Dagur


Dagur - 26.10.1955, Qupperneq 5

Dagur - 26.10.1955, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 26. október 1955 D A G U R 5 Ný ljóðabók: STUNDIR SKINS OG SKÚRA eftir Gurmar S. Haídal. Þrátt fyrir eirðarlausa öld brað- ans, sem nú um hrið virðist stuðla að því að breyta öllu andlegu gróðurlendi í uppblásna eyðisanda með ömurlegum ýlustráum og hcltaþokuvæli á víð og dreif, mun enn rætast, þótt ískyggilega horfi um hríð, að frumrætur íslenzkrar alþýðumennirigar í orði, óði og eriðasnilli standi svo djúpt, að þar muni áður en varir upp renna nýir sprotar, sandar allir standa alsánir og laufgaðar hlíðar, þar sem „kveður í runni og kvakar í mó“, kliðljúfara, Ijóðrænna og fjöl- breyttara en nokkru sinni. Það sannaðist ótvírætt í hinni miklu aðsókn að lausavísukeppni Ríkisútvarpsins sl. vetur og vor, að enn á frumgróður íslenzkrar rímsnilli, ferskeytlan, ótrúiega sterk ítök og djúp í hjarta ísl. alþýðu. En úr þeim jarðvegi sprettur öll íslenzk skáldsnilli, ein- stæð og óviðjafnanleg á sínum vettvangi, þar sem hún lyftir sér hæst. Og ég trúi því, að hin spá- mannlegu orð tveggja snillinga lið- inna muni standa óbrotgjörn um Islands aldur: „Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga.“ (E. Ben.) „Þetta gamla þjóðarlag það skal alltaf lifa.“ (Jón Bergmann) Um þettá eru enn daglegar sannanir, þótt-of-sjaldan sé þeirra getið í Ríkisútvarpinu. Og öflug sonnun þessara spádóma og ótví- ræð er hin nýja ljóðabók Gunnars S. Hafdal, „Skáldbónda í Sörla- tungu“, Stundir skins o£ skiira, falleg bók og fjölbreytt, 224 bls. að stærð og vönduð að öllum frá- gangi hjá Prentsmiðjunni Leiftri, sem Gunnar Einarsson hefur nú keypt. Það er óefað rétt, sem höf. segir um þessa nýju ljóðabók sína í nið- urlagsorðum stutts forspjalls: „Að öðru leyti vil ég meina, að bók þessi hafi sér til gildis hin gömlu, góðu sérkenni íslenzkrar ljóða- gerðar.“ Þessi nýja ljóðabók Hafdals sannar þetta greinilega. Hér eru ljóð og lausavísur með öllum hans beztu sérkennum í sterkri stígandi, en þau eru löngu kunn af fyrri ljóðabókum hans, Glæðum I.—II. fyrir um 20 árum, og fyrr og síðar af ljóðum hans og lausavísum í blöðum og tímaritum. Gunnar Hafdal er hrifnæmur og hraðkvæður, skapmikill og fylginn sér, napuryrtur stundum og beisk- ur inn á milli, en ekki orðillur né orðljótur, og hér hverfur þess hátt- ar því eins og skuggar fyrir skini. Og fjöldi ljóða þessara sanna það ótvírætt, að dýpra standa rætur þeirra í staríi og striti sveitalífs- ins, —- en einnig sól og sælu hins sístarfandi lífs, — en áður fyrr á mclinni, og hér bregður víða fj'rir þeim ljóðljúfa og glaða stuðlaklið íslenzkrar rímsnilli, sem lifað hef- ur um aldir á tungu þjóðarinnar, •— og mun lifa, meðan íslendings- eðli og erfðahneigð bærist með henni. I ljóðabók þessari er margt snjallort og prýðilega sagt, — og það allra bezta venjulega í látlaus- um orðum og innilegum, hvort sem um er að ræða áleitin áhrif íslenzkrar náttúru eða hvarflandi hugblæ. Og sem betur fer, verður ekki þessurri fállegu alþýðuljóð- um. steypt niður í botnlaust hyl- dýpi „hugdettu-fagurkeranna“. — (Hamingjan góða, hvílík orðskrípi í fótataki tungunnar, nái þau að festást!) Hreinustu listagrip ísl. ljóðsnilli