Dagur - 19.09.1956, Síða 8
Bagxjk
MiSvikudaginn 19. sept. 1956
Orðsending frá
lögreglustjóra
Lögreglustjóri hefur beðið
biaðið fyrir eftirfarandi orðsend-
ingu til eigenda reiðhjóla með
hjálparvél:
Allmikil fjölgun reiðhjóla með
hjálparvél hefur orðið hér í bæn-
um nú í seinni tíð, en jafnframt
hefur farið í vöxt, að réttinda-
lausir drengir, og þá oftast inn-
an við 15 ára aldur, stjórnuðu
þessum hiólum. Þar sem hér er
oft um að ræða drengi, sem eigi
bera fulla ábyrgð gerða sinna
sökum æsku, er athygli foreldra
og annarra forráðamanna drengj
anna vakin á því, að framvegis
verður tekið harðara á því en
hingað til, ef lög og reglugerð
um meðferð þessara farartækja
er brotin, m. a. með því að eig-
endur þeirra er láta það viðgang-
ast að réttindalausir aðilar
stjórna hjólum þeirra, verði látn-
ir sæta ábyrgð samkv. lögum og
þeir sem brjóta nefnd lög og
reglur með því að stjórna slíkum
hjólum án þess að hafa öðlazt
skírteini til þess, geta reiknað
með því að fá ekki réttindin
strax og þeir hafa náð tilskildu
aldursmarki.
Jafnframt er hlutaðeigendum
bent á það, að marggefnu tilefni,
að ekki er heimilt að valda
óþarfa hávaða eða ónæði í bæn-
um með framangreindum farar-
tækjum, og er bent á að slíkt
varðar við ákvæði lögreglusam-
þykktar kaupstaðarins.
Sláturhús KEA annast nú alla sölu
Tónleikar
Sovétlistamanna
voru haldnir í Nýja-Bíó í gær-
kveldi. Kunnir listamenn komu
fram og efnisskráin var fjöl-
breytt. Voru tónleikamir að
hefjast er blaðið fór í pressuna.
Eina silkiiðnaðarverksmiðja
landsins
Framleiðir 50 gerðir af kjóla- og blússuefnum -
Auk þ ess undirfatasilki og nælon
Meðal verksmiðja þeirra er ^ barnakjóla,
iðnaðarvörur sýndu á Iðnstefnu kjóla o. fl.
samvinnumanna og heyra undir
greinarflokk blaðsins um þetta
efni, er Silkiiðnaður SÍS á Glerár-
eyrum.
í sambandi við silkiiðnaðinn
sannast líklega betur en víða
annarstaðar á almenningi í‘bæ og
nágrenni, að sjá ekki það sem
næst er. Silkiiðnaður SÍS á Gler-
áreyrum er þó eina verksmiðjan
sinnar tegundar á íslandi og vel
þess verð að henni sé gaumur gef-
inn, þótt hún geti ekki státað af
áberandi húsakynnum eða af aug-
lýsingum, sem sérstaka athygli
vekja.
kvenblússur, sumar-
A Iðnstefnunni var þó silkiefn-
unum veitt athygli og pantað
mikið magn af þeim.
Verksmiðjan var stofnuð 1950
og gaf þá þegar fyrirheit um að
auka mætti framleiðslu og sölu.
Nýjar vélar og fullkomnar voru
keyptar litlu siðar og voru þá
framleiddar fleiri tegundir efna.
Siðustu árin hafa verið framleidd-
ar 25—30 mismunandi gerðir af
kjólataui í mörgum litum, efni í
Verksmiðjan framleiðir nú ár-
lega 25—30 þús. metra af þessum
efnum, einnig mjög sterkt og gott
nælonefni í undirföt. En það
verður að senda út til litunar enn
sem komið er.
Rekstur þessarar verksmiðju
hefur gengið vel og ætti að örfa til
stóriðnaðar á þessu sviði og spara
með " því fjárfúlgur í erlendum
gjaldeyri. Þessi fyrsta verksmiðja
í siikiiðnaði gefur ‘ýissúlgga vonir
um að svö geti orðið.< ■
Sýningargestir á Iðnstefnunni
þurftu margt að sfcoða, en sumir
þurftu- að láta segja sér það
tvisvar, að hin. fallegu og vönduðu
efni í sýningardeild.. Silkiiðnaðar
SIS,-væru framleidd hérna úti á
Eyrunum. Jú, svo sannarlega var
það rétt. Þessi verksmiðja og
Gefjun hafa .sannarlqga. mætt
auknum tízkulrröfum almennings
í fatagerð, og. qr,. silkiiðnaðurinn
þai' snai' þáttur og nýr þáttur í
iðnframleiðslu landsmanna undir
forystu samvinnumanna. — Verk-
smiðjustjóri er Þorvaldur Hall-
grimsson.
