Dagur - 21.11.1956, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 21. nóv. 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Galddagi er 1. júli.
Prentverk Odcls Björnssonar h.f.
Endurskoðun varnarsamningsins
HAFNAR ERU nú í Reykjavík samningavið-
ræður milli fulltrúa íslenzku ríkisstjórnarinnar og
stjórnar Bandaríkjanna um endurskoðun varnar-
samningsins. Áður en viðræðurnar hófust fóru
fram á Alþingi nokkrar umræður um þingsálykt-
unartillögur fluttar af Sjálfstæðismönnum á þingi
um þetta efni. í þeim fólst þó ekkert nýtt, sem
gæti orðið leiðarljós samninganefndarinnar ís-
lenzku, svo að báðum tillögunum var vísað frá
þingi. í annarri tillögunni var ályktað, að í fyrir-
huguðum samningaviðræðum skyldi þannig frá
málunum gengið, að nauðsynlegar varnir lands-
ins yrðu tryggðar, og var þar með gefið í skyn af
Sjálfstæðismönnum, að það sjónarmið myndi
ekki ráða gerðum íslenzku ríkisstjórnarinnar er
að samningaborðinu kæmi. Utanríkisráðherra
mótmælti eindregið þeirri aðdróttun og lýsti því
yfir, að ríkisstjórnin myndi sjá svo um, að nauð-
synlegar varnir yrðu tryggðar. Á þeirri forsendu
var tillögunni vísað frá. Hins vegar væri ágrein-
ingur um það milli Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins annars vegar og Sálfstæðisflokksins
hins vegar, hvað væri nauðsynlegar varnir. Hin
tillaga þeirra Sjálfstæðismanna var á þá leið, að
þeir fengju tvo fulltrúa af fimm í samninganefnd-
ina við Bandaríkin og að Alþingi kysi þá nefnd.
En þar sem sá háttur hefur aldrei verið hafður á
til þessa, var þeirri tillögu vísað frá með rök-
studdri dagskrá.
UMRÆÐUR ÞESSAR urðu þó til þess, að skýra
línurnar enn betur til þessa máls. Af hálfu Sjálf-
stæðismanna kom enn einu sinni í ljós áköf við-
leitni til þess að fá það viðurkennt, að herinn ætti
ekki að fara héðan, hann ætti að hafa hér bæki-
stöðvar og aðsetur um alla framtíð. Af hálfu rík-
isstjórnarinnar lýstu forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra því yfir, að stefnan væri hin sama og
allsendis óbreytt frá því 1949, er við gerðumst að-
ilar að Atlantshafsbandalaginu, þ. e. að hér yrði
ekki látinn dvelja her á friðartímum, og jafnframt
að eðlilegt væri að hafa hér varnir ef hætta er á
því að til styrjaldar dragi. En það er ófrávíkjan-
leg skoðun ráðherranna, að við eigum að meta
það sjálfir hvenær væru friðartímar og hvenær
ekki. Annað er alls ekki samboðið sjálfstæðri
þjóð. Ef við látum undan þeirri kröfu Sjálfstæðis-
manna, að selja öðrum þjóðum sjálfdæmi um það
efni, þá erum við um leið að afsala okkur sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðarinnar og vcrulegan hluta af
sjálfstæði hennar.