finnast tíðum í rökkur- rauli gamallar ömmu í gælu eða þulu við barnabörnin sín litlu! — Hafdal skiptir ljóðum sínum í 10 kafla, og er hver með sérstöku inngangserindi, er samtímis skýrir að nokkru lieildarmynd þáttarins. I inngangserindi að I. kafla seg- ir svo: Að morgni í vorsins veldi ég vaknaði sæll og hress. Þá lagði mér ljóð á tungu lífið og fegurð þess. Sumarmorgnar sveitarinnar verða honum títt gleðigjafi og undrunarefni, og gætir þess mjög víða í ljóðum hans. Og sá er eng- inn sálarblindur, sem opið hefur auga fyrir yndisleik ísl. náttúru og blæbrigðum, lifir sjálfur með í því frá upprisu alls lífs á vor- morgni — að liðnum ströngum vetri — fram til fullkomnunar þess í nóttlausu almætti okkar stutta sumars. — Hvílíkur auður! mætti margur „fagurkerinn" segja. — Hér er brugðið upp örfáum ljóð-blikum: Mót ársól blómstur ilmar og opnar blöðin sín. Drýpur af gullnum greinum glóskært anganvín.... Og hljómar vorsins gígju svo yndisljúfir líða um loftið mettað ilmi og bjart af skini dags. A sólarstund í blómskrauti sumar grænna hlíða er sælt að heyra ómskærar raddir margunlags. Við komu dags er allt í ljósi laugað. Lífið syngur Guði þakkargjörð. . . Hér er ekki sofið til hádegis og litið til sólar svefnsljóum augum! — II. kafli er að mestu helgaður sveitalífinu og er því allfjölbreytt- ur, með skin og skúrir, storm og stillur, frost og fjúk. En þetta er sinfónía sveitarinnar helguð „bú- skap og veðravöldum, sem vera ber, svolitlar myndii úr sveitalífi sýndar þér.“ — En hér eru oft snögg veðra- brigði og hörð: Stormfákar skeiða um ströndu ísi þakta. Stórbrimið drynur ógnar-hátt við dranga. En svo koma Þorrastillur með „suðlæga átt í sveitunr' og „hrein- viðri og hlýju“: Hreinviðri og hlýja. — Heiðgul Marju-tása fyllir loftsins lár. . . .“ Og.... „Friðsælt er á flóa, fagurt út og suður, þorra lof sé því. — Glaðiynd verði Góa, góður Einmánuður, og Harpa blíð og hlý.“ Á útmánuðum skákar bóndinn sér niður eina kvöldstund og skrif- ar kunningjanum ljóðabréf upp á gamla og góða íslenzkra sveita- vísu. Þau munu enn vel þegin, og stundum goldin í sömu mynt. Inn á milli er hér fjöldi af liprum og tindilfættum lausavísum, þar sem sífelld breyting sveitalífsins birt- ist í starfi og striti, sól og sælu, gleði og gamni. — Allt er þetta sinfónía sveitalífsins. — Svo eru þættir tækifærisljóða, fluttir á vinafundum", mörg snjöll afmælisljóð, og margt vel sagt. Enda eru þetta „Glampar frá glöðum stundum". Þá eru einnig ferðaþættir og lausavísur á ferð, og víða komið við. Og einnig er allmargt sagt „í breytilegum tón“, og þar vikið að ýmsu og ýmsum í stuttu máli, m. a. varpað stöku að „Nýjum kaupstaðarbúa": Jörðin sem vitnar um verk þín og dáð, sem vini svipt ekkja af trega stundi, þegar þú gerðist bæjarins bráð. — Þú varst biti of góður í kjaft á hundi. Enn er ýmislegt sagt „í hálfkær- ingi, en heiftarfrí“, og eins í „Augnabliksmyndum af einu og öðru, sem augun fyrir bar. . . . “ eins og t. d. konuna, sem „skipti um hag“: Um hennar einkahag er skipt, hún er kát í ranni, enda loksins alveg gift ýmsu vönum manni. Einn er sá kaflinn er nefna mætti: Sögur í bögum, eða Bögur í sögum, og er hvort tveggja rétt- nefni. Er þar margt vel sagt og