Dagur - 26.10.1955, Side 4

Dagur - 26.10.1955, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 28. október 1955 Stefán Stefánsson fyrrv. alþingismaður í Fagraskógi Þegar fregnin um andlát Stefáns í Fagraskógi barst 8. þ. m., má segja, að hún kæmi ekki með öllu á óvart, þó hann væri aðeins 59 ára gamall, því hann hafði um möig undanfarin ár þjáðzt af erfiðum sjúkdómi, sem engin bót varð á ráðin. Eigi að síðttr vakna minn- ingarnar nm manninn við andlát hans, og minningar mínar um Stef- án eru bjartar og hlýjar, og því ijúfari, sem við kynntumst meira. Æviatriða Stefáns Stefánssonar í Fagraskógi hefur víða verið getið síðan andlát hans bar að höndum. Saga hans verður því ekki rakin hér i þessum fáu minningarorðum. Sem kunnugt er, var hann fæddur í Fagrttskógi 1. ágúst 1898, sonur Stefáns Steíánssonar bónda þar og síðar alþingismanns, og konu hans, Ragnheiðar Davíðsdóttur, prófasts á Hofi í Hörgárdal. Stefán gekk menntaveginn og varð lögfræðingur 1923. Eftir það var hann í nokkur ár við lögfræðistörf í Reykjavík. En - röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Eftir að faðir hans andaðist, 1925, fór hann heim í Fagraskóg og tók þar við jörð og búi. Er það fátítt liér á landi að menn, sem tekið hafa embættispróf, gerist bændur í sveit. Lýsir þetta manninum nokkuð. — Hann unni íslenzkum landbúnaffi og hann unni æskuheimili sínu og vildi hefjá það til sem mests vegs, sem honum og tókst, þó starfsdag- urinn yrði því miður fremur skammur. Hann gerðist fljótt at- liafnasamur bóndi: byggði nýtízku ibúðarhús á jiirð sinni, svo og pen- ingshús, og jók mikið ræktun, rak og stórt bú. Kvæntur var Stefán frú Þóru Magnúsdóttur, ágætri konu, scm revndist honum hinn bezti lífsföru- nautur, bæði í blíðu og ekki síður í stríðu, þegar heilsuleysið fór að þjaka hann. Ég þekkti Stefán sál. ekkert i æsku hans. Heyrði þó getið um hann sem einn hinn mesta dugn- aðarmann við landbúnaðarstörf, einkum heyvinnu. Það var fyrst eftir að hann fór að taka þátt í stjórnmálum, að ég fór að hafa veruleg kynni af honum, og þá mættumst við á hösluðum velli sem andstæðingar. Það leiddi þó ekki til neinnar persónulegrar óvildar okkar i milli. Þvert á móti hófst smám saman með okkur góð vin- átta. Stefán varð ungur forystumaður í sveit sinni, hreppstjóri, sýslunefnd- armaður o. s. frv. Svo þegar Bænda- flokkurinn var stofnaffur 1934, gekk Stefán í hann og var í kjöri fyrir llokkinn í Eyjafirði við alþingis- kosningarnar þá um vorið. A fram- loðsfundum reyndist hann þá þeg- ar hinn skeleggasti og beitti fulltt kappi í kosningunum, enda kapp- amur og duglegur, að hverjti sern lann gekk, á meðan heilsan leyfði. Ekki náði hann þó þingsæti í það sinn, en litlu munaði þó, að hann næði uppbótarsæti fyrir flokkinn. Árið 1937 var hann aftur-í kjiiri fyrir sama flokk, þá í kosninga- bandalagi við Sjálfstæðisflokkinn. Varð hann þá landskjtirinn þing- maður fyrir Bændaflokkinn og sat þá á þingi til 1942. Á þessum fyrri þingárum Stefáns kvað mikið að honum á þingi. Var hann t. d. oft í útvarpsumræðum fyrir flokk sinn og flutti þá jafnan mál sitt skörulega. í málum liéraffs- ins hafði hánn jafnan samvinnu við okktir þingmenn Eyfirðinga, en að mörgum fleiri málum vann liann auðvitað. Flest benti til, að hann mundi eiga langa og glæsilega þing- setu fyrir höndum. Bændaflokkuritin lagðist niður á þessum árum, og í kosningunum 1942 og 1946 var Stefán í kjöri íyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann náði að vísu ekki kosningu, enda var hann 2. maður á lista flokksins, eftir að hlutfallskosniiigarnar komu til, en hann varð varaþingmaður, og við fráfall Garðars sál. Þorsteinssonar 19-17 tók Stefán sæti hans á þingi og átti þar sæti til 1952, að hann vék af þingi sökum vanheilsu. Þegar Stefán kom á þing