Dagur - 20.10.1956, Síða 8

Dagur - 20.10.1956, Síða 8
8 Laugardaginn 20. október 1956 Leiksystkinin í Seiiandi Austur í Sellandi í Fnjóskadal ótti villigæs hreiður í vor. En þegar gæsamamma lagði af stað Kötturinn og fálkinn í Garðsárdal Einn góðviðrisdaginn í haus urðu menn sjónarvottar að því úti á Árskógsströnd, hvar fálki átti í hörðum eltingaleik við rjúpu. Þreyttu þau lengi flugið og var helzt að sjá, að ránfuglinn yrði að gefast upp. En rjúpan mun hafa verið orðin þreytt og- leitaði mannabústaða. Var hún komin heim að bæ er henni fat- aðist flugið og fálkinn veitti henni banahöggið. Falkinn flaug nú upp með rjúpuna, en hún var of þung fyr- ir hann og komst hann ekki nema stuttan spöl, en krakkar hlupu að og skoðuðu hinn hvíta fugl með sorg í augum. Fálkinn beið álengdar, en árangurslaust, því að börnin tóku rjúpunni gröf og jörðuðu hans þar, döpur í bragði. Sennilega hefur þessi fálki verið mjög ungur og litið dagsins ljós í fyrsta sinn í vor, því að fullorðnir fálkar eru mjög öflugir, svo sem eftirfarandi saga sýnir: Þegar Valdimar Þórðarson bjó að Þröm í Garðsárdal átti fálki hreiður í árgljúfri þar skammt frá. Sat hann oft þar nærri. — Köttur var á bænum, stór og veiðinn. Hann átti margar ferðir í nágrenni hreiðursins og voru þeir engir vinir, fálkinn og kött- urinn. Eitt sinn bar svo við að fálkinn freistaði kisa um of, og stökk kötturinn á hann um leið og hann hóf sig til flugs og læsti í hann klónum. Fálkinn náði flug- inu og var þegar kominn allhátt. Leizt kisa ekki á blikuna og sleppti. Var það hin furðulegasta sjón að sjá hann í fallinu á ýms- um endum. Hann kom þó niður á fæturna, eins og vænta mátti. Enginn er til frásagnar um af- drif fálkans, sem flaug þó leiðar sinnar. En kisi var nokkra daga að jafna sig. Alla æfi síðan var hann hræddur við fálka og stökk hann jafnan inn í bæ ef hann varð þeirra var, sá þá eða heyrði til þeirra. með ungahópinn sinn niður að Fnjóská, varð einn unginn við- 'kila. Hefur hann sennilega hrnk ist niður bæjarlækinn, því að yfir hann þurfti að fara. Sá litli leit- aði þá á náðir mannanna og skreið heim að bæ og var þar um morguninn eftir er fólkið kom á fætur. Og á Sellandi var enginn, er sneri háls úr lið og gæsarung- inn óx og dafnaði. Á bænum var þriggja mánaða gamall hvolpui’, og hvolpar þurfa mikið að leika sér, og það þurfa gæsarungar líka. Og hvort sem mönnum þykir undarlegt eða ekki, urðu þau mestu mátar, gæsin og hvolpurinn, og léku sér saman löngum stundum á daginn og sváfu saman á nóttunni. Leik irnir þeirra voru dálítið skrítnir. Þegar hvolpurinn glepsaði, þá hjó gæsin, og það var ekki nota- legt. Gæsinni var annt um fall- egu fjaðrirnar sínar, en auðvitað bera hvolpar ekki skynbragð á það. Og þegar úr hófi keyrði brá gæsin sér á loft og flauð marga hringi yfir seppa, þangað til hann lofaði bót og betrun. Þegar villigæsirnar sátu í stór- um hópum á Fnjóskárbökkum í haust, átti að reyna að fá heima- gæsina til að slést í hópinn. Var oftar en einu sinni farið með hana á jeppa til þeirra og henni sleppt. En villigæsirnar vildu ekkert með hana hafa og sú litla var þá ekkert upp á þeirra fé- lagsskap komin og