Dagur - 24.08.1955, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 24. ágúst 1955
DAGUR
5
rn'
Árangur af vísindaleiðangri til Græn-
lands er aukin þekking á nálfúru okkar
eigin lands
Nú er undirbúið blýnám með nýtízku
vélum í grennd við horfna
Eskimóabyggð
Rætt við Kristján Geirmundsson um menn og
dýr á Austur-Grænlandi
Sauðnautahjörðin skanimt frá bækistöð íslenzku leiðangursmann-
anna við Meistaravík
Það Var líf og fjör í námabæn-
um í Meistaravík, þcgar við fór-
um þaðan um miðjan júlí, sagði
Kristján Geirmundsson, er blaðið
ræddi við hann um dvöl hans á
Austur-Grænlandi, og vísinda-
leiðangur Náttúrugripasafns Is-
lands, sem þar dvaldi frá því
snemma í maí til 17. júlí.
Þegar við komum þar í maí, fór-
um við eftir ruddum vegi og held-
ur ógreiðfærum í milli flugvallar
og námubæjar, en í júlí var þar
kominn upphleyptur og breiður
vegur, og skotfæri í milli þessara
staða. I vor voru þar um 60 manns,
en nú í júlí á annað hundrað. Var
unnið í vöktum, og nóg að starfa
fyrir alla. Nú munu starfsmenn
námafélagsins í Meistaravík biða
þess, að varningur sá, sem hér bíð-
ur nú flutnings, komist til hainar.
Vélar og kvarnir eru ætlaðar til
vinnslu í námagöngunum, staurarn-
ir á Oddeyrartanga ýmist til að
klæða námagöng eða í bryggju,
sem gerð verður í Nýhöfn náma-
félagsins við Óskarsfjörð. En sú
höfn verður ekki opin nema 4 vik-
ur á sumri, svo áð hafa þarf hrað-
ann á með lestun og losun.
Komuð þið’ félagar að námun-
um og hvemig var þar umhorfs?
Það var býsna fróðlegt að litast
þarna um og reyna að gera sér
grein fyrir því, sem er að gerazt,
sagði Kristján. Tvenn námagöng
hafa verið gerð inn í fjall eitt all-
mikið skammt frá Meistaravík.
Eru neðri göngin um 1000 metra
löng inn í fjallið. Voru þau gerð
fyrst, en reyndust ekki eins málm-
auðug og ætlað var í fyrstu. Voru
Kristján Geirmundsson og Hálf-
dán frá Kvískerjum úti fyrir
skáladyrum í Meistaravík.
þá gerð ný göng 80 metrum ofar
í fjallinu, og 450 metra yfir sjó.
Fannst þar auðug blýæð í kvartz-
göngum, og þykir álitleg. Er áætl-
að að þessi æð endist í 6 ár og er
nú undirbúin vinnsla þar. I neðri
göngunum er hvelfing mikil og
verður þar vélasalur. Verður hrá-
efnið úr efri göngunum unnið þar,
en samgangur er í milli. í hráefn-
inu er 12% blý og 8% zink. Verð-
ur efnið unnið þarna í námunni
til þess er það er 80% blý og 60%
zink og flutt út þannig, annað
tveggja sem duft, eða samanþjapp-
aðir klumpar, á stærð við múr-
steina. Kristján telur það misskiln-
ing, að námafélagið ætli sér að
flytja málmgrýtið óunnið úr landi
og umskipa þvi hér á íslandi. Það
þótti óframkvæmanlegt við nánari
athugun. Nú er ætlunin að flytja
aðeins efnið það fullunnið, að það
fari beint á markað. Verðut það
ekki nema nokkrir skipsfarmar á
árí.
Hvernig leizt hér á lífið í
námabænum?
Llifið þar virtist vel bærilegt.
Húsakynni sæmileg og upphitun
ágæt. Matur allgóður og til
dægradvalar töfl og spil — þó
ekki fjárhættuspil því að engir
peningar eru í gangi í námabæn-
um — og svo kvikmyndir. Heilsu-
far var sagt gott, og slysfarir hafa
ekki orðið. Danir eru þarna fjöl-
mennastir, en þar eru og nokkrir
Sviar, sem kenna Dönum náma-
gröft. Islendingar eru þar ekki sið-
an Guðm. Thoroddsen, prófessor,
hvarf á brott, en hann var læknir
námabæjarins um skeið. Og svo
koma íslenzku flugvélarnar af og
til, og eru aðalsamband bæjarins
við umheiminn. Þeir félagar í vís-
indaleiðangrinum fengu góðar
móttökur og beztu fvrirgreiðslu af
hálfu forráðamanna námafólagsins.
