Dagur - 29.06.1955, Side 7
Miðvikudaginn 29. júní 1955
D AGUR
7
- Bændaför Snæfell-
inga
(Framhald af 5. siðu).
dóttir, húsfreyja á Stakkhamri í
Miklaholtshreppi, en dreymdi
varla um að sjá svo stórar og full-
komnar verksmiðjur. Hún hafði
einkum horft á garnspunann í
Gefjuni með sérstökum áhuga, og
svo vefstólana og gerð hinna fjöl-
breyttu dúka. I sama streng tók
Vna Jóharmesdóttir, húsfreyja é
Gaul í Staðarsveit. Hún dáðist að
húsgagnaáklæðinu, sem var henni
nýjung, og öllum hinum mikla og
fjölbreytilega vélakosti.
Aukinn áhugi fyrir innlendu
vörunum.
Báðar þessar húsfreyjur töldu
slík kynni af þeim verksmiðjum,
sem framleiða úr hráefni landbún-
aðarins hinar ágætustu vörur fvrir
þjóðina, líkleg til að örva áhuga
húsfreyjanna fyrir íslenzku iðnað-
arvörunum og um leiðhvatningutil
þess að taka þær fram yfir útlend-
ar vörur. Sjón er sögu ríkari. Þátt-
takendurnir í snæfellsku bændaför
inni hafa séð með eigin augum hina
fullkomnu framleiðslutækni sam-
vinnuverksmiðjanna — þau kynni
hafa aukið áhugann fyrir þessum
þætti samvinnustarfsins.
Hvatning fyrir ræktunarmenn.
Þá þótti þátttakendum mjög
fróðlegt að aka um Eyjafjarðar-
hérað og sjá hinar miklu fram-
kvæmdir í ræktun og húsagerð.
Töldu það hvatningu að sjá, hvern-
ig hið ræktaða land er orðið sam-
felld breiða víða í héraðinu. Og
trjágróðurinn í bænum vakti líka
athj'gli.
Góðar kveðjur héðan fylgja
þessu dugmikla og gerðarlega fólki,
er það heldur heim, að aflokinni
vel heppnaðri kynnisferð.
Verkakvenanfél. Eining fer
skemmtiferð að Hólum í Hjalta-
dal sunnud. 10. júlí. ef nægileg
þátttaka fæst. Félagskonur, sem
vilja taka þátt í ferðinni, gefi sig
fram í síma 1213 og 1315 og 1753
og í Geislagötu 1, fyrir mánudags-
kvöld.
Grasaferð. Stjórn N.L.F.A. hef-
ur ákveðið grasaferð laugard, 9.
júlí næstk., ef veður leyfir. Vænt-
anlegir þátttakendur gefi sig fram
sem allra fyrst við Jón Kristjáns-
son, sími 1374 og Pál Sigurgeirs-
son, simi 1420.
ERLÉfiD TÍDINDI
(Framhald af 4. síðu).
fá vegabréfsáritun sem venjulegir
túristar. Nokkrum ferðamanna-
hópum er nú hleypt inn í landíð að
vestan, gegoum járntjaldið, og er
Dað nýjungaiú eftir stríðið.
Það er,þyí :svo að sjá, sem sæmi-
lega bjar-fc^sé til lofts að líta í
Moskvu þgfesa dagana, og menn
séu fremiirii( hýrir í bragði, en á
skammri sStund skipast veður í
lofti, ekki-sízt á himni albjóða-
stjórnmálap og enginn veit, enn
nema nístingsgaddur óvildar og
tortryggni ;komi skjótt á eftir brosi
þessara sumardaga. I einveldisríki
eru veður ótryggari en í öðrum
löndum. •
Nokkrar rúllur
af þýzkum gólfdúk
Byggingsvörudeild KEA.
nýkomnar
Véla- og búsáhaldadeild
Bifreið
Tilboð óskast í jeppabif-
reiðina :A 882, smíðaár
i!)Í7. — Uppl. gefnar í
síuia. / ISS og 1954.
Braggi til sölu,
ef^j^únnandi tilboð fæst.
Að:nokkru með nýlegu
timburgólfi. — Uppl.
geftTV • ’
Iimlákur Hjálmarsson
m-jól ku rbilst jóri
Goff úrval til ferSalaga
TJÖLD (2ja og 4raímanna)
SVEFNPOKAR ýl ,
FERÐATÖSKUR '5 •
SKÓR OG FATNAÐUR (alls konar)
Gerið hagstœð kaup, :-r
áður en pér farið í sumarleyfið! ■ :
Strandgötu 23 — Sími 12^8 — Akureýri
Frá Happdræffi Háskólans
Afgreiðsla happdrættisins vöfðtir fyrst um
sinn á skrifstofu Jóns Guðmunjdssonar, Tún-
götu 6 — Sími 1046. ^
■‘ksr ■ -
MUNIÐ AÐ ENDUMíÝJA.
