Dagur - 10.10.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 10.10.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1168. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 17. október. XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. október 1956 53. tbl. Kunningjar hittast í fyrstu göngum Nýjar greinar á rafveitusvæði Laxár virkjynar - Einisskortur tefur framkvæmdir Gömlu rafstöðvarnar eini lúxusinn Forystusauðurinn frá Baldurshcimi í Arnarneshreppi kann vel við sig í þessum félagsskap, en lítur hvasst á ljósmyndarann. Þeir meðalgreindu eru beztu Frá happdrætti húshyggingasjóðs F ramsóknarf lokksins Hinn 1. nóv. n.k. verður dregið í hinu glæsilega happ- drætti húsbyggingasjóðs Fram- sóknarflokksins. Vinningurinn er fullgerð þriggja herbergja íbúð við Bogahlíð í Reykjavík. Þeir umboðsmenn í Eyjafirði og á Akureyri, sem fengu senda miða, eru minntir á að hraða sölunni og gera skil hið fyrsta og helzt ekki síðar en 15. þ. m. — Skil liafa borzt frá eftirtöldum stöðum með 100% sölu: Oxnadalshreppi, umboðs- menn: Brynjólfur Sveinsson, Efstalandskoti, Þór Þorsteins- son, Bakka, og Ármann Þor- steinsson, Þverá. Ilrísey, um- boðsmaður Kristinn Þorvaldss- son, og Dah'ík, umboðsmaður Björn Stefánsson. — Aðalum- boðsmaður á Akureyri er Björn Hermannsson, sími 1443. Fólk sem er 48 ára, hefur lægsta slysatölu Fyrir skömmu var formaður enska ökukennarasambandsins á ferð í Danmörku til þess að kynna sér umferðarmál, og hafði hann áður verð í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Átti hann viðtal við blöðin í Höfn, og bar ýmislegt á góma. „Sá, sem getur ekið slysalaust um Kaupmannahöfn, hlýtur að geta það alls staðar í heimin- um,“ sagði hann meðal annars. Englendingurinn gat þess, að í sambandi við háskólann í Hel- sinki væri stofnun, sem rannsak- aði ýmisleg umferðamál. Hefði rannsóknin meðal annars leitt í Akureyringar í róðrar- kepp m Á laugardaginn var íslandsmót í kappróðri. Fór það fram í Reykjavík og sendi Róðrarklúbb ur Æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju eina sveit til keppninnar. í sveitinni eru: Gísli Kristinn Lórenzson (stýrimaður), Knútur Valmundsson (1. ræðari), Stefán Árnason, Róbert Árnason og Eggert Eggertsson. Kepptu drengirnir við Þýzka- landsfarana á þúsund metra vega lengd. Var aðeins sjónarmunur á bátunum, er þeir komu að marki, en tími mældist hinn sami. — Verður það að teljast mjög góður árangur hjá drengjunum okkar. ljós, að mesti umferðaslysaaldur- inn er 26 ár, svo fara slysin minnkandi hjá fólki upp í 48 ára aldur, en eftir það færi slysa- talan hækkandi. Um leið kom í ljós, að þeir gáf- uðustu voru alls ekki beztu bíl- stjórarnir, heldur þeir meðal- greindu. fslendingar keppa í Melbourne Stjórn Frjálsíþróttasambandsins hefur valið þá Vilhjálm Einars- son og Hilmar Þorbjörnsson til farar á Olympíuleikana í Mel- bourne í Átsralíu. Olafur Sveins- son verður fararstjóri. Áveitusvæði Laxár teygir sig nú út um byggðir landsins, lengra og lengra með ári hverju. Þó mun þeim er bíða fimiast biðin löng. Frá hinum ðlmennu kirkjuíundum Eins og áður hefur verið aug- lýst af undirbúningsnefnd kirkju fundanna verður almennur kirkjufundur fyrir land allt haldinn í Reykjavík í haust, dag- ana 20.