Dagur - 24.08.1955, Page 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 24. ágúst 1955
DAGUR 1
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. |
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: «
Erlingur Davíðsson. «
:í; Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. »
Árgangurinn kostar kr. 75.00. «
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi «
:!: og á laugardögum þegar ástæða þykir til. «
Gjalddagi er 1. júlí. «
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. |
Vandamál bændastéttarinnar og
lieill þjóðfélagsins
NIJ í VIKUNNI lögðu fyrstu heyflutningabílarn-
ir upp héðan úr Eyjafirði til óþurrkasvæðanna sunn-
anlands. Þeir aka héðan í sunnanblae og sólskini, en
mæta rigningu og stormum sunnan Holtavörðuheið-
ar. Hin langvarandi suðvestanátt er enn hvergi á
undanhaldi. Með hverjum degi sem líður versnar
ástandið syðra, en jafnframt þokast nær því marki
hér um slóðir, að heyskap ljúki eftir einstætt
árferði.
LJÓST ER, að votviðrin sunnanlands hafa fært
þjóðinni mikið vandamál að fást við. Heyflutning-
um verður að sjálfsögðu haldið áfram suður á bóg-
inn frá þeim héruðum, sem lengst eru á veg komin
í ræktun og hafa mest hey aflögu, en ekki mun
það duga til þess að forða vandræðum í mestu
framleiðslusvæðum landsins. Meiri aðgerða verður
þörf, ef takast má að forða þjóðfélaginu öllu frá því
tjóni, sem stórfelld fækkun nautgripastofnsins og
samsvarandi samdráttur framleiðslunnar, hlýtur að
verða. Hér er vandamál alls þjóðfélagsins en ekki
aðeins bændastéttarinnar eða Sunnlendinga. Þjóð-
félagið í heild hlýtur að takast á herðar þann vanda,
að reyna að leysa úr þessum vandræðum með sam-
eiginlegu átaki.
ÞESSI TÍÐINDI af Suðurlandi verða nú e. t. v.
til þess að menn öðlast nýjan skilninig á því, hverju
tjóni veðurfarið getur valdið í sveitunum. En þegar
ríkisvaldið hljóp undiri bagga með bændum á Norð-
austurlandi um árið, vegna langvarandi óþurrka og
fyrirsjáanlegs fóðurskorts, átti skilningur á sameig-
inlegu vandamáli erfitt uppdráttar. Ýmsir töldu þá
eftir styrk ríkisheildarinnar við bændur í þessum
landshluta, og brígsluðu þeim stjórnmálamönnum,
er höfðu forustu um úrlausnina, um ,,bændadekur“
o. s. frv. Hver vill nú endurtaka þær ásakanir, eftir
tíðindi þessa sumars?
i
I
f BÆNDASTÉTTIN hefur nú tvö aðkallandi úr-
lausnarefni að glíma við. Hún þarf að skipuleggja
i og framkvæma varnaraðgerðir vegna óþurrkanna
í sunnanlands, og freista þess að halda í horfinu með
j bústofn og efnahag sunnlenzkra bænda. Til þeirrar
| úrlausnar þurfa bændur að eiga vísan stuðning þjóð-
! félagsheildarinnar. Og raunar er ástæðulaust að ótt-
( ast, að sá stuðningur verði ekki veittur. Erfiðleikar
! bænda eiga skilningi að fagna hjá þjóðfélagsstétt-
unum í ríkari mæli en oft áður. Annað úrlausnar-
efni bændastéttarinnar er að tryggja bændum af-
urðaverð í samræmi við núverandi verðlag í land-
inu og sambærileg kjör við afkomu annarra stétta.
Þess er að vænta, að einnig á því sviði ríki skiln-
ingur og velvild í milli þjóðfélagsstéttanna. Að
minnsta'r kosti ætti að mega vænta þess, að þeir
' aðilar, sem mest hafa rætt um nauðsyn þess, að
; verkafólk uppskeri meira fyrir vinnu sína, skilji
nauðsyn bænda að fá sína vinnu goldna með sam-
bærilegu verði. Þeim, sem telja eftir afurðaverð til
bænda, er hollt að kynna sér þróunina í búsetu
landsmanna. Fólksfæð og brottflutningur úr sveit-
um er nú eitt erfiðasta vandamál sveitanna. Fjár-
magn þéttbýlisins og tækifærin þar, draga unga
fólkið úr sveitunum til sín. Jafnvægi næst ekki
nema unnt sé að tryggja bændum
örugg lífskjör og aukin þægindi.
