þegar bílum er lagt báðum megin í Brekkugötu. En slíkt er í rauninni ófært, og öll bílastaða í svo þröngri götu vand- ræðamál. EN HVAÐ á að gera? Meðal þess, sem gera þarf, er að skylda bxlaeigendur að taka bíla sína inn á lóðirnar, þar sem þess er kostur. Víða hagar svo til, þar sem bíll stendur meirihluta sólarhrings við gangstétt, að auðvelt er að gera þá breytingu á girðingu og aðstöðu, að bíllinn eigi samastað inni á lóð- inni. Slíkt kostar að sjálfsögðu ein- hver útgjöld og erfiði, en bíleig- endur hafa og skyldur að rækja gagnvart umferðinni, öryggismál- unum og gæzlu bíla sinna, sem eru verðmæt tæki. Eitt af því senx gera þarf að okkar dómi er því, að at- huga, hvar hægt er að gera slíka breytingu með tiltölulega hægu móti, og koma henni í framkvæmd. Og svo þarf framsýni í þessum efnum, þegar skipulag er gert og loðum ráðstafað. I bæjum fram- tíðarinnar verða miklu fleiri bílar en í dag. Sá tími kemur yfir okk- ur fyrr en varir. Geðvondi karlinn í íslendingi. ÖNUGASTA mannpersóna hér um slóðir, er karl sá, er nefnir sig Jón í Grófinni, í „íslendingi“, og mun vera nákominn ritstjóranum. Hann hefur stundum marga hluti í einu á hornum sér og rótast um eins og naut í flagi. I einu geð- vonzkukastinu á dögunum fór hann að skammast út af því, að ýmsar endurbætur hafa verið gerð- ar á Hótel KEA. Komst að þeirri niðurstöðu, að fyrst ástæðan hefði verið að mála hótelið og prýða, jafngilti það játningu um að það hefði verið allsendis óhæft til að taka á móti ferðamönnum áður! Og svo kom þessi ágæta yfirlýsing: Síðan Hótel KEA var byggt, hefur orðið „drjúg afturför“ í hótelmál- um bæjarins! Allt var miklu betra áð'ur, meðan hótelin voru með gamla sniðinu, og í gömlu húsun- um. ÞEGAR skapvonzkutuddi þessi fær ofanígjöf fyrir svona lagaðan þvætting, umhverfist hann og eys úr sér ónotum og óþverra, í síðasta Isl. Þykir honum hart, að fá ekki óátaliSLnð sparka úr klaufum á kaupfeTT og starfsmenn þess. En. það er og hefir verið uppáhaldsiðja þessa mannteturs. Allt, sem kaup- félagið gerir, fer í taugamar á hon-. um. Og lesendur fá. svo sem að vita það. Manngarmurinn heldur að allir séu með sama innræti og hann. MENN ÞURFA EKKI annað en bregða upp í huga sér þeirri mynd, sem geðvondi karlinn þráir: Akureyrarbæ- eins og hann væri í dag, ef hér væri ekkert hótel á borð við Hótel KEA, til þess að sjá í einu vetfangi, hvað þessi aftur- haldsseggur er að fara. Hví snýr hann ekki geiri sínum að þeim, sem næst honum standa, og krefst þess, að „sjálfstæðishúsið", sem eitt sinn var Hótel Akureyri, verði aftur lagt undir hótelrekstur? Nú er verið að útbúa þar verzlunar- pláss. Er það meira þjóðþrifafyrir- tæki en hótelið, sem þar var í þá gömlu, góðu daga, sem nöldrunar- seggur þessi lifir og hrærist í? Athugasemd Einhver sem nefnir sig „v“ og stendur í sífeldu rabbi við Fegrun- arfélag Akureyrar hefur tyívegis í „Fokdreifum" eignað félaginu fánaskreytinguna meðfram kirkju- tröppunum. Fegrunarfélag Akur- eyrar hefur margt gott látið af sér leiða og á vafalaust eftir að gera enn betur í framtíðinni, ef skiln- ingur bæjarbúa á starfsemi þess og fjárhagur þess leyfir, en hafa skal í þessu efni það sem réttara er, en fánaskreytingin við kirkjutxöpp urnar, sem greinarhöfundur kallar „bros Akureyrar", er hugmynd og framkvæmd Þjóðhátíðarnefndar Akureyrar og ekki annarra. Virðingarfyllst. F. h. Þjóðhátíðarnefndar. Jón Norðfjörð. ERLEND TÍÐINDI Þessa dagana eru menn bros- liýrir í Moskvu, en samt eru veður válynd FRÁ ÞVÍ HEFUR verið sagt