Dagur


Dagur - 13.12.1956, Qupperneq 4

Dagur - 13.12.1956, Qupperneq 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 13. desember 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlí. Prentverli Odds Björnssonar h.f. Harmsaga lítillar þjóðar SVO ER AÐ HEYRA af fréttum utan úr heimi, að ekkert lát sé á hryðjuverkum Rússa í Ung- verjalandi. Fyrir dyrum standa nú nýjar hand- tökur á saklausu fólki, sérstaklega á mönnum, sem mótþróa sýna gegn ofbeldinu. Meðal annars eru verkalýðsleiðtogar nú handteknir hver af öðr- um. Allsherjarverkfall ríkir í landinu. Frétzt hef- ur, að Kadarstjórnin eigi nú brátt að víkja, þar eð henni hefur ekki tekizt að fá fólkið til að sætta sig við harðstjórnina. Rúmur hálfur annar mánuður er nú liðinn frá því að ungverska þjóðin gerði uppreisn gegn hinni kommúnistísku ógnarstjórn. Svo að segja óslitið síðan hefur hvert hryðjuverkið rekið annað, en þrátt fyrir allar þæm hörmungar, sem ungversk alþýða hefur orðið að þola, hefur hinum rúss- nesku harðstjórum ekki enn tekizt að drepa úr þjóðinni kjarkinn og baráttuviljann fyrir frelsinu. RÚSSAR ERU ORÐNIR berir að því, að hafa þverbrotið stofnskrá Sameinuðu þjóðanna með framferði sínu í Ungverjalandi. Þeir hafa ekki skirrzt við að rjúfa grið og gefin loforð. Þeir fluttu Imre Nagy, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, nauðugan úr landi, eftir að hafa tælt hann úr griðastað sínum í Júgóslafneska sendi- ráðinu, með loforðum um full grið. Þeir flytja Ungverja unnvörpum nauðuga til Rússlands, meira að segja börn á barnaskólaaldri. Engin tak- mörk virðast vera fyrir yfirgangi þeirra og ódæð- isverkum. Við liggur, að engin orð fái lýst þeim hörmungur, sem þeir hafa kallað yfir ungversku þjóðina, og víst er um það, að þeir sem fjarri standa og horfa á þennan hrunadans úr fjarska, hafa engan möguleika á því að gei-a sér ljósa grein fyrir öllum þeim ósköpum. Nýlega lét einn fulltrúi Vesturveldanna þau orð falla á fundi Sameinuðu þjóðanna, að ungverska þjóðin styndi nú undir hinu sama oki, sem smáþjóðir hefðu orð- ið að þola af þeim Hitler og Stalin. Manni liggur við að segja, að það versta af öllu sé að hinar frjálsu þjóðir heimsins skuli þurfa að horfa á þjóðarmorðið og fá ekkert að gert. Sú harmsaga, sem er að gerast í Ungverjalandi, ber þroska og menningu heimsins sannarlega ekki fagurt vitni. NÚ LIGGUR VIÐ, að tala landflótta Ungverja, á þessum hálfum öðrum mánuði, frá því að hörm- ungarnar byrjuðu, sé orðin eins há og allir ís- lendingar samanlagt, þrátt fyrir stranga gæzlu á landamærum Ungverjalands og Austurríkis. — Þetta fólk fagnar frelsinu. En sá fögnuður hlýtur að vera beiskju blandinn. Það eru sjálfsagt smá- munir þó að þetta fólk þurfi að skilja allar sínar eignir eftir í ræningja höndum, efnalegt tjón er hægt að bæta, en vafalaust eiga margir flótta- mannanna nána ættingja og vini í klóm böðlanna, annaðhvort lífs eða liðna. Og við það bætist vitn- eskjan um það, að erlendur her er að murka lífið úr þjóðinni allri. Rússar og dýrkendur þeirra á Vesturlöndum reyna að telja heiminum trú um að herir þeirra séu að berjast við fasista og landráðamenn. Má vera að einhverjir geri sér þá skýringu að góðu. Þó má það furðulegt heita. Manni nær mun það vera, að Rússar séu að drýgja sömu „dáðir“ í Ungverjalandi nú og í Eystrasaltslöndunum forðum. Allir þekkja hver urðu örlög þeirra. En hvað segja svo jábræður Rússa á íslandi um þessar aðfar- ir hinna rússnesku vina sinna? Þeir segja hið sama og jafnan áður, þeirra rödd er bergmál að austan. Gagnrýni á Rússa er ekki leyfð, og ef einhver dirfist að impra á slíku, þá er hann um- svifalaust múlbundinn. En full- víst má þó telja, að þessi harði dómur eigi ekki við nema um foringjana, sjálfa leppa Rússa á íslandi. Hinn óbreytti liðsmaður fordæmir