Dagur - 29.06.1955, Síða 8
8
Bagub
Miðvikudaginn 29. jm 1955
230 keppendur Irá 13 héraðssambönd-
um taka þáll í móli Ungmenn
Sambandsþing U. M. F. í. hefst hér
á morgun - landsmótið á föstudaginn
- gestir streyma til Akureyrar
víðs vegar af landinu
Undanfarna daga hefur verið
unnið af kappi að undirbúningi
Sambandsþings UMFf og lands-
móts ungmennafélaganna en
bæði þessi mót fara fram hér á
Akureyri nú í vikunni og um
helgina. Hefst sambandsþingið á®
morgun; en landsmótið á föstu-
daginn.
Þegar eru skráðir 230
keppendur í íþrótagreinum lands-
U.M.F.I.
Velkomin til
Akurey
rar!
Hugsjónir Ungmennafélaga ]
fslands fóru eldi um al!a æsku ;
landsins á einum áratug og ]
vöktu gervalla þjóðina! I»au'
settu met á vettvangi þjóðbfs;
vors, sem ekki verða mæld í 1
sentímetrum né sekúndubrot- ;
um/ heldur í árum og ævi- !
starfi. !
„fslandi allt“ var trúarjátn- ;
ing þeirra og tjáning viljans!
Upp úr þeim jarðvegi hafa
síðan sprottið flest undursam-
legustu ævintýr þjóðlífs vors
á 3-4 siðustu áratugum, þráít
fyrir ótal mistök misviturra
stjórnmálamanna. Hugsjónir
ungmennafélaganna urðu mátt
arviðir þjóðlfs vors, leyut og
Ijóst!
„fslandi allt“ var þeir.i yndi
lífsins, alvara þess og ljúf
skylda!
Þeir hefðu glaðir fylkt glæsi
legum hóp fúsra sjálfboðaliða
til Iandvarnar á Keflavíkur-
flugvelli, meðan skuggi óttans
vofir yfir gervöllum mann-
heimi! — Þeir hefðu ekki gert
vanhugsaðar samþykktir út í
bláinn — og setið heima! Þar
myndu þeir hafa sett mct sitt
á ný — á Hofmannaflöt
heimsmálanna. — Og lifað ei-
ííflega með þjóð sinni!
Fyrstu spor „Ungmennafé-
laga fslands“ voru stigin hér
á Akureyri fyrir 59 ártun! Nú
koma hingað í vikulökin þús-
undir ungmennafélaga og ann-
ars æskuiýðs landsins til fund-
ar og frjálsra leika. Veri þau
öll velkomin! Guð vors lands
Iáti hásumarsól hamingju ís-
lands brciða geislabiessun s’na
yfir glæsilega æsku landsins,
svo að hún rnegi endurlifa
sjálfa sig hér á frumslóðum
Ungmennafélaga fslands!
ÍSLANDI ALLT!
Séra Eiríkur J. Eirksssu, foi-seti
Ungmennafélags íslands.
mótsins, og eru þeir frá 13 héraðs-
samböndum ungmennafélaganna,
og er dagskráin birt í einstökum
atriðum hér á eftir.
Fjöldi gesta.
Búizt er við miklum f jölda gesta
hingað. Munu þeir koma hvaðan-
æfa af landinu. Gestir á síðustu
landsmótum ungmennafélaganna
hafa skipt þúsundum Keppendur
búa í heimavist MA, en aðrir gest-
verða að sjá sér fyrir húsnæði
sjálfir. Geta menn fengið tjald-
stæði á túnunum við sundstæði
bæjarins.
Ungmennasamband Eyjafjarðar
sér um undirbúning hér, í samráði
við UMFI, en framkvæmdastjóri
mótsins er Haraldur M. Sigurðs-
son íþróttakennari. Skrifstofa
nefndarinnar er í Varðborg, sími
1500, úthlutun tjaldstæða fer fram
í íþróttahúsinu, sími 1617.
Bær í hátíðabúningi.
Þess er vænst, að bæjarmenn
allir vinni að því, eftir beztu getu,
fgmiggMiaaiMMtt
að mótið geti orðið ánægjulegt og
móttaka öll hér í bænum til sóma.
