Dagur - 10.10.1956, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.1956, Blaðsíða 8
8 DAGUJEt Miðvikudaginn 10. október 1956 í Viðnám kaupstaðanna á Norður- í og Austurlandi r Merkur fundur á Isafirði og tillögur hans í efnahags- og atvinnumálum Nýlega var haldin á ísafirði ráðstefna fulltrúa frá 8 kaup- stöðum landsins norðan og aust- an. Stóð fundurinn frá 26.—28. september. Sams konar fundur var hald- inn á Akureyri í fyrra og þótti hinn merkasti. Fundinn sóttu eftirtaldir full- trúar: Frá ísafirði: Birgir Finnsson, Matthías Bjarnason og Jón Guð- jónsson. Frá Sauðárkróki: Björgvin Bjarnason og Magnús Bjarnason. Frá Siglufirði: Jón Kjartansson og Baldur Eiríksson. Frá Olafsfirði: Ásgrímur Hart- mannsson. Frá Akureyri Steinn Steinsen og Guðmundur Guðlaugsson. Frá Húsavík: Páll Þór Krist- insson og Axel Benediktsson. Frá Seyðisfirði: Jóhannes Sig- fússon og Óskar Árnason. Frá Norðfirði: Bjarni Þórðar- son og Oddur Sigurjónsson. Fljótt á litið mœtti virðast að kaupstaðir norðanlands og aust- an hefðu ekki sérmál, er aðra kaupstaði landsins varðaði ekki. Þó er það svo, að einmitt bessir kaupstaðir eiga það sameiginlegt að hafa orðið hart úti vegna að- dráttarafls Reykjavíkur og ná- grennis. Fólkinu hefur ýmist fækkað eða staðið í stað. — En á sama tíma hefur höfuð- borgin blásið út og nágranna- bæir hennar einnig. Þetta stafar af því, að fjár- magn þjóðarinnar hefur sogazt til þessara staða með margvíslegu móti frá landsbyggðinni og einn- ig á þann hátt, að þjóðartekjurn- ar vilja ódrýgjast í völundarhúsi höfuðborgarinnar. Atvinnutæki og mannvirki Reykjavíkur og nágrennis bera þess ljósan vott. Og þróunin heldur áfram að færa iandsfólkið saman á einn stað og er það ærið áhyggjuefni hugs- andi manna. Fundurinn á ísafirði er þáttur í viðnámi landsmanna gegn þess- ari óheillaþróun. Á honum mættu fulltrúar fró ísafirði, Sauðárkróki, Siglufix-ði, Ólafs- firði, Akureyri, Húsavík, Seyðis- firði og Nox'ðfirði. Ennfremur mætti á fundinum Jónas Guð- mundsson, framkvæmdastj. Sam- bands ísl. sveitarfélaga, og loks mætti Hannibal Valdimarsson fé- lagsmálaráðhei-i-a á fundinum og flutti ávai-p. Birgir Finnsson for- seti bæjarstjórnar ísafjax-ðar var forseti ráðstefnunnax-. Að loknum störfum kaus fund- urinn 4 manna nefnd til að kynna stjómarvöldum álit og niðurstöð- ur fundaiúns og eru í nefndinni Steinn Steinsen, Akureyri, Bjarni Þóx'ðarson, Neskaupstað, Guðmundur Guðlaugsson, Akur- eyri og Birgir Finnsson, fsafirði. Mun nefnd þessi hafa haldið til Reykjavíkur til að gegna hlut- vei'ki sínu og ræða við ríkis- stjórnina um helztu niðurstöður fundarins. ÚTSVÖR — ÞÖRF NÝMÆLI. Á meðal helztu mála, sem fund- urinn afgreiddi, er ítarleg álykt- un um útsvör og þörf nýmæla á því sviði. Segir á þessa leið í ályktun fundarins um þetta efni: „Fulltrúafundur kaupstaðanna á Norður- og Austuilandi, haldinn á fsafirði í september 1956, skor- ar á í'íksistjórnina að hlutast til um að breytt verði lögum, sem snerta útsvör samkv. eftirfarandi tillögu: 1) Lögð vei’ði útsvör á ýmsar stofnanii’, sem ekki eru bundnar við ákveðin sveitar- félög, svo sem ríkiseinkasölur, samvinnusambönd, ti-ygginga- félög, sölusambönd, banka o. s. frv. Útsvör þessi renni í séi'stakan sjóð, sem gangi til sveitar- og bæjarfélaga sam- kv. reglum, er þar um vei’ða gerðar. 2) Sett vei'ði ákvæði um útsvai's greiðslur fyrirtækja, sem reka vei'zlun eða atvinnu víða á landinu. Ákvæði þessi ti’yggi að sveitarfélög í dreifbýlinu verði ekki útundan um út- svarsgreiðslur frá þessum fyr- irtækjum. 