Landsmót UMFÍ
(Framhald af 8. síðu).
Kl. 10.00: Fánahylling á leik-
velli. Þjóðsöngurinn.
Kl. 10.15: Hefst keppni í starfs-
íþróttum og forkeppni í frjálsum
íþróttum. Á mótinu verður keppt í
eftirtöldum íþróttagreinum:
1. Frjálsar íþróttir:
a) Hlaup: 100 m., 1500 m„ 5000
m„ víðavangshlaup, 3000 m„ boð-
hlaup, 4x100 m„ 80 m. hlaup
kvenna og 4x80 boðhlaup kvenna.
b) Stökk: Langstökk, þrístökk,
hástökk, stangarstökk, langstökk
og hástökk kvenna.
c) Köst: Kringlukast, kúluvarp,
spjótkast, kúluvarp kvenna.
Kl. 12—14: Matarhlé.
Kl. 14.00: Lúðrasveitin leikur.
Iþróttakeppnin heldur áfram.
Keppt í glímu og handknattleik.
Kl. 18—20: Matarhlé.
Kl. 20.00: Lúðrasveitin leikur
við sundlaugina. Sundkeppni: 100
m. bringusund karla og 50 m. sund
kvenna, frjáls aðferð, 1000 m.
sund karla, frjáls aðferð, og 500 m.
sund kvenna, frjáls aðferð.
Forkeppni verður árdogis í
löngu sundunum, ef mikil þátttaka
verður.
Kl. 21.30: Útifundur, stjórnandi
Daníel Ágústínusson. Söngur. —
Framsöguerindi. — Umræðut.
Kl. 21.00: Kvikmyndasýningar,
dans og leiksýning. Dansað i Varð-
borg, Alþýðuhúsinu og á palli
Sýndar kvikmyndir frá fyrri
landsmótum UMFÍ. — Leikflokk-
ur frá Sauðérkróki sýnir gaman-
leikinn „Köld eru kvennaráð" und-
ir stjórn Guðjóns Sigurðssonar.
Sunmiclagur 3. júlí:
Kl. 9.00: Skrúðganga frá heima-
vist M. A. til leikvallar.
Kl. 10—12: Úrslit í frjálsum
íþróttum og handknattleik.
Kl. 12—13.30: Matarhlé.
Kl. 13.30: 1. Guðsjónusta á leik-
velli. Prófastur Sigurður Stefáns-
son á Möðruvöllum prédikar.
Kirkjukór Akureyrar syngur,
stjórnandi Jakob Tryggvason.
Lúðrasveit Akureyrar leikur.
2. Samkoman sett: Valdemar
Oskarsson, formaður UMSE.
3. Lúði'ásveit Akureyrár leikur:
„Þú vorgyðjan svífur. . . .‘V Al-
mennur söngur.
4. Ræða: Þorsteinn M. Jónsson,
skólastjóri.
5. Kórsöngur: Karlakór Akur-
eyrar, stjórnandi Askell Jónsson.
6. Ræða: Þórarinn Björnsson,
skólameistari.
7. Einsöngur: Guðmundur Jóns-
son, óperusöngvari, með undirleik
Fritz Weisshappel.
8. Upplestur: Davið Stefánsson,
skáld frá Fagraskógi.
9. Kórsöngur: Karlakór Akur-
eyrar, stjórnandi Áskell jónsson.
Úrslit í frjálsíþróttum. Glimu-
sýning, flokkur Þingeyinga, stjórh-
andi Haraldur Jónsson, Einars-
stöðum.
KI. 18—20: Matarhlé.
Kl. 20.00: Lúðrasveit Akureyrar
leikur við sundlaugina. Sund-
keppni heldur áfram. Keppt í 100
m., sundi karla, frjáls aðférð, 4x50
m. boðsundi karla, frjáls aðferð,
100 m. bringusundi kvenna og
4x25 m. boðsundi kvenna, frjáls
aðferð.
Tilkynnt úrslit í íþróttum og
verðlaun afhent.
Lokaorð: Formaður UMFÍ.
Kl. 21.00: Skemmtanir í sam-
komuhúsum bæjarins. Dans á palli.
