Dagur - 20.10.1956, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1956, Blaðsíða 5
Laugardaginn 20. oktcber 1956 DAGUR (H- • •— - 5 Galdrakarlinn á Ytri-Brekkuimi Mikil gæfa er það fyrir galdramenn nútímans, að ef er sú tíð, að menn séu bornir á bál fyrir galdra. Jóhann Jónsson skósmiður í Krabbastíg 1, nýtur þess að vera ekki samtíðarmaður Þorleifs Kortssonar, þess er frægastur var fyrir galdrabrennur á 17. öld. Þá hefði hann efalaust þurft að gjalda með líf isínu, fyrir hnýsni í leyndardóma náttúrunnar. Enginn hlutur er yfirnáttúrlegur. Galdramenn eru ekki á hverju strái, þótt nútíminn unni þeim langlííis. Því þótti það ómaksins vert að hafa tal af einum slíkum. Maðurinn heitir Jóhann Jónsson og er skósntiður að iðn. Fæddur á Syðribrekkunni en á nú heima á þeirri ytri, í svonefndum Krabba- stíg. Þangað var gengið einn góðviðris daginn fyrir skömmu og litazt um meðal trjáa og runna, og svo birtist Jóhann í eigin persónu, ekki óá- þekkur í sjón og sambland af pró- íessor og galdramanni og tautandi fyrir munni sér: „Enginn lilutur er yfirnáttúrlegur, þótt niargir skilji skammt. Og skilningsleysið kemur af því, að menn íylgja ekki lögmál- um náttúrunnar, og skólarnir og tíðarandinn hjálpa til að drepa liið rétta eðli mannsins." Ræktaði kúmen og lét í brennivín. „Hvenær Iærðirðu þessa speki?" sagði eg, er við höfðurn heilsast. „Fyrstu innsýn á þá hluti gaf afi minn mér. Hann átti garð og rækt- aði kartöflur og grænmeti og hlúði mjög að þessurh gróðri, bæði með því að búa til skjól, hreinsa illgresi og á allan þann máta, er hann kuiitai. Hann útskýrði fyrir mér, litlum dreng, livernig ætti að rækta plönturnar, og hann sagði, hvers vegna þetta og liitt væri nauðsyn- legt. Hann ræktaði kúrnen, sem gaf lullþroskað og bragðsterkara kúmen en það, sent fékkst í verzlunum. Þ'ettá gaf liánn kúnningjunum, sem létu það útí brennivín og geymdu til gamlárskvölds." Þeir voru nærri búnir að drepa mig. „Þá hala menn líklega kunnað betur með vín að fara en nú?“ „Nei, blessaður vertu. Eg get sagt þér dæmi um það. Eg var ekki nema 5 ára, þegar gangnamenn heltu ofan í mig þrælsterku brenni- víni og voru nærri búnir að drepa mig, þegar afi kom að og tók einn og barði hina með honum. En þá varð eg hræddur í fyrsta en ekki síðasta skipti á ælinni, því eg hélt hann mundi kála þeim.“ Ræktar ferskjur. í garðinum lians Jóhanns vaxa cplatré, ferskur, plómur, auk al- gengra tegunda trjáa og matjurta. í litlu glerhúsi er ferskjutré, og Jó- hann sækir ávextina og sýnir mér. Það eru eílaust einu ávextir þessar- ar tegundar, sem ræktaðir eru liér um slóðir og girnilegir á að líta. En eplatrén bera ekki aldin, að- eins blóm, þegar best lætur. Plómu- tréð er ofurlítið duglegra, þótt upp- skeran sé ekki stór. Þarna eru líka stór jarðarber og hnullungsstórar kartöflur. Allur hefur þessi gróður lítið vaxtarrými, en trén eru þó með stóra og vöxtulega ársprota. Margt fer forgörðum. „Hvernig áburði notar þú til að fá þennan öra vöxt?