3) Bæjarfélögum og sveitarfé- lögum, þar sem samvinnufé- lög eru staðsett, heimilist að leggja veltuútsvör á rekstur samvinnufélaga á sama hátt og rekstur einstaklinga og hlutafélaga. Hámark rekst- ursútsvara verði ákveðið með lögum og reglugerð, er samin verði í samráði við Samb. ísl. sveitarfélaga. Álögð reksturs- útsvör verði frádráttarbær frá skatt- og útsvarsskyldum tekj um fyrirtækisins. NÝIR TEKJUSTOFNAR. Þá var samþykkt eftirfarandi ályktun um nýja tekjustofna bæjarfélaga: — Fundurinn skor- ar á ríkisstjórnina að hlutast til um að þar til lögfestir hafa verið nýir tekjustofnar fyrir bæjar- og sveitarfélög, taki ríkið að sér að greiða sum þau gjöld, sem á undanförnum árum hafa verið lögfest á bæjar- og sveitarfélög, svo sem greiðslur til Almanna- trj'gginga, greiðslur til Atvinnu- leysistryggingasjóðs o. s. frv. — Ennfremur sjái Tryggngarstofn- um ríkisins um innheimtu barns- meðlaga og taki ríkið að sér að greiða öll barnsmeðlög, sem ekki innheimtast hjá viðkohiandi bamsfeðrum. Þá var samþykkt ályktun um, að þar sem bæjarstjórnin hafi engin umráð yfir störfum lög- regluþjóna, séu þeir að öllu leyti launaðir af ríkinu og þurfi að breyta lögum að því marki. Um nýja tekjustofna og breytingar á lögum að því marki var enn- fremur gerð eftirfarandi ályktun: Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að láta fram fara endurskoðun á sveitarstjórnar- löggjöfinni, og að þeirri end- urskoðun lokinni verði lagt fyrir Alþingi frv. að nýrri sveitarstjórnarlöggjöf. — Ilaft verði samráð við Samb. ísl. sveitarfél. um breytingarnar. f þessu sambandi bendir fundur- inn á, að tryggja þarf sveitar- félögum nýja tekjustofna, því að sá tekjustofn, útsvörin, scm sveitarfélögum landsins er ætl- aöur til þess að standa undir meginútgjöldum sínum og víð- ast hvar má telja eina tekju- stofn þeirra, hefur á undan- förnum árum verið skertur svo að engar líkur eru til þess lengur, að sveitarfélög landsins — sérstaklega kaupstaðirnir — sem allur meginþungi félags- málaútgjaldanna, framfærslu- byrðanna og framfærslukostn- aðarins í landinu livílir á, fái staðið undir þessum útgjöldum að óbreyttri löggjöf um tekju- stofna sveitarfélaga. FÉ TIL ATVINNUAUKNING- AR — STOFNUN BANKAÚTI- BÚA. Af öðrum tillögum má nefna, að skorað var á stjórnarvöld að hlutast til um að fjárveiting á næsta ári til að bæta úr atvinnu- örðugleikum verði eigi lægri upphæð en 10 millj. og verði framleiðslubótafé þessu eingöngu varið til þeirra landshluta, sem frekast þurfa aðstoðar við sakir atvinnuskorts. Verði leitazt við að verja fénu sem mest til öflun- ar nýrra framleiðslutækja. Þá var samþykkt ályktun um að smíða ætti allar síldartunnur innanlands og selja þær sama verði hvar sem er á landinu. Fundurinn skoraði á ríkis- stjórn og Alþingi að hlutast til um að einhver aðalbankanna setji upp útibú í þeim kaup- stöðum norðan- og austanlands sem ekki hafa bankastofnanir. SAMVINNA UM VEGAGERÐ. Stjórn Sambands ísl. sveitarfé- laga var falið að hefja undirbún- ing að því að komið verði á sam- tökum kaupstaða utan Reykja- víkur um kaup og rekstur ný- tízku tækja til gatnagerðar. Jafn- framt verði athugað, hvort unnt sé fyrir kaupstaðina að taka sam- eiginlegt lán til langs tíma vegna vegagerðaframkvæmda og skipu- lagsbreytinga, sem af þeim kunna að leiða. Þá var skorað á stjórnarvöld að hækka fjárfram- lög til malbikunar og steypu gatna í kauptúnum og kaupstöð- um og nemi hækkunin hlutfalls- lega þeirri hækkun á. m. k., sem orðið hefur á benzínskatti. (Framhald á 2. síðu). Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Vegagerð í Dalsmynni í haust var hafin vegagerð í Dalsmynni með styrk frá Akur- eyrarkaupstað, Húsavík, Kaup- félagi Eyfirðinga, Kaupfél. Þing- eyinga í Húsavík og Grýtu- bakkahreppi. Búið er að undir- byggja veginn frá Fnjóskárbrú ytri að Skarði og verður hann væntanlega malborinn næsta sumar. Þessi nýi vegur í Dalsmynni á að tengja saman leiðir þegar Vaðlaheiði teppist og eru tengdar miklar vonir við þessar sam- göngubætur. Treyst er á að hið opinbera bregðist vel við fjárveitingum til þessa vegar, þegai' sýnilegur er hinn almenni áhugi heima fyrir til að tryggja flutninga