—22. október, að báðum dögum meðtöldum, og verður fyrirkomulag með líkum hætti og verið hefur. Fundarsetu- og full- trúarétt hafa allir starfsmenn ís- lenzku kirkjunnar, lærðir og leikir, úr öllum söfnuðum lands- ins, sem áríðandi er að annist um, að sem allra flestir sæki kirkju- fundinn, enda verða þar hin merkustu mál til umræðu og meðferðar. — Allt starf við þessa fundi er unnið kauplaust. Dagskrá kirkjufundarins verð- í höfuðdráttum þannig, sam- kvæmt ákvörðun stjórnarnefnd- ar: I. Laugardaginn 20. október: Kl. 2 e. h. Fundurinn settur af formanni stjórnarnefndar, Gísla Sveinssyni, í húsi K. F .U. M. (Framhald á 2. síðu.) Öngulsstaða- og Hrafnagils- hreppur. Stauralína fyrir rafmagnið er nú komin að Fellshlíð í Onguls- staðahreppi. Hefur verið unnið að uppsetningu hennar í sumar. Næstu daga mun verða byrjað á því að setja upp staura fyrir raf- magnið í Hrafnagilshreppi, frá Hrafnagili að Grund og jafnlangt suður á efri bæjunum þar. Efnisvöntun tefur framkvæmd. Þessar framkvæmdir voru á áætlun rafvæðingarinnar í ár, framan Akureyrar. Það mun þó dragast enn um skeið að sveita- bæir á þessum svæðum fái raf- magn, því að enn eru ekki komn- ir til landsins einangrarar þeir, er línurnar eru strengdar á. Þeir eru amerískir og vantar tilfinn- anlega bæði hér og annars staðar. Þegar úr þessu rætist verður framkvæmdum vonandi hraðað eftir föngum og getur vinna haldið áfram, þótt vetur ver ði| kominn og vetrarhrríð, eftir að staurarnir eru komnir á sinn stað. Grýtubakkahreppur. Grýtubakkahreppur fékk raf- magn 15. ágúst í sumar, en Grenivík er eftir. Þar verður þó straumnum væntanlega hleypt á síðar í þessum mánuði. Sæstrengur til Hrísevjar. Á Árskógsströnd er verið að Miðbær fluttur um set leggja stauralínu að Naustavík. Sú lína á að tengja Hrísey við rafvæðingarkerfið. í eynni hefur verið unnið mikið í sumar að endurbyggingu rafkerfisins, og er því verki að mestu lokið. Raf- strengurinn, sem settur verður milli lands og eyjar, kemur hing- að seint í þessum mánuði, og má þá búast við að stutt verði þang- að til Hríseyingar fái Laxárraf- magn, sennilega fyrir jól. Rafmagn í Kinn. Ennfremur er í undirbúningi nokkur útfærsla á rafkerfi í Þing eyjarsýslu. Búið er að leggja raf- staura frá Rauðuskriðu í Aðaldal, þvert vestur yfir láglendið.Enþar skiptist línan nálægt Ófeigsstöð- um. Liggur önnur norður Kinn að Þóroddsstað, en hin suður að Gvendarstöðum. Gömlu rafstöðvarnar. Þessar framkvæmdir eru gleðiefni, þótt mörgum verði biðin leið og löng, síðan eygt var hið lengi þráða mark að rafvæða sveitir landsins. Víða á orkusvæði Laxár eru eldri heimilisrafstöðvar, sumar gamlar. Mjög orkar það tvímæl- is, hvort rétt er að leggja þær stöðvar niður, þótt hinn nýi afl- gjafi komi til sögunnar. Virðist réttmætt að benda á það, að heimilisrafstöðvar, sem sæmilega eru settar með vatn, eru ómetanlegar og eiginlega hreinasti „lúxus“, ef rafmagn getur á annað borð verið það. En viðhaldi slíkra stöðva er æði víða ábótavant og gæti verið hag- kvæmara að leggja nokkurt fjár- magn til endurbóta á þeim, en hverfa inn á hið almenna raf- kerfi, þar sem slíkt getur nægt heimilisþöx-fum. Um helgina fluttu Hríseyingar Miðbæ, íbúðarhús Jóhanns Sigur- björnssonar, á stórum vagni um 3ja km. veg suður í þorpið. Stærð þess er 7x9 m. og gekk flutningurinn vel undir stjórn Júlíusar Stefánssonar. Afrek Vilhjálms Einarssonar Vilhjálmur Einarsson, ÍR, vann það glæsilega íþróttaaf- rek í Karlstad í Svíþjóð síðastl. laugardag að stökkva 15.83 m. í þrístökki. Er það íslandsmet og Norðurlandamet. Hafa að- eins 5 menn náð betri árangri í lieiminum í ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.