Dagur - 26.10.1955, Page 1
12 SÍÐUR
Fylgist með því, sem gerizt
hér í kringum okkur. —
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Bagxjk
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 2. nóvember.
XXXVIII.
árg.
Akureyri, miðvikudaginn 26. október 1955
50. tbl.
Utanríkisráðherrar fiórveldanna
Á mcrgun (fimmtud.) hittast utamíkisráðherrar fjórveldanna í Genf og
er fundur þeirra nokkurs konar framhald fundar æðstu manna, sem
haldinn var þar í borg í júli. Er ætlunin, að þoka áleiðis samningum
um deifumáíin, einkum Þýzkalandsmálin, í anda Genfarfundarins, en
nú hcifir aftur heldur óvænlegar í alþjóðamálum. Einkum er stuðn-
ingur Rússa við Arabaþjóðirnar og vopnasalan til þeirra þyrnir í aug-
um Vesturveldanna. — A myndinni eru frá vinstri: Pinay, Frakkl.,
Molotav, Sovét-RússL, MacMillan, Bretland, o£ DuIIes, Bandaríkin.
Lömunðrveiki Sieíur hvergi orðið
vart hér í bæ né héraði
Á dagskrá er að kaupa hingað lítið stállunga
í öryggisskyni
saga slígur Iram á áhrifa-
1 ævisögu Iryggva Guiinarss.
"’Mikluiii fróðleik um landshagi og líf
fólksins, fögrum náttúrulýsingum og
hugþekkum rómantískum ævintýrum
fléttað saman í ævisögu stór-
brotins íslendings
Engin lömunarveiki hefur borizt
hingað til bæjarins né í héraði, og
ekki heldur komið fyrir neitt grun-
samlegt tilfelli, sagði héraðslæknir-
inn, Jóhann Þorkelsson, blaðinu í
viðtali í gær. Virðist veikin ekki
breiðast mikið út frá Reykjavík og
suðvesturhorni landsins, þó er til-
felli í Siglufirði. Læknirinn sagði,
að mcð hverjum deginum sem liði
mætti ætla að hættan á faraldri
utan Reykjavíkur minnkaði. Venj-
an væri, að eftir niiðjan nóvember
kæmi sjaldan upp faraldur, en eng-
in regla er þó án undantekningar
og því bezt að vera við öllu búinn,
fara gætilega og viðhafa ítrustu
hreinlætisreglur.
Þurfn cið eignn.st stállimga.
Heilbrigðisstjórnin hefur fyrir
sitt leyti viljað vera á verði. Að
tillrlutan liéraðslæknis og með að-
stoð heilbrigðisstjórnar og bæjar-
félags, fór frú Þorbjörg Magnús-
dóltir Jæknir til Reykjavíkur til
Slys á „Norðlendingi“
Það slys varð fyrra mánudag á
hafi úti, að háseta tók út af togar-
arium Norðlendingi og drukknaði
liann. Var það Helgi Arnason,
bí'mda á Syðri-A, ungur rnaður og
efnilegur.
þess að kvnna sér sérstaklega með-
ferð sjúklinga, sem fá öndunarlöm-
u n. og meðferð tækja, sem þeim
eru ætluð. Er frúin í sambandi við
hið danska starfslið, sem hingað er
komifí til að aðstoða í baráttunni
við lömunarveikina. Þá gat héraðs-
læknir þess, að á dagskrá væri að
kaupa hingað lítið öndunartæki eða
stállunga, til öryggis, eí mænuveiki
kæmist upp. Væri þörf á að eitt slíkt
tæki væri hér jafnan til taks. Mál
þetta er nú í athugun.
Jakob Frímannsson
sækir afmælishátíð
Lathi, sem fulltrúi
Akureyrar
Jakob Frímannsson framkvæmda-
stjóri er á förum til útlanda og fer
til Danmerkur og Svíþjóðar. Vina-
bær Akureyrar, Lahti í Finnlandi,
hafði boðið Akureyri ■ að senda 2
fulltrúa á 50 afmælishátíð bæjarins
hinn 1. nóv. n. k. Fékk bæjarstjórn
Jakob til þess að fara til Lahti á
hátíðina með því að það var ekki
mikill krókur fyrir hann frá Sví-
þjóð. Mætir hann því þar nú innan
skamms, og flytur kveðju frá Akur-
eyri.
Listamenn frá Sovét-
ríkjunum skemmta hér
á föstudag
Lista- og menntamannanefnd frá
Sovétríkjunum, sem er hér á landi
í boði MIR, kemur til Akureyrar
næstk. föstudag. Hingað koma
listamennirnir Sjaposnikov, bari-
tonsöngvari hjá Mal-óperunni í
Leningrad; Gratsj, ungur fiðlu-
snillingur, sem m. a. hlaut í sumar
1. verðlaun í fiðluleik á alþjóða-
keppni í París; og píanóleikarinn
frú Vakman, mjög kunn listakona.