FRA ÞVÍ AÐ NÚVERANDI ríkisstjórn tók til
starfa hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert hverja til-
raunina af annarri til þess að reyna að koma mál-
um þannig fyrir, að upp úr samstarfi stjórnar-
flokkanna slitnaði. Stjórnin var fyrst og fremst
mynduð til þess að stöðva dýrtíðina og koma við-
unandi skipan á efnahagsástandið í landinu. Sjálf-
stæðismenn hafa ekki farið dult með þann vilja
sinn ,að stjórninni mistækist í þeirri viðleitni. —
Hvert tækifæri hefur því verið notað til þess að
reyna að spilla fyrir eðlilegri samvinnu stjórnar-
flokkanna. Ekki sízt hefur afstaðan til alþjóða-
mála átt að þjóna sundrungaröflunum. Síðustu
dagana getur Moargunblaðið ekki dulið þann ótta
sinn, að ef til vill muni stjórnarflokkunum takast
að koma sér saman í því máli
einnig og leysa það í samræmi
við kosningastefnuskrá Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, um að við munum hér eftir
sem hingað til kjósa að starfa í
nánu samstarfi við vestrænu
þjóðirnar, meðal annars með
þáttöku í Atlantshafsbandalag-
inu, en að hér yrði ekki látinn
vera her á friðartímum. Þetta er
að sjálfsögðu kjarni þess sem ís-
lenzka þjóðin vill. Hún vill hafa
vinsamlega sambúð við allar
þjóðir og kýs nána samstöðu með
Vesturveldunum, svo sem verið
hefur. En hún mun aldrei sam-
þykkja að erlendur her dvelji
hér langdvölum, þegar ekki er
yfirvofandi ófriðarhætta, að
hennar dómi. Hér fara því aug-
ljóslega saman óskir alls þorra
íslendinga og yfirlýst stefna rík-
isstjórnarinnar. Þess vegna
treystir þjóðin því að ríkisstjórn-
in reynist fær um að leysa þessi
mál á farsælan hátt og í sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu sína.
Nýstárlegt fjáröflunarplan
bæjarráðs.
v. hefur sent Fokdreifum hug-
leiðingar þessar. En hann hefur
alloft áður stungið niður penna,
er honum hefur virzt ýmisleg
furðuleg fyrirbrigði hafa gerzt í
bæjarstjórn Akureyrar og í ná-
grenni.
Furðufréttin.
Eg tví- og þrílas fréttina af
fundi bæjarstjórnar Akureyrar
16. f. m. um hina furðu frumlegu
tillögu bæjarráðs, að bæjar-
stjórn láti fram fara atkvæða-
greiðslu í nóvember meðal bæj-
arbúa, „hvort opna skuli útsölu
Áfengisverzlunar ríkisins á ný
hér á Akureyri.“
Það, sem fyrst vekur furðu við
frétt þessa, er það að svona
frumleg hugmynd skuli hafa
sprottið í hugar-haglendi bæjar-
ráðs. Eru menn því ekki vanir að
vænta kjarngróðurs á þeim vett-
vangi, þótt jarðvegur sé þar
óneitanlega allgóður. — Engan
•nyndi hafa fui'ðað, þótt bæjarráð
hefði borið fram slíka tillögu að
beiðni eða eftir áskorun álitlegs
fjölda „háttvirtra borgara bæj-
arins“. En þess er hvergi getið.
Virðist þetta því frumleg „hug-
detta“ bæjarráðsins sjálfs.
Frumleg hugulsemi.
Þetta er því algerlega óvænt
hugulsemi og umhyggja bæjar-
ráðs og síðan bæjarstjórnar fyrir
hcilbrigðis- og menningarmálum
hæjarins á allra frumlegasta hátt!
Enda virðist bæjarstjórn hafa
talið tillögu þessa allarðvænlega
f ram tíðarhugs j ón og samþykkti
hana því „með yfirgnæfandi
meirihluta". Þó kvað einn bæjar-
fulltrúanna hafa beitt neitunar-
valdi sínu. En hvað stoðar það. —
Hér var menningarmál á ferðinni.
— Og jólin framundan!
Tekjunum þegar ráðstafað.
Síðan samþykkti bæjarstjórn
með kurt og pí, að tekjunum af
væntanlegri áfengissölu — og þá
auðvitað síauknum tekjum —
„skuli öllum varið til lieilbrigðis-
og menningarmála samkvæmt
nánari ákvörðun bæjarstjórnar."
Hún virðist svo sem ekki vera í
neinum vafa um úrslit atkvæða-
greiðslunnar! Því að annars virð-
ist eigi hafa bráðlegið á að ráð-
stafa „öllum tekjunum"!
Verðlaunuð tekjuöflun?
