Dagur - 09.01.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 09.01.1957, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 9. janúar 1957 Steingrímur Jónsson bæjarfógeti og sýslumaður Þann 29. dcs. sl. andaðist Stein- gn'ifiur Jónsson, fyrrverandi sýslu- maður og bæjarfógeti, 89' ára gam- all. Með lionum er ti! moldar linig- inn stórmerkur maður og höfðingi í Jtess orðs Iteztu merkingu. Steingrímur Jónsson var fæddur 27. des. 1807 á Gautlöndum í Mý- vatnssveit. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson alþingismaður og síðar alþingisforseti og kona hans, Sol- veig Jónsdóttir. — Bæði voru þau hjón komin af hinum merkustu ættum (Reykjahlíðarætt). — Jón á Gautlöndum var hóraðshiifðingi og forystumaður Þingeyinga á flestum sviðum um mörg ár og einn hinn mesti þingskörungur þeirra tíma. Tók hann, ásamt Bcnedikt Sveins- syni sýslumanni, við aðalforystunni í frelsisbaráttu þjóðarinnar eflir að nafni hans, íorsetinn mikli, andað- ist. Stcingrímur Jónsson átti þannig til mikilhæfra forfeðra að telja í báðar ættir, enda sver hann sig greinilega í ættina. Steingrímur ólst upp hjá foreldr- um síninn og hcfur Jiá vanizt öllum sveitastörfum. Hann var settiir til mennta og varð stúdent árið 1888, sigldi |)á sámsumars til háskólanáms í Kaupmahnahiífn og tók próf í lögfræði árið 1894. Sama ár varð hann aðstoðarmaðtir í íslenzkti st jórnardeildinni, scm )>á var í Kaupmannalúifn, cn árið 1897 var hann setttir sýsltimaður í fæðingar- héráði sínu, Þingeyjarsýslu, og veitt það embætli skömmu síðar. Ari áður en Steingrímur kom al- farinn heim til íslands sem sýslu- ntaður, hafði hann kvongazt og gengið að eiga Guðnýjti Jónsdóttur frá Grænavatni við Mývatn, ágæta konu. sem látin er fyrir fáum ár- um. Þegar heim kom, settust þau hjónin að á Húsavík, og mun heim- ili Jreirra''fljótt hafa verið rómað fyrir gestrisni og myndarskap, og var svo alla tíð, eins hér á Akureyri. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Eitt þeirra er dáið, en þau sem lifa eru: Jón, sýslumaður í Borgarnesi, Þóra, kona Páls Einarssonar, full- trúa bæjarfógeta hér í bæ, og Iírist- ján, fyrrv. sýslumaður. Á mcðan Steingrímur átti heima á Húsavík, fólu Þingeyingar honum margvísleg trúnaðarstörf auk sýslu- mannsstarfanna. Þannig var hann t. d. í stjórn Kaupfélags Þingeyinga og fulltrúi þess á fundum S.Í.S., og uni tíma var hann formaður Sam- bandsins, enda kjörinn heiðursfé- lagi ]>ess á aðalfundi 1952. Hann var áhugamaður um stjórnmál og fylgcli Heimastjórnarflokknum að málum. Árið 1900 var hann skipað- ur „konungkjörinn" (]>. e. stjórn- skipaður jiingmaður og sat á Al- þingi þar til konungskjörið var lagt- niður með stjórnarskránni frá 1915. Hann reyndist hinn nýtasti þing- maður og naut trausts flokksbræðra sinna og annarra, sem meðal ann- ars sést á því, að árið 1907 var hann kosinn í nefnd þá, er átti að semja við Jlani um samband landanna (millilandanefndina). Starfaði sú nelnd í Kaupmannalúifn fyrri hluta árs 1908, og urðu sex af íslenzku nefndarmönnunum og Danir loks sammála um frumvarp að sam- bandslögum (Uppkastið), en einn Jslendinganna, Skúli Thoroddsen, klauf nefndina og gerði mikið meiri krölur lil fulls sjálfstæðis, heldur en Danir fengust ]>á til að ganga að. Út af frumvarpi þessu urðu síðan miklar æsingar, sem kunnugt er, og í kosningunum um haustið hafnaði ]>jóðin því algerlega, og