Dagur - 19.09.1956, Qupperneq 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 19. sept. 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Bjömsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Simi 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júli.
PRENTVERK ODÐS BJÖRNSSONAR H.F.
Að gleyma arfinum, er fyrsta skréf-
ið til að glata honum
ÞEGAR KAUPFÉLÖGIN voru að rísa á legg,
fyrir og um síðustu aldamót, átti almenningur
ekki kost að ganga inn í myndarlegar sölubúðir og
njóta góðrar afgreiðslu, svo sem nú er víðast, og
ennþá síður að velja úr fjölbreyttum vörum til dag-
legra nota. Nú er þetta aðeins sjálfsagður hlutur og
við unum ekki öðru. Svo mjög hafa kröfurnar
breytzt.
Það orkar ekki tvímælis, að kaupfélög landsins
hófu verzlunina til þess sem hún er nú, fremur en
aðrir, þótt kaupmannastéttin hafi ætíð átt mörgum
hæfum einstaklingum á að skipa.
En þessi dýrmæti arfur á þessu sviði er til orð-
inn fyrir þrotlaust starf feðra okkar og félagsþroska
samtíðarmanna. Bæði mölur og ryð sækja fast að
þessum arfi og vilja eyða honum og er engin önn-
ur vörn til en þrotlaus félagsmálabarátta bæði inn á
við og út á við. Inn á við með fræðslu um sam-
vinnumál og út á við með pólitískri varðstöðu á
öllum vígstöðvum efnahagslífsins.
ANDSTÆÐINGAR samvinnustefnunnar koma
1 i.
ætið í dularklæðum og bera rýtinginn undir skikkj-
unni. Þeir látast vera vinir samvinnustefnunnaf óg
reyna að telja fólki trú um, að varðstáðan sé óþörf.
Samvinnutryggingar 10 ára
Svo nefnist afmælisrit Sam-
vinnutrygginga í tilefni 10 ára
starfs. Samvinnutryggingar er einn
af merkustu þáttum í félagsstarfi
samvinnumanna. Frumkvöðull
þeirra var Vilhjálmur Þór, en for-
stjóri þeirra Erlendur Einarssón,
þar til hann tók við framkvæmda-
stjórastarfi SÍS.
Það stóð strax mikill styr um
Samvinnutryggingar. Andóf ann-
arra . tryggingafélaga reyndist
meira en eðlilegt mátti telja. Það
hindraði þó ekki vöxt þess, því að
eftir aðeins 5 ár var það orðið 2.
stærsta tryggingafélagið í landinu
og hefur vaxið hratt og jafnt siðan,
svO’-aS-á-10 ára afmælinu er það
tekið við forystunni um frjálst
tryggingastarf.
Hin eftirtektaverðasta nýjung í
tryggingastarfinu var endurgreiðsl-
an, sem var alger nýjung og
neyddi önnur félög til að fara inn
á sömu braut. Núverandi forstjóri
Samvinnutrygginga er Jón Ólafs-
son.
En hvaða munur er á Sam-
vinnutryggíngafélögum og öðrum
tryggingafélögum?
íslendingar höfðu lítil sem eng-
in kynni af samvinnutryggingafé-
lögum eða „gagnkvæmum trygg-
'frigáfélö'gum“ eins og þau heita
réttu nafni, fyrr en Samvinnu-
tryggingar g/t voru stofnaðar
1946, fynr réttum 10 árum. Það
er því ástæða til þess að minnast
á það nokkrum orðum á þessum
tímamótum, hvað í þessu felst og
hvaða munur er á þessu formi
tryggingrfélaga og hinum eldri.
Flest hinna eldri tryggingafé-
laga hér á landi eru hlutafélög.
Það þýðir, að þau eru eign fleiri
eða færri manna, sem leggja fram
hlutafé, eiga hlutdeild í stjórn fé-
lagsins og fá greiddan ágóða þess
í hlutfalli við framlagt hlutafé.
Hinir tryggðu eru aðeins við-
skiptavinir félaganna og hafa ekk-
ert samband við félögin annað en
viðskiptin.
