Dagur - 25.05.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1956, Blaðsíða 8
8 Föstudaginn 25. maí 1956 Bagub Berlínarbörn væntanleg til Akur- eyrar 6. júní næstk. Frá því var skýrt fyrir nokkru, að Loftleiðir hefðu ákveðið að bjóða 14 börnum frá Vestur-Ber- lín í kynnisför til Islands, og að þau myndu valin af starfsmönnum borgarstjórnarinnar í Berlín og umboðsmönnum Loftleiða í Þýzka landi. Nánari upplýsingar hafa nú borizt í þessu sambandi, bæði um börnin sjálf og annað ,er varðar hina væntanlegu heimsókn þeirra. Yngsta barnið er 11 ára gamalt, en hið elztaa 16 ára, eitt er 12 ára, þrjú 13 ára, fimm 14 ára og tvö 15 ára gömul. Sjö búa í barna- heimilum, fjögur komu til Berlínar í hópum flóttafólks, þrjú eiga enga aðstandendur á lífi, svo að vitað sé, níu hafa misst annað foreldri sitt, en foreldrar tveggja eru ör- yrkjar. Af ljósmyndum og öðrum upplýsingum er auðsætt, að börn- in eru andlega og líkamlega heil- brigð og mörg þeirra hafa sýnt sér stakan dugnað eða eru búin mikl- um hæfileikum. Þau hafa því bæði verið valin með hliðsjón af að þau væru fær um að þroskast af ferð- inni og, að vekna örðura aðstæðna myndu þau ekki í náinni framtíð hafa orðið fær um að gera sér mik- inn dagamun. I gær var haldin samkoma i Berlín vegna heimboðsins. Full- trúar Loftleiða buðu börnunum út hingað. -Fulltrúar borgarstjórnar- innar þökkuðu, barnakór söng og agð lokum voru sýndar tvær kvik- myndir frá íslandi. Eins og áður er frá skýrt verð— ur þýzk kona fylgdarmaður barn- anna meðan þau dveljast hér, og mun hún eipnig rita greinar í þýzk blöð um ferðalagið. Auk þeirra fyrirgreiðslu, sem ákveðin er af hálfu Loftleiða með- an börnin dveljast hér, hefur þeim nú verið boðið af fræðsluyfirvöld- um bæjarins í skemmti- og kynn- isför um Reykjavik og nágrenni. Allmargir einstaklingar hafa ósk- að þess að fá að hafa börnin á heimilum sínum, en nokkrum börnum er þó enn óráðstafað. Fyrri hópurinn, sjö börn og fýlgdarkonan, er væntanlegur hingað 27. þ. m. Samkv. upplýsingum frá þýzka ræðismanninum á Akureyri, Kurt Sonnenfeldt, koma börnin hingað til Norðurlands 6. júní og fara héðan aftur 8. júni. Þau munu koma með flugvélum Flugfélagsins norður, en Norðurleiðir annast ferð þeirra til baka. Hefur ræðismaðurinn undirbúið þessa ferð barnanna hingað í samráði við Loftleiðir og hefur hann hug á að börnin fái að sjá Mývatnssveit. Sennilega vilja ein- hverjir Akureyringar leggja þess- um litlu Þjóðverjum liðsinni, svo sem með því að lána bíl eða vera með i ferðinni, sem leiðbeinendur. Gætu þeir í því efni snúið sér til Kurt Sonnenfldts. Sími hans er 1071. Nemendahljómleikar Hinir árlegu nemendatónleikar Tónlistarskóla Akureyrar verða i Samkomuhúsi bæjarins næstkom- andi sunnudag kl. 5 e. h. Koma þar fram nemendur skólans og leika á píanó, orgel og fiðlu. Auk þess kemur þar fram 7 manna strokhljómsveit, sem að nokkru er skipuð nemendum skólans, en þó hefur orðið að fá aðstoðarmenn utan skólans, og einnig leikur fiðlukennarinn, hr. Ivan Knudsen, með nemendum. Tónlistarskólinn væntir þess, að bæjarbúar fjöl- sæki tónleikana, því að með því launa þeir hinum ungu listamönn- um bezt sína fyrirhöfn. M.A. sigraði