í blöðum víðs vegar um heim, að þegar Kruschev hinn rússneski kom úr veizlunni hjá Tító, rjóður og sæll af höfðinglegum veitingum hins júgóslafneska einvalda, rakst hann á nokkra blaðamenn úti fyrir dyrum, og fór að tala við iá. Sagði hann þeim, að vestrænir blaðamenn væru allt of illa að sér í rússneskum málefnum. En þeir svöruðu því til, að aðstaðan til kynna væri ekki góð, jví að þeir gætu ekki fengið vegabréfsáritun til Rúss- lands, þótt þeir reyndu. Hvað er þetta, ságði Krus- chev, þið getið fengið að koma strax á morgun! Og þreif í hönd eins blaðamannsins upp á það. En sá var ekki seinn á sér, að taka „sterka manninn" á orð- inu, og kvaðst mundi sækja þegar daginn eftir til rússneskra stjórnarvalda um vegabréfsáritun, og þá vitna í samtalið. Þessi blaðamaður heitir Frank Kelly, og skrifar í New York Herald Tribune. Og allt fór eins og Kruschev hafði sagt fyrir. Nú var vegabréfs- áritunin auðsótt mál, og Frank Kelly hélt þegar til Moskvu og þessa dagana situr hann þar og sendir blaði sínu greinar frá rússnesku höfuðborginni, og Iýsir því, sem fyrir augu ber. Hann er ekki alveg ókunnugur þar um slóðir, hefur dvalið þar á fyrri tíð, meðan enn var sæmilegt samkomulag í milli Rússa og Bandaríkjamanna. Eru greinar hans því talsvert eftirtektarverðar. Verður hériá-eftir stiklað á nokkrum atriðum úr einni grein'h'ahS, þ"áf‘sam harin ræðir um andrúmsloftið nú þar austúr frá og um vöruframboð og verðlag. Þess skal getið til skýringar, að hið .opinbera gengi á rúblu er 4 rúblur gagnvart dollar, eða nálægt því að hver rúbla jafngildi kr. 4.20 íslenzkum. En þetta er fróðlegt að hafa í huga, er Kelly fer að tala um verð á eiristökum hlutum í búðum. * •" - i- ÞAÐ ER ÞA FYRST að segja, að honum- þykir andrúmsloftið í borginni hlýrra í garð útleridinga en verið hefur seinni árin. Honum þykir líflegt á götöm borgarinnar og í verzlunum. Þröng við búðarborð að verzla, og svo að sjá, sem fólk hafi mikla peninga handa í milli. Vel vopnaðir leynilögreglumenn eru hvarvetna á verði við opinbera staði, en samt finnst honum skuggi einveldisins ekki eins þungur á baki ferðamannsins og áður. Hann rekur augun í það, að verið er að mála og prýða ýmsar turnbyggingar höf- uðstaðarins og það eru konur, sem þar eru að verki, á vinnupöllum hátt í lofti. Á götunum eru sópararnir konvr, og sýnist vel hirt um að göturnar séu þrifalegar, og rusl tekið til hand- argagns jafnóðum að kalla. IBUARNIR horfa forvitnisaugum á ferðamanninn á götunni, þekkja hann á fötunum. Þeir eru sjálfir sæmilega klæddir, en gamaldags þykir Vesturlanda- búum klæðatízkan á körlum sem konum. í búðum fæst úrval af baðmullarefnum með áprentuðum mynstrum, hæfilegt í sumarkjóla, og kostar um 90 rúblur metrinn. Svartir gönguskór úr leðri í búðarglugga eru verðmerktir 645 rúblur. Saum- aðir sumarkjólar á 388—465 rúblur. Annars staðar ísskápur, fimm kúbíkfet, á 2000 rúblur. Á hótelinu var hægt að fá állgóða máltíð fyrir 30 rúblur. Hægt mun fyrir ferðamenn, að semja við Intourist, sem er ferðaskrifstofa ríkisins, að fá allan greiða, hótelgist- ingu og mat og sýnisferðir um höfuðstaðinn, fyrir sem svarar 320 kr. á dag. BLAÐAMAÐURINN rómar alla fyrirgreiðslu á leiðinni til Moskvu. Er svo að sjá, sem allir hafi talið það skyldu sína, að gera sem bezt við manninn, sem Kruschev tók í hendina á og bau ðhátíðlega heim. En ekki geta allir ferðamenn skriðið í það skjól, heldur v|rða að bjarga sér sjálfir, þ. e. a. s. þeir, sem (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.