Dagur - 14.09.1955, Page 7
Miðvikudaginn 14. sept. 1955
DAGUR
7
Raunkjærs Leksikon l-XII
-K er arftaki gamla Salomonsens
-K hefur yfir 100 þús. uppáhaldsorð
★ var undirbúinn af 250 fræðimönnum
★ er prýddur 9000 litmyndum og öðrum
myndum
★ er 17280 dálkar af allskonar fróðleik
★ verður ávallt nýr, því 1957 kernur við-
aukabindi, með nýjungum og leiðrétt-
ingum
★ kostar kr. 1740.00
★ Fæst með afborgunum, 140 kr. við mót-
töku og 100 kr. mánaðarlega
Gjörið svo vel að skoða þessa frábæru alfræðiorðabók
í bókaverzlun vorri. — Afgreiðum pantanir með stutt-
um fyrirvara.
Bókaverzlun POB
Hafnarstrœti 100, Akureyri
Simi 1495
Trésmiðafélag Akureyrar
heldur fund í Túngötu 2. sunnudaginn 18. sept.,
kl. 2 eftir hádegi.
Fundarefni:
Kosning fulltrúa á Iðnþing, umræður um sjúkra-
styi'k og fleira.
Stjórnin.
Ullargarn!
Hið velþekkta og margeftirspurða Sport-
garn er nú fáanlegt í f jölda fallegra lita.
Ennfremur Cameliagarn með silkiþræði
og Babygarn.
Verzlið þar sem úrvalið er bezt!
Vefnaðarvörudeild
Nýkomið!
Rafmagnslóðboltar kr. 94.00 og 96,50
Spenniboltar margar gerðir Va—1A”
Járnkítti
Plastkítti í tré
Járnlím
Glerlím
Plastlím
Steinborar fyrir borvélar
Steinborar fyrir áslátt
Lóðlím kr. 38.35 pr. kg
Lóðlím í rúllum kr. 33.00
Véla- og busáhaldadeild
í dag og á morgun
(Framhald af 5. síðu).
ráða hressileg, en abstrakt grund-
vallarmál, og komið niður á jörð-
ina og að þeirri staðreynd, að við
verðum að lifa með og skipta við
Sovétríkin. Það er fánýtt að dylja
raunveruleikann með því að tala
eins og við byggjumst við að vald-
beitingarlaus „krossferð“ geti snú-
ið kommúnistum frá átrúnaði
jeirra og að kenningum Tómasara
Jefferson og Woodrow Wiison.
Það gerir heldur ekkert gott, að
láta herra Nixon (varaforseta) tala
eins og við getum fengið allt fyrir
ekkert með því einu að hrópa nógu
hátt. Slíkt getur aðeins ruglað
dómgreind almennings heima fyrir.
(Einkar. NY Herald Tribune).
- Greinin um próf.
Skúla Guðjónsson
(Framhald af 2. síðu).
uð sinn er hann fór, svo mjög þráði
hann Island og allt sem íslenzkt
var, þar um segir hann í kvæðinu
Mold“:
Fósturmold er minja geymir sjóð
og minninganna björtu sýndir glóð.
Þó um fjarlægð förin liggi mín,
feginn sneri eg aftur heim til þín.
Engum hjartkær önnur verður fold
sem átti smalaspor í fósturmold.
Hallir hvergi fegurri eg fann
en föðurhúsa grasivaxinn rann.
Þó hann væri búinn að vera um
30 ára skeið danskur embættis-
maður, var hann alla tíð íslenzkur
ríkisborgari.
Eftir að Skúli fór að hafa sam
band við átthagana eftir um 20 ára
útivist fór hann að t kveða vísur
nokkrar óg fór kveðskaþurinn vax-
andi og (batnandi) eftir því sem
árin liðu. Sagði hann mér að lítil
lega hefði hann byrjað á kveðskap
í skóla en steinhætti, því að sér
hefði fundist allir hagyrðingar er
þá voru í skóla betri miklu en
hann. En sú hefur raunin á orðið,
að maðurinn er rímsnillingur og is-
lenzkur í anda með ágætum.
Nú finnst mér ferskeytlan, sem
hann kvað eftir Friðrik Hansen,
eiga einnig við hann sjálfan:
Lesin saga lokuð brá
liðnir dagar fjarðar.
Hljómur fagur horfinn frá
hörpu Skagafjarðar.
Víst hörmum við vinir hans það,
að hann fór fyrr en varði, frá miklu
starfi. Og öll íslenzka þjóðin
harmar góðan son er borið hefur
hróður út um lönd og álfur með
lærdómi sínum og starfi sem Is-
lendingur meðal hinna stóru þjóða
En við gleðjumst með honum
yfir því að þurfa ekki að halda
niður af frægðartindinum og raula
fyrir munni sér vísu Kristjáns Ola
í Húsavík:
Þetta finn eg því er verr
það er sinni og skinni,
þraut að kynnast sjálfum sér
sífellt minni og minni.
Um leikslokin veizt þú og endir
hann sjálfur
„Mold“:
lok
heim.
Hvílu hæga hverjum þreyttum b;
er klæðlítill á hennar náðir flýr.
Hvar sem loks og kný á þínar d;
að kveldi dags um næturgreiða
spyr.
Skal þá undir skýrslu ganga ho
í skauti þínu grafarvígða mold.