Unnið verði að því, að bærinn
verði í hátíðabúningi. Vagga ung-
mennafélagshreyfingarinnar stóð
hér á Akureyri, og eru ungmenna-
félagarnir aufúsugestir hér. Stofn-
endur UMF Akureyrar verða sér-
staklega heiðraðir á þessu þingi nú,
en nokkrir þeirra eru á lífi.
Dagskráin.
Dagskrá mótsins verður í aðal-
atriðum á þessa leið:
Föstudagur 1. júií:
Kl. 20.00: Starfsiþróttir stúlkna.
1. Lagt á borð. Verkefni: Kvöld-
boð. Stúlkurnar eiga að leggja á
kaffiborð fyrir fjóra og skreyta
borðið, leggja sjálfar til borðdúka
og borðskraut.
2. Línstrok. Karlmannsbuxur
pressaðar og skyrta strokin.
3. Þríþraut.
Laugardagur 2. júlí:
Kl. 9.00: Lúðrasveit Akuieyrar
Ilaraldur M. SigurSsson þrótta-
kennari, framkvæmdastj. mótsins.
leikur við heimavist M. A., Jakob
Tryggvason stjórnar Búizt til
skrúðgöngu á leikvöll.
KI. 9.30: Mótið sett, formaður
UMFÍ. Síðan gengið til leikvallar,
en komið við á Ráðhústorgi og
fáni UMFI dreginn að hún. Söngur
„Rís þú unga....“.
(Framhald á 7. síðj).
Helgi Valtýsson.
Samvinnufrygpgar eru stærsfa
fryggingafélag landsins
Endurgreiðsla til tryggingataka 1,2 millj.
króoa á síðast liðnu ári
ASalfundur Samvinnutrygg'mga
var haldinn að Bifröst í Borgar-
íirði 24. þ. m. og skýrði fráfarandi
framkvæmdastjóri, Erlendur Ein-
arsson, frá því, að starfsemi fé-
lagsins hefði enn færzt í aukana á
s ðastliðnu ári og félagið væri nú
orðið stærsta tryggingarfélag
lands'.ns.
Þrátt fyrir verulegan halla á
bifreiðatryggingum verður endur-
greiðsla til hinna tryggðu, fyrir
þetta liðna ár, 1 milljón cg tvö
hundruð þúsund krónur.
Tap á bifreiðatryggingum.
A aðalfundinum gerði Erlendur
Einarsson grein fyrir rekstri Sam-
vinnutrygginga á síðastliðnu ári og
gat þess, að iðgjöldin hefðu enn
aukizt um 4,8 milljónir króna, en
tjónagreiðslur hefðu hins vegar
hækkað enn meir, eða um 5,5
milljónir. Sérstaklega var afkoma
bifreiðadeildar erfið á árinu, og
valda því bæði stóraukin tjón og
svo hækkun bóta til þeirra, er
verða fyrir slysum. Tjón í bif-
reiðadeildinni voru á árinu 111,5%
af greiddum iðgjöldum, tapið
33,3% miðað vfö iðgjöld. Er af
þessu augljóst, að ekki varð kom-
izt hjá hækkun iðgjalda af bif-
reiðatryggingum.
Endurtryggingar jukust enn
verulega og eru þær nú stór liður
í því að jafna metin í gjaldeyris-
kostnaði vegna íslenzkra er.dur-
trygginga. Iðgjaldaaukning í þess-
afri deild nam 65,7% á árinu.
Áhrlfin í brunatryggingamálum.
Iðgjöld í Brunatryggingadeild
jukust einnig stórlega á árinu
eða um 43,2%. Þó segja þau ekki
nema hluta af þeirri sögu, er grein-
ir frá áhrifum S^mvinnutrygginga
á brunatryggingar í landinu, því að
félagið hefur barizt fyrir frjálsum
brunatryggingum í landiuu og
þannig átt verulegan þátt í þeirri
hreyfingu, er komizt hefur á
brunatryggingamál og leitt hefur
til stórra iðgjaldalækkana fyrir
mikinn hluta landsmanna.
Frá Andvöku.