Höfuðeinkenni hinna gagn-
kvæmu eða samvinnu- og
tryggingafélaga er hins veg-
ar, að þau eru eign allra
þeirra, sem á hverjum tíma
tryggja hjá þeim. — Þessi
eignaréttur kemur fyrst og
fremst fram í því, að tekju-
afgangi félaganna er skipt
milli hinna tryggðu í hlut-
falli við viðskipti þeirra, og
það er samkvæmt þe^su höf-
uðeinkenni, sem Samvinnu-
tryggingar hafa endurgreitt
til eigenda sinna, hinna
tryggðu, 9.6000.00 krónur
á 10 starfsárum.
Höfuðmunurinn er því sá, að
hjá hlutafélögum hirða tiltölulega
fáir eigendur ágóðann í hlutfalli
við það hlutafé, sepi þeir eiga, en
samvinnutryggingafélag skilar öll-
um hinum tryggðu ágóða í hlut-
falli við tryggingaviðskipti. —
Þannig er öllum séð fyrir trygg-
ingum fyrir algert Sannvirði.
Blóðmör og lifrarpylsa - Slátur-
verð hefur stórlækkað
Nú í sláturtíðinni munu margar húsm,æður hafa
hug á að draga í búið, bæði slátur og kjöt. Hinn
gamli góði þjóðarréttur, slátrið, eins og það er
nefnt í daglegu tali, bæði blóðmör og lifrapylsa,
er nú að láta í minni pokann fyrir öðrum fæðuteg-
undum. Slátrið er þó óefað ein allra bezta fæðu-
tegund okkar hvað hollustu snertir og einkar hand-
hægt fyrir húsmæðurnar.
En það er ekki vandalaust að búa til gott slátur,
fremur en annan mat og ef til vill vilja ungar hús-
mæður fá svolitlar leiðbeiningar. Um þetta segir
svo í matreiðslubók Jónínu Sigurðardóttur:
„2000 gr. blóð, 1400 gr. rúgmjöl, 1000 gr. vatn
(kalt) 150 gr. hafragrjón (völsuð), 50 gr. salt (1(4
hnefi), 150 gr. hveiti og 1250 gr. mör. Blóðið og
vatnið er síað saman, saltið rúgmjölið, hafragrjón-
in og hveitið látið í og hrært vel innan um ílátið.
Mörinn er brytjaður í hæfilega stóra bita, sem svo
eru hrærðir saman við blóðið. Blóðið er látið upp
í þar til gerða vambarkeppi. Þá má ekki láta nema
milli hálfs og fulls í keppinn. Það þarf að sauma
eða spýta fyrir opin á keppunum áður en þeir eru
soðnir. Það sem eftir verður af blóðinu má láta í
blauta léreftspoka. Þeir eru látnir næstum fullir
og bundið fyrir opið. Allir sláturkeppirnir eru
látnir ofan í sjóðandi heitt vatn. Vambarkeppir eru
soðnir í 3 klukkustundir, léreftspokar í 4 klst. Þess
verður að gæta að suðan falli ekki niður og alltaf
sé nóg vatn á. Það þarf alltaf að fljóta yfir alla
keppina. Ef þröngt er í pottinnum, þarf við og við
að snúa efstu keppunum. Einnig verður stöðugt að
fleyta svo flotið sjóði ekki út úr. Þegar búið er að
sjóða, er vambakeppunum raðað á fjöl, en lérefts-
keppirnir eru látnir í kalt vatn í (4—1 klst. Þá er
léreftið tekið utan af og keppunum raðað á fjöl,
Þegar blóðmörinn er orðinn kaldur, eru keppirn-
ir skornir í sundur og raðað í tunnu, vatni helt á
og dálítið af skyrdrykk eða ediki. Það gerir slátrið
lystugra, en þó má sýran ekki vera of mikil.“
Um lifrarpylsu segir Jóninna Sigurðardóttir svo:
Þeir séu saklausir, eins og gestafiðrildi að ;leik í
kringum ljósið. En allir þurfa að skilja,'ekkl 'sízt
unga fólkið, skipulagningu samvinnumanna, eins
og hún er í dag og eins og hún hefur þróazt hér á
landi undanfarna áratugi. Og enn geta menn ornað
sér við þann hugsjónaeld, er bar samvinnuhreyfing-
una fram til sigurs og gerir henni kleift að feta á
nýjar slóðir og vaxa í þjóðlífinu með ári hverju.