“ „Það er löng saga og lygileg. Eg get sagt þér liana, ef þú vilt, en auðvitað ertu sjálfráður, hvcrju þú trúir. Bcsti áburðurinn til vaxtar er stytzt sóttur." „Hvaða áburðúr er það?“ Jóhann horfir fast á mig til að missa ckki af áhrifunum, og segir síðan: „Það er hland." Síðan bætir liann við: „Eg hef s'tundum haft gaman af því að heyra konur vera að vandræðast með garðaplönturn- ar sinar, sem ekkert vilja vaxa, og vantar þó stundum ekkert annað en það, sem þær eiga svo liægt með að bæta úr, ef þær hefðu vit á. Nei, heldur leita þær til ráðunauta og sérfræðinga eða annarra kvenna jafnheimskrá ög þær eru sjálfar. Þær grípa fyrir munn og nef, ef ég segi þeim þetta.“ Sjáðu þennan. „Hér er myndarlegur ánamaðk- ur,“ segi eg. „Þetta er kvikindi," segir Jóhann. „Sumir eru fingursverir og langir ég ræktaði ánamaðk. Það eru skemmtilegar skepnur og hafa vit fyrir sig.“ „Þú hefur ræktað maðkinn til að bæta moldina?" Jóhann lítur á niig með þó nokk- urri virðingu fyrir svona sjaldgæfri þekkingu og segir nú frá ánantaðk- arræktinni. Margir vitlausari en ánamaðkar. „Eg sá að moldin var léleg, með gráu og dauðu lagi í, svo ofarlega að plönturnar höfðu ekki eðlilega djúpar rætur. Þessu varð að breyta, og ,þá rifjaðist upp fyrir mér lræð- in hans afa. Honum þótti vænt urn ánamaðka og sagði að þeir opn- uðu og loftræstu jarðveginn. Það er annars skrítið að það, sem manni er sagt á barnsaldri og maður hefur svo ekki lnigsað um í áratugi og ætti að vera búinn að steingleyma fyrir löngu, getur allt i einu riljast upp, rnanni sjálfum til hinnar mestu furðu. Svo tók eg mig til eitt vorið og tíndi alla jrá ánamaðka, sem eg fann, og safnaði í tvo stóra kassa. Það var nú meiri fénaðurinn. Allir héldu að nú væri eg loksins orðinn alveg vitlaus. Eg hafði mold í köss- unuin, en ánnað ekki. Svo íór eg að hugsa um fóðrunina sjálfa. Reyndar gaf ég þeim ekki annað, en mér jrykir sjálfum gott, t. d.: rjórna og sykur, og einnig muldár brauðkökur. Eg gaf jteint alltaf á sama tíma, og ef eg ekki kom á réttum tírna, ætluðu jreir að verða vitlausir. Þcir vissu hvað tímanum leið, })ó jicir hefðu ekki klukku og tækju ekki sólarhæð. Einu sinni ætlaði eg að gera þeirn vcl til, og keypti lianda þeim Jransk- bráuðð niður í bæ. Mér dvaldist svolítið á leiðinni og var orðinn heldur seinn með matinta. Þeir voru auðvitað allir komtair upp og orðn- ir grenjandi vondir. Eg reií nú brauðið í sundur og gaf jrcim. En þá var eins og þeir hefðu séð fjand- ann sjálfan, svo fljótir eru jreir nið- ur, og svo fornemaðir voru þeir, að þeir létu ekki sjá sig, fyrr en eg hafði tínt hvern einasta brauðbita burt. Það var ölgerið, sem }>eir vildu ekki. Það eru rnörg kvikindi vit- lausari en ánamaðkar." „Hvernig uxu skepnurnar, og hvað gerðirðu svo við þær?“ „Þeir uxu svo fljótt að }>að var auðséð að j>á vantaði ekkert. Þeir voru orðnir svona sverir og svona langir," sagði Jóhann og sýndi mér. „Þá gróf eg holur í lóðina og lét J>á þar. Síðan eru j>eir búnir að berbreyta gróðrarmoldinni. Þetta eru einu vinnumennirnir, sem eg hefi haft, og þeir eru bæði iðnir og trúir J>jónar.