Norskir veiðimenn við lítinn kost.
Kristján segir frá því, að við
ströndina þarna á Austur-Græn-
landi eru, með nokkru millibili,
veiðimannakofar, sem Norðmenn
eiga. Þeir hafa veðurathugunarstöð
Myggbugta, nokkru norðar, og er
þar aðalbækistöð Norðmanna á
þessum slóðum, en svo eru 4—5
norskir veiðimenn dreifðir um
ströndina og dvelja í kofum þess-
um. Stunda þeir refaveiðar og nota
gildrur. Oft er veiði rýr og kostur
löngum, að því er virðist, en Norð-
menn gefast ekki upp, enda mundi
uppgjöf þarna jafngilda því að
þeir töpuðu veiðiréttindum sínum
á Norðaustur-Grænlandi. Þeir
Kristján hittu norskan veiðimann,
sem kom á hundasleða sínum.
Þurfti hann að sinna um kofa og
veiðilönd nágranna síns, sem hafði
gefist upp á vistinni, og var farinn
í námuvinnu í Meistaravík. Þessi
Norðmaður ætlaði að vera í 2 ár.
Veiðin var lítil hjá honum. Hafði
hann fengið eitthvað 50 refi í vet-
ur er leið, og sagði skinnaverðið
ekki duga til að borga matinn
sinni. I öðrum kofa voru norsk
hjón. Höfðu þau veitt um 200 refi
og var það met á þessum slóðum
í ár. Ekki mun heiglum hent að
hafa vetursetu þarna. Verður að
ætla að menn leggi það ekki á sig
af einskærum veiðiáhuga, og munu
þeir veiðimenn, sem þannig við-
halda réttindum Norðmanna á
Grænlandi, fá nokkuð meira fyrir
snúð sinn en fáein refaskinn.
íslenzkir fuglar og amerísk
fiðrildi.
Foringi leiðangurs Islendinga var
dr. Finnur Guðmundsson fugla-
fræðingur, og voru fuglarannsóknir
eitt aðalviðfangsefnið. Kristján
Geirmundsson hamfletti fugla, er
þeir félagar veiddu, og gekk frá
þeim, svo að þeir eru hæfir til að
notast við rannsóknir á Náttúru-
gripasafni. Kristján sagði, að eitt
aðalrannsóknarefnið hefði verið
tengsl íslenzks fuglalífs við Græn-
land. Allir þeir fuglar, er þeir sáu,
Voru ýffiiét fuglar, sem hér eru til
eða fara hér um. Fyrst sáu þeir
heiðagæs og helsingja 24. maí.
Siðan komu fuglarnir hver af öðr-
um. Verður nú reynt að ganga úr
skugga um, hvort grænlenzku fugl-
arnir eru sérstakar undirtegundir,
eða hvort íslenzkir fuglar hafa
vistaskipti. Er það fróðlegt rann-
sóknarefni, og þó mun þurfa að
kanna þá hluti víðar en þarna til
að fá fullnægjandi vitneskju.
Þyrftu Islendingar að geta gert út
fleiri slíka leiðangra til grann-
landa, til dæmis til Jan Mayen,
Færeyja og Lapplands.
Þriðji leiðangursmaðurinn
var Hálfdán á Kvískerjum
og var hans verk aðallega að safna
skordýrum og plöntum. Vann hann
mikið verk á þeim vettvangi.
Þarna finnast litfögur dagfiðrildi,
sem ekki þekkjast í Evrópu, en
munu komin til Grænlands frá
nyrztu löndum Ameríku. Þá voru
þarna heimskautamýflugur, mestu
skaðræðiskvikindi, sem ollu
óþægindum. Hins vegar finnast
ekki ormar eða bjöllur.
Snæhérinn s/cemmtilegt veiðidýr.