Maíboðhlaupið fór fram í fyrra- kvöld, og tóku tvær sveitir þátt í því, frá IMA og KA. 1. varð sveit ÍMA, 2. sveit KA. Hverjir ráða yíir bönkunum? í 21. tölublaði íslendings, blaði íhaldsins á Akureyri, reynir rit- stjórinn að sverja bankavaldið í landinu af pólitískum jábræðrum sínum og húsbændum. Vill hann gera millibankanefndina ábyrga fyrir ráðstöfun á gjaldeyri bank- anna, en hana skipa Svanbjörn Frímannsson og Helgi Eiríksson. Svo spyr Islendingur af miklu yfir læti: „Telur „Dagur“ mjög mikja hættu á því, að Svanbjörn Frí- mannsson noti aðstöðu sína til þess sérstaklega að hygla Sjálf- stæðismönnum"? Ritstjóra íslendings skal bent á að millibankanefndin starfar á ábyrgð bankanna og undir þeirra stjórn. Eru ]>ví hugleiðingar hans um þetta atriði algerlega út í hött. Er reyndar furðulegt að ritstjóri stjórnmálablaðs skuli gent sig sekan um slíka fáfræði. í sömu grein segir „Islending- ur“: „Hjá því hefur ekki farið að hent væri gaman að skiifum Fram- sóknarblaðanna um yfirráð Sjálf- stæðismanna" í banka og gjald- eyrismálum, þegar þær hafa verið athugaðar nánar“. Skal honum nú lítið eitt leiðbeint í því efni og sagæsarinnar annsakaðar Þyrilvængjur hersins aðstoða fuglafræðinga í Þjórsárveri, við fætur Hofs- jökuls, eru mestu varpstöðvar heiðagæsarinnar, sem um er vitað. Þar er gizkað á að veipi allt að 20 þúsund fuglar árlega. En fram að þessu hefur varpið ekki verið rannsakað eða lifnaðar- hættir heiðagæsanna á þeim tíma. Nú er þó afráðið að bæta úr þessu og hefur fræðimönnum lengi leik- ið hugur á þessu í'annsóknarefni. Flugher varnarliðsins hefur látið í té þyrilvængjur, enda ófært land- leiðina vegna aurbleytu. Dr. Finn- ur Guðmundsson, fuglafræðingur, annast rannsóknir þessar og með honum til aðstoðar tveir ungir áhugamenn, þeir Agnar Ingólfsson og Jón B. Sigurðsson, og Björn Björnsson, ljósmyndari frá Nes- kaupstað. bent á stærstu villurnar í athug- unum hans. Innflutningsskrifstofunni stjórna tveir menn, Framsóknarmaður og Sjálfstæðismaður. Rétt er nú það, og ætti réttlætinu þar með að vera fullnægt. En bankarnir verða þó að leggja blessun sína yfir verk þeirra. Ef gjaldeyri vantar eru leyfi tvímenninganna litils virði og ber þá aftur að sama brunni að bankarnir ráða. Þá segir Islend- ingur að Búnaðarbankanum sé stjórnað af Framsóknarmanni. Enn verður að upplýsa íslending um að Búnaðarbankinn verzlar ekki með erlendan gjaldeyri, heldur aðéins Landsbankinn og Útvegsbankinn. En hverjir eru svo banka- stjórar þessara banka? Banka- stjórar Landsbankans eru: Vilhjálmur Þór og að hálfu Sjálfstæðismanna Jón Marius- son og Pétur Benediktsson tengdasonur Olafs Thórs. Bankastjórar Ú tvegsbankans eru: Valtýr Blöndal, sem ekki er vitað að sé neinn framá- maður Framsóknarflokksins, Jóhann Hafstein tengdasonur Hauks Thórs og Gunnar Við ar, mágur Olafs Thórs. Þessu geta svo Sjálfstæðismenn v'elt fyrir sér og vitað hvort þeir komast að sömu niðurstöðu og ,4slendingur“, að Sjálfstæðismenn ráði ekki yfir aðalbönkum lands- ins. Kapp það sem blöð Sjálfstæðis- manna leggja á það að sverja af sér bankavaldið, sýnir raunar betur en allt annað hve þeir eru hræddir við eigin verk í þessum þýðingarmiklu