“ Daman vildi komast inn. Við litum inn í litla gróðurhúsið. Þar er ferskjutréð, sem borið hefur 145 ávexti í surnar. „Hvernig frjófgaðirðu blómin?" „Bæði með pensli og höfuðvatns- sprautu. Pensillinn var betri. Svo var mér nú reyndar boðin lijálp. Það heimsótti mig dama, sem vildi komast inn í húsið, en }>að var lok- að, og eg skipti mér ekkert af henni." „Talaðirðu ekkert við hana?" „Það var hún, sem talaði. Þú hefðir átt að heyra til hennar, lags- maður. Þetta var hunangsfluga, og hún er of stór íyrir jressi blóm, og j>ess vegna vildi eg síður hleypa henni inn. Eg fór svo inn á verk- stæðið og fór að vinna. En held- urðu að hún komi ekki og láti eins og andskotinn. Þarna flaug hún í kring um hausinn á mér, þar sem eg sat og hélt að hún mundi ráð- ast á mig og Stinga mig. Hún reifst og reifst eins og hunangsflugur ein- ar geta rifist. Svo hætti eg að vinna og lagði hendurnar fram á borðið. eftir J>ví. Þú lieíðir átt að sjá, þegar DAGURINN OG VEGURINN. Eg, til dala út úr bæ, V< ek í vagni traustum, logn er yfir landi og sæ, ljómar sól á fjallasnæ, veðrið eins og verður bezt á haustum. í næði eg ferðar nóta vil, en nokkuð á það brestur, vagninn skekst og veltur til, því vegurinn er, hér um bil cins og hann getur orðið, á haustin verstur. Kannske hrannast hríðarský um hnjúkana öllum megin, og fangið næðir napurt í, næsta dag, er heim eg sný, — en þá er sjálfsagt verið að hefla veginn. Oft í huga eg þess spyr, án þess svar að finna, — og víst það undrun vakti fyrr — hve vega og daga forsjónir cru stundum ósamtaka að vinna. DVERGUR. Jóhann skósm. hcldur á ávaxtaskál með heimaræktuðum ferskjum, Hún seltist j>á óðara á borðið og skreið allt í kring um }>ær. Eg sá að hún vildi mér eitthvað, en skoll- inn sjálfur má skilja suð í hunangs- llugu, hugsaði eg og fór altur að vinna. Flugan espaðist ]>á um allan helming og lór aftur á stað, og svona gekk það, þangað til mér datt erindið í hug. Eg lét glerkrukku á borðið. Hún }>agnaði og settist á krukkuna og skreið síðan niður í hana. Þá bar eg hana út og öpnáði glugga í gráðurliúsinu óg* sleppti henni inn. Þetta var J>að, sejn hún vildi. Hún kom oftar til tnín. ,og liagaði sér nákvæmlega 'eins, íiémá hvað hún hlammáði sér strax í krukkuna, }>egar eg lét hana á’ borð1 ið. Við urðum meztu vinir," segir Jóhann að lokum." „Og j>að sk'yldi cnginn hakla, að hunangsflugur væru skini skroppin dýr.“ Gefur sprautur og græðir tré. Jóliann ól upp 15 trc af ’epla- kjörnum. Þau heita ýmsum nötniún. Hann heldur mikið upp á Jónatan. Hann hefur gert tilraunir með að örva vöxt trjáa, með }>ví að taka safa úr ágræddu tré og setja írin- undir börkinn á óvirkum trjám, er uxu upp af kjarna. Og J>essar til- raunir hafa borið árangur. A vetrum brýtur snjórinn stund- um greinar at trjánum í garðinum. En Jóhann græðir j>ær jafnhárð- an. Segir hægast að setja brotin saman í frosti, en auðvitað }>urfi að gera }>að strax, hvernig scm viðrar. Og sjón er sögu ríkari í J>essu efni. Fallegar greinar og alveg heil- brigðar eru cnn með heftiplástur. Umbúðir Jóhanns frá vetrinum. Þegar kálið sprakk. „Hvernig gengur kálræktin?" „Það