Þjóðarskútan íslenzka má sannar-
lega ekki við því, að sú kjölfesta,
sem landbúnaðurinn er, léttist.
Siglingin er vissulega varasöm
eins og hún er, háfermi mikið og
veðurútlit ótryggt.
a
ý
VALD. V. SNÆVARR: \
vj?
Þegar þysinn IiljóSnar. |
Andblær frá hinum stóra heimi.
í MYNDABÓK frá Akureyri,
sem nýlega er út komin, getur m.
a. að líta erlend skemmtiferðaskip
hér á höfninni og tugi af bílum
bæjarmanna bíða þess að flytja
ferðafólk frá fjarlægum löndum
austur í gróðurlönd Þingeyjar-
sýslu og að náttúruundrunum við
Mývatn. Unglingar í bænum reka
upp stór augu, er þeir sjá þessar
myndir. Þessi vindblær frá hinum
stóra heimi var fyrir þeirra minni.
Hann kom nefnilega hingað á
norðurslóð áður en ríkisvaldið tók
að skipuleggja ferðamannamót-
tökur hér með einokunarstofnun-
sem ber nafnið Ferðaskrif-
stofa ríkisins.
Hvers eiga útlendingar að gjalda?
HÉR Á DÖGUNUM lá fallegt,
útlent stórskip við festar í
Reykjavíkurhöfn. Á þjóðveginum
austur yfir fjall voru tugir bifreiða
á ferð á holóttum vegi, í súldar-
veðri, hina þrautkönnuðu leið að
Gullfossi og Geysi. Þegar þannig
viðrar, er þetta naumast skemmti-
ferð, og svo er Geysir hættur að
gjósa samkvæmt áætlun. Á sama
tíma hefur sólin skinið á Norður-
land og Austurland og innlendir
ferðamenn, sem þurfa ekki að láta
ríkiseinkasölur hugsa fyrir sig,
hafa þyrpzt á þær slóðir. Hvers
eiga útlendingarnir að gjalda? Því
er ekki haldið þeim sið, sem var
áður fyrrum, að benda útlendum
ferðamönnum á Island allt, en
ekki aðeins Faxaflóann? Eðlilegt
væri, að erlent skemmtiferðafólk
kæmi fyrst til Reykjavíkur, ferða-
fólk ætti leið um höfuðborgina og
á Þingvöll, en síðan væri siglt
norður og austur fyrir land, til Ak-
ureyrar eða Húsavíkur, Seyðis-
fjarðar eða Reyðarfjarðar. Útlend-
ingar höfðu áhuga fyrir náttúru Is-
lands meðan þeir áttu aðgang að
frjálsum ferðaskrifstofum. Óvíst
er að áhugamál þeirra séu breytt.
Hitt hefur breytzt, að einum aðila
er gefinn kostur á að skipuleggja
þessi ferðalög og beina því fjár-
magni, sem þeim fylgir, í ákveðn-
ar áttir. Vafasamt verður þó að
teljast, að það geti verið hlutverk
ríkisins að auðga sérstaklega bíla-
stöðvar í Reykjavík og aðra
skylda aðila með afskiptum af
ferðamálum. Eðlilegast væri, að
ferðafólkið réði því sjálft, hvað
það sér og hvert það fer. Og að
það hefði tækifæri til að hlýða á
upplýsingar og ráðleggingar
margra aðila um þau efni, en hlýtti
ekki neinni allsherjar forsjón.
Óheppileg forsjón ríkisvaldsins.
FERÐASKRIFSTOFA RÍKIS-
INS mætti hafa það hlutverk að
líta eftir greiðasölustöðum og gæta
þess að þar sé völ á mannsæmandi
aðstöðu fyrir ferðafólk. Þar gegndi
hún þörfu hlutverki. En forsjá
slíkrar stofnunar í ferðamálum al-
mennt er óheppileg eins og reynsl-
an í sumar sannar. Ferðamanna-
mál hér á landi eru í hinum mesta
ólestri. Það má kalla fullreynt, að
leysa þau með einkasölufyrir-
komulagi. Alþingi á að afnema
einokunina og veita einstaklingum
og félögum tækifæri til þess að
láta til sín taka. Frjálsræði á þess-
um vettvangi mundi leysa úr læð-
ingi krafta, sem ferðamálin mega
ekki án vera, ef þau eiga að geta
verið í sæmilegu lagi. Rikisstofn-
un, sem mismunar landshlutum í
starfsemi sinni eins opinskátt og
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur gert
að undanförnu, á ekki rétt á sér og
þarf að hverfa.
