Dagur - 09.01.1957, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 9. janúar 1957
D A G U R
5
Frðmsóknarmenn í bæ og héraíi minn-
asf 40 ára sfarfs Framsóknarflokksins
aS Hófel KEA
„Þjónurn jafnan föðurlandi okkar. Þannig verð-
um við beztir Framsóknarmenn,“ sagði Bernharð
Stefánsson við þetta tækifæri
Framsóknarfélagið á Akureyri gekkst fyrir skemmtisamkomu
að Hótel KEA síðastliðið laugardagskvöld, þar sem 40 ára af-
mælis Framsóknarflokksins var minnzt. Var það hið skemmtileg-
asta hóf, er formaður Framsóknarfélagsins á Akurevri, Asgrímur
Stefánsson, stjórnaði. Bernharð Stefánsson, alþingismaður, hélt
aðalræðuna, en einnig flutti Jón bóndi Melstað á Hallgilsstöðum
ávarp. Hjálmar Gíslason skemmti, og að lokum var stiginn dans.
Ágrip af ræðu BernKarðs Stef-
ánssonar fer hér á eftir:
Góðir samherjar og aðrir gestir!
í síðasta mánuði, nánar tiltekið
16. desemher, átti Framsóknarflokk-
urinn 40 ára afrnæli. Er rétt og skylt
að minnast þessa í kvöld.
Flokkurinn var í fyrstu stofnaður
sem þingflokkur, án Jtess að nokk-
urt skipulag eða flokksfélög stæðu
á bak við hann. Stofnendurnir, sem
flestir voru bændur, höfðu boðið
sig fram sem óháðir eða utanflokka,
og hafði ilokkurinn Jn'í ekki sem
slíkur gengið til kosninga.
Þessir stofnendur flokksins voru
sjö talsins: Sigurður Jónsson, Yzta-
felli, landskjörinn, Olafur Briem,
þm. Skagf., Einar Arnason á Eyrar-
iandi, þm. Eyfirðinga, Jón Jónsson
á Hvanná, Jnn. N.-Múl., Þorsteinn
M. Jónsson, þm. N.-Múl., Sveinn
Ólafsson, Firði, og Þorleifur Jóns-
son, Hólum. Auk J>ess sat Jörundur
Brynj<)lfsson fyrsta flokksfundinn,
Jtá ungur maður, og gekk hann síð-
ar í flokkinn og hefur síðan setið
33 ár á Alþingi sein fulltrúi Fram-
sóknarflokksins. Þessum frumherj-
um vottuin , ið virðingu og Jx'ikk.
Þar ber þrjá menn hæst.
En það voru fleiri en stofnend-
urnir sjálfir, sem áttu ])átt í stofn-
un Framsóknarflokksins og einkum
þó í starfi hans fyrstu árin. Þar ber
þrjá menn hæst: Haílgrim Kristins-
son, forstjóra S.Í.S., Jónas Jónsson,
frá Hriflu og Tryggva Þórhallsson,
síðar forsætisráðherra. Eg hygg, að
Hallgrímur Kristinsson hafi átt
mestan þátt í að Framsóknarflokk-
urinn var stofnaður, þó að hann
tæki ekki beinan þátt í stjórnmál-
um, heldur starfaði á öðru sviði ná-
skyldu. Jónas Jónsson og Tryggvi
Þórhallsson gengu aftur beint í orr-
ustuna og urðu hinir skeleggustu
forystumenn flokksins urn niörg ár.
Og nieðan leiðir Jreirra lágu saman,
var flokkurinn í stöðugum vexti, og
áhrif hans cfldust.
En því miður skildu leiðirnar.
Hallgrímur Kristinsson andaðist fá-
um árum eftir flokksstofnunina, og
J)eir Jónas og Tryggvi urðu báðir
viðskila við flokkinn áður en lauk.
Sú raunasaga skal ekki rakin liér,
þó að ég Jrekki hana vel.
En Jressum mönnum öllum her
hugheilar J)akkir F’ramsóknar-
manna fyrir })au mikilsverðu störf,
sem Jreir inntu af liéndi í þágu
lands og Jrjóðar og Framsóknar-
flokksins, á nteðan :þeir. störfuðu í
honum.
