Dagur - 19.09.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 19.09.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. september. XXXIX árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. september 1956 48. tbl. Pyiswgerð KEA er elzta og stærsta pylsugerð utan höfuðstaðarins Allt frá 3 934 hafði KEA pylsu- gerð í sambandi við kjötbúð sína. Vegna vaxandi umsetningar var horfið að því ráði að stofna sjálf- stæða pylsugerð 1950. Tilgangur Pylsugerðar KEA var fyrst og fremst sá, að vinna verð- mætari söluvöru úr ýmsum kjöt- vörum, sem nauðsyn er að kjöt- iðnaðurinn fjalli um. Pylsugerðarvörurnar hafa selzt mjög vel og eru til sölu bæði hér á Akureyri og víðs vegar um landt þar með taldar niðursuðuvörur, svo sem pylsur og kindakjöt, og standast fyllilega samanburð hlið- stæðrar framleiðslu. Pylsugerðin hefur unnið úr 120 —140 smálestum af kjöti árlega og er verðmæti þess um 3,5 millj. kr. Umsetningin er þó nær hálfu meiri, því að þessi deild annast kaup og dreifingu á eggjum Um hálfönnur milljón fjár koma þessa daga til réffa á landinu smjöri, grænmeti og fleiri land- búnaðarafurðum. Starfsmenn eru 16. Fjórir faglærðir kjötiðnaðar- menn starfa í pylsugerðinni, og ætti það að tryggja vörugæðin að nokkru. Annars er kjötiðnaðurinn ný iðngrein hér á landi og er fyrsti iðnneminn, samkvæmt þeim lög- um, útskrifaður hér og starfar við þetta fyrirtæki. Pylsugerðarvörur eru orðnar æði mikill og vaxandi þáttur í daglegri neyzlu almennings, því að alls staðar er kappkostað að hafa sem minnst fyrir heimilisstörfun- um og ekki sízt í matargerð. Sennilega stendur hérlendur kjötiðnaður á fremur lágu stigi. Markmið hans alls staðar hefur verið það, að gjöra verðmæta söluvöru úr lélegra kjötinu. Er (Framhald á 5. síðu.) Ekið kringum Tjörnes Húsavík í gær. Verið er að leggja akveg kring um Tjörnes. Búið er að undir- byggja mest af þessum nýja vegi. Fyrstu bifreiðirnar fóru þessa leið nú um helgina. Var það jeppabifreið Guðmundar Há- konarsonar og lítil fólksbifreið símastöðvarstjórans í Húsavík, Friðþjófs Pálssonar. Ferðafólkið rómaði mjög nátt- úrufegurð á þessari leið og er talið að hún verði mjög fjölfarin þegar hún verður opnuð almenn- ingi til umferðar. Sauðfjárslátrun hefst hér á sláturhúsinu á morgun og verð- ur slátrað 28 þús. fjár þar og á Ófeigsstöðum. En þar hófst slátr- un á mánudag. Frá sumarfrelsi til umönnunar bændanna Undanfama daga hafa sveitamenn lagt leiðir sínar um fjöll og firnindi. Búizt að heiman til langrar göngu með nesti og og nýja skó, stundum með heimagerða leðurskó á fótum, því að engir skór eru léttari. Það em fremur daufar göngur, ef ekki er farið fyrsta spölinn ríðandi og tæplega fullgildur gangnamaður, sem ekki hefur hund. Framkvæmdir hafnar við upplök Laxár : i Framkvæmdabankinn lánaði 1 mill j til verksins Hópur manna vinnur nú við upptök Laxár við Mývatn Við stíflugerð. Koma á í veg fyrir hið ójafna rennsli árinnar, með því að fjarlægja giunnstingul og snjó af grynningunum með stíflugarði og með því að sprengja djúpan ál niður í árbotninn. Dutlungar Laxár. Það var snemma sýnt að Laxá gat verið æði dutlungafull til virkjunar þótt sjálft Mývatn væri þar vatnsgjafi, því þar á Laxá upptök sín. Reynslan hefur líka sýnt að mjög skortir á hið jafna vatns- rennsli árinnar. Ber einkum tvennt til, sem því veldur, frost og snjór. í frosthörkum botn- frýs vatnið á hinum víðáttu- miklu grynningum við upptök- in og heftir framrás þess og í stórhríðum leggst snjór og frost á eitt og geta stíflur af þessu tagi staðið dögum saman, því svo er að sjá að Mývatn muni ekki mikið um að bæta við sig nokk- urra daga vatnsmagni árinnar, enda er það stórt að flatarmáli og gljúpt hraunið