Dagur - 25.05.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 25.05.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Daguk DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 30. maí. XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 25. maí 1956 27. tbl. Handknattleikslið Þróttar. — (Lljósmynd: T. H.). Fyrsta heimsókn íþróttaflokks á árinu Knattspymufélagið Þróttur frá Reykjavík kom í heimsókn til Ak- ureyrar um hvítasunnuna og þreytti kappleiki við íþróttabanda lag Akureyrar. Knattspyrnuráð og handknattleiksráð sáu um móttök- ur og kappleiki. Þróttarfélagar voru 43 að tölu og var fararstjóri þeirra Óskar Pétursson, formaður félagsins. Mun þetta hafa verið fjölmennasti flokkur frá einu fé- lagi, sem komið hefur í keppnisför til Akureyrar. Laugard. 19. þ. m. fór fram keppni í knattspyrnu milli Þróttar og ÍBA, og sigruðu Akureyringar með 3 : 1. Einnig fór fram keppni í handknattleik kvenna. milli Þróttar og IBA og varð jafntefli 2:2. Ennfremur keppti blandað lið Þróttar III. og IV. fl. í knatt- spyrnu við A-lið IBA úr sömu aldursflokkum og vann Þróttur með 4 : 3. Kl. 8.30 á hvítasunnukvöld keppti Þróttur við B-Jið ÍBA og vann þann leik með 3:1. Þá var einnig keppt í handknattleik kvenna og varð aftur jafntefli 3 : 3. Síðasta keppnin var á annan í .hvítasunnu f. h. og keppti þá III. og IV. fl. Þróttar við B-lið III. og IV, fl. ÍBA. Vann Þróttur með 3 : 1. Veður var ágætt til keppni þessa daga. Þróttarfélagar fóru hringferð fram um Eyjafjörð á hvítasunnu- dag undir leiðsögn Tryggva Þor- steinssonar. Um kvöldið höfðu Ak- ureyringar kaffiboð fyrir þá að Hótel KEA og stjórnaði Ragnar Steinbergsson, formaður knatt- spyrnuráðs hófinu. Ferðafólkið hélt heimleiðis e. h. á annan hvíta- sunnudag, og hefur látið hið bezta af förinni. Drengjaílokkur Þróttar. — (Ljósmynd: T. H.). Sögufrægur dagur í annálum Akureyrar Undirleikurinn Síðustu auglýsingar frá miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins bera það með sér að eitt- hvað þarf að hressa upp á aðsókn að stjórnmálafund- um flokksins. — Nú er aug- lýst hljómsveit með Ólafi Thors og Bjarna Benedikts- syni í stað Baldurs og Konna áður. Allir þessir gömlu skemmtikraftar eru komnir úr tízku. r Ultíma opnar fataverzl- un á Akureyri Klæðagerðin Ultima opnaði úð- bú í Hafnarstræti 100 hér á Akur- eyri í gær. Er þetta fataverzlun og fötin úr innlendum og erlendum dúkum. Ultima er 15 ára um þessar mundir. Forstjóri er Kristján Friðriksson. Verzlunarstjóri hins nýja útibús hér er frú Margrét Ólafsdóttir. Keflavík - Akureyri Um næstu helgi verður bæjarkeppni í knattspyrnu milli Akureyrar og Kefla- víkur. Fer leikurinn fram á grasvellinum ef veður verð- ur hagstætt. Um leið og Sinfóníuhljómsveitin var endurvakin með samstilltu átaki, varð hlutverk hennar stærra. Þótt segja megi að hljómsveitin sé ávöxtur borgarmenningar höf- uðstaðarins og hann glæsilegur, fór þó svo að lífsnæringu skorti. Nú er Sinfóníuhljómsveitin lands- ins alls, og samkv. víðtækari til- DR. PÁLL ÍSÓLFSSON, stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar fslands. gangi kom hún til Norðurlands um hvítasunnuna. Lék hún