Eigi er ólíklegt, að veitt verði
verðlaun fyrir met í fjáröflun á
þessum vettvangi! Verða þar
sennilega allþungir á árinni
ýmsir hinna ungu glæsimenna,
sem fjölmenna alloft til hópfunda
og háværra kappræðna á KEA-
horninu og víðar um bæinn upp
úr miðnættinu, venjulega um
helgar, en einnig stundum í miðri
viku, — og sigla inn á milli
hornskakkan beitivind eftir gang
stéttum og götum bæjarins undir
hýru augnaráði ungu stúlknanna,
sem týnt hafa armbandsúrinu
sínu og ráfa því tímalausar um
göturnar langt fram á nætur.
En víðar liggja vegamót.
Þá munu eigi síður reynast
verðlaunaverðir allmargir úr
glæsilegum hópi bæjar-æskunn-
ar, beggja kynja, sem þeysir um
helgar, og alloft ella, á ferhyrndri
hringrás um aðalgötur bæjarins,
og enn víðar, í þrotlausri runu
glæsibíla af öllum tegundum, oft
fram á óttu, — og verða þá eðli-
lega þurrir í hálsi að lokum af
söng og blíðmælum, er allar
launlindir þessa þurrbrjósta bæj-
ar þrýtur. — En úr þessum of-
þurrki menningarinnar virðist nú
bæjarráð vilja bæta.
Allt er þegar þrennt er.
Með æskilegri opnun áfengis-
sölunnar myndi þessum ungu
menningarfrömuðum beggja
kynja gert hægra um vik að
stunda sína þríþættu borgara-
legu þegnskaparvinnu: Auðga
Menningarsjóð bæjarráðs, efla
næturmenninguna og sjá hinni
fjölmennu bílstjórastétt bæjarins
fyrir allríflegri atvinnubótavinnu
með fullum næturtaxta. Þessi
hluti bæjai-æskunnr mun því ó-
efað bæta nýjum söng við næt-
urlaga-syrpu sína og syngja
margraddað:
Blessað veri bæjarráð, ba — ba
— bú!
Og bæjarstjórnin líka, ría — ra
— l'Ú.
Bomm, bomm, bomm! — Þau
lengi lifi!
Hvað segja svo „háttvirtir
borgarar“?
Þá ei' komið að háttvirtum
borgurum þessa bæjar, sem lög-
um ráða, og atkvæði eiga að
greiða: Hvort þeir eigi að ganga
í sporaslóð bæjarráðs og fylkja
liði til eflingar Menningarssjóði
bæjarstjórnar Akureyrar, — eða
þá hitt að leyfa sér þann lúxus
að fara að hugsa sjálfir, — alveg
upp á eigin spýtur! — Og greiða
síðan atkvæði upp á eigin ábyrgð!
— Hverju munu þeir svara. Spyr
sá, sem ekki veit! — v.
St. Ísafold-Fjallkonan nr.
heldur fund í Skjaldborg fimn
daginn 22. þ. m. Fundareí
Vígsla nýliða ,hagnefnd fræðir
skemmtir. Félagai', fjölmennið.
Æðstitemplar.
Finimtugur er 23. þ. m. Hö:
uldur Einarsson bóndi og hrej
stjóri, Vatnshorni í Skorradal.
Höskuldur er Suður-Þingeyin;
að ættum, og hefur búið stc
búi á Vatnshorni undanfarin
NORÐLENDINGAR!
Munið! Þegar þér dvelj-
ið í Reykjavík. Dagur fæst
í Söluturninum við Arnar-
hól.
SÍLD ARRÉTTIR
Hér er uppskrift af síldarrétti þeim, er þátttak-
endur á „sýnikennslu síldarrétta“ fengu að bragða
á Hótel KEA á mánudaginn var og flestum þótti
ágætur, en fæstir kunnu áður að búa til.
SÍLD A DISKI.
Hæfilegt fyrir 4. — Tilbúningstími ca. 30 mín. —
2 saltsíldar (V2—3/4 kg.). — 2 rauðlaukar. —
Brauðmylsna. — Smjörlíki. — 1% dl. rjómi.
Slægið og þvoið síldina, leggið hana í bleyti.