„Þeir áttu sér föðurland,
sein þeir þjónuðuÞ
Enginn stjórn májáflokkur getur
orðið 40 ára og haldið áhfifum sín-
um meðal J)jóðarinnar, nema haiin
annaðhvort nái einræðisvaldi og
stjórni með oíbeldi, eða hann eigi
hugsjónir í ríkum mæli, sem eru í
samræmi við þarfir þjóðarinnar eða
að minnsta kosti töluverðs hluta
hennar. Nú er lýðræðisskipulag hér
og um einræði er ekki að ræða.
Hvaða hugsjónir eru J)að, sent
ollu því, að Framsóknarflokkurinu
var stofnaður og að h'ann hefur nti
getað starfað i 40 ár með síendur-
nýjuðum kröftum, Jrrátt fyrir ýmis
óhöpp?
Állir stofnendur og síðan allir
flokksmenn hafa verið og cru sam-
vinnumenn. Og eins og samvinnu-
félögin liafa með frjálsum samtök-
um unnið að hættum lífsskilyrðum
og hag meðlima sinna og auknurn
J)roska Jreirra, helur Frantsóknar-
flokkurinn leitazt við að vinna í
sama anda, anda samvinnunnar á
stjórnmálásviðinu.
Margir af forystumönnum Fram-
sóknarflokksins fyrr og síðar hafa
\ crið gamlir ungmennafélagar. Þor-
steinn M. Jónsson, Jónas Jónsson
og Tryggvi Þórhallsson og margir
fleiri voru ungmérihafélagar. En
kjiirorð Jteirra var: Islandi allt, og
stefna Jteirra var: Ræktun lands og
lýðs, andleg menning og verklegar
l'ramfarir. Þeir áttu sér föðurland,
sem þeir þjónuðu.
Aðalkjarni Framsóknar-
flokksins.
Aðalkjarni Framsóknarflokksins
lrá upphafi til Jtessa dags liefur
Jrannig verið samvinnuilienn og
ungmennalélagar, og lnigsjónir
Framsóknarflokksins hafa verið og
cru hugsjónir samvinnumanna og
ungmen nafélaga.
En livernig hefur J)á gengið að
framkvæma hugsjónirnar? Höfuni
við gengið til góðs götuna fram elt-
ii veg í þessi 40 ár?
Til ]>ess að svara }>essu til hlítar
þyrfti að rekja alla sögu flokksins
og Jrjóðarinnar í 40 ár. Til J>ess er
enginn tími hér, en væri nauðsyn-
legt að skrifa um Jretta heila bók.
En benda má á, að á }>essu 40 ára
tímabili hafa orðið meiri framfarir
heldur en á Jmsund ára ævi þjóðar-
innar áður. Og Framsóknarflokk-
urinn hefur ýmist haft beina for-
göngu eða átt mikinn J>átt í öllum
J>essum framförum.
Við ungmennafélagarnir vorum
bjartsýnir fyrir 40 árum. Þá hefði
okkur ekki órað fyrir, að okkar kyn-
slóð fengi að lifa slíkt ævintýr.
Fyrir 40 á’rum leit umheimtirinn
á ísland sem „óaðskiljanlegan hluta
Danaveldis", eins og Danir orðuðu
]>að, Nú er landið frjálst og full-
valda lýðveldi. Eg minni og á alla
J>á ræktun landsins, sem orðið hef-
ur síðan, og á ]>að, að svo að segja
öll þjóðin liefur byggt vfir sig ný
og glæsileg hús og einnig yfir bú-
pening sinn. Þjóðin hefur eignazt
glæsilegan skipastól, búinn full
konmustu tækjum, bæði til fisk-
veiða og samgangna. Skólar ltafa
verið reistir í öllum héruðum lands-
ins, og nú er farið að rafvæða land-
ið. Márgt fleira mætti nefna, ef
tími væri til. Fullyrði ég, að Frarn-
sóknarflokkurinn hefur langoftast
átt frumkvæðið að öllum J>essum
framlörum eða J)á að minnsta kosii
stutt ]>ær með ráðuni og dáð.
Þegar saga }>essara 40 ára verður
skráð, er ég alveg öruggur um J>að.
að óhlutdrægur dómur sögunnai
verður sá, að Framsóknarflokkur
inn hafi jafnan verið liugsjónum
sínum trúr og unnið samkvænu
þeim. Það breytir engu um þetta,
]>ó að flokkurinn hali aldrei verið
einráður í landinu, lieldur orðið að
leita samstarfs við aðra til að koma
málum sínum lram, oft til vinstri,
og líka stundum til hægri.
