Dagur - 28.11.1956, Síða 7

Dagur - 28.11.1956, Síða 7
Miðvikudaginn 28. nóv. 1956 D A G U R 7 - ÝMIS TÍÐINDI Framhald af 8. síðu. Annar hópurinn hlaut 1. verð- laun, en hinn 2. verðlaun. — Jón er eini maðurinn hér um slóðir, sem á gamalræktað fé ættað af Ströndum. Sett mun á vetur hér í kaupstaðnum nokkuð yfir 2000 fár, og er slíkur fjárstofn mikil hagsbót ~fyrir þorpsbúa, því að heyöflun og hirðing fjárins er að mestu aukavinna. Er sauðfé mjög vel með farið og gefur mik- inn arð. 24. okt. var stofnað á Blöndu- ósi Kennarafélag Húnavatns- sýslu. Kennarar af Blönduósi, Höfakaupstað og Torfalækjar- hreppi mættu á fundinum. Þar mætti einnig Stefán Jónsson, námsstjóri Norðurlands. Hann flutti stutt erindi og talaði um, „.... aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Ákveðið var á fundinum, að félagið næði yfir alla Húnavatns- sýslu (Austur- og Vestursýsl- una) þegar samþykki Vestur- Húnavetninga kæmi til. Fundur- inn samþykkti áskorun á „Ríkis- útgáfu námsbóka" um endur- skoðun núverandi námsbóka og ýmsar umbætur á þeim. T. d. við bót við íslandssögu, nýja land- kortabók o. fl. Þá var og sam- þykkt áskorun um sérstaka skólavöruverzlun, sem kennarar og skólafólk gætu sérstaklega leitað til. Stjórn félagsins skipa: Björn Bergmann, kennari, og Stein- grímur Davíðsson, skólastjóri, Blönduósi, og Elinborg Jóns- dóttir, kennari, Höfðakaupstað. 27. okt. var minnzt 30 ára af- mælis Umf. „Fram“ í Höfðakaup- stað, með samsæti og ræðuhöld- um í samkomuhúsi staðarins. — Hófinu stýrði formaður félagsins, Friðjón Guðmundsson, málari. — Aðalræðuna flutti sr. Pétur Ingjaldsson á Höskuldsstöðum. Rakti harm sögu félagsins á liðn- um árum og lýsti hugðarmálum þess. Aðalstarf þess hefur verið nú síðastliðin 12 ár að byggja og starfrækja sundlaug hér í staðn- um. Sundlaugin hefur kostað fé- lagið ca. 150—160 þús. kr., og ár- legur rekstur hennar er nú á milli kr. 15—20 þús. Hún er að- eins starfrækt hluta úr sumrinu, því að hún er hituð upp með olíukyndingu, sem er mjög dýr. Hér stunda nám 50—60 börn ár- lega, flest úr kaupstaðnum, en nokkur úr nærsveitum. Flest af yngra fólki hér er að verða synt. Og hefur ungmennafélagið þá ekki til einskis lifað og starfað. Auk þessa heldur það uppi nokk- urri íþrótta-, skemmtana- og leiksýningastarfsemi. Að lokinni ræðu prestsins töluðu margir heimamenn og var samsætið allt hið ánægjulegasta. Dans var síð- an stiginn langt fram eftir nóttu. Steingrímur Jónsson, sem er einn af stofnendum félagsins, og sá eini, sem enn er í félaginu, var gerður að heiðursfélaga. — Kona hans, Halldóra Pétursdóttir, er einnig heiður-efélagi félagsins. Veðrátta er hér alltaf sérstak- lega góð og sæmilegar gæftir á sjó og afli með bezta móti, miðað við undanfarandi mörg ár. Þökkum við það friðun Húna- flóa. En betur má, ef viðunanlegt á að vera, og viljum við á engan hátt gefa eftir á útvíkkun land- helginnar. Atvinna er hér næg við fiskveiðar og frystihúsavinnu. Höfðakaupstað, 19. nóv. 1956. P. J. Logsuðuvír 1/16”, 3/32, i/8” og 5/32” fæstí GRÁNU - Kommúnista heimta gjald fyrir góðverkið Framhald af 8. síðu. Hafna forystu bæjarstjóra. Fjórmenningarnir hafna alger- lega forystu flokksbróður síns sjálfs bæjarstjórans, í vinnu- miðlunarmálunum. Er það eftir- tektarvert að þeir telja