Mölur og ryð sækja fast að þeim arfi, er sam-
vinnumenn á íslandi hafa gefið þjóðinni. Það er
eins víst og hinn illræmdi mölur er skilgetið af-
kvæmi gestafiðrildisins, að skikkjuklæddir smjaðrar
ar samvinnuandstæðinga bera hnífinn innan klæða í
mjög ákveðnum tilgangi, sem allur miðar að því að
koma í veg fyrir uppbyggingu réttláts þjóðfélags,
þar sem vinnuhugsjónin er hornsteinninn.
Þess vegna mega menn ekki gleyma arfinum, því
að það er fyrsta skrefið til að glata honum:
Iðnaðurinn á Akureyri er tvöfaldur sigur.
í nokkrum síðustu blöðum hefur nokkuð verið
rætt um þátt samvinnumanna í iðnaðinum hér á
Akureyri. Tilefnið var Iðnstefnan, sem Samband
íslenzkra samvinnufélaga og Kaupfélag Eyfirðinga
héldu nýlega í samkomusal starfsmanna Gefjunar.
Iðnstefnan hér er nærtækt dæmi um það, hverju
samvinnumenn hafa áorkað í iðnaðarmálum, og
einnig um það, að engar atvinnugreinar þjóðarinnar
eru samvinnumönnum óviðkomandi. Hér hefur svo
til tekizt, að Akureyrarkaupstaður er orðinn iðnað-
arbær. Það er ávöxtur samvinnustefnunnar og þarf
ekki um að deila, svo ljóst sem það er, og skal þó
engri rýrð kastað á annan iðnað höfuðstaðar Norð-
urlands. — En iðnaðurinn á Akureyri er tvöfaldur
sigur. Hann er sigur samvinnumanna og hann er
líka sigur allra þeirra manna, er hafa trú á því, að
atvinnulíf eigi að blómgazt og geti blómgazt utan
Reykjavíkur.
Um dagiijn og veginn.
: • 'FÝ’RIR Nokrum árum mætti
eg ókunnum ferðamanni á götu,
spurði hann mig hvað merkilegast
væri að sjá og skoða í þessum bæ,
til fróðleiks og skemmtunar. Mér
varð svarafátt. Þekkti þá ekki
þennan bæ sem nú, nefndi þó
nokkra staði, svo sem kirkjuna,
Gróðrarstöðina, Lystigarðinn . og
fleira.
Þegar eg hafði kvatt þennan na-
unga fór eg að hugleiða, hvað
þessum bæ var í mörgu ábótavant
sem ferðamannabæ og vandi mik-
ill að leiðbeina ókunnugum. Ekki
verðúr því neitað, að þessi bær á
fagra yfirsýn um fjöll og fjörð, en
bezt að vekja ekki athygli ókunn-
pgs vegfaranda á illgresinu með-
fram götum og girðingum, vekja
ekki athygli á ósamræminu í
þessum títt umrædda garðabæ.
Eg lék mér að því, í nokkra
daga, að bera upp þá spurningu
fyrir nokkra vitra menn, hvernig
ætti að svara þeim er leituðu
svona fræðslu. Fékk eg mörg
skarpleg svör við því, en hef nú
flestum gleymt.
Nú er margt breytt til bóta, þó
að illá gangi að útrýma illgresinu,
ag er það efni í annan pistil. Nú
ná benda á fleiri staði, t. d. Eiðs-
völl, kirkjutröppurnar, fleira vel
hirta einstaklingsgarða, Ráðhús-
torg, sem mætti vera betra (en
ráðhús fyrirfinnst ekkert), og
andapollinn, sem eg hef þó hálf-
gerða andúð á, einkum síðan
svanirnir komu þar, og detta mér
ætíð í hug vísur Þorsteins Erlings-
sonar — „á forarvætli verður þú
að vera borgarprýði“.