smellið og mun verða lært og munað víða um sveitir: Fróðleiks-þyrsta frónska þjóð, fóstra Sögu og Braga, skynja máttu að skyndiljóð er skýr, en fáorð saga. í IX. kafla syngur náttúra ís- lands enn á ný, hlýtt og innilega, og bregður þar víða fyrir þeim gullfallegu brosum, sem hún ein á í fórum sínum, ljúfrænt og ljóð- þýtt. T. d. í inngangserindi: . . . .Nú blikar júlísól við sund, og sindur geislastrauma slær gliti á vorn glæsta Iund, sem geymir þúsund drauma. Og um vorið: .... Heyrist þá að heiðarbæ hauðurs æðasláttur. — Orvast lofti, landi og sæ lífsins andardréttur! Og lindin streymir: . . . .Sem barnsins hjal er blárra linda niður, í blíðri návist þeirra er ró og friður. . . . Hér eru mörg falleg ljóð, m. a. Júnínótt og svo hið mikla og inni- lega átthagaljóð A gömlum slóð- um, traust ljóð og efnismikið. I lokakafla bókarinnar leiðir höfundur „huga að liðnum degi með lífsins klið og starfsins þyt, þegar ríkir fegins friður við fagurt kvöldsins sólarglit.... Er hér lýst bæði degi að kvöldi, bóndans og bamsins, en einnig ævikvöldi kunningja og vina o. fl. Hér eru m. a. heil eftirmæli í einu erindi — og mikið sagt. Um Þórð, kyndarann, eru þrjár ferskeytlur. Þetta er sú síðasta: Fórnarstarfa framlag hans fer í gleymsku-sjóðinn. Að kvöldi minning kyndarans. kulnar — eins og glóðin. Og hér er einnig hið hugljúfa og kliðþýða Vögguljáð (við lag eftir Björgvin Guðmundsson) o. m. fl. í ljóðum þessum hefur Gunnar Hafdal vaxið sig dýpra og sterkara en áður inn í náttúru lands síns og þjóðlíf í nánasta návígi á ann an áratug. Munu því mörg ljóð Bækur sendar milli manna með mjólkurbílum Á öðrum stad i blaðinu er ailglýs- ing frd sljórn Bókasafns Saurbœjar- lirepps um samkomu, er stjórnin efnir til í Sólgarði nœslk. laugar- dagskvöld til ágóða fyrir saftiið. liókasafnið lifir nú allmerkileg tímamót. Það var 70 ára á síöasta vetri. Og nú.er það áð fíytja i hið nýbyggða félagshcimili að Saurbæ. Það hefur að vísu lengst ævinnar verið tif húsa í Saurbæ, en þó einn- ig í Sandhóluni og Kfónustöðum, og ,n ú að síðustu allmörg ár í Mel- gerði. En nú er það að lá íast og varan- lcgt heimili. Og er vonandi að Jiað blómgist og dafni vel í liinu nýja húsi og sú komi líðin, að þarna komi einnig lestrarsalur, er fólks- fjöldinn vex í sveitinni og byggðin þéttist. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Árni Hólni, Saurbæ, lienedikt Einársson, Hálsi, og Daníel Sigfús- son, Núpufelli. í bókasafninu eru nú rúm 1400 bindi, flcst íslenzkar bækur, en þó fáeinar á dönsku. Bakur ganga bœ frá bce. Sá siður hefur oftast verið hafður, að láta nýjar bækur ganga bæ frá bæ. En þær eldri eru lánaðar úr safninu og skilað þangað aftur. En göngufyrirkomulagið lieíur reynzt misjafnlega. Bækurnar hafa dvalið lcngur en skyldi á sumum bæjunum. Og þeg- ar bækurnar eru 2—3 viktir á bæ, fara þær ekki til margra félags manna yfir veturinn. Reynslan er líka sú, að bækurnar eru 2—3 vetur á göngu milli 40 félagsmanna. Þá hefur og állmlkið borið á því, sem mun algengt á öllunr almennings- bókasöfnum, að ekki er íarið eins vel með bækurnar og skyldi. Bók- unum var þvælt og á þær rissað, bæði af börnum og fullorðnum. Bœkur með mjólkurbifreiðum! Nú breytti stjórnin um