enduðu ferð- irnar þannig, að gæsin varð á undan jeppanum heim í Selland. En sumarið er fljótt að líða og fójkið í Sellandi flutti aftur til Akureyrar. Þá var gæsin skilin eftir í þeirri von, að hún mundi þá leita kunningsskapar kyn- systra sinna og slást í för með þeim. En eftir mánaðartíma var gæs- in enn í Sellandi, en var þá flutt til Akureyrar og varð þar fagn- aðarfundur. Gæsin mun þó hafa orðið fyrir einhverri styggð, því að hún flaug burt og hefur sézt á flugi öðru hvoru hér yfir bæn- um. Verður hún vonandi ekki skyttum að bráð. En þegar hún næst, verður hún flutt að Skipa- lóni, en þar er gæsarækt. Þessi skemmtiferð fékk illan endi, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fólkið slasaðist en hélt lífi. En fallegur bíll varð að óntýu járna- rusli .Aðeins hjólbarðarnir voru hirtir, Gætið varúðar í umferðinni. Dagujr Dilkakjöt og hraðfrystur fiskur á sænskan markað? Sænskir samvinnumenn greiða fyrir sölu íslenzkra afurða Nina var sek fundin Rússneska íþróttakonan Nina, sem sökuð var um að hafa hnupl- að 5 kvenháttum í verzlun einni í London, og hvarf að því loknu, er nú komin í leitirnar og var henni gert að greiða sem svarar 150.00 krónur í kostnað. — Hún neitar að hafa stolið höttunum, en leynilögreglumaður, sem gætti búðaxánnar, heldur því hins veg- ar fast fram. Hinir girnilegu hattar virðast hafa verið of mikil freisting fyrir hina frægu íþróttakonu. Nina var, að sögn, lokuð inni í rússneska sendiráðinu þann tíma allan, er hennar var saknað. Mál þetta hefur vakið feikna athygli og er nú farsællega leyst að því er virðist og vonandi fer Nína aftur að æfa íþróttirnar eftir inniveruna. Ungur, þýzkur læknanemi, Peter Faust að nafni, sem starfar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- Peter Faust. ureyri, synti frá Oddeyrartanga austur yfir fjörðinn á laugardag- inn var. Sjór var spegilsléttur en kald- ur, svo sem búast mátti við og svalt í veðri, en þó frostlaust þegar kom fram á daginn. Hiti á yfirborði var IV2 stig. Sundmaðurinn fór rösklega af stað og synti skriðsund fyrst, en síðan bringusund og náði hann landi austan fjarðarins eftir um það bil 22 mínútur. Trillubátur var í fylgd með honum og flutti hann kaldan, en óþreyttan, til baka. Varð sund- manninum ekki meint af volkinu. Allmargir hafa þreytt þetta sund, en líklega enginn við svo kalda aðstöðu. Hinn þýzki læknanemi er sundmaður ágæt- ur og hefur oft synt miklar vegalengdir erlendis. Meðal ann- ars frá Sikiley til ítalíu. Hann hefur einnig stundað fjallgöngur af kappi þann stutta tíma er hann hefur dvalið hér. Fyrir hálfum mánuði lagði hann land undir fót og brá sér einsamall til Ólafs- fjarðar og þaðan til Siglufjarðar. Viku síðar ferðaðist hann einnig á tveim jafnfljótum í Þingeyjar- sýslum og hann hefur heldur ekki staðist nokkra álitlega fjalls tinda hér í nágrenninu. Blaðið stakk upp á því við hinn unga og vaska mann, hvort ekki væri rétt að láta læknir rannsaka hann, með tilliti til ógætilegra haustferða í sjó og á landi, þegar allra veðra væri von. — Hann svaraði því til að andleg og Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi Einarssyni og fyrir Dánarclægur