var það þá úr sögunni. Sjálfsagt var það vel farið, tir því að svo giftu- samlega tókst til síðar. Hins vegar er á það að líta, að enginn gat þá séð fyrir ]>á atburði, sem leiddu til fullveldisviðurkenningarinnar 1918 og stofnunar lýðveldisins 1944. Er enginn vafi á, að íslenzku nefndar- mennirnir gerðu það sem þeir gátu til að þoka sjálfstæðismáli okkar áfram og að þeir vildu allt hið bez.ta. Voru árásir þær, sem þeir urðu fyrir í hita baráttunnar því næsta ómaklegár. Þrátt fyrir allt varð starf þeirra til blessunar, því að mcð nefndarskipuninni og sanm- ingum þeim, sem ]>ar fóru fram, viðurkenndu Danir í fyrsta sinn, að samband landanna væri samninga- mál. Sú viðurkenning hlaut fyrr eða síðar að leiða til skilnaðar, eins og llka sýndi sig. Arið 1920 varð Steingrímur Jóns- son sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Eftir að hingað kom vann hann mikið að ýmsum félagsmálum, var t. d. í bæj- arstjórn og forseti bæjarstjórnar. Hann var einnig í sóknarnefnd og starfaði ]>á mikið að kirkjubygging- armálinti. 1 ýmsum félögum var hann einnig og starfaði ]>ar, t. d. í Oddfellowreglunni og víðar. Eg scm þessar línur rita, kynnt- tst Steingrími Jónssyni ekki per- sónulega lyrr en hatm fluttist í þetta hérað, en fáa ihenn héfúr mér hnidizt meira til um. FTann var glæsjlegur ásýndum, einnig sem gamall maðtir, gáfaður maður, allra malnia fróðastur, einkum um sfigu og stjórrtmál. Öllum var hann vcl- viljaður og vildi láta gott af sér leiða í hvívetna. í einu orði sagt: hnnn var hinn bezti drengur. Steingrímur sagði af sér embætti árið 1934. Eftir það vann hann þó að ýmsu og auðgaði anda sinn fram á elliár, og nú er liann lagztur til hinztu hvíldar. Allir Eyfirðingar votta hinu látna yfirvaldi sínu virð- ingu og þiikk. Iierðharð Stefánsson. r Ur bæ og byggð Hjúskapur. Þann 23. des. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Regína Kristinsdóttir og Steingrímur Antonsson sjómaður. — Heimili þeirra er að Brekkugötu 2. — Þann 25. des. ungfrú Elín Pál- fríður Alexandersdóttir og Eð- varð Júlíusson skipstjóri. Hcimili þeirra er í Grindavík. — Þann 29. des. ungfrú Friðrikka Emilsdóttir og Valgarður Jón Eðvaldsson skipasmíðanemi. Heimili þeirra er að Grundargötu 4. — Þann 31. des. ungfrú Monika Margrét Stefánsdóttir og Magnús Trausti Adamsson trésmiður. Heimili þeirra er að Þingvallastræti 6. — Þann 30. des. ungfrú Guðrún Ge- orgsdóttir og Magnús Lárusson rafvirki. Heimili þeirra er að Glerárgötu 14. — Þann 5. janúar 1957 ungfrú Guðrún Gunnars- dóttir frá Reykjum og Steingrím- ur Davíðsson verkamaður, Eyr- arlandsvegi 14. — Þann 6. janúar ungfrú Rósa Jóna Sumarliða- dóttir og Snorri Sigfússon sölt- unarstjóri. Heimili þeirra er að Gránufélagsgötu 48. Hjónaefni. Um jólin opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hulda Jóhannesdóttir frá Tunguvöllum á Tjörnesi og Hermann Guð- mundsson stúdent frá Eyjólfs- stöðum í Berufirði. Sextugur: Gretar Fells Þann 30. desember síðastliðinn varð Gretar Fells, rithöfundur, 1 sextugur. Hann er þóðkunnur, sem ræðumaður og rithöfundur. Gretar Fells er fæddur í Gutt- ormshaga á Rangárvöllum, og voru foreldrar hans séra Ófeigur Vigfússon og Ólafía Ólafsdóttir. Tvíburðabróðir hans, séra Ragn- ar Ófeigsson, valinkunnur sæmd- armaður, lézt fyrir skömmu. En þar sem mér er ókunnugt um uppvöxt og æsku Gretars, skal ekki fjölyrt