Stórlækkað sláturverð
Slátrun stendur nú yfir í Slát-
urhússi KEA á Akureyri. Er
tekið á móti 1150 kindum á dag
og vinna þar 90—100 manns. —
Alls vcrður slátrað á samlags-
svæði KEA um 39 þús. fjár, eða
um 9 þús. fleira en í fyrra.
Ný viðbót Frystihúss KEA
tekin í notkun.
Hin nýja og nauðsynlega við-
bót KEA er nú tekin í notkun.
Er þar rúm fyrir 14—15 þúsund
skrokka. Nýjar vélar voru settar
niður vegna stækkunarinnar og
verður þessi nýja kjötgeymsla
mun betri en sú eldri og kjötið
geymt þar í meira frosti en áð-
ur. Eru frystigeymsslur þá sam-
tals fyrir 26 þús. skrokka, auk
elzta hluta frystihússins, sem
notaður er m. a. fyrir ýmsar aðr-
ar kjötvörur.
Slátursalan á einni hendi.
Eins og áður er að vikið tekur
Sláturhús KEA nú að sér alla
sölu sláturafurða. Hefur þegar
komið í ljós, að þetta fyrirkomu-
lag reynist vel. Fólk sparar bæði
tíma og peninga með því að
verzla beint við Sláturhúsið. —
Getur það pantað í síma og feng-
ið vörurnar heimsendar. Bændur
munu einnig verða fegnir því að
losna við slátursöluna, en viðhorf
þeirra er þó nokkuð mismunandi
til þessa.
Stórlækkað verð.
Verð á sláturafurðum hefur
stórlækkað. Þannig er nú mörinn
seldur á kr. 9.45 hvert kg., en var
í fyrrahaust kr. 18.90. — Verð á
sviðnum hausum er nú kr. 15.90
pr. kg., en var í fyrra kr. 21.50.
Er vissulega athugandi fyrir
húsmæður, að kaupa nú meira
slátur til vetrarins en áður og
kynna sér verðlagið á þessum
vörum yfirleitt. En það er aug-
lýst annars staðar í blaðinu í dag.
Keppni í ökuhæfni
Svokölluð góðaksturskeppni
var nýlega háð í Reykjavík. Er
það önnur keppnin hér á landi
í þessari grein. — Bindindis-
félag ökumanna stóð fyrir
keppninni. — Hér á Akureyri
eru margir mjög hæfir öku-
menn og hér er einnig nauðsyn
nokkurrar nýbreytni í um-
ferðamálum. — Nokkurt um-
tal er um góðaksturskeppni á
Akureyri og mundi sú keppni
vekja mikla athygli almenn-
ings. — Bifreiðastjórafélög,
bifreiðaeftirlit, lögregla og
skátar, ættu að hrinda máli
þessu fram hið fyrsta, ef fært
þykir.
Kviknaði í húsi Davíðs
Stefánssonar
f gærmorgun á tíunda tíman-
um var slökkviliðið kvatt að húsi
þjóðskáldsins, Davíðs Stefáns-
sonar, Bjarkarstíg 6 hér í bæ. —
Hafði kviknað í við, næturhitun-
argeymi, er var í aðgerð.
Tókst strax að slökkva eldinn
og urðu ekki skemmdir, svo að
é
teljandi séu, en á neðri hæðinni
urðu skemmdir af revk.
Nýjung við votheys-
verkun
Margar aðferðir hafa verið
notaðar til að fergja vothey. —
Nýjasta aðferðin er sú að nota
plastgeymi, fylltan vatni.
Árni Jónsson tilraunastjóri í
Gróðrarstöðinni hefur fyrstur
hérlendra manna gert tilraun
með þetta.