Verkakvennafélagið Eiiihtg
heldur fund í Verkalýðshúsinu
kl. 8.30 e. h. 1. júlí. Rætl um
nýj.u samningana. Sagt frá 25 ára
afmæli Kvenfélagasambands Is-
lands o. fl. Stjórnn.
Kirkjan. Messað n.k. sunnudag
kl. 10.30. Séra Jón Auðuns dóm-
pófastur messar.
Frá Þjóðhátðarnefnd. Vegna
;ss að sum bæjarblöðn hafa eigi
farið rétt með, hvernig Þjóðhá-
tíðarnefnd Akureyr.'.r var skipuð
að þessu sinni (1955) óskast nöfn
nefndarmanna birt rétt, en
nefndin var skipuð þessum
mönnum: Jón Norðfjörð. formað-
ur, Jón Ingimarsson, Magnús
Björnsson. Páll Helgason, Her-
mann Stefánsson og Tryggvi
Þorsteinsson.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað túlofun sína ungfrú Erla
Elísdóttir hjúkrunarnemi frá
Reyðarfirði og Leifur Tómasson,
íþróttakennari, Akureyri. Ungfrú
Valgerður Stefánsdóttir (Árna-
sonar forstjóra), og Vilhjálmur
Árnason vélsmiður. — Ennfrem-
ungfrú Guðrún Halldórsdóttir,
Lækjarbakka, Akureyri. og
Gunnar Bergþórsson, Veisu,
Fnjóskadal.
Héraðsdýralæknirinn, Gud-
mund Knutzen, hefur beðið
blaðið að geta þess að hann
muni verða fjarverandi frá
júlíbyrjuii til 1. sept. — Sverrir
Markússon mun gegna störfum
hans á meðan. — Heimilisfang
hans er Þórunnarstræti 128.
Shni 1188.
Austfirðingafélagið á Ákureyri
hefur fyrirhugað skemmtiferð
austur á Fljótsdalshérað um
helgina 9. og 10. júlí og geta þátt-
takendur um leið verið á sam-
komu í Hallormsstaðgskógi —
Þeir sem hafa hug“á>áð’ taka þátt
í þessari ferS eru beðnir að láta
vita í síma 1262, 1267 eða 1747.
- Útsvör á Almreyri
(Framhald af 1. síðu).
Svcinn Bjarnas., Brckkug. 3 11.8.50
Sig. Sigurðsson, Hafn.str. 95 11.800
Veturl. Sigurðss., Oclcleyrarg. 30 11.750
B.S.A.-veikstæðið h.f. 11.750
Sveinh Brynjólfss., Norðurg. 00 ll.fi.50
Steind. Jónsson, Hariiarsstíg 10 11.650
Pétur H. Láruss., Skipag. 1 11.500
Knut Otteistedt, Otldeyrarg. 17 11.450
Stefán Tryggvason. Hafn. 105 11.300
I’orst. Davíðsson, Brckkug. 41 11.300
Ingim. Arnasón, Oddeyralg. 36 11.250
Óskar Gíslason, Ránarg. 2 11.200
Pétur Jónsson, Þór.slr. 103 11.150
Stefán Guðnas., Odcleyrarg. 15 11.000
Birgir Kristjánss., Ránarg. 19 10.950
Frithioi: Zeuthen, Hafn. 100 10.950
Hjalti Sigurðss., Hafn. 85 10.950
Ríkharð Þórólfsson, Laxag. 7 10.950
Þorgr. Friðnkss.. Háfri. 3 10.950
ölaftir Jórissori, Munk. 21 10.900
Steingr. Giiðin.s., Strandg. 23 10.750
óli P. Kristjánss., Hafn. 79 I0.75Ó
Aðalgeir Guðmundss., Rán. 4 10.700
Kristján Guðmundss., Rán. 4 10.700
Jón M. Jónsson, Glerárg. 6 10.650
Þórarinn Guðmundss., Þrástarl. 10.600
Þór O. Björnss., Þirigv.str. 18 10.550
Svavar Guðmtindss., Bjarrit. 8 10.500
Ármarin Helgason, FÍatn. 100 10.450
Jónas Þorsteinss., Strandg. 37 10.450
Óláfúr Sigúrðss., Þór.str. 104 10.450
Pétur Jónssori, Hamarsst. 12 10.450
Tryggvi Jónsson, l-'jóhig. 5 10.450
Vörttlu'isið h.f. 10.450
Griðmund knntséri, Hafn. 89 10.400
Asgeir Arna.son. Spítálav. 9 10.350
Þóiðuv Jóhannssoit, Möðruv.str. 10.350
Lártts Bjöinssbn, Eiðsvállag. 18 10.250
Jóliann Böðvarsson, Éiðsv.jg. 22 10.200
kristinri Jónssori, Hafnarstr. 81 10.200
Hám. Björnsson, Eyrarv. 10 10.100
Sig. Helgason, Brekkug. 39 10.100
Sig. Ólason. Hrafnagilsstr. 21 10.100
Óláftir Ágústsson &.- Co„ s.f. 10.050
Árni Bjarnarson, Norðurg. 48 10.000
Hjónaefni. Nýlegá opinbcl'uðu
trúlofun sína ungfrú Helga Árna-
dóttir, hreppstjóra Jóhannessonar
á Þverá, og Ilalldór Páissón,
skipasmíðanemi, Keflavík.