Aðalfundur líftryggingafélagsins
Andvöku var einnig hp.ldinn.
að Bifröst. Hefur starfsemi félags-
ins enn vaxið verulega og voru gef-
in út á síðastliðnu ári 891 trygg-
ingaskírteini og komst tryggingar-
stofn félagsins upp í 64,3 millj kr.
Forstjórar kvaddir.
Vilhjálmur Þór bankastjóri, sem
verið hefur formaður beggja fé-
laga, kvaddi nú fundinn, en Er-
lendur Einarsson skilaði af sér
framkvæmdastjórn Samvinnutrygg
inga frá stofnun félagsins til síð-
ustu áramóta. Voru þeim báðum
þökkuð mikil störf og gæfusöm
eins og raun ber vitni. — Jón Ol-
afsson, sem stjórnað hefur And-
vöku frá upphafi, er nú frá áramót-
um framkvæmdastjóri beggja fé-
laga, og skýrði hann fundinuin frá
starfseminni eins og hún er á þessu
ári, svo og ástandi og horíum í
tryggingamálum.
Vélar og fæki til blýnámanna
Grænlandi verða umhlaðin hér
Ekkert liggur fyrir um umskipunarliöfn fyrir
blýgrýtið frá námunum í Meistaravík
Stjórn UMSE sér um framkvæmd mótsins. Talið frá vinstri, fremri
röð: Sveinn Jóhannsson, Dalvík, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjöm,
Hjalti Haraldsson, Ytra-Garðshorni. Aftari röð: Valdimar Oskars-
son, Dalvík, Jóhannes E. Kristjánsson Hellu.
Nordisk Mineselskab, sem ætlar
að starfrækja blýnámurnar við
Meistaravík á Austur-Grænlandi,
er um þessar mundir að undirbúa
að senda þangað vélar og tæki, og
er nú ráðið, að tæki þessi verði
fyrst flutt hingað til Akureyrai frá
Danmörk, og umskipað hér í
smærri skip til Grænlands. Félag-
ið sneri sér til Jakobs Frímanns-
sonar framkvæmdastjóra um fyrir-
greiðslu i þessu máli, og hafa bæði
hafnarnefnd og bæjarráð hér tekið
málinu mjög vel, og heitið að
greiða fyrir því.
Óvíst um umskipun blýgrýtis.
Vinnsla blýgrýtis í Meistaravík-
er ekki hafin, og óvíst, hvenær það
verður. Er allt óráðið um umskip-
unarhöfn hér á landi, þótt vitað sé,
að Nordisk Mineselskab hafi
áhugi fyrir að fá islenzka umskip-
unarhöfn. Má væntanlega skoða
UNG GENJASKYTTA.
Hinn 20. þ. m. fór Þórður Pét-
ursson í Arhvammi í Laxárdal á
greni á Kasthvammsheiði. Var það
fyrsta ferð hans á greni. Hann
skaut bæði dýrin um nóttina. -—
Þórður er afbragðsskytta, aðeins
17 ára gamall. Skyldu margir 17
ára unglingar geta leikið þetta
eftir?
val félagsins nú á höfn vegna véla
og tækja sem ábendingu um að
það telji Akureyri líklega umskip-
unarhöfn í framtíðinni, ef samning-
ar mættu takast.
Fregn í bæjarblaði í gær um að
fullráðið sé að Akureyri verði um-
skipunarhöfn blýgrýtis, mun á mis-
skilningi byggð.
Færri menn handteknir
á Akureyri vegna ölv-
unar 1954 en 1953
Handtökur manna vegna ölvun-
ar á Akureyri 1953 voru 244, en
1954 voru þær 166. Handtakan er
hér notuð í rúmri merkingu og nær
yfir alla þá, sem lögreglan fjarlæg-
ir af vettvangi, hvort sem þeir eru
fluttir í fangahús, heimahús eða
varðstofu lögreglunnar.
Á Akureyri voru 16 menn svift-
ir ökuleyfi vegna ölvunar við skst-
ur.
Vínveitingaleyfi til félaga á Ak-
ureyri hafa verið 35 á tímabilinu
26. júní 1954 til 28. marz 1953.
Skiptast þau þannig á samkomu-
hús, að 27 þeirra hafa verið á Hó-
tel KEA, 5 í Alþýðuhúsinu, 2 í
Lóni og 1 í Oddfellovvhúsinu. —