I. O. O. F. Rb 2 104914 — 8V2
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju á sunnudaginn kemur kr. 2
e. h. Sálmar: 572, 576, 66, 419 og
og 686. — P. S. — Messað í
barnaskólanum í Glerárþorpi n.k.
sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 50,
303, 63 og 631. — K. R.
Frá Sjónarhæð. Opinberar sam-
komu.r hefjast aftur næsta sunnu-
dag, kl. 5. Sunnudagaskólinn byrj-
ar sunnudaginn 2. okt. kl. 1. Oll
börn og unglingar velkomin.
Kappróður Æskulýðsfélags Ak-
ureyrarkirkju fer fram laugardag-
inn 25. sept. Róið verður á Akur-
eyrarpolli.
Athygli skal vakin á auglýsingu
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, er
birtist hér í blaðinu í dag. Vegna
ýmissa ráðstafana fyrir reksturs-
starfið, er skólanum nauðsynlegt
að ekki dragist, að allir þeir, sem
þar eiga hlut að máli, mæti til við-
tals á þeim tíma, sem þar er
nefndur.
Aðalfundur Kennarafél. Eyja-
fjarðar verður haldinn í Barna-
skólanum á Akureyri laugardag-
inn 24. sept. næsk. og hefst kl. 10
f. h. Dagskráin auglýst síðar.
Nýlega er látinn í Húsavík
Grímur Sigurjónsson járnsmiður
72 ára.
S'ðastl. mánudagsnótt andaðist
á Sjúkrahúsinu í Húsavík Sig-
r.'ður Siggeirsdóttr frá Viðum,
kona á níræðisaldri. Hún var bú-
sett á Húsavík síðustu árin.
Leiðrétting. Verkfræðingurinn
við Grímseyjarhöfn heitir Þorlák-
ur Helgason, en ekki Þorleifur
eins og sagt var í blaðinu 31. f. m.
Gúmmíþéftingar
fyrir glugga og hurðir.
Dynamólugtir
á reiðhjól.
Snagabretti
Baðmottur
Jarðlíkön
Þvottakörfur,
mjög ódýrar.
Járn og glei~vörudeild
Nýkonmar
Hjúskapur. Fyrir skömmu voru
gefin saman í hjónaband af sókn-
arprestinum í Ólafsfirði, séra
Ingólfi Þorvaldssyni, ungfrú
Ragnheiður Herdís Ingólfsdóttirog
og Gísli Kr. Gíslason bifreiðastjóri
frá Hóli. Ennfremur ungfrú
Svanhvít Tryggvadóttir og
Gunnar Finnsson sjómaður frá
Ytri-Á. Heimili beggja bruðhjón-
anna verður i Ólafsfirði. Á laug-
ardaginn var fór fram kirkju-
brúðkaup í Ólafsfirði. Sóknar-
presturmn gaf saman í hjónaband
ungfrú Guðrúnu Jónsdóttur frá
Meiðastöðum í Garði og Lárus
Jónsson stud. ökon. Heimili
jeirra verður að Víðimel 54,
Reykjavk.
Hjúskapur. Síðastl. sunnudag
voru gefin saman í Vík í Mýrdal
af séra Jónasi Gíslasyni, ungfrú
Lilja Sigurðardóttir frá Sleitustöð-
um í Skagafirði, kennari við
Barnaskóla Akureyrar, og Sigurður
Jónasson, húsasmiður, Hróarsdal,
Skagafirði. — Sl. sunnudag voru
gefin saman í hjónaband í Akur-
eyrarkirkju ungfrú Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, menntaskólakenn-
ara, Skólastíg 13, Akureyri, og Jón
Jósteinn Níelsson, stud. med., frá
Húsey, Hróarstungu, N.-Múl.
Hjúskapur. Sl. laugardag voru
gefin saman í hjónarband í Mið-
garðskirkju í Gr.'msey ungfrú
Hulda Reykjalín Víkingsdóttir og
Þorlákur Sigurðsson sjómaður. —
Heimili þeirra er í Garði í Gríms-
ey.
Skrifstofa bæjarfógeta hefur
beðið blaðið að koma þeirri orð-
sendingu á framfæri, til viðbótar
við auglýsingu er birtist nýlega, að
óheimilt sé að æfa sig í akstri
reiðhjóla með hjálparvél, nema
menn hafi fengið til þess skriflegt
leyfi frá skrifstofu hans.
I O. G. T. Þeir félagar stúkn-
anan Isafold-Fjallkonan nr. 1 og
Brynju nr. nr. 99, sem vilja hjálpa
til við fyrirhugaðar breytingar í
Varðborg, gefi sig fram við æðstu-
templara stúknanna hið fyrsta.
Fundur Trésmiðafélagsins, sem
auglýstur er annars staðar í blað-
inu í dag, verður haldinn 18. sept.
kl. 2 e. h. að Túngötu 2.
síðar drengjabuxur í öllum
stærðum.
Verzlun
Þóru Eggertsdóttur s.f.
Strandgötu 21. Sími 1080. Akureyri.
Fjögra manna bíll
ti.l sölu. Til sýnis eftir kl.
6. - Uppl. í síma 2226.
Herbergi
óskast til leigu, helzt á
Oddeyri.
1347.
Uppl. í síma
Stúlka
eða eldri kona óskast að
hóteli í sveit nú þegar.
Afgr. vísar á.
s Sænskspi jrjárn
3/16-2” — Hákarlamerkið tryggir
r gæðin. r
1 Véla- og búsáhaldadeild.