Flokkur og foringjar loylltir.
Framsóknarílokkurinn átti ný-
lega fertugsafmæli. Tveir aðalfor-
ystumenn flokksins hala einnig átt
merkisafmæli nú fyrir skömmu.
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins varð sextugur og Eysteinn
Jónsson ljármálaráðherra og for-
maður þingflokksins varð finnntug-
ur. Jafnframt því að árna flokknum
heilla, liyllum við eiifnig J>essa for-
ystumenn. Þeir eru enn á bezta
aldri, og ég vona, að tlokkurinn
njóti ennþá forystu ]>eirra, }>egar
hann heldur upp á 50 ára atmæli
sitt.
Framsóknarmenn, þjónurn jafn-
an föðurlandi okkar. Þattnig verð-
um viö beztir Framsóknarmenn.
Fólkið streymir suður
Ólafsfirði, 7. jan.
Hátt á annað liundrað manns
eru farnir héðan í atvinnuleit til
Suðurlands. Héðan ertt fjórir bátar
farnir suður, Stígandi, Einar Þveræ-
ingur, Sævaldur og Kristján.
Algert atvinnuleysi er hér unt
)>essar mundir. Það er mjög til baga
fyrir Ólafsfjörð að höfnin er ekki
nægilega djúp l'yrir stór ski]>. Geta
J>au ekki snúið við í hölninni og
koma J>ví ekki inn nema í einsýnu
veðri.
Um jól og nýjár var liér fjörugt
skennntanalíf. Karlakórinn Kátir
piltar hélt samsöng við lrábærar
undirtektir. Stjórnandi kórsins er
Guðmundur Kr. Jóhannsson og
einsöngvarar Jón Sigurpálsson og
Gunnlaugur Magnússon. Húsið var
troðfullt.
Kvenfélagið sýndi sjónleikinn
Bakkabræður og slysavarnadeildirn-
ar Skyggnu augun. Leikirnir voru
og vel sóttir.
Á gamlaársdag var venjulegur
áramótadansleikur, sem fór hið
bezta fram, og ]>ann dag var líka
stór og myndarleg brenna.
Milli jóla og nýjárs voru gefin
sanian í hjónaband ungfrú Guðrún
Þorvaldsdóttir og Hreinn Bern-
harðsson kennari. Heimili þeirra er
að Brekkugötu 7, Ólafsfirði.
Nýft ár gengið í garð >
Enn ar nýtt- ár gengið í garð,
fullt af vonum og fyrirheitum, og
gamla árið hvatt. Menn munu
sammála um að árið, sem var að
kveðja, hafi verið grózkumikið
yfirleitt og hagsælt ár öllurn
landslýð.
Sú þróun hélt áfram, að fólks-
fjölgunin öll varð í bæjunum, en
sveitirnar hungra og svelta af
fólksfæð. íslendingar telja nú 160
>ús. manns. Rúmlega 6 þús.
bændur auka þó árlega fram-
leiðsluna með aðstoð 4 þús. drátt-
arvéla og nokkurs erlends mann-
afla. í desemberbyrjun voru
mjólkurvinnslústöðvar landsins
búnar að taka á móti 46,4 millj.
kg. mjólkur, og búizt við að árs-
framleiðslan hafi aukizt um 5
milljón kg. á árinu. 28 smál. af
ostum eru fyrirliggjandi og 160
smál. af smjöri. Kjötmagn er
nægilegt í landinu og um 1400
smál. var flutt út af dilkakjöti.
Uppskera garðávaxta varð rýr á
landinu norðan og austan og inn-
flutningur kartaflna hafinn. —
Heyskapartíð hagstæð og spretta
sæmilega nema á útengjum. —
Garðrykjubændur framleiddu
um 200 smál. af tómötum og 60—
70 smál. af gúrkum og eggja-
framleiðendur sendu yfir 1000
smál. af eggjum á markaðinn. —
íslenzkar landbúnaðarafurðir
skipta verulegu máli í útflutn-
ingnurp- Útfiutningur þeirra er
að verðmæti nær 52 millj. kr.
Árlega stækka túnin um 2—3
þús. ha. og 34 skurðgröfur þurrka
upp stór lönd til framtíðarrækt-
unar og beitar. Á fóðrum' háfa
bændur landsins um 700 þús. fjár,
47 ]>ús. nautgripi og ca. 40 þús.
hross, auk fugla og svína. Enn er
landrými fyrir stóraukinn bú-
■stofn. Nýjir tímar gera mögulegt
að græða eyðisanda, J>urrka mýr-
lendi og beitiræktin er aðeins á
byrjunarskeiði.
