Dagur - 11.04.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1956, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 11. apríl 1956 | DAGUR ' Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Argangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Langþráðu tækifæri fagnað ÍSLENDINGUM hefur löngum verið legið á háisi fyrir það að láta tækifærin ganga sér úr greipum. Þannig var ástatt eftir síðustu heimsstyrj- öld, að efnahagur þjóðarinnar stóð með sérstökum bióma, og óhætt er að fullyrða, að Island hafi verið eitthvert velstæðasta land álfunnar. Við höfðum safnað stórum upphæðum í erlendum gjaldeyri. Þá var tækifæri að treysta og skipuleggja efnahags- afkomu þjóðarinnar um næstu framtíð. En hvað var gert og við hverju mátti búast með Ihaldið og Kommúnista við stjórnvölinn? Hinar stóru innstæð- ur fóru að langmestu leyti í almenna eyðslu og eftir stóðu ráðþrota stjórnmálamenn og spurðu hvorir aðra hverju þetta sætti. Þannig endaði saga þeirrar margblessuðu ríkisstjórnar. Sama sagan hefur endurtekið sig enn. Vegna þröngsýnis og ein- strengingssskapar Ihaldsins liggur enn við strandi. Þrátt fyrir stórbætta fjármálapólitík innanlands, að því er ríkissjóð varðar, hefur gjaldeyris- og við- skiptamálum verið hagað þannig, að hreinu glap- ræði líkíst. Þessi margendurtekna raunasaga sýnir okkur, svo að ekki verður um villzt, að eiginhags- munapólitík Sjálfstæðisflokksins gerir hann óhæf- an til þátttöku í landsstjórninni. Ný hreyfing. AF ÞESSUM sökum hefur Framsóknarflokkur- inn beitt sér fyrir því, að koma á fót nýrri hreyf- ingu, sem væri þess megnug að stjórna landinu án þess að eiginhagsmunapólitík Sjálfstæðisflokksins fengi tækifæri að eyðileggja allar hennar gerðir. Um langt árabil hefur verið unnið að því að finna grundvöll fyrir nánu samstarfi Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins, og nú loks hefur sá grund- völlur fengizt. Jafnframt þess vegóa standa nú Al- þingiskosningar fyrir dyrum. Þessir tveir flokkar, sem áður stóðu saman, en hafa verið sundraðir um margra ára skeið, hafa á ný tekið höndum saman og freista þess nú, þegar mest é reynir, að verja þjóðina algjöru skipbroti. Það ér vitað, að gjaldeyris- og efnahagsmál þjóð- arinnar eru á tæpri nöf. Það verður þess vegna ekki létt verk að rétta við fjárhaginn.Engum er bet- ur til þess trúandi en fúlltrúum alþýðustéttanna við sjó og í sveit. Þeim einum er trúandi til að stjórna af sanngirni og réttsýni, með hag almennigns fyrir augum. Þeir eru ekki bundnir á klafa erlends valds og ekki heldur handbendi auðstéttanna, sem miða aíiar sínar framkvæmdir við að viðhalda möguleika sínum til auðsöfnunar. Þeir eru fulltrúar hins ís- lenzka málstaðar og íslenzkrar alþýðu. Þessari sam- fylkingu Aíþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið fagnað innilega, enda hafa allir vinst'ri sinnaðir menn beðið eftir þessu um margra ára skeið. Tækifærið er því komið að hrinda af hönd- um sér íhaldi og itommúhisma. Þetta tækifæri eru Akureyringar og Eyfirðingar staðráðnir í að láta ekki ganga sér úr greipum. Sá ásetningur kom greinilega í ljós í síðustu viku á fjölmennum fund- um, þar sem Eysteinn Jónssoh, fjárrtiálaráðherra, ræddi stjórnmálaviðhorfið. Hvarvetna þar sem þessi mál hafa verið rædd standa Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn eins og einn maður, stað- ráðnir í því að láta ekki sundrungaröflunum takast að spilia einingu sinni og sigurvissu. Breytt viðhorf. AKUREYRI og Eyjafjörður eru byggð upp á samvinnu og samhjálp. Mörgum finnst því tími til kominn að reka af höndum sér höfuðandstæðing samvinnustHn- unnar, Ihaldið. Það er ekki vanza- laúst, að í þessum samvinnu- byggðarlögum skuli vera tveir Ihaldsmenn á þingi, en aðeins einn frá samvinnumönnum. Þessu eru Eyfirðingar og Akureyringar stað- ráðnir í að gjörbreyta. Oruggt má nú teljast, að bæði þingsætin í Eyjafirði séu þegar unnih, og ekki sízt vegna þess að í þau bæði hafa valizt menn, sem algjör eining rík- ir um, bæði meðal Framsóknar- manna og Alþýðuflokksmanna. - Ber sérstaklega að fagna því, að svo skuli hafa ráðizt. En merkið skal sett hærra. Takntarkið er að íhaldið fái engán þingmann úr þessu höfuðvígi íslenzkra sam- vinnumanna. Þess vegna munu samvinnumenn á Akureyri allir sem einn stuðla að því að hreinn sigur náist hér á Akureyri einnig. Til þessa samstarfs ganga þeir heilir og óskiptir. Minnumst þess, að í þessum kosningum er sigur Framsóknarflokksins einnig sigur Alþýðuflokksins og sigur Alþýðu- flokksins er sigur okkar