Þá hefur nú bætzt ein skraut-
fjöður í hattinn, sem vinsæl mún
verða og mundi ;eg þangað veg
vísa leitandi sál. En það eru klapp
irnar ofan við íþróttavöllinn. Auk
fagurs útsýnis til allra átta er þar
útsýnisskífa, sem veitir svör þeim,
er örnefni vilja vita. Þá hefur á
þessu sumri risið þar upp stytta
er Landnemar nefnist, og er sagt
að eigi að tákna Helga Eyvindar-
son og Þórunni Ketilsdóttur, er
Eyjafjörð námu, trúðu á Krist en
hétu á Þór til stórræða og hafa
svo margir gjört síðan. Þarna hafa
menn þau: Hann á buxum og hana
á kjól.
Ekki er mér kunnugt, hve marg-
ir hafa lagt leið sína út á klappir
síðan, en mér þykir líklegt að þeir
séu margir, því að þessi kynslóð
hefur mikinn áhuga fyrir mynda-
styttum, en merkilega hefur verið
lítið getið um styttuna manna á
meðal, og er mér sagt að hún hafi
afhjúpuð verið af fáum hægum og
hógværum mönnum. En lítið er
það uppörvun listamanninum, sem
hefur lagt sig fram að leysa þenn-
an vanda vel af hendi. Hefur mér
dottið í hug, hvort hann gjaldi hér
barnsins, sem í brunninn lenti og
vakið hefur mikið umtal og blaða-
skrif, mest fyrir það að honum
hefur aldrei verið nafn gefið og
vegna blæju þeirrar, er sveipuð er
hans neðri hluta.
Eg er enginn listdómari og geri
ekki Landnemana að umtalsefni
frá því sjónarmiði, en fótstallur og
umbúnaður myndarinnar likar mér
að því leyti, að leitast er við að
verja myndina fyrir nágengu fólki,
utaní-nuddi, og ákáfi þeirra er
ábótavant er í umgengismenningu
á opinberum stöðum og ekki virð-
ast skilja þau sannindi, að lista-
(Framhald á 7. síðu.)
„1000 gr. kindalifur, 450 gr. rúgmjöl, 250 gr.
nýru,: 150 gr. hafragrjón, 750 gr. mjólk, 150 gr.
hveiti, 750 gr. mör, 40 gr. salt. í
Lifrin og nýrun eru þvegin og vandlega hreins-
uð allt slím og óhreinindi, sem kunna að vera í
lifrinni. Síðan er lifur og nýru söxuð 4 sinnum í
söxunarvél. Þá er saltinu mjólkinni, hafragrjón-
unum, hveitinu og rúgmélinu hrært saman við.
Þetta þarf að hræra mjög vandlega innan um allt
ílátið, svo lifrin verði sem jöfnust. Mörinn er brytj-
aður jafnóðum og látið er upp í keppina. Soðið og
farið með að öðru leyti eins og blóðmör.“
Ágætt er að sjóða keppi í gömlum nælonsokkum.
Nokkur eltingaleikur hefur jafnan fylgt því að
taka heim slátur til sláturgerðar. Mun það óefað
hafa átt sinn þátt í því hve margar húsmæður hafa
fremur kosið að kaupa jafnóðum í næstu búð.
Nú í sláturtíðinni sendir Sláturhús KEA heim,
eftir pöntunum og losna þá neytendur við allt
vafstur við sláturkaupin.
Ennfremur skal á það bent að slátur- og mör-
verðið hefur stórlækkað frá því s.l. haust. Munár
sú verðlækkun t. d. 50% á mörnum.
—-----o------
Kjötfars
1 kg. hakkað kjöt, helzt blandað saman úr 3/4
nautakjöti og 1/4 af kindakjöti, 2—3 sneiðar fransk
brauð eða 1 dl. ósætt brauð rifið niður í smábita
og lagt í bleyti í 3—4 dl. af vatni.
í staðinn fyrir brauð má drýgja farsið með soðn-
um kartöflum og köldum. Kjötið er hrært vel og
brauðinu bætt í ásamt þeyttu deigi. Sé favsið of
þykkt, skal þynna það með vatni og rjóma. Mjólk
gerir farsið hart. Kryddað síðan vel með salti og
pipar. Úr þessu farsi má svo búa til mismunandi
rétti eftir smekk. ' ,