ofbeldisverkin og fyr- irlítur þá, sem þau fremja. Það stoðar lítt að skýla sér á bak við fagrar stefnuskrár um aukin mannréttindi og jafnrétti. Stefna hins kommúnistíska skipulags birtist í verkunum, sem við augum blasa í Ungverjalandi. Og verkin sýna að engu er eirt. Allt, sem manninum er helgast, er fótum troðið og forsmáð. Líf og hamingja einstaklingsins, jafn- vel heillar þjóðar, er þeim einskis virði. Allt, sem fyrir verður, er drepið og limlest, og eftir er skilin auð og sviðin jörð. Tiikynning fil pósfnofenda á Ak. Desember 1956 Póststofan á Akureyri vill vekja athygli yðar á því, hversu mikils- vert það er fyrir góða og örugga afgreiðslu, að póstsendingum sé skilað til flutnings eins fljótt og frekast er unnt. Aldrei er samt meiri þörf á þessu en þegar líður að jólum og koma þarf jólapóst- inum á ákvörðunarstað og til við- takenda fyrir ákveðinn dag. Hér á eftir fer yfirlit yfir, hvenær síðustu ferðir fyrir jól verða frá Akureyri út um land, eftir því sem bezt verður vitað, en þess ber að gæta, að margar ferðir, þótt áætlaðar séu (einkum ferðir sérleyfisbifreiða og áætl- aðar flugferðir), geta fallið niður eða þeim seinkað vegna ófærðar og stirðrar veðráttu. Þess vegna er áríðandi, að jólapósti út um land sé skilað tímanlega til flutn- ings, .svo að hann nái eins og til er ætlazt. Til Austfjarða: Hekla 19. des. Til Húnaflóahafna: Skjaldbreið 19. des. Til Grímseyjar: Drangur 14. des. Til Skagafjarðarhafna: Drang- ur 18. des. Til Eyjafjarðarhafna og Siglu- fjarðar: Drangur 21. des. Til Reykjavíkur: Gullfoss 19. des. Um Þingeyjarsýslu 22. des. Um Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur og til Reykjavíkur með sérleyfisbifreið 21. des. Um Eyjafjarðarsýslu, til Sval- barðseyrar og Grenivíkur, 22. des. - „CINEMA SCOPE“ Framhald af 8. síðu. slíkar myndir verið komið upp í yfir 25 þús. kvikmyndahúsum í heiminum. í sumar hefur Cinema scope-útbúnaði verið ‘komið upp í fjórum kvikmyndahúsum í Reykjavík. Væntanlega mun Nýja-Bíó hér á Akureyri hefja sýningar með Cinemascope-útbúnaði á jólunum og sýna þá hina frægu mynd Sæ- farinn eftir Jules Verne. Til sölu tvísettur klæðaskápur. — Tækifærisverð. — Uppl. í síma 1964. Póstur verður sendur alla daga með flugferðum til Reykjavíkur, en jólapóstur, er kemur þangað eftir 20. des., verður ekki borinn út fyrr en milli jóla og nýjárs. Póstburður á Akureyri. Til þess að auðvelda störf póst- manna um jólin og jafnframt komast hjá óþarfa troðningi og tímatöf, sem af því leiðir, vill póststofan vekja athygli póstnot- enda á eftirfarandi: 1) Gerið svo vel að frímerkja sendingar yðar sjálf, en látið ekki póstmennina gera það, því að þeir tefja þá fyrir öðrum með því. Frímerkið sendingar yðar heima, eftir því sem við verður komið. 2) Skilið jólapóstinum tíman- lega og merkið hann orðinu „jól“. Til þess að geta örugglega borizt til viðtakenda á aðfanga- dag, verða sendingar að póst- leggjast í allra síðasta lagi laug- ardaginn 22. desember, kl. 24. Þær sendingar, sem síðar berast, verða ekki bornar út fyrr en 3. í jólum. Enginn póstur verður bor- inn út á Akureyri 1. og 2. dag jóla. Sökum þess, að jólamerki Framtíðarinnar eru mikið notuð á hvers konar póstsendingar í desembermánuði, þykir rétt að vekja athygli póstnotenda á því, að einungis þau bréf, sem á er ritað „jól“, vei'ða skoðuð sem jólabréf. Gætið þess að jólamerki gilda ckki scm frímerki. Helztu burðargjöld. Bréf innanlands, allt að 20 g. ki'. 1.50. Bréf innanbæjar kr. 1.00. Bréfspjald innanlands kr. 0.75. Bréfspjald innanbæjar kr. 0.60. Frímerki verða til sölu í Bóka- búð Rikku og Jólamarkaðnum í Geislagötu. Frímerkið í hægra horn utaná- skriftarmegin. Skrifið rétt hcimilisfang, götu, húsnúmer og hæð. A.V. Látið ekki peningaseðla eða mynt í almenn bréf. Það er óvarlegt og auk þess ÓLÖG- LEGT. Póststofan verður opin til kl. 22 laugardaginn 22. des. GLEÐILEG JÓL! Póstmeistari. Varhngaverð kenning. RíkisútvarþiS hefur löngum gert allmikið gagn með dagskrárþætti sínum um Daglegt mál. En núorðið er þessum útvarpsþætti allt of naumur tími markaður, — aðeins 5 mínútur í senn. Eg get vel lagt áherzlu á það, að þessir .