um það hér. Hann er lögfræðingur að menntun og vinnur á skrifstofu landlæknis. Og þótt eg þykist vita, að hann ræki þau störf sín vel, eins og allt annað, sem hann tekur sér fyrir hendur, þá eru það þó fyrst og fremst tómstundastörf hans, rit- störf og skáldskapur, sem stað- næmst verður við á þessum tíma- mótum. Hann hefur verið forseti ís- landsdeildar guðspekifélagsins í 21 ár, en lét af því starfi á síð- Minningargjöf um Bolla Sigtiyggsson Við messugjörð í Munkaþver- árkirkju á gamlaárskvöld afhenti sóknarpresturinn, séra Benjamín Kristjánsson, kirkjunni gjöf frá kirkjukórnum, til minningar um Bolla Sigtryggsson frá Stóra- Ilamri, ,sem látinn er fyrir skömmu. Var það Nýjatesta- mentið bundið í alskinn og silf- urslegið, hinn mesti kjörgripur. Fagur silfurskjöldur, áletraður, prýddi bókina. Bókband annaðist Þórarinn Loftsson, Akureyri, og silfur- smíðin var gerð á gullsmíða- vinnustofu Sigtryggs og Eyjólfs, Akureyri. Bolli Sigtryggsson var lengi formaður kirkjukórsins og áhugamaður um söngmál og kirkjumál. Er vel að hans sé minnzt á svo fagran hátt. Leiklistarkennsla mín er liafin. Fyrri nemendnr sitja fyrir. Til viðtals kl. G—7. Sími 1575. JÓN NORÐFJÖRÐ. Bjargey Pétursdóttir Nokkur minningarorð Sumarið 1930 var ég í fiskvinnu út á eyrum. Margir krakkar unnu þá við fiskþurrkunina. Veitti ég þá eftirtekt lítilli, ljóshærðri telpu, er var síkát og hlæjandi. Flún var aldrei í vandræðum með að fá ein- hvern til að bera börurnar á móti sér. Þetta voru fyrstu kynni mín af Eyju, en svo var hún ætíð kölluð í vina- og kunningjahópi. Um ]>etta leyti fluttum við bæði í Oddeyrargötuna, og þar lágu leiðir okkar saman í leik unglings- áranna. Það var rennt á sleða niður Odd- eyrargötuna á veturna, farið í slag- bolt á vorin og feluleik á haustin. Ævinlega var Eyja með, því öllum þótti vænt um hana. En þótt kæti og lífsgleði væru lífsförunautar Eyju, var ævin ekki ætíð blómum stráð. Fyrsta reiðarslagið var, er hún fylgdi móðúr sinúi til grafar 1933, aðeins nokkrum vikum áður cn hún var fermd. Eyja fór skiimmu seiúna til Húsa- víkur með Sigtryggi bróður sínum, en undi sér þar eigi og kom hingað til Akureyrar aftúr. I-'ór hún þá til starfa í matvörudeild K.E.A. Kom ]>á í ljós, að hér var óvenjugóð af- greiðslustúlka á ferð, sem allir sótt- ust eftir að láta afgreiða sig. Var ekki laust við að okkur strákunum, sem stóðum við hlið hennar í búð- inni, þætti þetta nokkuð súrt í brotið. Á skólaárum sínum kynntist Eyja jafnaldra sínum, Þórarni Ólafssyni, einstöku prúðmenni og ljúfmenni. Heitbundust þau og stofnuðu þá nokkru síðar sína eigin verzlun. Árið 1943 verður Eyja fyrir ]>cirri sáru sorg að mega fylgja unnusta sínum til grafar. Eu hún lét ekki bugast. Hún hélt áfram með verzl- un sfna, og næstu árin átti hún at- hvarf hjá tengdaforeldrum sínum, Ólafi Ágústssyni og Rannveigu Þór- arinsdóttur, sem reyndust henni eins og beztu foreldrar. Ég spurði eitt sinn kunningja minn, er við sátum( saman kvöld- stund og röbbuðúm um vérzlun og afgreiðslu í búðum, í hvaða búð honum ]>ætti bez.t að koma og fá afgreiðslu. Hann liugsaði sig eltki úm og sagði: „Til Eyju, því ]>að er cius og hún hafi það á tilíinningunni, hvernig þjónustu maður vill fá, jafiivel ]><> maður þekkti hana ckki neitt." Fyrir nokkrum árum stofnuðu þær Irene Gook t>g Eyja ineð sér heimili að Ráðhústorgi 5 hér í bæ. Þangað var gott að koma, því þar andaði að manni elskulegheitum frá öllum hlutum. Sxðastliðinn vetur vciktist Eyja hættulega og varð að lara lil Kaup- wannahafnar og ganga þar undir hættulegán uppskurð. Hún kom þó aftur heirn unt mitt sumar og virtist ætla að ná heilsu aftur, en í septem- ber versnaði henni skyndilega, og fór hún þá öðru sinni til Hafnar. Flún kom aftur lieim skiimmu fyrir-jólin. Hún vildi kotna heirn og deyja heitna. 