í síðara skiptið, 1947, mun hann áreiðan- lega hafa verið orðinn töluvert veikur, þó að hann léti sem ailra minnst á því bera. Hinn áður svo framgjarni og skeleggi maður dró sig nú sem mest í hlé. Sjúkdómur- inn ágerðist og varð öllum sýnileg- ur. Að lokum varð hinn hrausti maður aff láta undan síga, leggja niður það starf, sem var honum svo kært og hann var mjög vel fall- inn til, bíða svo dauðans, allt að því farlama, í meira en 3 ár, þar til yfir lauk. Slík urðu örliig Stefáns í Fagraskógi. En minningin um Stefán Stefáns- son i F'agraskógi lifir fyrst og frémst í hugum ástvina hans, svo og fjöl- margra vina, sveitunga, og allra Evfirðinga. Hún lifir líka í hugum okkar, sem sátum með honum á Alþingi og margra annarra sam- starfsmanna, og sú minning er bjiirt og blý. Ekkju Stefáns, frú Þóru Magnús- dóttur, biirnum þeirra, systkinum Stefáns og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð, og undir það veit ég að allir Eyfirðingar taká. Hinum látna þakka ég iill góð kynni, samstarf og vináttu. Bernh. Stcfánsson. Firmakeppni golfklúbbsins Firmakeppni Golfklúbbs Akur- eyrar hefur staðið yfir að undan- förnu. Eftirtalin 64 firmu tóku þátt í keppninni talin í þeirri röð, sem þau voru dregin út til keppni: Skipasmíðastöð K.E.A. Kaffibrennsla Akureyrar Frystihús K.E.A. Flugfélag Islands h.f. Vélsmiðja Steindórs h.f. Ullarverksmiðjan Gefjun Sjóvátryggingafélag Islands h.f. Almennar tryggingar h.f. Litla Bílastöðin Saumastofa Gefjunar Dúkaverksmiðjan Olíufélagið h.f. Amaróbúðin Heildverzl. Tómasar Steingrímss. Shell h.f. Skipaafgreiðsla Jakobs Karlssonar Norðurleið h.f. Þórshamar h.f. Hótel K.E.A. Bílasalan h.f. Blaðið ,,Dagur“ Pétur og Valdimar h.f. Slippstöðin h.f. Bifreiðaverkstaeði Jóhannesar Kristjánssonar h.f. Utgerðarfélag Akureyringa h.f. Rakarastofa Sigtryggs og Jóns Blaðasalan Bókabúð P.O.B. Vélsmiðjan Oddi h.f. Olíuverzlun Islands h.f. Nýja Bíó Efnagerðin Flóra Húsgagnavinnust. Olafs Ágústss. Rakarastofa Sigvalda og Birgis Blaðið „íslendingur“ Skinnaverksmiðjan Iðunn Útgerðarfélag K.E.A. Kexverksmiðjan Lóreley Bílabúðin h.f. Póstbáturinn Drangur Efnagerð Akureyrar h.f. Samvinnutryggipgar Húsgagnavinust. Einir h.f. Saumastofa Bernharðs Laxdal Nýja Kjötbúðin Gufupressa Akureyrar Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar Herrabúðin Verzlunin Eyjafjörður h.f. Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f. Byggingavöruverzl. Akureyrar h.f. Sápuverksmiðjan Sjöfn Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co. Kaffibætisverksmiðjan Freyja Sportvöru- og Hljóðfæraverzlunin Ragnar Olafsson h.f. Valbjörk h.f. Stefnir s.f. Fataverksmiðjan Hekla K. Jónsson & Co. Raforka h.f. Gullsmiðavinnustofa Sigtryggs og Eyjólfs Bifreiðastöð Oddeyrar h.f. Kjötbúð K.E.A. Til úrslita léku Þórshamar h.f. og Efnagerð Akureyrar h.f. en fyr- ir þau spiluðu Árni Ingimundar- son fyrir Þórshamar og Gunnar Konráðsson fyrir Efnagerðina. — Keppninni lauk með sigri Árna fyrir Þórshamar var hann tvær holur upp er engin var eftir. • Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). ars verða lömbin stór og buiður- inn hættulegur. Samkvæmt þeim rannsóknum, sem gerðar hafa ver- ið á þroska ánna, er átt hafa lömb ársgamlar og að fenginni reynslu bænda viðs vegar, virðist engin ástæða að ætla að þetta dragi til muna úr þroska ánna séu þær fóðraðar nægilega vel. Sauðfjárræktarfélögunum hefur fjölgað mjög að undanförnu í hér- aðinu og virðist vaxandi áhugi fyr- ir sauðfjárræktinni. Árni M. Rögnvaldsson, skólastjóri: Sfarfið er hafið Veturinn nálgast og flestir skól- ar hafa tekið til starfa. Hópar barna og unglinga sækja nú skól- ana og verða að beygja sig undir skyldur þeirra og aga. Flestum, sem áhuga hafa á því að afla sér lekkingar og fræðslu er þetta ljúft. Alltaf eru þó