fyrst í Skjólbrekku í Mývatnssveit við góða aðsókn og undirtektir. Er það í fyrsta sinn að sinfóníuhljómsveit leikur í sveit á Islandi. Sama dag kl. 10 að kveldi lék svo hljómsveitin i Matthíasar- kirkju á Akureyri, og var það ein- stæður atburður og ógleymanleg- ur þeim er á hlýddu. Stjórnandi var dr. Páll Issólfsson, en einleik- ari Egill Jónsson. Þórarinn Björns- son skólameistari ávarpaði hljóm- sveitarfólkið og Jón Þórarinsson framkvæmdastjóri þakkaði. Fer ræða skólameistara hér á eftir, en umsögn Björgvins Guðmundsson- ar tónskálds er annars staðar í blaðinu í dag. „Góðir gestir, dr. Páll ísólfsson og föruneyti Leyfið mér, í nafni Tónlistar- félags Akureyrar og — ég býst við ég megi segja — í nafni allra þeirra, sem hér eru staddir, að flytja ykkur einlægar þakkir fyrir komuna hingað og fyrir þá ógleymanlegu hátíðarstund, sem við höfum lifað hér. í einu Eddu- kvæðanna segir: „Hnigu heilög vöfn af himinfjöllum.11 Ég hefi aldrei vitað, hver þessi vötn væru, hefi aldrei fengið á því neina skýringu. En hitt veit ég, að mér hafa oftar en einu sinni komið þessi orð í hug, er ég hefi fundið um mig falla bylgjur fagurra tóna. Þá er eins og um mig hrynji „heilög vötn af himinfjöllum“. Og svo hefir það verið hér í kvöld. En þetta hvítasunnukvöld verð- ur ekki aðeins ógleymanleg hátíð- arstund öllum viðstöddum, heldur og sögufrægur dagur, er geymast mun í annálum Akureyrar, dagur- inn, er Sinfóníuhljómsveit íslands lék í fyrsta sinn í þessum bæ. Og við erum öll þakklát fyrir að hafa lifað hann. Við þökkum þeim, sem að því hafa unnið, að sinfóníu- hljómsveitin hefir verið vakin aft- Asgeir Asgeirsson sjálfkjörinn fcrseti íslands næsta kjörtímabi! Núverandi forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er sjálfkjörinn í æðsta embætti landsins næsta kjörtímabil. Verður ekkert for- setakjör i sumar. Frá þessu er skýrt í tilkynningu frá ríkisstjórn- inni, svohljóðandi:, Hinn 19. þ. m. var útrunninn framboðsfrestur til forsetakjörs. Kosning fer ekki fram, þar eð að- eins einn maður, Ásgeir Ásgeirs- son, núverandi forseti, var boðinn fram. Hafði hann léð samþykki sitt til þess að vera í kjöri. Full- nægt var öllum skilyrðum laga um framboðið, og barst dómsmála- ráðuneytinu í tæka tíð lögmælt tala meðmælenda úr hverjum landsfjórðungi, ásamt tilskyldum vottorðum yfirkjörstjórna um að hlutaðeigandi kjósendur væru á kjörskrá. — Öll gögn varðandi framboðið hafa verið send hæsta- rétti, sem gefur út- kjörbréf for- setans. — Reykjavík, 20. maí 1956. — Dóms og kirkjumálaráðu- neytið. Beiizm hækkar um 8 aura Benzinlítrinn hefur nú hækkað um 8 aura. Gekk sú hækkun í gildi 19. þ. m. og kostar lítrixxn því kr. 2.16. Hækkunin stafar af hækkuðum flutningsgjöldum, og er það gagn- stætt venju síðustu ára, því að venjulega hafa þau lækkað síðari hluta vetrar, erí hafa hækkað að þessu sinni, sem nemur þessari síðustu verðhækkun. Framhald á 2. síðu). Sjötugur: Þórarinn Kr. Eldjárn Þórarinn Kr. Eldjárn bóndi að Tjörn í Svarfaðardal verð- ur sjötugur á morgun, laugar- daginn 26. maí. — Hans verð- ur síðar minnst hér í blaðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.