1 bæði skiptin fór frk. Gook með henni út og annaðist liana af ein- stakri ástúð og umhyggju. Ekkert skyldi skilja ]>ær, nema dauðinn. Hann kom 28. desember síðastl. Föstudaginn 4. janúar blöktu fánar í lxálfa stöng, verzlanir bæjar- ins voru lokaðar, troðfull kirkja af vinum og kunningjum fylgdu Eyju síðasta spölinn. Vertu sæl, elskulega, litla leik- systir, og hafðu þökk fyrir samfylgd- ina. Sigm. Bj. astliðnu hausti. Má sega, að hann hafi helgað guðspekifélaginu all- ar sínar tómstundir í tvo ára- tugi. Á þessum árum hefur hann flutt þjóðinni margt úr austrænni heimspeki og trúfræði, sem áður var hér óþekkt. Hefur hann 1 því auðgað íslenzkt þjóðlíf með riýj- um straumum frá Austurlöndum. Hann hefur gefið út nokkrar bækur með erindum um andleg mál. Og það, sem einkennir þær, er ekki aðeins skemmtileg túlkun viðfangsefnanna ,heldur listrænt form og fagurt mál. Tímaritið Gangleri hefur undir ritstórn hans verið aufúsugestur víða um land. Er það honum að þakka, ásairit útvarpsfyrirlestrum Gret- ars Fells, að almenningur á ís- landi þekkir meii-a til hinnar fornu vizku Austui'landa, en al- mennt er með öði'um þóðum. Gretar Fells er einnig gott ljóðskáld. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur, en stæi'st þeirra er „Grös“, er út kom á fimmtugsafmæli höfundarns. Nú verður gefið út úrval af ljóðum hans. Hann er sjálfstæður í ljóðagerð sinni, á sinn eigin streng, og er ólíkur öllum öðrum íslenzkum skáldum. Það er alltaf einhver boðskapur í ljóðum Gretars. Hann yrkir ekki um ómerkilega hluti, sem enginn getur vaxið af. Fyrirlestrar og ritverk Gretars miða öll að því, að fá menn til að hugsa. Beita hugsun sinni og gáf- um til úi'lausnar vandamálum lífsins. En gleyma ekki að hafa góðvildina með í för. Kvæntur er Gretar Fells Svövu Stefánsdóttur frá Skógum á Þelamörk, mikilhæfi'i konu. Á hún sinn þátt í því, að gera heim- ili þeirra hjóna aðlaðandi og fag- urt. Þar er gott að koma og eiga vinir þeii-ra hjóna þar margar ánægjustundii'. Er frú Svava samhent manni sínum um hugð- arefni eins og bezt verður kosið. Undanfarin sumur hafa þau hjón komið hingað til Akureyrar í sumrleyfi sínu, og hefur Gretar þá flutt hér erindi fyrir vini sína og skoðanabræðui'. Er þeim hér ávallt vel fagnað, enda eru þau hér vinmörg. Eitt sinn er þau bjuggu á Eli- vogum í Nýju heimavistinni, kvaddi Gretar herbergið með þessari gamansömu stöku: Á því leikur lítill vafi, að létt er hér að falla í stafi. Hérni vildi’ ég vera oft. Þótt á báðar liendur hafi Helgrindur og Svöi'tuloft. En svo hétu herbergin beggja megin við Elivoga. Má af vísunni sjá, að þau hjónin una vel hér í bænum. Eg vil með þessum fáu orðum þakka Gretari Fells fyrir vináttu hans og óska honum þess, að honum megi endast heilsa og ald- ur, til að vinna sem lengst fyrir hugsjónir sínar og hugðarmál.Því að þar er fólgin hamingja allr j hugsj ónamanna. Eiríkur Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.