Dagur - 14.12.1955, Blaðsíða 12

Dagur - 14.12.1955, Blaðsíða 12
12 Bagur Miðvikudaginn 14. desember 1955 Nóbelsverðlaunaskáldið (Framhald af 1. síðu). Ég lifði svo alla bernsku mína á íslandi, að miklir menn. sem svo eru nefndir, og höfðingjar voru að- eins ævinýramynd og loftsýn: en umhyggja fyrir aðþrengdu lifi var það siðferðisboðorð, sem í heima- högum mínum citt bar í sér veru- leikann, Ég minnist vina minna ónafnkunnra, þeirra, scm í æsku niinni og löngu eftir að ég var orð- inn fulltíða maður, voru í ráðum með mér um þær bækur, scm ég réðst í að skrifa. I>ar á meðal voru nokkrir menn, þótt eigi væru at- vinnurithöfundar, gæddir bók- menntalegri dómgreind, sent aldrei brást, og gerðu mér ljós ýmis þau höfuðatriði skáldskapar, sem stund- um eru jafnvel snillingum hulin. Nokkrir þessara gáfttðu vina minna halda áfram að lifa í mér, jx> þeir séu horfnir af sjónarsviðinu, sumir jafnvel með svo óraunverulegum hætti, að fyrir getur komið að ég spyrji sjálfan mig, hvað sé jteirra hugur og hvað minn. 1 sörnu and- ránni verður mér hugsað til þeirrar fjölskyldu, eitthvað kritlgum 150 þúsund manna stórrar, hinnar lx'ik- elsku þjóðar Islands, sem hefur haft á mér vakandi auga lrá því ég fór fyrst að standa í fæturnar sem rit- höfundur, gagnrýnt mig eða talið í mig kjark á víxl, en aldrei skellt við mér skollaeyrum, eins og henni stæði á sama, lteldur tekið undir við mig eins og bergmál eða cins og viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti. Það er skáldi mikið hamingjulán að vera borinn og barnfæddur í landi, þar sem þjóðin hefur verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og ræður fyrir miklum bókmenntaauði frá fornu fari. Og þá skyldi heldur engan Itirða, þó hugur minn hafi séð aftur i aldir til fornra sagnamanna, þeirra sem skópu sígildar bókmcnntir ís- lenzkar, þessara skálda, sem mjög voru samsamaðir þjóðdjúp- inu sjálfu, að jafnvel nöln Jjeirra hafa ekki varðveitzt með verkum þeirra. Aðeins standa hin óbrot- gjörnu verk Jteirra í augsýn heims- ins með jafnsjálfsögðum hætti og landið sjálft. Um langar, mvrkar aldir sátu Jiessir ónafngreindu metin umhverfðir snauðasta landi heiins, í húsakynnum, sem liöfðu svip steinaldar, og settu bækur samati án Jjess að Jjekkja hugmynd- ir slíkar sem laun, verðlaun, frama, frægð. líg hygg, að í margri kytru, Jjar sém þessir menn sátu, hafi ekki einu sinni brunnið cldur, svo að Jjeir gætu ornað sér á loppnum fingrum í andvökunni. Samt tókst Jjeim að skapa bókmenntamál svo ágætlegt, að sá listrænn miðill mun torfundinn í heiminum, sem gcfur rúm fleiri tilbreytinguni, hvort lieldur er í Jjví, sem kallað cr út- smogið, ellegar liinu, sem kennt er til tíguleika. Og Jjeim tókst að semja á máli Jjessu bækur, sem tclj- ast til sígildra bókmennta lieimsins. Þó að þessum mönntun væri kann- ski stundum kalt á fingrum, Jiá lögðu Jjeir ekki frá sér pennann, meðan Jjeim var heitt um hjartað. Kg spurði mig Jjetta umrædda kvöld: Hvað má lrami og frægð? Hvað má friegð og frami veita skáldi? Skemmtilega velsælu af því tagi. sem fylgir hiiium þétta leir. En cf íslenzkt skáld gleymir tipp- hali si'nu, Jjjóðardjúpinti, Jjar sem sagan býr, ef hann missir samband sitt og skyldur við Jjað líf, sem cr aðjjrengt, Jjað líf, sem húii anuna mín gamla kenndi mcr að búa önd- vegi í huga mér, Jiá cr frægð næsta lítils virði og svo Jjað hamingjulán, sem lilýzt af fé. Yðar hátignirl Herrar mínir og frúr! Sá hlutur, sem mér Jjykir mest um vert þeirra, sem mér hafa að hiindum borið um þessar mundir, Jjað er, að sænska Akademían skuli af hinu mikla áhrifavaldi, sem henni er léð, hafa nefnt nafn mitt í sambandi við hina ókunnu meist- ara fornsagnanna íslenzku. Þær rök- sem sænska Akademían hefur látið liggja að veitingu hins mikla sóma mér til handa, munu ævilangt rerða mér sjálfum livatn- ing, unr leið og Jjær mimu verða faguaðarcfni Jieirri Jjjóð, sem stend- ur að baki