ekki sæmi legt að framfærslufulltrúi, ann- ist framkvæmd vinnumiðlunar undir stjórn bæjarstjóra, svo gjörsamlega eru þeir á valdi lánadrottna sinna, frá í vor. Þeir hika jafnvel ekki við að nota aug Ijósar blekkingar í þjónkun sinni og auðmýkt við kommúnista og falsaðar tölur. Tölufalsanir fjórmenninganna. í varnargrein fjórmemiing- anna er lagzt svo lágt að falsa tölur. Þar segir orðrétt: „Mað- urinn sem annast dagleg störf (vinnumiðlunina) mundi senni lega fá í byrunarlaun kr. 45 þús....“ Þar sem í tillögum um þessa skrifstofu er sérstaklega tekið fram að fastráðinn starfs- maður skuli vera í sjötta launa flokki, sneri blaðið sér til bæjarstjóraskrifstofunnar og fékk fékk þær upplýsingar, að byrjunarlaun samkvæmt 6. launaflokki bæjarins væru kr. 49.982.42 en full laun í sama launaflokki kr. 56.390.40 hvort tveggja miðað við núgildandi vísitölu. Samkvæmt þessu hafa fjórir bæjarfulltrúar íhaldsins á Ak- ureyri, skrifað undir tölulega falsaðar upplýsingar. Er hér með til þess mælzt að þeir leið- rétti opinberlega þessar furðu- legu falsanir og það án tafar. Tókum upp í gær Hollenzkar VETRARKÁPUR úr fallegum ullarefnum Hagstætt verS. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. Hafnarstr. 96 — Sími 1423 Hlutavelta og dansleikur verða haldin í samkomuhúsi Svalbarðsstrandar, sunnudag- inn 2. desember. — Hefst kl. 9 eftir hádegi. Hljómsveit leikur. Veitingar á staðnum. NEFNDIN. 1, ll/z og 2 kíló fást í GRÁNU SANDVIKEN- HANDSAGIR BAKKASAGIR SIKLINGAR Véla- og búsáhaldadeild POTTAR frá Ungverjalandi 4ra og 8 lítra, með þykkum botni. Véla- og búsáhaldadeild BARNAÚLPUR á 2-5 ára, ný gerð, í fallegum litum og rennilás í hettu. Amerískir barnagallar úr nylon. Mjög fallegir. MATRÓSAFÖT á drengi, nr. 3-5. Komin aftur. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar Hafnarstræti 96. Valhorðin 4x9 fet. Kr. 41.10, platan. Verzl. Eyjafjörður h.f. Olíulampar Lugfir, 2 sfærðir Verzl. Eyjafjörður h.f. m HULD, 595611307 — IV—V Frl:: H. & V.:: I. O. O. F. Rb. 2 — 10611288% — III Næturlæknar. Miðvikudag, 28. nóv.: Stefán GuÖnason, sími 1412. — Fimmtudag, 29. nóv.: Sigurður Olason, sími 1234. — Föstudag, 30. nóv.: Erlendur Konráðsson, sími 2050. — Laugardag, 1. des.: Sig. Ólason. — Sunnud., 2. des.: Sig. Ólas. — Næturvörður í Ak- ureyrar-Apóteki. — Mánud., 3. des.: Stefán Guðnason, sími 1412. — Þriðjud., 4. des.: Erl. Kon- ráðsson, sími 2050. — Nætur- vörður í Stjörnu-Apóteki. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Fyrstu sunnudagur í jólaföstu. — Sálmar. Nr.: 198 — 201 — 200 — 144 og 203. — K. R. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn. 5 og 6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. Bekkjarstjórar mæti kl. 10.10. Hjúskapur. Sunnudaginn 25. nóv. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Sigurlaug Geirsdóttir frá Kefla- vík og Jón Kristinn Steinbergs- son, Akureyri. Heimili þeirra verður að Aðalstræti 58, Akur- eyri. Fundur í stúlkna- deild kl. 5 á sunnu- dag. Gullbráarsveit- in sér um fundarefni. Munið eftir handavinnunni. Bazar og kaffisölu heldur kven- skátafélagið ,,Valkyrjan“' riæstk. sunnudag kl. 2.30 að Hótel KEA. Margir góðir munir. Bæjarbúar! Styrkið skátana með' því að drekka hjá þeim síðdegiskaffið. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt sjónleikinn Loginn helgi eft- ir Somerset Maugham við góðar undirtektir. Aðsókn hefur verið góð að sumum sýningunum, en að öðrum minni en skyldi. — Síðustu sýningar á þessum leik verða í kvöld, miðvikudag .28 nóv., og sunnudag 2. des. Bæjar- og héraðsbúum er bent á að nota þetta síðasta tækifæri og sjá góð- an leik eftir frægan höfund. Að- göngumiðasíminn er 1639. Innanfélagsmót í sundi fer fram í sundlaug bæjarins sunnudaginn 2. desember og hefst kl. 2 e. h. Keppt verður í: 50 m. bringusundi kvenna. — 50 m. bringusundi karla. — 100 m. bringusundi kvenna. — 100 m. bringusundi karla. — 50 m. skriðsundi karla. — 50 m. skrið- sundi kvenna. — 100 m. skriðs. kaila. — 100 m. ski-iðsundi kvenna. — Skráning í mótið fer fram í sundlaug bæjarins mið- vikudagskvöld 28. þ. m. (í kvöld) kl. 8.30 og eru félagsmenn beðn- ir að mæta þar á sundæfingu. — Um kvöldið verður kvöldvaka í íþróttahusinu (uppi) er kvenna- deild KA sér um. Verður þar m. a. verðlaunaafhending, skemmti- atriði og kaffidrykkja. Eldri KA- félagar velkomnir. stjórn KA. Haglaskot Riffilskot Verzl. Eyjafjörður h.f. Kvenfél. Alþýðuflokksins, Ak- ureyri heldur bazar í Verzlunar- mannahúsinu við Gránufélags- götu sunnudaginn 2. des. kl. 3.30 e. h. Margt ágætra muna. — Stjórnin. Náttúrulækningafélag Akur- eyrar heldur útbreiðslufund mið- vikud. 28. nóv. kl. 8.30 e. h. að Hótel KEA. Ódýrar veitingar, skuggamyndasýning. Félagsmenn og aðrir áhugamenn, fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins heldur jólafundinn í Alþýðu- húsinu fimmtudaginn 6. des. kl. 8.30 e. h. Gjörið svo vel að taka með ykkur kaffi. — Þá eru litlu stúlkurnar í deildinni boðnar sama dag kl. 4.30 í Alþýðuhúsið. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund mánud. 3. des í Kvenna- skólanum. Kaffi á staðnum. Kon- ur hafi með sér kökur. Stjórnin. Jólamerki Kvenfél. Framtíðin eru komin. Fást á pósthúsinu. Munasala (bazar) og kaffisala verður haldin að Sjónarhæð laugardaginn 1. desember kl. 3— 10 e. h. Allur ágóði rennur í byggingarsjóð sumardvalarstaðar barna við Ástjörn. Frú Lára Ágústsdóttir heldur skyggnilýsingarfund í Alþýðu- húsinu næstk. sunnudag kl. 4 e. h. Aðgöngukort við innganginn. Margar bifreiðar í árekstri. í fyrradag var föl á jörð og vegir hálir. Lentu 9 bifreiðar í árekstri þann dag hér á Akureyri og einni hvolfdi. Ekki urðu meiðsli á mönnum. Nauðsynlegt er að öku- menn hafi keðjur á bifreiðum sínum og aki varlega. Drengurinn Páll Þorlákur Páls- son, sem slasaðist við Fosshól fyrir skemmstu, er nú á góðum batavegi og líður vel. — Vegna margra fyrirspurna um heilsufar hans, getur blaðið upplýst, að lömun sú, er hann fékk, er mjög í rénun og hann virðist algerlega andlega heilbrigður. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg fimmtudaginn 29. þ. m. kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inntaka nýliða. Hagnefnd fræðir og skemmtir. N. L. F. A. Nýmalað heilhveiti gróft fínt Nýmalað rúgmjöl Nýmalað bankabygg ;|Hrísgrjón, ópóleruð Hafrar, saxaðir Baunir, grænar Heilbaunir, Hálfbaunir Linsubaunir Nýrnabaunir Þrúgusykur Jurtakraftur Þurrger — Hunang Fjallagrös Hvítlaukstöflur Hvítlauksbelgir „Crisco“ jurtafeiti Epla-syróp SANA SÓL VÖRUHÚSIÐ H.F.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.