milli hér- aða. Knattspyrnumót UMSE Knattspyrnumóti Ungmenna- sambands Eyjafjarðar lauk um sl. helgi. Eins og áður var getið urðu þrjú lið jöfn að stigatölu og urðu því að leika aukaleiki. Umf. Svarfdæla sigraði Umf. í Öngulsstaðahreppi með 4:1, og einnig sigraði það Umf. Æskuna með 2:1, og vann þar með Knattspyrnubikar Eyjafjarðar í annað sinn. Áður hafa unnið bik- arinn: Umf. Æskan þrisvar sinn- um, Umf. Reynir og Umf. í Öng- ulsstaðahreppi einu sinni hvort. Hröktu í skurð Hvammstanga í gær. Jóhann Sigvaldason, Brekku- læk, missti 17 kindur í áhlaup- inu síðasta. Höfðu þær hrakizt í skurð undan veðurofsanum. Enn er verið að grafa fé úr fönn, dautt og lifandi. — Slátrun lýk- ur hér um 20. okt. Búið er að lóga 26 þús. fjár. Vænleiki með betra móti. Vænt fé Blönduósi í gær. Ekki hafa verulegar fréttir borizt af fjársköðum. Sláturtíð stendur enn yfir og sl. laugardag var búið að slátra 21 þús. fjár. Meðalvigt þá var 14.9 kg. og er það með vænna móti. Þyngstan dilkskrokk, það sem af er, átti Magnús Sigurðsson, Litlu-Giljá, 26% kg. Hrútasýningar eru að hefjast og verða afkvæmasýningar í sambandi við þær. Fjárskaðar Ofeigsstöðum. í Kinn norðanverðri urðu jarð- bönn og innistöður fyrir sauðfé í 3 daga. 20 kindur hafa fundizt dauðar í fönn. Nú er einmuna veðurblíða og snjó leysir ört. Góður fiskafli Ilaganesvík í gær. Byrjað er að ryðja Siglufjarð- arskarð og einnig Lágheiði. Grimmdarstórhríð gerði hér 3. okt. og truflaðist slátrun af þeim sökum, en henni lýkur á morgun. Flutningar féllu niður bæði á sjó og landi. Margt fé vantar enn eftir hríð- ina og hefujr þó nokkru verið bjargað úr snjó, en einnig fund- izt dautt. Sjór gekk hátt á land, því að brimrót var óvenju mikið. Olli það skemmdum á veginum hjá Sandós í Haganesvík. Fiskafli er ágætur, þá sjaldan á sjó er farið. En þegar vinnu lýkur á sláturhúsinu, mun sjór- inn verða meira sóttur. Fjárskaði að Brimnesi Árskógsströnd í gær. Enn eru að finnast lifandi kindur í fönn á Árskógsströnd. Gústaf bónda að Brimnesi vantaði 30 kindur eftir hríðina. Hefur hann með aðstoð nágranna leitað síðan og fundið 18 kindur, síðast eitt lamb í dag, mjög illa farið. 7 kindur voru dauðar, er þær fundust, eða drápust af hrakningnum, og þær 5 er enn vanta, eru taldar dauðar. Dautt fé grafið úr fönn Grýtubakkahreppi 8. okt. Bóndinn á Jaðri á Látraströnd gróf 7 ær úr fönn á sunnudaginn. Voru þær allar dauðar. Á Ár- bakka fundust einnig 5 ær dauð- ar i snjó. Víðast vantar eitthvað af fé ennþá og er óttast um að það sé enn undir snjó, bæði dautt og lifandi. Síðari fréttir herma, að enn hafi dautt fé fundizt í fönn: 3 kindur frá Sunnuhvoli og 4 frá Áshóli. Slátrun er lokið á Grenivík. Þyngstan dilkskrokk átti Frið- björn Jónsson, Hjalla. Vóg hann 2614 kg. Vigtartölur liggja ekki fyrir um meðalvænleika, en kunnugir telja fé vænna en sl. haust. Góður afli er á Grenivík á trillubátana og virðist nokkurt fiskmagn í firðinum. Ný skáldsaga eftir Laxness Fyrir síðustu helgi Ias Hall- dór Kiljan Laxness upp úr nýrri, óprentaðri skáldsögu á fjölmennum fundi Félags ísl. stúdenta í Höfn. Laxness er heiðursfélagi stúdenta þar. — Saga skáldsins er úr Reykja- víkurlífinu frá fyrstu árum aldarinnar. — Stóð lesturinn yfir í tvær klukkustundir og þótti hin ágætasta skemmtun. Ekki er kunnugt um nafn hinnar nýju sögu eða hvenær hún kemur fyrir sjónir al- mennings. Jafntefli varð 3 : 3 íslenzka landsliðið í knatt- spyrnu lék sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum á sunnudag. — Mætti það þá Bandaríkjameist- urum atvinnumanna. Jafntefli varð, skv. skeyti frá fréttamanni Ríkisútvarspsins, 3:3. — Þá mun ákveðið að ekki fari fram lands- leikur milli íslands og Banda- ríkjanna. N ORÐLENDIN G AR! Munið! Þegar þér dvelj- ið í Reykjavík. Dagur fæst í Söluturninum við Arnar- höl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.