Dagur - 14.09.1955, Page 1

Dagur - 14.09.1955, Page 1
Fylgist með þvi, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. Bagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 21. september. XXXVHI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. september 1955 44. tbl. „Hefði átt að læra á kopta fyrir löngu“ n Knattspyrnukappleikurinn í Reykjavík sl. fimmtudag: Framíarir Akureyrarliðsins eru stórkosilegar og góður efniviður fyrir hendi,. Ameiísku kelikoptervélarnar, sem notaðar eru í sumar til landmælinga- staría, kafa víða vakið athygli, er þær hafa hlemmt sér niður á tún og engi fyrirvEralaust. Nýlega komu þær að Fosshóli, oíí þáðu ferðamenn kaffi hjá Sigurði bónda og fólu honum varðveizlu tækjanna meðan þeir brugðu sér frá. Leizt Sigurði þannig á, að það hefði getað orðið mörg- um að gagni í vegleysum og snjóum fyrri ára, ef hann heíði haft slíkt tæki til umráða, enda hefði hann ,,átt að vera búinn að læra á kopta fyrir löngu,“ sagði hann við blaðið. Myndin er frá Akureyrarflugvelli. Mjólk og mjólkurvörur hækka í verði í fyrradag kom til framkvæmda bækkun á mjólkurvörum, sem búist var vaö eftir að vitað var um verð- lagsgrundvöll sexmanna-nefndar neytenda og framleiðenda, sem byggt er á. Varð algert samkomu- lag í nefndinni um grundvöllinn, og samkvæmt honum á verð land- búnaðarafurða að hækka um rösk 1-1%. Hið nýja verð mjólkur er 3,22 lxtrinn í lausu máli, og er það 47 aura hækkun. Óniðurgreitt smjör kostar nú kr. 58,10 og nem- ur hækkunin kr. 8,60. Aðrar mjólk- urvörur hafa hækkað hliðstætt í verði. Niðurgreiðsla úr ríkissjóði á smjiiri og mjólk verður hin sama og áður. Framlið Krisfneshælis enn dagskrá hér og í Reykjavík Heilbrigðisyfirvöld stofna til viðræðna Á föstiidagi?in- komu hingað til bæjarins Ingólfur Jónsson heilbrigðismálaráðherra, V il- mundur Jónsson landlæknir, dr. Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir, Hörður Bjarnason husa- meistari ríkisins og Bárður ls- leifsson skipulagsstjóri. Hefur för þessi staðið alllengi til, og var frá því skýrt hér í blað- inu í vor, hvað til stæði. En þao er að athuga möguleika á því, hvort fært sé að leggja Kristneshæli nið- ur sem berklahæli og stofna þar til reksturs geðveikraspítala. Viðræðufundur. Hér á Akureyri ræddu gestirnir við bæjarfulltrúa, bæjarfógeta, al- þingmenn bæjar ög sýslu, lækna og ráðsmann Kristneshælis og lækna Fjórðungssjúkrahússins. í ljós mun hafa komið hér nyrðra svipuð afstaða og reifuð var hér i blaðinu i vor: Enda þótt ljós sé nauðsyn fyrir geðspítala. og röksemdir séu fyrir því að berkla- sjúklingum fækki og það svo, að allir kæmust fyrir á Vífilsstöðum, þykir mönnum hér reynsla af þeirri þróun ekki nógu löng til þess að fært væri að stíga slíkt spcr, auk þess sem af því mundi leiða margs konar erfiðleikar fyrir fólkið í þessum fjórðungi. Hælið og reist að verulegu leyti af því fólki. Afstaða alls þorra almenn- ings — íjörmargra fori'.stumanna á ýmsum sviðum — mun vera, að ríkisvaldinu beri að flýta sér hægt í þessu máli og athliga það mun betur og lengur, áður en horfið verður að nokkurri úrslitabreyt- ingu. I umræðum um þessi mál varp- aði landlæknir fram þeirri hug- mynd, að húsmæðraskólahúsið hér yrði notað sem hjúkrunarkvenna- skóli, og yrðu þeir skólar þá tveir á öllu