Dagur - 13.12.1956, Page 1

Dagur - 13.12.1956, Page 1
2. prentun. — Upplag 8000. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ. DAGUR kemur næst út laugar- ardaginn 15. desember. XXXIX. árg. Akureyri, fimmtudaginn 13. desember 1956 66. tbl. Skáldgáfan er í senn náð og nám. Skáldakvœðin fornu eru hersöngvar íslenzkrar tungu. Sá hróður verður aldrei skaímn af eyfirzku bændafólki, að lijá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið ÞJÓÐSIÍÁLD ÍSLENDINGA . ÐAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM BLAÐSINS AVÍÐ STEFÁNSSON er hið óumdeilda þjóðskáld okkar og mest lesinn allra íslenzkra skálda um áratugi. Áttunda ljóðabók hans, Ljóð frd liðnu sumri, er nýkomin t bókabúðir. Bókaútgefendur fullyrða, að ekkert þjóðskáld í víðri veröld' sé lilutfallslega meira lcsið og dáð af þjóð sinni ett Davíð Stefánsson er af ís- lenzku þjóðinni. Fyrri bækur hans cru endurprentaðar í ótrúlega stórum úpplögum og seljast jafnharðan, en upp- lag hinnar nýju bókar er mörgum sinnum stærra en nokk- urrar annarrar ljóðabókar, sem gefin hefur verið út á Jslandi fyrr og síðar. í tilefni af útkomu hinnar nýju bókar sneri blaðið sér til skáldsins og óskaði eftir blaðaviðtali. Hefur slíkt jafnan verið torsótt og raunar ókleift um fjölda ára. En af sérstakri vinsemd við eyfirzka lesendur sýndi liannfþví þann heiður að svara nokkrum spurningum. Var setið um stund í vinnuherbergi skáldsins, þar sem mörg þeirra ljóða eru skráð, er ágætust hafa verið kveðin á íslenzka tungu. — Forvitnir lesendur vildu kannske skyggnast um með mér á heimili þess, en því er til að svara, að þegar ég hafði verið leiddur til sætis við skrif- borðið gegnt Davíð Stefánssyni, tók ég ekki eftir iiðru en honum einum. Og hér birtist svo viðtalið, án frekari umbúða. Fyrsía kveðjan, sem eg hiauf sem skáld — Ilvenær fórst þú fyrst að yrkja? — Fitthvað mun ég hafa reynt að yrkja, þegar ég var drengur, en þann skáldskap geyma tixin og jörðin bezt, segir skáldið og brosir. — Þegar ég kom í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri, yngstur bekkjarbræðra minna, gerðist eitt sinn sá atburður, að einn þeirra kvað lofkvæði um allar skólasystur okkar. Fór þá skáldskaparalda um skól- ann. Finn góðan veðurdag settist ég út í horn og fór að yikjn, eins og hinir. Þá komu piltar inn til mín. Einn þeirra benti á mig og ntælti liáðslega: Sjáið þið drenginn! Frt þú nú líka farinn að yrkja? Þetta var í raun og verti fyrsta kveðjan, sem ég hlaut scm skáld. Fg varð sneyptur og steinhætti. Fn svo ein- kennileg cr rás viðburðanna, að gáfnaljósin í skólanum, sem hlógu að mér, munu öll hafa misst skáldskapargáf- una. Þau hættu að yrkja, en ég einn tók lil óspilltra ntál- anna. Mun það hafa komið þeim mörgum mjög á óvart að sjá eítir mig prcntað kvæði. ]>egar skólavistinni lauk á Akureyri, héldu margir þeirra áfram námi, en ég varð fyrir því áfalli að veikj- ast, og tók það mig finnn ár að ná aftur fullri heilsu. Sá tími gjörbreytti hugsun minni og hugarfari og varð mér hinn dýrmætasti reynsluskóli. — Hvar varst þú þessi ár? — Lengst af heima í Fagraskógi, sumarlangt á Vífils- stöðum, annað sumar á Hraunum í Fljótum og síðasta veturinn í Kaupmannahöfn. Heima lá ég rúmfastur mánitð eftir mánuð, og vafa- h.ust hefði ég hlotið vist undir grænni. torfu, ef ég hefði ckki notið ástrikis og umhyggju forcldra minna og svst- kina. Þegar vel viðraði, var ég borinn út í sólskinið, lá sunnan við bæinn og teygaði loftið lireina, sem hvergi er hollara cn í Eyjafirði. Þaðan sá ég fjöllin og fjörðinn, ög varð mér allt þetta ltinn bezti heilsubrunnur. Loks gat ég aftur hafið skólanám og yarð stúdent 1919. Sama árið kom út fyrsta ljóðabókin mín, Svartar fjnðrir. — Þejrri bók var vcl tekið? — Hún flaug út. Meðal annarra, sem um hana rituðu, var þjóðskáldið mikla, sóra Matthías. Það þótti mér ekki aðeins mikill heiður, heldur góðs viti á allan hátt. •Ekkcrt þálifandi skáld mat ég meira en ltann,.og. ég átti þess síðar kost, mér-til sálubótar, að kynnast þessum and- lega höfðingja. Eins og sjá má á Svörtum fjöðrum og raunar öllum bókum mínum, var mér þjóðkvæðastíllinn mjög hug- stæður og í blóð borinn. Annars hefur hvert Ijóð