Ræsi á þjóðvegunum og
slysavarnir.
UM VERZLUNARMANNA-
HELGINA hélt Slysavarnafélag
Islands uppi miklum áróðri fyrir
gætilegum akstri, og hvatti menn
óspart til þess að sýna aðgæzlu og
tillitssemi á þjóðvegunum. Voru
þetta hollar ábendingar og nauð-
synlegar. I sumum sunnanblöðum
sætti félagið nokkrum ávítum fyr-
ir að hafa stundað þessa slysa-
varnastarfsemi af helzt til miklu
kappi í útvarpinu. Ekki get eg
fallist á þau sjónarmið. Góð vísa
er aldrei of oft kveðin. Til þess að
ábendingar af þessu tagi missi ekki
marks þarf að endurtaka þær
mörgum sinnum og láta þær
klingja miskunnarlaust í eyrum
þeirra, sem þær eiga að ná til. En
úr því að Slysavarnafélagið lætur
nú umferðamálin til sín taka —
og það í vaxandi mæli, sem gott
er og gagnlegt — er rétt að benda
forráðamönnum þess á, að þeir
ættu að taka undir með blöðunum
og reyna að vekja vegamálastjórn-
ina út af ræsunum á þjóðvegunum,
viðs vegar um landið. Hér nyrðra
a. m. k. er ástandið algerlega óþol-
andi. Þrátt fyrir meiðsli á fólki og
skemmdir á vögnum, þrjóskast
umboðsmenn vegamálastjóra við
að láta framkvæma nauðsynlegar
lagfæringar. Tillitssemi við umferð
og öryggi er ekki einu sinni svo rík,
að sett séu upp viðunandi hættu-
og leiðbeiningarmerki við verstu
ræsin hér um slóðir. I sumar var
hér í blaðinu sagt frá umferðaslysi
í ræsi hér sunnan við bæinn. Þar
situr allt í sama fari. Bæjaryfir-
völd munu bera ábyrgð á því. Á
veginum austur yfir eylendið hér
við fjarðarbotninn eru stórhættu-
leg ræsi, sem ekki eru sómasam-
lega merkt. Nú í vikunni varð um-
ferðaslys á Holtavörðuheiði við
ræsi, sem reyndist vera 10 cm.
mjórra en báðir bílarnir, sem ætl-
uðu yfir það. Vegamálastjórnin
ber þar þunga ábyrgð. Og svo
mætti lengi telja. Ókumenn hafa
gott af að fá áminningu frá Slysa-
varnafélaginu. En vegamálastjórn-
inni er ekki síður þörf á slíkri
áminningu. I því sambandi er
fleira að aðgæta en ræsin. Hér um
slóðir er stórgrýttur ofaníbutður,
sem notaður er ár eftir ár, ekki
aðeins líklegur til að valda tjóni á
ökutækjum, heldur líka beinlínis
hættulegur. Og lélegt vegaviðhald
— sífellt stækkandi holur og
þvottabretti — býður líka slysa-
hættunni heim.
Breytt skipulag vegamála.
VAXANDI BÍLAFJÖLDI og
aukin umferð kallar á aukið vega-
viðhald. Ríkisvald, sem leyfir að
selja landsmönnum á annað þús-
und nýja bíla á fáum mánuðum,
verður að sinna þörf aukins vega-
viðhalds. Þess hefur ekki verið
gætt í sumar sem skyldi. Annars
eru öll okkar vegamál — nýbygg-
ingar og viðhald — málefni, sem
hafa vaxandi gildi í þjóðfélaginu.
Og á dagskrá hlýtur að koma inn-
an tíðar, að athuga, hvort ekki er
rétt að breyta núverandi skipulagi,
og fela trúnaðarmönnum hérað-
anna sjálfra meiri völd en þeir
hafa nú. Enn fremur, hvort ekki á
Framhald á 7. síðu.
f
„Go/í, þú góði og Irúi þjónn; yfir litlu
varslu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.
Gakk inn til fagnaðar herra þins.“
Matth. 25, 21.