stofnunum þjóðar- Eyfirðingar taka byggingarefnið úr botni Eyjafjarðarár. Krabbameinsfélag Akureyrar gefur Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10 þús. kr. til kaupa á röntgenlækningatækjum Á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar, sem haldinn var 18. þ. m. var samþykkt að gefa Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 10 þúsund krónur til kaupa á röntgen- lækningatækjum. Slík röntgen- lækningatæki eru fyrst og fremst notuð til geislunar krabbameins- sjúklinga þótt auðvitað sé einnig hægt að nota þau til geislunar fleiri sjúkdóma. Tæki þessi eru mjög dýr og eru þessar tíu þúsund krónur því aðeins mjög lítill hluti kosnaðarverðsins, en félagið vill þó með þessari gjöf sinni sýna vilja sinn á því að hrinda málinu í framkvæmd þar eð mjög mikil þörf er á að hægt sé að fram- kvæma geislalækningu á krabba- meinssjúklingum hér í Fjórðungs- sjúkrahúsinu. í stjórn Krabbameinsfélagsins eru: Jóhann Þorkelsson, Stefán Guðnason, Þengill Þórðarson, Guðm. Karl Pétursson, Jakob Frímannsson, Bernharð Stefánsson og Pétur Jónsson. Tvær þrílembur Oft verða einkennileg atvik um sauðburðinn. Svo bar við í Fagra- skógi í Arnarneshreeppi, að grá ær eignaðist hrútlamb 10. apríl, sem ekki er í frásögur færandi. En 18. maí varð Grána aftur létt- ari og eignaðist þá tvö lömb í við- bót. Hvít ær að Gili í Glerárþorpi bar fyrir síðustu helgi og átti mó- rauða gimbur, svartan hrút og hvíta gimbur. ; Karlakór Akureyrar og Kirkjukór Lögmannshlíðar í fyrri viku efndu ofanskráðir kórar til tveggja söngskemmtana í Samkomuhúsinu. Komu kórarnir fram til skiptis, en sungu ekki saman. Núverandi söngstjóri Karlakórs Akureyrar er Jón Þórarinsson, en Áskell Jónsson söngstjóri Kirkju- kórs Lögmannshlíðar. Einsöngvar- ar með karlakórnum voru Tryggvi Georgsson og G. Karl Óskarsson, en einsöngvari kirkjukórsins var frú Helga Sigvaldadóttir. Árni Ingimundarson aðstoðaði með undirleik. Söng kóranna var sérlega vel tekið og var aðsókn mjög góð, eft- ir atvikum, sérstaklega síðara kvöldið. Mæðradagurinn Sunnudaginn 27. maí er mæðra- dagurinn. Þá verða seld mæðra- blóm á götunum og Blómabúð KEA verður opin frá kl. 10 að morgni til kl. 2 e. h. Gefst þá bæj- arbúum kostur á að fá fögur blóm til að gleðja með mæður sínar, eiginkonur og aðra vini sína. — Treystir nefndin því, að þeir kaupi mæðrablómin og hin lifandi blóm. Áskriííarsími IÍMANS á Akureyri er 1166 Nýlega fóru fram skólaslit barnaskólans í Glerárþorpi. Vetr- arstarfið var með svipuðum hætti og undanfarin ár. I skólanum voru 84 börn, þar af luku burtfararprófi 12 börn. — Hæstu einkunn við barnaprófið hlaut Hervör Jónasdóttir, 8,14. — En hæstu einkunn í skólanum fékk Þorgerður Larsen, 10 ára, 8,25. I skólaslitaræðu sinni brýndi Hjörtur L. Jónsson, skólastjóri, það fyrir börnunum, að varðveita mannorð sitt óflekkað alla ævi, — aldrei mættu þau setja blett á nafn sitt með óvandaðri fram- komu eða ljótu orðbragði. Með vorskólanum, er starfar til næstu mánaðamóta, bætast 22 börn í skólann. — Fermingar- og fullnaðarprófsbörnin fara í ferða- lag um Skagafjarðar og Húna- vatnssýslur um helgina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.