nokkrir, sem vanta dugnað og samvizkusemi og aðra skortir hæfileika til að fylgj- ast með. Sumir koma illa undir búnir, hafa byrjað seint og ekki tekið námið nógu föstum tökum. Aflaiðingarnar segja svo til sín síðar og er þá oft erfitt og stund- um of seint að ætla þá að bæta fyrir liðna vanrækslu. Ekki et þó alltaf börnunum og heimilunum um að kenna. Forráðamenn skóla- mála eiga líka í þessu efni nokkra sök. Eg held að of lítið sé að því gert, eftir að haustönnum lýkur til sjávar og sveita, að hvetja og örfa foreldra barnanna og bömin sjálf, einkum þau yngri, til iðjusemi og dugnaðar, sérstaklega við lestur- inn, því að hann er, eins og vitað er, undirstaða frekara náms. Mér finnst, að námsstjórar og aðrir yfirmenn fræðslumála ættu að hlutast til um, að í hverri vetrar- byrjun væru gefin út blöð eða smábæklingar með leiðbeiningum og hvatningu til þeirra, sem börn eiga, er þurfa að fara að læra, en eru þó ekki orðin skólaskvld. Vers og vísur og lög. Þetta mætti senda skólastjórum og gætu þeir svo úthlutað hver í sínu umdæmi. Ekki tel eg það heldur vanþörf, að heimilin séu hvöttu til að kenna börnum versog vísur og lög við, en það virðist fara mjög dvínandi, að börn nú- tímans læri mikið af slíku í heima- húsum. Þá tel eg nauðsynlegt að gefinn sé út leiðarvísir í smábarna- kennslu fyrir heimilin og nokkrar bendingar um það, hvenær byrja eigi lestrarnám, því að allir vita, að ákveðinn aldur er ekki rétti mælikvarðinn. Einnig gæti það verið heimilunum styrkur og nem- endunum ávinningur, ef flutt væru í vetrarbyrjun erindi í útvarpinu, þar sem rætt væri um nám barn- anna og hlutverk heimilanna gagn- vart námi og skóla. Sálfræðilegar leiðbeiningar. I flestum skólum, að minnsta kosti þeim stærri, er eitthvað af börnum, sem af ýmsum ástæðum eiga tæplega samleið með jafn- öldrum sínum, eru undarleg, van- gæf og stundum erfið. Þessi börn þyrfti að rannsaka af sálfræðingi. Oft er erfitt og kostnaðarsamt að koma börnum þessum til sérfræð- ings, því að þeir munu allir vera í Reykjavík. Hitt mundi verða far- sælli leið, að sálfræðingur, sem kostaður væri af ríkinu, ferðaðist um landið haust og vor og dveldi nokkra daga á hverjum stað. Ferðalög þessi væru auglýst í blöðum og útvarpi og væri þá auð- velt að koma börnum til hans þangað. Eg tel ekki nauðsyn að ræða þetta frekar hér. Allir, sem um þetta hugsa eða eiga börn, sem á einhvern hátt er vandfarið með, mundu telja það ávinning, ef hægt væri að láta rannsaka þau og fá •ráð til úrbóta. Handavinna. Á eitt vil eg svo drepa enn. Handavinna í barnaskólunum er ein vinsælasta námsgreinin. Víða er skortur á kennurum til að ann- ast hana, einkum fyrir drengina. Jafnvel þó að dálítið sé til af á- höldum og húsrúm nægilegt, vant- ar kennarann. Til þess.að ráða bót á þessu þyrfti að fá menn, sem ferðuðust um og kenndu þessa námsgrein í námskeiðum. Fræðslu málastjórn þyrfti sem allra fyrst að ráða bót á þessu og koma handavinnunni í skipulegt horf í skólum skyldunámsins. Skrifað 16. okt. 1955. Á. M R. F © é © jon ð jKjðiQðr SlOOUm /U flía é I 1 1 24. október 19oo 1- Ekki er enn þagað, Á ég í minni t * oftsinnis bragað, ártuga kynni: háttreglum hagað, tröllsterkar tryggðir, é heflað og sagað. tárhreinar dyggðir. — I t Enn er öngþveiti Afrekasögnin á ýmsum heimsreiti. og árferðisgögnin Enn er ölteiti láði frá að lóni — 3* í- t um afmœlisleyti! Jifir hjá Jóni. t Heill og sœll sérlu! Ýmist að syrtir i Sjötugur ertu, ellegar birtir. é t œvinnar trúi Eigðu ylblœinn Öxnadalsbúi, afmeelisdaginn. é <- manngildismerkur, Þér ég þökk hermi, © £ mikill og sterkur, — þig hún vermi. t glaður, góðfengur, Heill njóttu handa é /. gagnfús drengur. í hverjum vanda. © I Hugsað og hrip’að 23. okt. 1955. © 1 J. ö. J.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.