aðferð við útlán á síðasta vetri. Sendi bæk- urnar með mjólkurbifreiðunum til íélagsmanna, og þeir síðan að lcstri loknuni áftur til bókasalnsstjórnar. Eengu þeir þá strax aftur nýjar bæk- ur. Var þetta miklu lrjálsara. Þeir, sem lítið lásu, gátu nú látið bæk- urnar liggja hjá scr í ró og næði, enda notuðu sumir sér það vel og hans og lausavísur vekja sérstakt bergmál í hug og hjörtum bænda og sveitafólks, sem enn unna Ijóð- um. — Enda eru þar enn Hljóða- klettar íslenzkrar ljóðástar og snilli, sem geyma eiiga „Islands lag“. Og þar á að hreinrækta gróð- urmold þjóðmenningar vorrar, eigi oss að verða líf lagið eftir hallær- ið mikla og sálarháska milli tveggja heimsstyrjalda og atóm- aldar. Helgi Valtýsson. héldu bókum hjá sér allt upp í 18 vikur. En þeir lestrarfúsari fengu meira að lcsa. Það heimili, er fékk ílcSÍar bækur, fékk 38 nvjar yfir veturinn. En sá, er las minnst, að- eins 6 bækur. \uk þess fengu menn, eins og áður, eldri bækur úr safninu. Með þessu nýja fyrirkomulagi var miklu betra að fylgjast með því, hvernig íarið cr með bækurnar á hverju hcimili. lvom það í Ijós, að langflest heimilin fara vel mcð bæk- urnar og niörg prýðisvcl. Ejárráð safnsins hafa alltaf verið lítil, og þ\í ekki liægt að kaupa nema lítið af bókttm og miklu minna cn þörí er á. Á síðasta starfs- ári voru keyptar 108 bækur, og er lað mcð mesta móti. Þar af var 61 béik eftir íslenzka höfunda, 22 sög- ur, 17 alls konar sagnafróðleikltr, 6 leikrit og 16 fræðibækur. En 47 bækur eru cftir útlenda liöfunda, 40 sögur, 5 leikrit og 2 fræðibækur. Islenzkt efni eftirsótt. Fólkið sækir mest cftir léttum skemmtisögum og mcir eltir íslenzk- um. íslenzkar Jjjóðsögur og minn- ingar eru einnig eftirsóttar. Annars . eru kröfur til lesefnis margvíslegar. Einri vill álls ckki sjá J)á bé)k, er annars sækist mikið cftir. Má í því sambandi minnast Jjcss, að ýmsir eiga í fórum sínum bækur, er Jieir kæra sig ekki um að eiga, en mundu koma scr vel í almenn- ingsbókasaíni. Væri vcl lil fundið, að velunnarar bókasafnsins, er eiga slíkar bækur, íærðu [>ær saíninu að gjöl á afmælinu. I stjórn safnsins eru nú Jieir Ár- mann Ingimarsson, Hálsi, Ingvi Olason, Litladal, og Magnús Hétltn Arnason, Krónustöðum. Lciðrétting Missagt er það í siðasta blaði Dags, 19. október, að þeir Árni Magnússon Hólm og Þorleifur Jónsson hafi verið í Möðruvalla- skóla fyrsta starfsvetur skólans. Þeir koma báðir í skólann 1. okt. 1881, og var Þorleifur aðeins þann vetur í skólanum eins og fleiri piltar. Eins og kunnugt er gengu þá yfir Norður- og Austurland stórkostleg harðindi og mun það hafa valdið því, að nokkrir piltar hættu við framhaldsnám í skólan- um. Líka kom þennan vetur leið- inda atvik: hið svo nefnda matar- mál. Að vísu komust sættir á milli skólapilta og brytans, fyrir vitur- legar tillögur séra Arnljóts á Bæg- isá, sem þá var þingmaður Eyfirð- inga og manna mest hafði barizt fyrir stofnun skólans. — Sömu- leiðis er misritað i „Islendingi“ 19. okt. 1955 að Möðruvallakirkja sé hundrað ára gömul. Hún er byggð 1867, og var yfirsmiður hennar hinn þjóðkunni smiður Þorsteinn Daníelsson, Skipalóni. Skjaldarstöðum 22, okt. 1955. ; Jón Jónsson. j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.