Dagur - 09.08.1956, Page 5

Dagur - 09.08.1956, Page 5
Fimmtudaginn 9. ágúst 1956 D A G U R 5 Yngsiu bændurnir kunna ekki að slá ekki að binda baggð Allt frá landnámsöld til okkar daga voru vinnuaðferðir mjög svipaðar við Iieyöflun. Amboðin, orfið og hrífan eru enn í dag lítið breytt, en Ijárinn var endurbættur til stórra muna. Að slá og raka, snúa í flekk, fanga hey og taka saman, var framkvæmt á sama hátt af forfeðrum okkar aftur í aldir, og núliíandi menn, sem komnir eru á miðjan aldur, gerðu til fuilorðinsára. Heybandslestir að hverfa. Enn má sjá heybandslestir, þótt þær verði sjaldgaefari með ári hverju. Tvítugir menn eru nú vandfundnir, sem bagga kunna að binda, svo að sæmilega fari á hesti, enda var það vandaverk ef langt var að flytja og vegur ógreiðfær, svo sem víða var. En Hin gömlu og nýju heyvinnu- tæki, orfið og hrífan. áður en lengra er haldið, er vert að gera sér þess fulla grein hve fá- brotin heyskaparverkfærin voru, einföld og ódýr. Það finnst okkur að minnsta kosti nú, eftir að hin evokallaða vélaöld kom til sög- unnar og gerbreyttir búhættir. — Orf, ljár, hrífa, hamar og steðji voru verkfærin, sem farið var með á engjarnar. Síðar kom heimflutn- ingur heysins og þurfti þá fleira til: Fyrst og fremst hesta og reið- inga. Klifberinn var merkilegur hlutur og var endurbættur þannig, «ð hægt var að „hleypa niður“, sem kallað var. Áður þurfti að lyfta böggunum af klakknum og vildi fljótt snarast nema tveir væru að verki og tækju sinn bagg- ann hvor og ekki má gleyma reip- unum, sem lengi vel voru gerð af hrosshári og í þau spunnið á hala- snældu og síðan fléttuð. Hagld- irnar voru smiðaðar úr hornum. Þá eru nú hin eiginlegu heyskap- artæki upp talin. Torfljárinn gegndi þýðingarmiklu hlutverki, því að með honum var heyjatorfið rist, því að ekki þekktist að hafa annað yfir heyjunum, þar til á síð- ari árum. Hlutveak torljásins var þó ekki eingöngu bundið hey- skapnum, svo sem ljóst er af því, að á meðan byggingar allar voru með torfþaki, þurfti árlega að rista torf til allra bygginga meira og minna. Orfið. Fróðir menn telja að orfin hafi lítið breytzt. Þó voru þau til forna einhælungar, en síðar kom neðri hællinn til sögunnar. Á efri hæl er „bónakarlinn“, er sláttu- maður hélt um með vinstri hendi. Hann var oft hafður úr hörðum við. Margir sláttumenn höfðu þann sið að hafa brýnið einnig í vinstri hönd og slitna'ði þá „bóna- karlinn“ fljótt. Orf úr aski voru talin mjög góð og entust furðu Iengi, en oft vildi losna um hæla. Mjög var það misjafnt hve langt menn vildu hafa milli hæl- anna á orfinu og eins hitt, hversu niðurlöng orfin áttu að vera og enn hve „steypt“ þaú voru. Stutt er síðan aluminium-orf komu á markaðinn, en þau eru bæði létt og stinn. Ljárinn. Allt fram á síðari hluta nítj- ándu aldar (eða til 1870) voru ljáirnir heimasmíðaðir og þannig gerðir, að blaðið var úr þrem þunnum plötum. í miðjunni var stálplata. Síðan voru plöturnar soðnar saman. Ljáirnir voru svo dengdir. Munu þeir ekki ætíð hafa bitið sem bezt og vandhert mun stálið hafa verið til bits. En eftir 1870 ruddu skozku ljá- irnir sér braut og voru það mikil viðbrigði. Þeir ljáir voru slegnir fram, klappaðir með léttum hamri á steðja og ekki hitaðir. Vanda- verk var að klappa, enda misjafn- lega gert. Hvergi mátti slá á ljá- blað nema á sVo sem 5 millimetra rönd fremst við eggina, annars kilpaðist ljárinn og var ónýtur. — Unglingar æfðu sig á gömlum ljá- blöðum, en fyrir mun hafa komið að þeir treystu handlægni sinni um of á nýjum ljáum. Lengi fram eftir var ljárinn fest- ur við orfið með ól, sem vafin var um orfenda og þjóið. Til að herða á þessum bindingi var rekinn fleygur á milli. 