Yfir 80 ný býli bættust við á
árinu, 300 heimili í sveitum
fengu rafurmagn, og nú hafa 90
af hverjum 100 bændum síma.
í skólum landsins eru 19 þús,
ungmenni, þar af 10 þús. í fram-
haldsskólum. Til skólamála var
varið yfir 80 milljónum kr. auk
byggingakostnaðar við skólahús.
Alls starfa í landinu 330 skólar.
Flugflotinn telur 44 flugvélar,
auk 12 svifflugvéla, og um 500
manns starfar hjá flugfélögunum.
Nýjir vegir voru lagðir fyrir 15
milljónir króna, brýr fyrir 17
milljónir, hafnarbætur fyrir 33
milljónir.
Um sjávarútveginn er ]>að að
segja, að mestu ræður um af-
komu hans, hversu tíðarfari og
aflabrögðum háttar annars vegar,'
og svo hversu til tekst með söl-
una. Afli var lélegur á vetrarver-
tíðinni sunnanlands og vestan, en
aflinn á síldveiðunum fyrir
Norðurlandi betri en um mörg
undanfarin ár. Þannig óx síld-
araflinn um 85% miðað við árið
1955, og er mesta síldarár síðan
1948. Heilaraflinn til 1. des. sl.
var 428 smálestir og skiptist
þannig ,samkv. skýrslu fiski-
málastjóra:
Þorskur 22,714 siriál., síld 96,167,
karfi 60,723, upsi 18,019 og ýsa
15,008. Heilarmagn aflans árið
1956 var 9% rneira á fyrrgreindu
tímabili en árið áður.
39 fiskibátar bættust í flotann
á árinu, samt. 2190 rúmlestir. 13
af þeim byggðir innanlands,keypt
ur hvalveiðibátur. í togaraflot-
anum fækkaði um einn og er það
3. nýsköpunartogarinn er hverfur
úr tölunni. En nú er ákveðið að
15 nýjir togarar bætist við. Hefur
ríkisstjórnin það mál í undirbún-
ingi. Löndunarbanninu var aflétt
og fóru togarar 13 söluferðir til
Englands eftir það. 440 hvalir
veiddust á árinu.
Iðnaður hefur aukizt verulega
í landinu hin síðari ár, og er ís-
land orðið iðnaðarland. Haldið er
áfram byggingu sementsverk-
smiðju.
Um 300 bækur voru gefnar út
á árinu, auk fjölda blaða og tíma-
rita, og 104 fræðimenn hlutu
styrki af opinberu fé, auk þess
skáld og listamenn.
Ríkisstjórn Ólafs Thors sagði
af sér, en ný, svokölluð vinstri
stjórn, var mynduð undir forsæti
Hermanns Jónassonar. Alþingis-
kosningarnar, er fram fóru í
sumar, voru harðar og kjörsókn
mikil. Verðbólgan var stöðvuð
með lögbindingu kaupgjalds og
verðlags, og ný stefna upp tekin
í efnahags- og atvinnumálum. —
Eftirtektarverðast af hinum nýju
ráðstöfunum er það, að Alþýðu-
samband íslands, Stéttarsamband
bænda og fleiri stéttir vinnandi
fólks hafa staðið að nýjum lögum
um þessi mál, sem samþykkt
voru fyrir jól. Bátaflotinn er því
lagður úr höfn og verkföll ekki
yfirvofandi eða verkbönn, svo
sem oft að undanförnu við ára-
mót.
'—>
Ef erlendum tíðindum er inn-
rás Breta og Frakka i Egiptaland,
ennfremur kúgun Rússa í Ung-
verajalandi, þeir atburðir, sem
mesta athygli hafa vakið. Meðal
ungverska flóttafólksins kornu 52
hingað til lands í boði ríkisstjórn-
arinnar og fyrir milligöngu
Rauða krossins. Munu þeir setj-
ast hér að.
Vegna ófriðarhættu í heimin-
um voru varnarsamningarnir vjo
Bandaríkin framlengdir og dvel-
ur varnarliðið enn í landinu.
SÍS og Olíufélagið keyptu
(Framhald á 7. síðu.).