Af spendýrum, sem þeir félag-
ar sáu, nefndi Kristján fyrst og
fremst sauðnautin. Var hjörð ein
í nágrenni við þá félaga allan tím-
ann, ekki langt frá bækistöð þeirra
við Meistaravíkina. Voru það 9
dýr, og báru 2 kýrnar snemma
sumars. Hinum megin við víkina
voru 3 tarfar hátt upp í fjalli.
Sauðnautum hefur fækkað í Græn-
landi, og eru nú alfriðuð, nema
hvað Eskimóar mega skjóta 1 dýr
á ári, og norskir veiðimenn nokk-
ur, til hundafæðu. Heggur sá
veiðiskapur skarð í stofninn.
Þarna voru og snæhérar. Kristján
sagðist óska að það dýr hefði ver-
ið flutt til Islands í stað minkanna.
Snæhérinn er ágætt veiðidýt og
vinnur ekki tjón á gróðri. Dýr,
sem Kristján skaut til fjalla, virt-
ist lifa á grasi og sinu, en snerti
ekki við fjalladrapa og víði, sem
þar var. Hérinn er góður til matar,
og vegur hvert dýr um 3 kg. Refi
sáu þeir og veiddu, virtust þeir
smávaxnari en íslenzki refurinn.
Þá voru þarna læmingjar, en fátt
um þá að sinni. Náðu þeir ndtkkr-
um dýrum, og tóku frá fjallkjóum,
sem lifa á þessum dýrum. Þá voru
selir á ísnum, en styggir og gáfu
ekki færi á sér.
Bjartviðri og sólbráð.
Sólin skein á þá félaga lengst af
meðan þeir voru á Grænlandi.
Frost var mikið, en logn og sól-
skin flesta daga. Komst frostið í
24 stig. Mikill snjór var, er þeir
komu og hin versta ófærð. Varð
trauðla komist um nema á skíð-
um. Ekki koma hlákur á þessum
hjara heims, heldur bræðir sólin
snjóinn og ísinn. I júlí var orðið
alautt á láglendi og stórar vakir
komnar á fjörðinn. Hafði þó aldrei
komið hláka. Islenzku leiðangurs-
mennirnir sneru heim frá Græn-
landi ríkir af góðum minningum
um fagurt og stórbrotið land með
sérkennilegt náttúrulíf.
Mundi eftir Akureyrarsafninu.
Kristján Geirmundsson notaði
hvert tækifæri sem gafst frá
skyldustörfum til þess að vinna
gagn náttúrugripasafni Akureyrar,
sem hann veitir forstöðu. Kom
hann með nokkra gripi, m. a.
sauðnautahauskúpur og horn og
brot úr hreindýrshorni, sem kalla
má fornminjar. Þeir félagar skoð-
uðu sem sé leifar Eskimóabyggð-
ar, og var hornið raftur í kofaþaki,
sem nú er hrunið fyrir löngu. Eski-
móar eru taldir hafa komið að
norðan fyrir óralöngu og
hafa ætlað suður á bóginn. En
þeim hefur revnzt um megn að
komast yfir BlosseviIIefjallgarð-
inn, sem segja má að engum sé fær
nema fuglipum hfljúgandi. Hafa
þeir annað tveggja orðið til þarna,
eða snúið norður á bóginn aftur.
En minjar um byggð þeirra finnast
enn. Nú eru engiri Eskimóar við
Oskarsfjörð, og fara engar sögur af
(Framhald á 7. síðu).
SKORTUR.
Um liábjargræðistímarm bágt nú er,
bæði til hafs og sveita.
Naumt er um veiði norður hér,
en nóg fyrir sunnan bleyta.
Hjá þjóð vorri oft var þrenging spurð;
en þótt hún skráði og orti,
þá vantaði ekki að væri þurrð
á vöntunarleysis-skorti.
Skelfing er það hve skortir margt,
fram úr skortinum seint við eygjum,
ef skortir ei síld, sem skeður vart,
þá er skortur á síldarmeyjum.
Oft, þá tregt er um aflabrögð
svo útgerðin næstum strandar,
er til þess eðlileg orsök sögð:
— Ofveiði stofni grandar.
En ckla norðan og austan lands
á úrvali síldarkvenna.
er hún þá líka andskotans
ofveiðinni að kenna?
DVERGUR.
Kristján Geir-
mundsson skoð
ar kofan'istir
Eskimóa við
Oskarsfjörð. —
Þetta cru græn
lcnzkar forn- jj
minjar.