Sumri er tekið að halla. Skuggar siðsumars-
kveldanna eru farnir að minna á haustið. Lit-
skrúð blómanna er að mestu horfið, enda cru
krónublöðin ýrnist fallin eða umbreytt. Frariti
eru rnynduð, — og þar með er hlutverki bióm-
anna lokið að þessu sinni. Lif þeirra flestra hcf-
ir borið árangur. — Vér getum varla virt blómin
og siðsumarsmyndina i heifd sinni fyrir oss, án
þess að áleitnar sþurningar vakni i huga vorum:
11 er líf v o r t árangur? B e r l í f v or l á v ö x t?
— Vér erum áreiðanlega ekki feedd inn i þessa
tilveru án tilgangs. Oss eru eigi lánaðir margir
og dásamlegir hafileikar tilgangslaust. En hvt.r
er tilgangurinn? Deemisagan, sem texlinn er tek-
inn úr, segir oss það: Oss ber að nota h(efiieiha
vora þannig, að þeir þroskist sem bezt og verði
til mikillar blessunar. Vér nlegum ekki'grafa þá
i jörðu, en eigum að leilast við að nota þá í
þjónustu lifsins og viðleitni til fullkomnunar. —
Þvi miður eru heefileikarnir þrátt fyrir það
grafnir í jörðu, og þá er vitanlega engra ávaxta
að vœnta. Misnolkun hœfileika vorra er einnig
þungbeert böi, þrátt fyrir áminningar og leið-
beiningar skóla, íþróttalifs, kirkjulegs slarfs og
fleiri góðra hluta. Þella eru staðreyndir, seni
eliki verða umdeildar, en eru þó sem betur fer
umbreytilegar. Tómlceti og aðgjörðaleysi er hagt
að breyta í vakandi umönnun og einbeitl starf.
Misnotkun má einnig breyta í heilladrjúga við-
leitni. — Ein áleitin sþurning leitar enn á hug-
ann. Bér líf þitt svo góða og mikla ávöxtu, að jni
gelir búizt við, að þér verði við leiðarlokin boð-
ið inn að ganga til fagnaðar herra þins? Iivað
finnst þér? Hugsaðu um þetla í liúmi. siðsinn-
arsins.. Gjörðu miklar kröfur til sjálfs' þin og
vœnztu svo slórra og i sjálfu sér ólrúlegra hluta
af Guði. Láttu kveldskuggana minna þig á, að
„brált liður lifs á daginn". Ef miliið er ögjört,
ef útvalningin liann að vera óviss enn þá, þá hit
ekki dragast að ialia ákvörðun, sem hefir eilífð-.
argildi. Graf hœfileika þína úr jörðu, ef þú hef-
ir komið þeim þar fýrir. — Notaðu þá sam-
kvœmt bendingu dccmisögunnqri Vinn meðan
verkljósl er. Já, — „þar lil hinzta dagsknin deyr,
■ i D r o 11 ins n a f n i vinn, þú meirj■■ Ef ■ þú
reynist trúr, jafnvel þó að þú hafir seint byrjað,
og eins þó að þjónustu þinn j;v,ið;GUð..Og.viénn
kunni í einhverju að vera áfátt,-r^.þá verður þú
á scelli stundu ávarpaður með orðum dcemisög-
unnar: „G o l t, þ ú gó ð i o g trúi þ j ó n n;
— gakk inn tilfagnaðarherra þ i n s.“
— Þá hefir lif þitt borið ávexti lil eilífs li-fs.
Góðan ávöxt Guði berum,
góðan ávöxt sjálfum oss.
I
I
I
I
-I
I
I
-I
Tillaga um bætt kjör verkakvenna.
Á ársþingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO),
sem staðið hefur yfir í Genf undanfarið, voru sam-
þykktar tvær tillögur er miða að bættum kjörum
verkakvenna.
í annarri tillögunni er bent á þá staðreynd, að þeim
verkakonum, er hafa ómaga á framfæri sínu, fjölgi
stöðugt. í tillögunni er Iagt til, að ILO og aðrar sér-
stofnanir Sameinuðu þjóðanna sameinist um að bæta
hag þessara kvenna. Er gert ráð fyrir að ríkisstjórnir
láti fara fram rannsókn á þessu vandamáli, hver í
sinu landi, og gefi síðan skýrslu um ástandið.
í hinni tillögunni er gert ráð fyrir að rannsókn
verði látin fara fram á því, hve mikil brögð séu að
því að konur vinni utan heimilis í frístundum frá
heimilisstörfum. Einnig hvernig sé háttað atvinnu-
möguleikum aldraðra kvenna við nytsamleg fram-
leiðslustörf.
Tillagan gerir ráð fyrir að þessi mál verði rædd
i ítarlega á næsta ársfundi ILO.