Auk þeirra koma hingað Druzin
ritstjóri, formaður nefndarinnar;
frú Bakun, skólastjóri frá Moskvu;
Legunov, aðalforstjóri haffræði-
og fiskirannsóknarstöðvar fyrir
norðurhof í Murmansk.
Listafólkið heldur hljómleika í
Nýja-Bíó á föstudagskvöldið kl. 9
e. h. Sjá auglýsingu á öðrum stað
í blaðinu.
Komin er út bók, mikil, vönd-
uð og eiguleg, sem ætla má að
vekji athygli um land allt — og
þó einkum um byggðir Eyja-
fjarðar. Þetta er 1. bindi hins
mikla ritverks dr. Þórkels Jó-
hannessonar háskólarektors um
Tryggva Gunnarsson. í því stígur
fram eyfirzk og þigeysk saga á
liðinni öld. Tryggvi Gunnarsson
markaði djúp spor í þjóðlífinu og
var viðurkenndur afbragðsmaður
áður en ævi hans var öll. Um ævi
hans alla fjallar verlc dr. Þórkels.
I þessu bindi er fjallað um ætt
hans og uppruna, æskuár og
menntun, starfið heima í héraði,
fyrstu starfsárin á akri þjóðarinnar
allrar.
Á breiðum grunni.
Dr. Þórkell reisir sögu sína á
breiðum grunni. Hefur hann haft
hin beztu gögn við að styðjast,
enda er þetta bindi jafnframt hér-
aðssaga að öðrum þræði, og gríp-
ur til manna og málefna við Eyja-
fjörð og í Þingeyjarsýslu. Er bók-
in því hin mesta fróðleiksnáma,
og þessi tími enn svo skammt
undan, að hér má hver lesandi
finna sitt hvað, sem vekur athygli
hans og eykur fróðleiksþrá. Þarna
er til dæmis mjög fróðlegur kafli
um hákarlaveiðar Eyfirðinga á
öldinni sem leið, en Tryggvi var
framarlega í flokki útgerðar-
manna. Kemur þar fram, hversu
geysilega mikla þýðingu verstöðv-
arnar hér út með Eyjafirði höfðu
fyrir alla framför í héraðinu um og
eftir miðja síðustu öld.
Verzlunarsagan og þáttur
Tryggva.
Þá fjalla merkir kaflar um
verzlunarsögu héraðsins, einkum
samtök manna til að losna af
verzlunaránauð kaupmanna. Er
þarna rakin hin stórmerkilega suð-
urferð Tryggva árið 1858, er hafði
mikið almennt gildi til að efla
áræði manna og dug til meiri
starfa, auk þess sem hún heppnað-
ist vel að öðru leyti.
Þá er rakin búskaparsaga
Tryggva á Hallgilsstjöðum, dvöl
hans á Hálsi, smíðar hans heima
og annars staðar, loks upphaf þjóð
málabaráttu hans og samvinnu
hans við forustumenn Þingeyinga
og Jón Sigurðsson.
Enn er þess ógetið, að bókin
flytur mjög skemmtilega og hug-
þekka lýsingu á æskuheimili
Tryggva í Laufási, og er sú mynd
hin merkasta þjóðlífsmynd. Inn í
frásögn sina fléttar dr. Þórkell
mjög vel gerðum landslýsingum og
rómantígkum ævintýrum og fer þá
oft á kostum. Er t. d. sagt frá
kynnum Jónr.sarHallgrímssonar og
Þóru Gunnarsdóttur, og örlögum
(Framhald á 11. síðu).
Strætisvagnaferðum
haldið áfram!
Bæjarstjórn féllst í gær á sam-
komulag bæjarráðs og forráða-
manna Norðurleiðar h. f. um á-
framhald strætisvagnaferða í bæn-
um. Fr málinu tryggður framgang-
ur til I. maí, með 7500 kr. mánaðar-
styrk frá bæjarsjóði. Verða tveir
vagnar í förum, og aksturstími á
kvöldin lengdur, Lítil breyting á
áætluii önnur. Ráðgert er að stofna
hlutafélag til að reka vagnana og
kaupa nýja. Rætt cr um 300 þús kr.
ábyrgð bæjarins til kaupa á nýjum
vögnum.
Skátar efna til uraferðakennslu í bænum
Skátaíélag Akureyrar hefur beitt sér fyrir umferðakennslu meðal barna o( unglinfSa í bænum. Er það hið
þarfasta verk og til eftirbreytni. Tryggvi Þorsteinsson kennari og skáiaforingi hefur stjórnað þessari
starfsemi. — Myndin sýnir kennarann og hóp nemenda að leggja af stað til æfinga í bænum.