sitt lag. Fer það eftir efni þess og anda, hvort lagið verður ljúft cða hrjúft. Hver les kvæði Jónasar, án þess að dásl að fegurð þeirra? — Hvaða íslenzkt skáld er þér kærast? — Eg hef nefnt Matthías. Og ennþá þykir mér mcira koma til eldri skáldanna en hinna yngri. — Ef til vill verður listaskáldið góða frá Hrauni í Öxnadal ódauð- legast þeirra allra. Fkkert skáld er fjarskyldara nýtízku atómskáldskap. Ilann og ILeine eru skáld hinna látlausu og læru ljóða, hinnar nöktu fegurðar. — Eg hef aldrei hænzt að þeirri stefnu að klæða listaverkið þykkum loð- feldi, dylja anda og tilfinningar bak við orðahröngl og myrkur. Það gerði Jónas aldrei. Fkki heldur séra Matt- hías eða Hallgrímur Pétúrsson. Sama má segja iitii meist- arana Bjarna Thorarensen og Grím Thomsen. Þó að bragur þeirra sé annar, er hann hverju barni auðskilinn. Kvæði Bjarna um Odd Hjaltalín er eitt hið mcsta meist- araverk íslenzkrar tungu. Og hver les kvæði Jónasar, án Jtess að dást að fegurð þcirra og heiðríkju? Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bænda- lólki, að-'hjá jiví nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið. Það er fleira gott í Fyjafirði en loftslagið. SpyrSy Jónas, en ekki mig — Hvernig er að vera dáð skáld og frægt? — Spyrðu Jónas, en ekki mig, svarar skáldið og cr fast- mælt. — Einu sinni sem oltar, cr vinur minn, Sigurður Guðmundsson, skólameistari, heimsótti mig að Bjarka- stíg 6 á Akureyri. mælti hann jressi ógleymanlegu orð: - O, að Jónas Hallgrímsson hefði átt svona fallegt hús. Oft minnist ég þeirra orða, er ég geng inn í hús mitt eg liggur við, að ég blygðist mín fyrir að búa við betri kjör en hann. Fn jtað gera öll skáld á íslandi. Nú njóta þau aðbúðar, sem betur hæfði Jónasi, Sigurði Breiðfjörð t g Bólu-H jálmari. — En framtíðarfrægð skáldsins fer ekki eltir því, í hvaða lnisi jjað býr. Hún á ekkert skylt við verðlaun né happdrætti. Spyrjum að leikslokum. Spyrj- um að J)ví, hvcrnig skáldinu hafi tekizt að skynja sál þjóðar sinnar, landsins og tungunnar, ná til mannshjart- ans, sem er hið sama í dag og á morgun. Allir, sem verðskulda að nefnast skáld, unna ])jóð sinni, vilja l'relsi hennar og annarra, en hata ofríki og kúgun. Þess vegna hlýtur.það að vera eðli skáklsins að vilja göfga iCg'.bætaí fegra og• friða;-Og hver sá stjórnmálaflokkur, sem ekki er sama eðlis, en vill ala þrælakyn, ■ er feigur borinn og andláti hans fagnað um jörð alla. Auðvitað er ég j)jóð minni þakklátur fyrir, hve vel hún hefur tekið bókum mínum og þeirn kenningum, sem þar eru fluttar. Sjálfur hef ég bergt af brunnum hennar, notið sagna hennar, ljóðs og lista, og það get ég sagt hlygðunarlaust, að hún á í mér hvert bein. Henni og skapara mínum á ég allt að þakka. Þá er náðarstund — Verður ljóð til fyrir innblástur eða af þrotlausu starfi? — Oft skapast ljóð á svo ótrúlega skömmum tíma, að vel má nefna innblástur. En hver honum veldur, skal ég láta ósagt. Stundum verða til flciri en eitt og fleiri en tvö Ijóð í sörnu lotunni. Þá er náðarstund. Fn sú stund kemur aldrei án starfs og einveru, þrauta og auðmýktar. — Það hefur alltaf vcrið sjaldgæft, að akrar grói ósánir. Fyrst þarf að plægja landið, auðga það frjóefnum og sá í það. Þá fyrst má vænta uppskerunnar. Skáldskaparupp- skerunni er líkt farið. Þar þurfa bæði hugur og hjarta að vera að starfi — jirotlausu starfi. Oft fylgja því andvökur og örvænting. En svo kcnuir stundin. Stund gleðinnar. Stund sköpunarinnar. Þá er hvorki til tími né rúm, og skáidið gleymir sjálfu sér. — Fn svo keniur að því, að gefa skal út bókina. Fkkcrt er erfiðara cn sú athöfn. — En þó hefur |)ú getið út átta ljóðabækur, fjögtir leikrit og eina skáldsögu. — Við gefum allt of mikið út. Gömlu skáldin létu sér nægja eina ljóðabók, og sumár þeirra verða eflaust lang- lífari í landinu en allt jiað til samans, sent nú er prent- að á landi hér. En einhvern veginn hefur ]>að atvikazt svo, að ljóðabækur mínar urðu átta að tölunni. Fn ég bef aldrei dirfzt að vænta jress, að þjóðin veiti {)eim ei- lílt líi. Það gleymist, sem gleymast skal. Þeim örlögum verða öll mannanna verk að lúta. (Framhalcl á S. siðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.