íslenzkuþættir hafa orðið mörgunr manni til leiðbeiningar. En það segir sig sjálft, að fullkomin óhæfa er, að í þeim séu fram bornar villukenningar, scm valdið gætu því, að rétt málvitund riðlaðist í hug- um grunnfærinna og lítt ábyrgra manna um meðferð tungunnar, — manna, sem ekki væru þó ólíklegir til að taka réttum leiðbeiningum, ef þær kæmu frá þeim aðilum, er þeir teldu þess um komna að vita rétt og vilja stuðla til leiðréttingar; en svo munu flestir líta á þá, sem fara með Daglegt mál í Útvarpinu. Þcssu hreyfi ég nú fyrir þær sakir, að nýlega flutti Grímur Helgason (S. T.), er flytur nú nefndan þátt, þá kenningu, að það sé rangmæli á Islenzku að vera búinn að einhverju, eða að hann sé búinn með verkið, — hvort tveggja í merkingunni: að hafa lokið því. — En þetta er áreiðanlega all-fornt og fast orðatiltæki. Og þó að jxið finnist é£ til vill ekki í svonefndu gull- aldarmáli Islenzkunnar, jiá er Jxtð aldagamalt og orðið gild íslenzka fyrir lifandi löngu. í Orðabók Blöndals er Jjcssí orðsháttur Jiýddur svo — athugasemdalaust: Ég er búinn að gera það: Jeg er færdig dermed. Og — Maturinn er allur búinn: Maden er helt spist op. Um Jiessa merkingu sagnarinnar búa segir dr. Jón Þorkelsson (eldri) meðal annars í hinu merkilega riti sinu: Beyging steikra sagnorða i íslenzku, bls. 61: „í þessari merkingu finnst búinn í byrjun 17. aldar og hefir að líkindum fengið hana fyr.“ I eldgamalli aljiýðuvísu, sem er mestöll spurningar og svör, er svo að orði kveðið: Hvað ertu að éta? Heitir ket. Hver gaf þér Jiað? Frúin. Hvernig er Jiað? Gott ég get. Gef mér að smakka. — Búinn! í mansöng í Svoldarrímum (afhendingarrímunni) segir Sigurður Breiðfjörð: Nú er ég búinn að nöldra rímur nokkrúm sinnum. Gömul aljiýðuvísa, sem tilfærð er sem dæmi í Safni iil bragfreeði islenzkra rimna, er svo hljóðandi: Nú er búið að negla pott, nú er fast við eyra. Nú er Jietta nógu gott, nú ég kveð ei meira. í annarri ferskeytlu yngri (frá Jiví um 1870) er Jiessi merking einnig liöfð: Tölti ég fram með tóman disk, troðfullur að vonum. Búinn er ég að borða fisk, brauð og smér af honum. Enn fremur er sama sagnmerking í þessum tveimur gömlu orðsháttum: Búið og burt með Jxað, og — Búið cr Jictta barn að skíra. Að ætla sér að útrýma úr málinu eldgömlum orðs- báttum, er gengið hafa athugasemdalaust frá manni til manns a. m. k. síðan um 1600, er bæði óþarft og óviðurkvæmilegt. Enda Jjarf enginn málglöggur mað- ur að kippa sér upp við Jxið, Jió að sarna orðmynd í islenzkri tungu hafi oft og tíðum tvær eða fleiri merk- 'ingar, og mun Grími Helgasyni Jxið vissulega vcl kunn- ugt. — Sagnmyndin búinn þýðir bæði: að hafa lokið einhveru — og einnig: að vera viðbúinn eða tilbúinn ti! einlivers, og verður þeim orðamerkingum ckki um Jjokað, ef sanngjarnlega er á litið. K. V. JÓLAGJAFIRNAR Mæður og feður kaupa ýmislegt yndislegt til jól- anna þessa daga, þar á meðal jólagjafir handa börnunum. Blaðið vill benda á orð Davíðs Stefáns- sonar í viðtali því, er birtist í blaðinu í dag. Jóla- gjafirnar, sem honum þótti vænst um voru kerti, epli og stundum fékk hann blásteinslitaða skó með hvítum bryddingum. Nú er orðinn vani, eða öllu heldur óvani, að gefa og meta jólagjafirnar eftir peningaverðgildi og þyk- ir Jrá ekki mikið til koma ef gjöfin hefur kostað lít- ið. En gjöfin á að vera hluti af gefandanum sjálf- um og gildi hennar samkvæmt því í vináttu og kærleika.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.