Aðferðin er einföld mjög og
aðeins sú, að plastdúkur af réttri
stærð, sem hægt er að panta eftir
máli, er látinn ofan á heyið og
áfestur hliðardúkur, um 1 metri
að hæð, festur upp meðfram
veggjum.
Síðan er vatnið leitt úr næsta
krana, til dæmis með slöngu, og
plastgeymirinn fylltur eða í hann
látið svo sem hæfa þykir. Geym-
inn má svo tæma með slöngunni
þegar tími er til kominn. — Með
þessari aðferð á ekkert hey að
skemmast efst eða ofan til í vot-
heysgeymslum, eins og alltaf vill
verða, ef fergjun er ábótavant.
F r jálsíþróttakeppni
var háð á Akureyri síðastliðinn
sunnudag, 16. sept. Þátttakend-
ur voru: Kjalnesingar, Keflvík-
ingar, Akureyringar og Eyfirð-
ingar. Veður var mjög hagstætt
til keppni og áhorfendur all-
margir. Mótstjóri var Haraldur
Sigm'ðsson.
Keppt var í 10 íþróttagreinum
og 8 keppendur í hverri, tveir
frá hvei-ju sambandi.
Eyfirðir.gar urðu hlutskarp-
astir, en stigahæsti einstaklingur
var Höskuldur Karlsson.
Stjórn ÍBA bauð keppendum
til kaffisamsætis að móti loknu.
Mótið fór vel fram og mátti þar
sjá marga efnilega íþróttamenn,
sem efalaust eiga eftir að koma
meira við sögu íþróttanna í
framtíðinni.
Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðiim
Fréttir úr Svarfaðardal
Minningargjöf.
Áskell Jóhannesson bóndi á
Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal af-
henti fyrir skemmstu sóknar-
prestinum á Völlum 3000 króna
gjöf til Vallakirkju frá sér og
systkinum sínum til minningar
um foreldra þeirra og tvær látn-
ar systui'. Þessa rausnarlegu
gjöf þakkar kirkjan hér með og
biður gefendunum blessunar.
Hjónavígslur.
Hinn lí. sept. sl. voru gefin
saman í hjónaband af séra Stef-
áni V. Snævarr á Völlum: Hauk-
ur Helgason kennari frá Hafnar-
firði og Kristín Hólmfríður
Tryggvadóttir kennari frá Dalvík.
Hjónavígslan fór .fram á heimili
foreldra brúðarinnar, Tryggva
Jónssonar og Jórunnar Jóhanns-
dóttur, að Sognsvegi á Dalvík. —
Sama dag voru gefin saman í
Vallakirkju Gísli Þorleifsson frá
Hofsá og Heiðbjört Jónsdóttir.
Fremtíðarheimili þeirra er að
Hofsá. — Hinn 8. sept. s. 1. gaf
séra Stefán V. Snævarr á Völl-
um Árna Baldvin Hermannsson,
Karlsbraut 15 á Dalvík og Þóru
Svanlaugu Olafsdóttur frá Kefla
Vík saman í hjónaband í Valla-
kirkju. — Heimili ungu hjón-
anna verður á Dalvík.
Heyskap
er að verða lokið og er sumstað-
ai' lokið hér í sveitinni. Mun
minni hey eru nú í garði hjá
bændum en í fyrra. — Göngur
hefjast hér um næstu helgi, 16,-
17. þessa mánaðar.
Strokuhross handsömuð
Fyrstu göngur eru afstaðnar á
vesturafrétt Bárðardals og gaf
mjög vel í göngunum. Fé var
syðst á Fljótskvíslum. Áður var
fé miklu sunnar, og nú er fyrir
löngu hætt að fara á Jökuldal, er
var takmark ungra manna á
þeim tíma.
Fé virðist vel í meðallagi.
Á Litlu-Tungurétt komu fyrir
10 kindur austan yfir fljót og
verður þeim lógað, þar sem ekki
er leyfður flutningur yfir Fljót-
ið.
Á Austur-afrétt var göngum
frestaað um fimm daga og er lagt
af stað í dag.
Handsömuð hafa verið í Stóru-
*Tungu tvö ti-yppi, sem munu
vera hin sömu og sáust af ferða-
mönnurn á Sprengisandi í sumar.
Þetta eru tvær hryssur, mógrá
og rauðskjótt, með glöggu marki
og munu vera tveggja vetra.