Frá mótsnefnd UMFf. —
Skemmtanir mótsdagana. Nýja-Bíó
sýnir hina bráðsnjöllu kvikmynd
„Fædd í gær“, en samnefnt leikrit
sýndi Þjóðleikhúsið hér á dögun-
um við frábærar undirtektir. —
Sýndur verður gamanleikurinn
„Köld eru kvennaráð", í þýðingu
Ragnars Jóhannessonar, í Sam-
komuhúsi bæjarins. Léikflokkur
frá Sauðárkróki sýnir leikinn undir
stjórn Guðjóns Sigurðssonar. —
Dansleikir verða í Varðborg, Al-
þýðuhúsinu og á palli úti að kvöldi
2. og 3. júlí. Aðkomuhljómsveit
leikur á pallinum. -—- Aðgöngumið-
ar að sjónleiknum „Kvöld eru
kvennaráð" verða seldir milli kl.
5 og 8 e. h. báða sýningardagana í
Samkomubúsinu, sími 1073. —
Aðgöngumiðar að bíósýningum
verða seldir klukkutíma fyrir
hverja auglýsta bíómynd. Sími
1285. — Aðgöngumiðar að dans-
leikjunum verða seldir milli kl. 7
og 9 e. h. báða dágana. Sími Varð-
borg 1500. Sími Alþýðuhúsið 1595.
— Skrifstofur mótsdagana: Aðal-
skrifstofa Varðborg, sími 1500. —
Tjaldstæði: íþróttáhúsið, sími
1617.
- Aðalfuiidur SÍS
(Framhald af 1. síðu).
astar aðstæður. Hann lagði einnig
mikla áherzlu á að auka sölu-
mennsku fyrir íslenzkar afurðir er-
lendis til þess að vihna þeim trygg-
ari markað, og mun SIS gera ráð-
stafanir til þess, áð sínu leyti. Er-
lendur kvað áherzlu myndi verða
lagða á að auka og bætá fram-
leiðsluvörur samvinnúverksmiðj-
anna, sem nú hafa mikla fram-
leiðslugetu, ef hún fæst hagnýtt til
fulls. Þá kvað Erlendur SIS mundi
leggja á það áherzlú, að fá léyfi til
að kaupa olíúflutnirigáskip það,
sem Sambandið hefur um skeið
reynt að fá.
Fræðslumál.
Fræðslumál hafa verið vtarlega
rædd á aðalfundi SÍS og töluðu þár
meðal annars, Jónas Jónsson, fyrr-
verandi skólastj. Samvinnuskólans,
séra Guðmundur Sveinsson, skóla-
stjóri Samvinnuskólans, og Bene-
dikt Gröndal ritstjóri.
Vilhjálmur Þór kvaddur.
Almennar umræður fóru síðan
fram og tóku margir til máls. Að
þeim loknum var gengið til kosh-
inga, en fundinum lauk með
kveðjuhófi, þar sem aðalfundurinn
kvaddi fyrrverandi forstjóro SIS,
Vilhjálm Þór, og voru honum
þökkuð störf hans í þágu sam-
vinnufélaganna og Sambandsins, í
mörgum ræðum.
Skýrslur framkvæmdastjórartna.
Að iokinni ræðu Vilhjálms flutti
Sigurður Kristinsson, fyrir hönd
stjórnar SIS, tillögu þess efnis, að
Vilhjálmur yrði kjörinn heiðursfé-
lagi SÍS og var það samþykkt með
lófataki.
Síðdegis á miðvikudag fluttu
framkvæmdastjórar hinna ýmsu
deilda Sambandsins skýrslur um
störfin á liðnu ári. Helgi Péturs-
son fyrir Útflutningsdeild, Helgt
Þorsteinsson fyrir Innflutnings-
deild, Harry Frederiksen fyrir Iðn-
aðardeild, Hjalti Pálsson fyrir
Véladeild og Hjörtur Hjartai fyrir
Skipadeild.