Fram- sókharmartna. FYRIRSPURN. „Nokkrar húsmæður" skrifa blaðinu á þessa leið: „NYLEGA var því fyrirkomu- lagi á sölu mjólkur komið á við útibú KEA í Brekkugötu 47, áð selja eingöngu mjólk á flöskum, „að ósk fólksins sjálfs", eins og blaðið „Dagur“ upplýsti um það leyti. En með því að þessi umsögn blaðsins var mjög hæpin um „ósk fólksins sjálfs", þó blaðið verði ekki um það sakað, og enn frekar vegna þess að breytingin var mjög í óhag okkar húsmæðra, þá gerð- umst við 71 húsmóðir til að und-j irrita lista, ,þar sem farið var fram á að þetta breytta fyrirkomulag á mjólkursölunni yrði ekki frám- kvæmt. Lista þennan sendum við til framkvæmdastjóra KEA, með þeirri ósk, að þessari beiðni yrði sinnt. Síðan listi þessi var sendur, er nú liðinn alllangur tími, en ekk- ert bólar á breytingu. Nú eru það vinsamleg tilmæli okkar til „Dags“, að hann góðfús- lega birti þessar fyrirspurnir til framkvæmdastjóra KEA: Er þetta mál kannske í undir- búningi til breytingar frá núver- andi fyrirkomulagi? Eða er það meiningin að stinga þessari beiðni okkar 71 húsmóður undir stól og Virða hana að vett- ugi? Við vonumst fastlega eftir því að fá svar við þessum fyrirsþurn- um. Verði þeirri fyrri svarað ját- andi, erum við þakklátar. Ef ekki munum við neyddar að táka til at- hugunar, hvort eða hverjar gagn- ráðstafanir kynnu að verða upp- teknar af okkar hálfu. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Nokkrar húsmæður." ÚT AF ÞESSÁRI fyrirspurn, er „nokkrar húsmáeður" hafa sent Degi til birtingar, hefur blaðið snúið sér til framkvæmdastjóra KEA og fengið hjá honum eftirfar- andi upplýsingar: Það er nú nokkuð á anhað ár síðan Mjólkursamlaginu barst langur listi með undirskriftum við- skiþtamanna við verzlunarútibú KEA í Brekkugötu 47, þar sem þess var eindregíð óskað, að við- skiþtamenn fengju mjólkina í flöskum, en ekki í lausu máli, eins og verið háfði. Þessari málaleitun var tekið vel og hafinn undirbún- ingur að því að breyta mjólkuraf- hendingunni í samræmi við þettá, m. a. með því að byggja kæliklefa með sérstakri kælivél, þar sem fullkomin aðstaða skapaðist fyrir sölu á mjólk í flöskum. Var gert ráð fyrir, að þessi framkvæmd væri í samrærhi við óskir meiri- hluta neytenda á þessu svæði. — Laust eftir áramótin var búið að koma þessum tækjum fyrir, og var breytt til og öll mjólkin seld í flöskum í stað þess að áður var hún seld í lausu máli. Fyrir réttum mánuði síðan barst svo framkvæmdastjóra KEA ann- ar listi með ennþá fleiri nöfnum, þar sem farið er fram á að sala á mjólk í lausu máli sé tekin upp aftur. Þessi málaleitún kom öllil viðkomandi starfsfólki mjög á óvart, því að litið var á flösku- mjólkursöluna sem miklar umbæt- ur frá því sem áður hafði verið, ertda hafði miklu verið kostað til að svo mætti verða. Oskum eða kröfum þessa síðar- nefrtda hóps neytenda hefur því miður ekki ennþá verið hægt að mæta eða fullnægja, en það mál er þó til athugunar. Hins vegar má viðkomar.di fólki vera ljóst, að naumast er hugsanlegt að hér verði hægt að gera svo ao öllum líki. En í þessu sambandi skal það skýrt tekið fram, að það hefur ekki verið ætlun KEA eða Mjólk- ursamlagsins að þvinga neyténdur til að kaupa flöskumjólk fremur en mjólk í lausu máli. Ákvarðanir um slíkt verða fremur að koma frá heilbrigðisyfirvöldúm ríkis og bæja heldur ert framleiðendunum, eða þeim, sem annast sölu mjólk- úrinnar fyrir þeirra hönd. Hins vegar er aðstaða ekki fyrir hendi hér nema í fáum mjólkurbúðum, þar sem hægt er að selja baéði mjólk í flöskum og í laúsu máli. Og að því er snertir verzlunarúti- búið í Brekkugötu 47, er öll að- staða þar, því miður, mjög þröng og sem ekki verður unnt að bæta úr nema rheð verulegri breytingu á núverandi húsplássi. Fyrir drengi: Sportjakkar 6666 Úlpnr — Peysur Skyrtur — Buxur Nærfatvaður — Sokkar ÁSBYRGl H.F. Jeppi í mjög góðu lagi, til sölu. Til sýnis hjá Bifrciðaverk- stæðinu Þórshamri h.f. á Akureyri. Tapað Karlmannsarmbandsúr tap- aðist sl. suiiriúdag. Finn- andi skili því vinsamlegast á afgreiðslu Dags. Til fermingarinnar Náttkjólar Hanzkar Bnxur Undirföt Skyrtur Veski Undirkjólar, nylon Sokkar Sokkabandabelti Fermingarskyrtur hv. Sportskyrtur * Skíðastakkar Skíðabuxur Sokkar Nærföt - Peysur Vefnaðarvörudeild Nykomnar 25 tegundir af kventöskum. ‘Ennfremur hanzkar og slæður. Anna & Freyja. {pMMMIIIMMII«HltlllllUÍllíÍlllllílMlÍllllllUlllÍÍlllllÍlll|l||lll||||lÍÍlíl|||lÍl||||||«|a Tökum upp í dag fallegt úrval af blúndudúkum og kaffidúkum. Anna & Freyja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.