f dag verður til moldar borinn að Einarsstöðum í Reykjadal Ketill Sigurgeirsson. Ketill var 44 ára að aldri, bóndi að Stafni í Reykjadal og harm- dauði öllum er til þekktu, því að hann var góður búþegn og hinn ágætasti drengur. líkamleg heilbrigði virtust í sæmilegu lagi, en læknisskoðun- ina framkvæmdi hann sjálfur á þessum ferðum og þetta væri að- eins einn liður í námi sínu, því að hann ætla’ði að verða íþrótta- lækknir — Peter Faust fer héðan innan skamms til Berlínar og heldur þar áfram læknisnámi. Blaðinu er kunnugt um að eft- irtalið fólk hefur þreytt sund yfir Oddeyrarál: Karl Hansson, Lárus Rist, Arngrímur Ólafsson, Jóhann Ólafsson, Kristján Þorgilsson, Sigurður Runólfsson, Haukur Einarsson, Guðmundur Matthíasson, Árni Bjarnarson, Karl Friðriksson, Sigríður Hjartar, Sigrún Sigtryggsdóttir, Pétur Eiríksson, Peter Faust. f næstu viku fer hér fram mænusóttarbólusetning á börn- um á aldrinum 1—6 ára eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Bólusetningin er algerlega frjáls og eru foreldrar því alger- lega sjálfráðir, hvort þeir vilja láta bólusetja börn sín, enda verða þeir sjálfir að bera kostn- aðinn, sem er 30 krónur fyrir barnið. Þess skal þó getið, að bólusetningin er algerlega hættu laus og virðist mjög örugg vörn gegn hinni geigvænlegu mænu- sótt. Framkvæmd bólusetningarinn- ar verður þannig, að ætlast er til að komið sé með nöfn, heimilis- fang og fæðingardag og ár þeirra barna, sem á að bólusetja ásamt gjaldinu fyrir bólusetninguna í aðgöngumiðasölu Borgarbíós mánudaginn 22. eða þriðjudag inn 23. október kl. 1—5 e. h, — Viðkomanda verður þar afhent áeggjan hans, munu sænskir sam vinnumenn hafa áhuga á að kaupa til reynslu íslenzkt dilka- kjöt og ennfremur hraðfrystan fisk og selja í hinum glæsilegu verzlunum sínum í Stokkhólmi. Hefur SÍS þegar sent út fisk og standa vonir til, að um framhald verði að ræða. Ennfremur mun hærra verð fást fyrir dilkakjötið í Svíþjóð ,ef tilraunin tekst vel, heldur en í Bretlandi. Guðrún Á. Símonar hefur nú sungið inn á hljóm- plötur hjá His Master’s Voice. — Síðar mun hún koma fram í brezka útvarpinu og sjónvarpinu og syngja íslenzk lög. Hún hefur þegar getið sér góðan orðstír fyr- ir söng sinn, svo sem vænta mátti. Gljúfurárjökull minnk- ar ört Jón Eyþórsson veðurfræðingur var hér fyrir fáum dögum og mældi þá Gljúfurárjökul í Skíða- dal, með aðstoð Björns bónda á Þverá. Hafði jökullinn þokað um 25 metra frá í fyrra, en um 200 metra frá 1939. Jökull þessi er 5—6 km- að stærð og liggur hæst númer, sem á er skráð hvaða dag og klukkustund barnið á að mæta, og er ætlast til að með þessu móti verði hægt að komast hjá öllum troðningi, svo og allrl teljandi bið. Af framangreindum ástæðum er alveg nauðsynlegt að gera pöntun sína áður en sjálf bólu- setningin hefst, enda verða að- eins afgreiddir þeir sem pantað hafa. NB. Munið að hafa börnin þannig klædd að auðvelt sé að bretta fötunum upp fyrir oln- boga. Áskriflarsími TÍMANS á Akureyri er 1166 DAGUR kemur næst út miðvikudag- inn 24. október. synfi yfir Oddeyrarál um 1200 metra yfir sjó. Mænusóttarbólusetning

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.