alls, sem einhvers kann að vera vert í verkum mínum,“ Attlee aðlaður - hylltur á þingi Clement Attlee var ákaflega hylltur af þingheimi brezku neðri- málstofunnar á þingfundi 8. des. Sir Anthony Eden, forsætisráð- herra, ávarpaði Attlee og bar mik- ið lof á hann fyrir það mikla starf, sem hann hefði unnið í þágu brezku þjóðarinnar. Elísabet drottning hefur nú sæmt Attlee jarlstign og tekur hann nú sæti í efri deild þingsins sem þinglávarð- ur. Hásetahlutur á Akra- nesi 25 þúsund krónur Sjómenn á Akranesi eru að ljúka góðri haustvertíð. Er háseta- hluturinn þegar kominn upp í 25 þús. kr. yfir tvo mánuði og er það eins og meðalhlutur é vetrarver- tíð. Hlutur skipstjóra á þessum tíma er kominn í 50 þús. Aflinn hefurf verið geysilega mikill, en veiðarfæratjón tilfinnanlegt. svo ' seindir, I Ýmis tiðindi úr nágrðnnabyggSum Væg lömun á dreng í Ólafsfirði ........Ólafsfirði 12. desember. 4. desember lauk hér sauma- námskeiði, sem kvenfélagið Æsk- an hélt. Þátttaka var mikil og kon- ur saumuðu af kappi og notfærðu sér vel góða kennslu. Forstöðu- kona og kennari námskeiðsins var Helga Þórsdóttir frá Bakka í Svarfaðardal. I síðustu viku kom upp mænu- veiki. 5 ára drengur larrjaðist lít- illega, en er nú á batavegi. Sund- lauginni hefur verið lokað að ráði héraðslæknis og leikfimikennsla fallið niður í skólum. Bílfært er um alla sveitina, en hríðarmugga er hér annað slagið. Sextugsafmæli átti frú Jónína Daníelsdóttir, kona Villiams Þor- steinssonar bátasmiðs, á fimmtu- daginn var. Var gestkvæmt þann dag á heimili þeirra hjóna, að Brekkugötu 23. Stúdentafélag stofnað ........Blönduósi 12. desember. Stofnað var hér 1. desember Stúdentafélag Húnvatns-og Skaga- fjarðarsýslna. Formaður hins ný- stofnaða félags er Hafsteinn Pét- ursson á Gunnsteinsstöðum. — Stofnfundurinn var haldinn í Hér- aðshælinu. Snjór er nú orðinn töluvert mik- ill, en minni fram til dala. Vegir eru færir stærri bifreiðum, en sums staðar orðið erfitt. Nokkuð hefur verið af rjúpu undanfarna daga og þær skotnar töluvert. Hæst hafa skytturnar komist upp í 60 á dag. ^ Sextugsafmæli átti 7. desember rnerkiskcnan Helga Jónsdóttir. — Heimsóttu hana margir á afmælis- daginn og var gestum tekið með rausn á heimili hennar og manns hennar, Steingrims Davíðssonar oddvita. Fjárléit á Austur- fjöllum . . . . Reynihlíð 12. desetnber. Gangnamenn lögðu upp héðan á miðvikudaginn var í leitir á Aust- urfjöll. Komu þeir heim á laugar- dagskvöldið með margt fé. Logn var alla dagana á fjöllunum. Snjór er nokkur, en jafnfallinn og var farið á jeppum langt suður eftir og flýtti það fyrir. Eitthvað er þó enn á fjalli. Féð er sérlega vel útlítandi. ísinn á vatninu er göngufær, en ekki bilfær. Slóðir hafa sézt eftir 3 minka. Einn heldur til í Geldingey í Laxá og tveggja hefur orðið vart í Grimsstaðaskógi austan við Belgjafjall. Tilraun við að vinna dýrin hef- ur enn ekki borið árangur. Bílfært er enn um alla sveitina, en ef eitthvað hvessir, munu koma vond höft á vegina. Lítill snjór á Reykja- heiði ffúsavík 13. desember. Á mánudaginn var víða orðið þungt færi og ófært á Tjörnes. Á sunnudaginn fór snjóbíll K. Þ, austur yfir Reykjaheiði og flutti sængurkonu frá Fjöllum í Keldu- hverfi til Húsavíkur. Gekk ferðin vel og var snjólítið á heiðinni. Afli er góður þegar á sjó er far- ið. Til dæmis fékk einn trillubát- urinn á fjórða þús. pund nýlega. Töluvert hefur verið um veik- indi í Húsavik. Hafa menn lagzt með háan hita, kvef og hálsbólgu. Nú er faraldur Jjessi í rénun og eftirköst ekki orðið alvarleg, svo j vitað sé. Tilkynning fil Póststofan á Akureyri vill vekja athygli á því, hversu mikilsvert það er fyrir góða og örugga af- greiðslu, að póstsendingum sé skilað til flutnings eins fljótt og frekast er unnt. Aldrei er samt meiri þörf á þessu, en þegar líður að jólum og koma þarf jólapóstin- um á ákvörðunarstað og til viðtak- enda fyrir ákveðinn dag. Síðustu póstferðir fyrir iól. Hekla austur um 19.