að því á alla vegu. Neytendur á orkuveitusvæði Laxár hafa oft fengið að kenna á þessum dutlungum þótt trufl- ; anir yerði einnig af öðrum völd- um, svo sem krapastífluni neðan við virkjunina. Framlcvæmdabankinn lánaði 1 milljón. Árði 1953 voru vinnuská'lar reistir við Mývatn, þar sem áin rennur úr því og einnig var unn- ið nokkuð við sprengingar í ánni, en fé hefur vantað til frekari framkvæmda. En nú hefur Framkvæmda- bankinn lánað 1 milljón króna til að halda megi verkinu áfram og ei' unnið af kappi við stíflu- gerð nálægt Geirastöðum. Þar verður áin stífluð svo vatnsborð hennar hækki og verði jafnt yfirborði Mývatns. Síðan verður sprengdur djúp- ui' áll frá stíflunni og upp í Mý- vatn. Á stíflugarðinum verða lokur miklar, smíðaðar í Sviss. Á þá að vera hægt að „hafa í hendi sér“ rennsli árinnar og útiloka grunnstingul, jakaburð og snjó. Áætlaður kostnaður er talinn 4—5 milljónir króna. Enn vantar verkamenn austur og er búist við að unnið verði á meðan tíð og peningar leyfa. Síðan verður svo að dæla botn- leðju á svonefndri Breiðu og er það kostnaðarsamt verk og ekki í fyrrgreindri kostnaðaráætlun. Verkstjóri er Georg Karlsson, en umsjón með verkinu hefur Ásgeir Markússon. Sigurður Thor oddsen gerði teikningar og áætlanir. Formaður Laxárvirkj- unarstjórnar er Steinn Steinsen. Sjálfboðavinna við Skíðaskálann Kjötbúðarstj. KEA og forstj. Valbjarkar hafa farið með starfs- fólk sitt upp í skíðaskálann í Hlíðarfjalli og unnið vel þegna sjálfboðavinnu. Munu væntan- lega fleiri koma á eftir. Að leggja af stað í göngur. Gaman er að leggja af stað í göngur í góðu veðri, helzt langar göngur á góðum hesti, með tjald og nesti til margra daga og í glöð- um kunningjahópi, undir leiðsögn gangnaforingjans, sem er einvalds- konungur á sinu svæði á heiða- löndum og öræfum. Sums staðar eru fjárlöndin að vísu svo nærliggjandi, að þau eru gengin á einum degi. Þar er eng- inn leitarkofi og þar er engihn með trússahest í taumi og valið nesti til margra daga. Þar er undirbúningur lítill og tilhlökk- unin minni. Þegar ekki er horft af heimahlaði. En hvergi eru göngur þó svo fátæklegar, að ekki sé farið upp á fjall, eitt eða fleiri, og á hverju hausti mun einhver fara þá leið í fyrsta sinn. Og það er ekki lítill viðburður að fara í fyrsta sinn hátt til fjalla. Þar opnast nýr heimur og þegar horft er til baka yfir sveitina og nærliggjandi sveitir, opnast annar heimur, því að nú er ekki horft af heimahlaði. Ekki fyrir tildursmenn. Enginn skyldi þó ætla, að göngur séu yfirleitt einhver sunnudags- eða sólskinsganga. Því fer fjarri og hentar ekki tildursmönnum eða þeim, sem ekki geta einir verið nokkra stund. Hver verður aj5 treysta á sjálfan sig og hundinn sinn, hvort sem þokan byrgir út- sýn, regnið streymir úr loftinu, stórhríð brestur á eða þíðir haust vindar og mikið sólfar hefur orð- ið við óskum gangnamanna. Fjallafrelsi lokið. Ærnar taka venjulega strax á rás með dilka sína við fyrsta hó eða hundgá og renna síðan í hala- rófu í átt til byggða. En þar eru þó vissulega undantekningar. — Sumum fullorðnu ánum finnst sumar og fjallafrelsi enn ekki orð- ið nógu langt og beita þá bæði slægð og þráa, og enginn er öf- undsverður af því að elta forystu- fé, sem ekki vill hlýða. .1 Safnið rekið til réttar. Þeir sem heima bíða, horfa (Framhald á 5. síðu.) Tungiirétt í Svarfaðardal TungureU i Svaríaaardal cr á dalamotum. Þangað kemur ijöídi íjár úr Sýarlaðar- cg Skiðadal. S.I. mánudag var cslitin fjárbreiða alla Icio frá Dæli að réttinni og margt vel ríðandi manna á báðar hliðar. — Fjölmenni safnaðist að Tungurétt, cr á dagiim leið og naut veðurblíðunnar í ríkum mæli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.