landinu. Vakti hugmyndin athygli, og þarf að halda henni vakandi. Fjöldi spurninga lagð- ur fyrir fólk hér á veg- um Gallup Verið er að koma h ér á fót Gallup-stofnun, til skoðanakönn- unar, en hún starfar víða um heim. Það er Torfi Asgeirsson hagfræð- ingur, sem einkum beitir sér fyrir málinu hér. Fyrstu skoðanakönnun íslenzkrar Gallup-stofnunar er lok- ið, en úrvinnsla ekki kunn. En önn- ur umferð er hafin og heimsækja umboðsmenn stofnunarinnar fólk í ýmsum landshlutum og bera upp margvíslegar spurningar. Fjalla þær um ýmis málefni, svo sem um sambúð við erlend ríki og menn- ingartengsl, varnarmál, leikhús- og útvarpsmál og margt fleira. Alls eru um 80 spurningár á eyðublaði stofnunarinnar, auk spurninga um ástæður þess, sem spurður er. Hér á Akureyri eru spurningar lagðar fyrir 80 manns þessa dagana, og að auki hér um slóðir fyrir fólk í Gler (Framhald á 8. síðu). Jóhann Frímann skólasfjóri Gagnfræðaskóla Ákureyrar Jóhann Frímann, áður skóla- stjóri Iðnskólans og ylirkennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, heftir nú verið settur til að vera skí'xlastjóri Gagxifræðaskólans, fr.í 1. september þ. á. að telja. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri j hafði látið af embætti frá sama j tíma, fyrir aldurs sakir, svo sem kunnugt er, og var entbættið aug- lýst laust. Er setningin til eins árs,: svo sem venja mun vera, að ár er látið líða unz skijxað er í slíkar: stöður. Jóhann Frímann þarf ekki að kynna í löhgti máli fyrir lesendum blaðsins. Hann er landskunnur skólamaður og rithöfundur, á að* 1 baki laiigán og glæsilegan náms- og starfsferil. Verður hanii ekki rakinn hér í þetta sinn. Arnaðar- óskir samborgaranna og fjölmargra annaira fylgja honum í hið nýja starf. Hallur Símonarson blaðamaður ritar um leikinn og leikmennina fyrir Dag Reykvíkingar fengu sl. fimmtudag fyrsta tækifærið til að sjá hið ttnga og efnilega knattspyrnulið frá Akureyri, sem nýbúið er að vinna sig upp i 1. deild, leika við þær aðstæður, sem tíðkast á ís- landsmótinu, og andstæðingarnir voru ekki af verri endanum, Is- landsmeistararnir frá Akranesi. Þrátt fyrir, að Akureyri beið lægri hlut í leiknum kom greinilega í Ijós, að liðið er í mikilli og aug- Ijósri framför. Jóhann Frímann skólastjóri. Þessi leikur á fimmtudaginn er sá þriðji, sem *indirritaður hefur séð Akureyrarliðið leika. Fyrsti leikurinn var í fyrrasumar, er það beið lægri hlut fyrir KR í úrslita- leiknum í 1. flokki. Annar leikur- inn var gegn Suðurnesjamönnum um réttinn til að komast í 1. deild, en sá leikur gaf ekki rétta mynd af getu liðsins, þar sem aðstæður til knattspyrnu voru mjög slæmar, rok og rigning. En ef þessir leikir ex-u teknir til samanburðar við leikinn gegn Akranesi, eru fram- farir liðsins stórkostlegar og góður efniviður er fyrir hendi. Þarf því ekki að efa, að þegar þessir ungu menn, sem skipa liðið, hafa öðlast meiri leikreynslu, sem aðeins fæst í mörgum, stórum leikjum, munu þeir komast í fremstu röð. Leikaðferðin. Akureyringar reyndu í þessum leik nýja leikaðferð, sem heppnað- ist framar vonum, einkum þegar á leikinn leið. Þessi leikaðferð, sem almennt er kölluð ungverska leik- aðferðin í Austur-Evrópu, en Re- vie-áætlunin í Englandi, eftir hin- um kunna miðherja Manchester City, en mörg beztu