—20. des. — E-sja til Siglufjarðar og Vest- fjarða 20.—21. des. — Skjald- breið til Húnaflóahafna 18.—19. des. — Drangur til Eyjafjarðar- hafna og Siglufjarðar 23. des. — Gullfoss beint til Reykjavikur 21. desember. Síðustu ferðir með sérleyfisbif- reiðum, ef bílfært verður: Skaga- fjarðari og Húnavatnssýslur 20. des. — Varmahlíð, Sauðárkrókur Togararnir Kaldbakur landaði hér 5. des- ember ca. 165 tonnum af saltfiski. Fór aftur á veiðar 6. des. Svalbakur landaði hér 25. nóv- ember ca. 115 tonnum af saltfiski. 29 tonnum af nýjum fiski. Fór aftur á veiðar 27. nóv. Harðbakur landaði í Bremer- haven 251.674 kg. af ísfiski, er seldist fyrir 99.800.00 ríkismörk. Kom til Akureyrar 29. nóv. Fór aftur á veiðar 1. des. Sléttbakur landaði hér 10. des. 166 tonnum af saltfiski og 1 tonni af nýjum fiski. Fór aftur á veiðar 12 .des. Allir togarar U. A. eru nú á saltfiskveiðum. Norðlendingur seldi í Bremer- haven 12. des. 191 tonn af ísfiski fyrir 95.000.00 ríkismörk. Síldarskip enn að veiðinn Krossanesverksmiðjan hefur tekið á móti nær 1900 málum síldar. Aflahæst er nótabrúk Kr. Jónssonar með 540 mál og Hannes Hafstein með 536 mál. Verksmiðj- an vinnur mjög góðar vörur úr síldinni glænýrri. Enn er von til að síldaraflinn glæðist á Pollinum og að sildin grynni á sér, ef veður hlýnar. póstnotenda og Blönduós 23. des. — Suður- Þingeyjarsýslu 20. des. Póstur frá Reykjavík fer með sérleyfisbifreiðum og flugvélum alla daga, þegar færð og veður leyfir, til 23. desember. Athugið: Póstur, sem kemur til Reykjavíkur éftir 20. des., verður ekki borinn út fyrr en á þriðja í jólum. Póstútburður á Akureyri. Til þess að auðvelda starf póst- mannanna um jólin og jafnframt komast hjá óþarfa troðningi og tímatöf, sem af því leiðir, vill póststofan vekja athygli póstnot- enda á eftirfarandi: 1. Gerið svo vel að frímerkja sendingar yðar sjálf, en látið ekki póstmennina gera það, því að þér tefjið þá fyrir öðrum með því. — Frímerkið helzt sendingar yðar heima eftir því sem við verður komið. 2. Skilið jólapóstinum tíman- lega og merkið harm orðinu „jól“. Til þess að geta örugglega borizt til viðtakenda íyrir aðfangadag, verða sendingar að póstleggjast í allra síðasta lagi miðvikudaginn 21. des. kl. 24. Þær sendingar, sem sí&ar berast, verða ekki bornar út fyrr en 3. í jólum. Enginn póstur verður borinn út á Akureyri 1. og> 2. dag jóla. Frimerkið í hægra horn utan- áskriftarmegin. — iSkrifið rétt heimilisfang, götu, húsnúmer og hæð. — Látið ekki peningaseðla eða mynt í almenn bréf. Það er óvarlegt og auk þess ÓLÖGLECT. Burðargjöld. Bréf innanlands allt að 20 grm. kr. 1.25. Bréf innanbæjar allt að 20 grm. kr. 0.75. Bréfspjöld innanlands kr. 0.60. Brégspjöld innanbæjar kr. 0.50. Póstsofan. Bílfært um allar sveitir Fosshóll 12. desember. Bílfært er enn um allar sveitir, en snjórinn er einna mestur í Köldukinn. Bændur í framanverð- um Bárðardal tóku fullorðna féð í hús fyrir um það bil viku síðan. Á sunnudaginn andaðist Jóhann Indriðason, á Arnstapa í Ljósa- vatnsskarði. Hann var á niræðis- aldri. rsmsúknarvistin í fösfud.kvöldið Spennandi úrslitakeppni Á föstudagskvöldið verður spil- uð fjórða og síðasta umferð af Framsóknarvistinni, sem til var stofnað af Framsóknarfélaginu hér á Akureyri. Aðsókn að spilakvöld- um þessum hefur verið mjög góð, og vildu fleiri taka þátt í þeim en húsrúm leyfði. Síðasta kvöldið má búast við mjög spennandi keppni, þar eð margir geta komið til greina við verðlaunaúthlytun ef heppnin verður með, en að þessari umferð lokinni verður þrem efstu mönn- unum veitt góð verðlaun. Fyrstu verðlaun eru þýzk þvottavél, önn- ur verðlaun Westinghouse hræri- vél og þriðju verðlaun vön,duiJ Heklu-kuldaúlpa. Efst eftir þessar þrjár umferðir eru Soffía Guðmundsdóttir og Grímur Sigurðsson, bæði með 511 slagi og Dóróthea Finnbogadóttir með 510 slagi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.