1845 var þó orf- hólkurinn fundinn upp og var þá engum erfiðleikum bundið að festa ljáinn svo vel, að hvergi haggaðist. Vandaverk hefur það ætíð ver- ið að búa sér orf og Ijá í hendur, svo að vel væri, hefur líka mörg- um verið ofvaxið. Slátturinn var íþrótt og senni- lega mjög holl. Hreyfingar og á- reynsla við slátt eru furðu alhliða. Hitt var þá ekki síður mikilvægt að láta bíta vel, svo að undan gengi, án þess að berja hvert ljá- far af kröftum. Eru margar sögur til um sláttumenn og bitið í ljáum þeirra sem göldróttir voru. Brýni. Brýnin voru oftast útlend, en margir höfðu líka steinbrýni. Var mikil _ trú á sumum brýnum og sagt að allt járn biti, sem þeim var brugðið á. Hverfisteinar flutt- ust hingað til lands um 1700 og ætíð síðan, en lengi vel urðu þeir ekki almenningseign. Margir kann- ast við málsháttinn: „Lyginn mað- ur brýnir bezt.“ Hrífan. Hrífur hafa litlum breyting- um tekið eða ekki svo að teljandi sé fyrr en þær voru smíðaðar úr aluminium. Þó var það tvennt við hrífuna, sem nokkuð var breyti- legt, en það var klóin og tindarnir. Brumbristindar þóttu góðir, en vildu þó brotna. Það var lág- markskrafa um handlagni ,,að tálga óskakkan hrífutind“. Brotgjarnar voru hrífurnar jafnan og eru enn og urðu fáar gamlar, jafnvel ekki í mjúkum höndum heimasætunnar. En alls konar átrúnaður var við hrífurnar tengdur. Ekki mátti skilja svo við hrífu að tindarnir sneru upp. Vissi JTveir eyfirzkir bændur að torfristu. — Ljósmynd T. H. það á landvarandi óþurrka eða kallaði jafnvel óþurrkatíð yfir sveitina. , ff|f Að vera „hólmaður af“. Þá er menn gengu að slætti hafði hver sína spildu. Góðir sláttumenn tóku breiðari spildur en lélegir, og fullorðnir breiðari en unglingar. Kappsamlega var unnið og þótti mikils um vert að vera góður sláttumaður. Hljóp mönnum stundum kapp í kinn. Vildi enginn annarra eftirbátur vera. Sá sem varð langt á eftir, átti á hættu að verða „hólmaður af“ og var það hin versta skömm. Hitt var karlmannlegt að láta spildú sína frekar breikka, en verða þó ekki á eftir hinutn. Þrælasláttur var það . kallað þegar slegið var á sléttu og hver elti annan í skára. Vildi sá . fyrri eða fyrsti ógjarnan hafa þann næsta alveg á hælum sér, en varð þó stundum að sætta sig við það. Þá var kappsláttur tíðkaður og þótti ágæt skemmtun. Davíð Stefánsson, skáld var eitt sinn spurður- að því af gesti einum í Fagraskógi,. hvers vegna hann gengi , ekki að heyskap með hinu fólkinu, en Davíð mun þá: hafa dvalið þar um tíma sér til hvíldar og hressingar. Þjóðskáldið svar- aði: „Það hefði eg helzt viljað. En eg kann ekki við að láta skilja mig eftir á skottum." Að snúa, saxa föng og sæta. Skemmtilegt var að snúa í flekk með mörgu fólki. Að ösla í hálfþurru, grænu og ilmandi heyi í góðum þerri, var ekki einasta kærkomin tilbreyting við fremur einhæfa vinnu, heldur sást þá nokkur árangur af margra daga, stundum margra vikna erfiði við slátt og rakstur. Bóndinn verður vongóður um fóðuröflun handa búfénu næsta vetur, fjármenn og fjósamenn hlakka til að gefa ilm- andi hey á garða eða í jötu og unglingarnir njóta stundarinnar í ríkum mæli með því einu að vera til á dýrmætum degi. Þegar heyið var orðið þurrt var það tekin saman. Konur rökuðu og söxuðu föngin, sem karlmenn- irnir báru síðan í bólstra eða sæti, stundum lanir og krosslanir. Ef rigning var í aðsigi þóttu föngin aldrei of stór, en þau þurftu. að vera vel söxuð til að þægilegt væri að bera þau. Annars sprungu (Framhald á 7; síðu). ÍSINN. Heybandslestir verða nú æ sjaldséðari. Þessi mynd var þó tekin í fyrradag að Háagerði í Öngulsstaðahreppi. Um hafís á miðum hefir frétzt, og hér hafa líka jakar sézt fast uppi í fjörugrjóti. Og sízt er að furða, við sigling þá, þótt sumarveðráttan norður frá sé með svalara móti. Ognvaldur löngum ísinn var, af honum hlutust búsifjar ærið þungar og illar. Magnaðast vann hann mönnum grand, þótt margir herjuðu okkar land frelsis- og friðar-spillar. Hér er þó aldrei íslaust hreint, því oft má hér líta, snemma og seint, þótt napur sé norðanrosinn, unga krakka og aldrað fólk, úti á götu, úr pappahólk, rífa í sig rjóma frosinn. Mjólkurís-sleikju siður sá siðvenju forna minnir á __ hjá frumþjóðum flestra landa þá sigur var unninn og hetjan hyllt, fannst hergarpi hverjum rétt og skylt að eta sinn erkifjanda. DVERGUR.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.