atvinnulið Englendinga hafa á síðustu árum tekið upp þessa leikaðferð, sem byggist fyrst og fremst á þvi, að innherjarnir eru fremstu menn sóknarinnar, en miðherjinn /'ggur fyrir aftan þá, og kantarnir liggja aftar og utar en venjulega. Von- andi tekst Akureyringum að til- eitika sér þessa leikaðferð eins og hesgt er, en hún er mjög árangurs- rík, ef henni er rétt beitt. Einnig myndi það skapa meiri tilbreytni i ísl. knattspyrnu, en á þvi er rik þörf. Ragnar Sigtryggsson, fyriiliði Akureyringa, notar þessa leikað- ferð, en á miðherjann reynir ein- mitt mest, er leikaðferðinni er beiit. Leikurinn. Það kom í ljós fyrst í leiknum, | að leikaðferð Akureyringa kom nokkuð flatt upp á Akurnesinga, og tókst þeim ekki að finna neitt , svar við henni fyrst í stað. A þessu bvggðist það fyrst og fremst, að j Akureyri skoraði mark eftir aðeins j fimm mínútur. Eftir gott upphlaup j vinstra megin fékk Hreinn Oskars- son knöttinn frír á vítateig, og skoraði hann með fastri spyrnu í markhornið hægra megin. En Akurnesingar jöfnuðu strax á sömu mínútu, og var það eftir al- gjörlega óþörf mistök hjá vörn- inni. Guðmundur fékk knöttinn inn á vítateig, en í stað þess að spyrna strax frá, tók hann knöttinn niður. Þórður Jónsson fylgdi fast eftir, og tókst honum að ná knettinum og skora úr þröngri aðstöðu. Einar í markinu var blindaður af sólinni, en Akureyri lék á móti sól og vindi í fyrri hálfleik. Eftir þetta mark náðu Akurnes- ingar yfirhöndinni í leiknum, sem þeir héldu að mestu fyrri hálfleik- inn. Einar Helgason fékk þá nóg að gera í markinu, en lítið gat hann gert við þeim þremur mörkum, sem fylgdu á eftir. Annað markið, sem Akranes skoraði, kom einnig eftir mistök vamarleikmanns, en það er rétt að taka það fram strax, að það er fyrst og fremst leikreynsla í stærri leikjum, sem orsakaði, að Akureyri fékk á sig tvö fvrstu mörkin í þess- um leik. Halldór Sigurbjörnsson gaf vel fyrir markið frá hægri kanti. Arngrímur misreiknaði knöttinn, og lét Þórð Þórðarson standa óvaldaðan. Hafði hann lítið fyrir að skora. Tvö síðustu mörk Akurnesinga voru hins vegar skor- uð eftir mjög góð upphlaup. Hall- dór skoraði hið fyrra með fastri spyrnu af stuttu færi, en Þórður Þórðarson hið síðara. í síðari hálfleik skeði lítið mark- vert fyrstu mínúturnar, og lítið plan var yfir leik beggja liða. A 12. mínútu náðu Akureyringar góðu upphlaupi, Tryggvi Georgs- son tók vel niður háan knött við vítateig, lék örugglega á Kristin og skoraði annað mark Akureyr- inga. Það, sem eftir var af leiknum, voru Akureyringar mun meira í sókn, og sýndu oft ágætan leik, þótt þeim tækist ekki að skora, en litlu munaði þó einu sinni, er Haukur spyrnti á markið af rúm- lega 30 metra færi. Knötturinn lenti efst í horninu, en Hilmari tókst að verja í horn. (Framhald á 8. síðu). Vandað liíisgagnasett til fjáröflunar fyrir knattspyrnumenn Annars staðar I jxessu blaði er rætt utn þörf knattspyrnumann- anna að fá þjálfara, og fé til að greiffa kostnaff. í gær nxun hús- gagnaverkstæffiff Valbjörk hafa lil- kynnt, aff jxaff gefi vandaff hús- gagnasett, möi'g þús. kr. virði, til nota í happdrætti, sent kynni aff verffa stofhaff til fjáröflunar. Er hér vel aff verki verið, og verður vonandi ekki einsdæmi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.