eru mörg ár síðan eg rækt- aði dálítið. af káli, en síðan kál- maðkurinn kom, }>á er erfiðara um vik. Fvrst kunni enginn ráð, og eg ekki heldur. En j>egar eg sá maðk- inn og vissi að hann dræpi pliint- urnar, séitti eg salt og setti hnefa á hverja plöntu af cinskærri fólsku, til }>essa aðkomukvikindis. En betur lór en ætlað var. I-Ivítkálið milt hefur aldrei verið fallegra eða stærra, og voru stærstu hausarnir (i pund og beinharðir og hvítir að innan. Eg hengdi }>á á stilkunum í geymsluna. En eitt sinn um vetur- inn, er við vorum að spila inni I stofu, heyrðist ]>essi rokna hvéllur, og spilin fellu á borðið, og ég hljóp niður til að vita, livað væri á seyði. Hélt að vatnsleiðsla hefði sprung- ið. En svo var ekki, heldur hafði eitt stærsta kálið sprungið og trístr- ast um alla geymsluna. Eriginri hef- ur gefið mér viðhlítandi skýringu á jjessum ósköpum. En vel mætti hugsa sér saltið og saltpéturinn, sem plantan dróg úr moldinni, hafi orsakað }>essa sprengingu í félagi." Hvítu mýsnar. „Hefur þú ekki drepið tré á þessu likti?" „Jú, mörg tré,“ svarar Jóhann. ,.Eg hef þau íyrir hvítar mýs, eins og læknarnir, og margs hef ég orð- ið visari af jjessum tilraunum, og með því að líta á smásjána. Eg ltefi gert margar vitleysur, sem eg sár- naga niig í handarbökin fyrir, eins og þegar eg var að lækna krabba- meinið. Eitt tréð var með illkynjað krabbamein, og eg var næstum béi- irin að lækna það. Með ]>ví meðal annars að taka börkinn af, }>ar sem meinið lá, og skafa það upp. En ]>á varð mér }>að einu sinni á, áð bera blákkfférnis-blandaða tjörií í sárið. En blakkfernisinn smaug í gegn úm æðar og véfi og inn í marg og drap það.“ Hver er svo efíirtekjan af ávaxtaræktinni? „Anægjan er næstum eina eftir- tekjan. En hún er nægileg og marg- falt meira virði en fyrirhöfnin. Stundum dettur mér éitthvað nýtt í hug, og [>á hetidi eg frá mér skón- um og hleyp út í garðinn yg frarn- kvæmi j>að }>egar i stað. Og hérna í garðinum á ég mínar beztu stund- ir,“ segir Jóhann að lokurn. —o— Eg J>akka Jóhanni fyrir samtalið, og síðan hcf cg óskað J>ess, að marg- ir hefðu jafnmikinn áhuga fyrir gróðri jarðar og liann. Jóhann er athugull að eðlisfari og prólar sig áfram í ræktun og meðferð liinna vandmeðförnustu plantna, og nýt- ur ]>ess að umgangast gróandann á litlu lóðinni sinni og hina tryggu }>jóna í moldinni. Gaklrasvipurinn er horfinn, en í lians stað íhyggli og síungur, jeytandi liugur }>ess manns, er skort hefur æðri mennt- un og aðstöðu til vísindastarfa, en leggur J>é> ekki árar í bát, en unir löngum stundum við stafrofið að leyndardómum náttúrunnar. E. D. Frá Sjómanafélagi Ak. Á fundi Sjómannafélags Akur- eyrar sl. sunnudag var eftirfar- andi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Fundur í Sjómannafélagi Ak- ureyrar, haldinn sunnudaginn 14. október 1956, lýsir samþykki sínu við byrjunaraðgerðir ríkisstjórn- arinnar til að stöðva dýrtíðina. —• Jafnframt treystir fundurinn því, að staðið verði vel á verði gegn tvers konar verðhækkunum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.