Flakið. Saxið rauðlaukinn smátt. Leggið saman tvö
og tvö flök með saxaða rauðlauknum á milli. Dýfið
flökunum í brauðmylsnu, og leggið þau í eldfast
mót. Látið síldina vera inni í (250° C.), heitum
ofni í ca. 15 mín. Hellið síðan rjóma yfir síldina, og
látið hana standa 5 mín. til viðbótar í ofninum.
Bei'ið hana fram með kartöflum.
SÍLDARBÚÐINGUR.
Hæfilegt fyrir 4. — Tilbúningstími ca. IV2 klst.
— 2 litlar saltsíklar. — V/4 kg. hráar eða soðnar
kartöflur. — 1—2 laukar. — 1 egg. — 2 matsk.
hveiti. — 3 dl. mjólk. — Pipar, hvítur. — Brauð-
mylsna. — (Dill).
Slægið og þvoið síldina, og leggið hana í bleyti
yfir nótt. Flakið síldina og skerið hana í bita. —
Sneiðið kartöflur og lauk. Leggið síldina í lögum
í smurt, eldfast mót, ásamt kartöflum, lauk og síld.
Látið kartöflur vera efst. Þeytið saman egg, hveiti
og mjólk, kryddið með ofurlitlum pipar og
klipptu dilli. Hellið eggjablöndunni yfir og stráið
brauðmylsnu ofan á. Bakið búðinginn við meðal
hita (225° C.), þangað til eggin hafa stífnað eða
þangað til kartöflurnar eru meyrar, ef þær voru
notaðar hráar.
SÍLD ARBÚÐIN GUR.
Hæfilegt fyrir 4. — Tilbúningstími ca. 1 klst. —
V2—3/4 kg. saltsíld. — 5 meðal kartöflur, hráar. —
2—3 laukar. — 2 matsk. smjörlíki. — 2 matsk.
brauðmylsna.
Slægið og þvoið síldina, leggið hana í bleyti yfir
nótt. Flakið. Sneiðið kartöflur og lauk. Leggið kar-
töflurnar, síld og lauk í raðir í smurt, eldfast mót.
Stráið brauðmylsnu yfir og leggið litla smjörlikis-
bita ofan á. Bakið búðinginn við meðal hita (225°
C.), þangað til kartöflurnar eru meyrar.
SÍLD BÖKUÐ I DILLI.
Hæfilegt fyrir 4. — Tilbúningstími ca. 40 mín. —
14—3/4 kg. saltsíld. — 4—5 matsk. saxað dill. — 2
dl. rjómi. — 1 matsk. brauðmylsna. — Smjörlíki.
— 1 egg, harðsoðið.
Slægið og þvoið síldina, leggið hana í bleyti yfir
nótt. Flakið, og leggið flökin í smurt, eldfast mót.
Stráið dillinu á, og að endingu ofurlítilli brauð-
mylsnu. Bakið síldina í heitum ofni (275° C.) í 15
mínútur. Skreytið búðinginn með harðsoðnu eggi.
Berið soðnar kartöflur með.
SOÐIN SALTSÍLD MEÐ EGGI OG SMJÖRI.
Hæfilegt fyrir 4. — Tilbúningstími ca. 25 mínút-
ur. — 3/4—1 kg. saltsíld. — Sjóðandi vatn. — 1—2
egg, harðsoðin. — 3—4 matsk. smjör eða sinjörlíki.
— Klippt dill, graslaukur, steinselja. — Karsi eða
annað grænt.
Slægið.og þvoið síldina, leggið hana í bleyti yfir
nótt. Flakið. Leggið flökin á stálfat eða í mót. Hell-
ið sjóðandi vatni yfir síldina, og látið hana krauma
í nokkrar mínútur við vægan hita. Hellið vatninu
af. Brytjið eggið og stráið því ofan á síldina. Bræð-
ið smjör eða smjörlíki, eða brúnið það lítils háttar.
Hellið því yfir. Stráið kryddgrænmetinu ofan á.
Berið síldina fram með heitum kartöflum. — Einn-
ig er hægt að gufusjóða síldina á djúpum diski ofan
á kartöflupottinum. Setjið diskinn undir pottlokið.
Þegar kartöflurnar eru soðnar, er síldin soðin.