Dagur - 27.03.1957, Page 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 27. marz 1957
frá Reykjavík, Ólafsfirði, Ðalvík og Akureyri
Eysteinn sigraði bæði í stökki og svigi
Skíðamót KA er fjölmennasta
og glæsilegasta skíðamót, sem
haldið hefur verið á Akm-e,vri um
langan tíma. — Utanbæjarmenn
settu svip sinn á' mótið, fyrst og
fremst skíðakappinn Eysteinn
Þórðarson.
Mótið hófst á laugardag með
keppni í stökki. Færi var þungt,
og náðu keppendur ekki nægum
hraða í aðrennslinu til að geta
stokkið eins langt og hægt er að
stökkva í Miðhúsabrautinni. Ey-
steinn sigraði örugglega. Áhorf-
endur voru margir.
Á sunnudaginn hófst stökk-
keppnin kl. 2. Færið var nú mun
betra en á laugardaginn, og náðu
keppendur betri stökkum. Aðal-
keppnin í A-fl. stóð á milli þeirra
frændanna Eysteins og Jóns
Ágústssonar, KA, og mátti vart á
milli sjá hvor sigra mundi. Jón
átti lengsta stökkið 27V2 m, en
var svo óheppinn að detta og
brjóta skíði sín. Eysteinn sigraði
með 2 stiga mun. Þeir eru mjög
svipaðir að getu, frændurnir, og
stökkva báðir mjög vel. — Af
öðrum keppendum má nefna Ein-
ar Helgason, KA, sem er nýliði
í stökki og á hann þar vel
heima, og Kristinn Steinsson,
Þór, sem er einnig góður. Matthí-
as Gestsson, KA, stekkur langt,
en hefur ekki góðan stíl. Bragi
Hjartarson, Þór, er einnig góður.
Af unglingum má nefna Björn-
þór Ólafsson frá Ólafsfirði,
sem stökk mjög vel og
ívar Sigmundsson, KA. — Veður
var prýðilegt til keppni, sólskin
og blíða. — KA-félagar unnu
þrekvirki að koma stökkbrautinni
í nothæft ástand, og byggðu þeir
turn við aðrennslið nóttina fyrir
keppnina á laugardaginn, og eiga
þeir þakkir skilið fyrir það fram-
tak. Áhorfendur voru mjög
margir og skemmtu sér prýðilega.
Kl. rúml. 5 hófst svo svigkeppn-
in í Knarrarbergsgilinu. — Þar
komu margir áhorfendur, og hafa
þeir sennilega ekki farið von-
sviknir heim..
Eysteinn bar þar af óðrum
keppendum, og er hann lang-
bezti svigmaður sem hér hefur
keppt. Ulfar Skæringsson, ÍR,
var einnig mjög góður á okkar
mælikvarða, en þó er mikið bil á
milli hans og Eysteins. Það má
segja að Eysteinn hafi verið alveg
í sérflokki. Bragi Hjartar var ör-
uggur að vanda og náði þriðja
sæti. Hjálmar var óheppinn, fékk
2 víti í síðari ferð en var samt
ekki langt á eftir Braga. Eg álít
að hann standi Úlfari jafnfætis.
Kristinn Steinsson vann B-fl.,
og er hann mjög öruggur svig-
maður. C-fl. vann Stefán Jónas-
son KA, og er hann efnilegur.
Viðar Garðarsson fékk beztan
brautartíma þar, 22,6 sek. — ívar
Sigmundsson, KA, vann eldri
drengjaflokkinn, og er hann mjög
efnilegur. — Yngri drengjaflokk-
inn vann Björn Guðmundsson,
Ólafsfirði, og er hann mjög góður.
Það má segja að þetta mót hafi
verið KA til mjög mikils sóma,
og stjórnaði formaður KA, Her-
mann Sigtryggsson, því, af mikilli
röggsemi. — Eitt vil eg minnast á
að lokum, sem er nauðsynlegt að
hafa á hverju skíðamóti, og KA-
menn sáu vel um, en það er hafa
sjúkrasleða til taks, ef einhver
meiðist, sem alltaf getur komið
fyrir hvort sem um lítil eða stór
mót er að ræða.
Á sunnudagskvöldið bauð svo
KA keppendum og starfsmönnum
til kaffidrykkju að Hótel KEA og
þakkaði formaður Hermann Sig-
tryggssön, utanbæjarmönnum
komuna og óskaði þeim góðrar
heimferðar.
Úrslit urðu sem hér segir:
LAUGARDAGUR:
(Stökk.)
Karlar 20 ára og eldri:
Eysteinn Þórðarson ÍR 207.1 stig
Jón Ágústsson KA 199.3 stig
Kristinn Steinsson Þór 197.3 stig
Karlar 17—19 ára:
Mathías Gestsson KA 196.0 stig
Bragi Hjartarson Þór 184.2 stig
Reynir Pálmason 'KA 166.1 stig
Uunglingar 15—17 ára:
Björnþór Ólafss. Ólafsf. 179.4 stig
Heiðhr Árnas. Dalvík 151.2 stig
Jón Halldórsson Dalvík 150.8 stig
Unglingar 13—15 ára:
ívar Sigmundsson KA 150.3 stig
Vignir Kárason KA 150.0 stig
Björn Guðmundss. Ól.f. 143.4 stig
SUNNUDAGUR:
(Stökk.)
Karíar 20 ára og eldri:
Eysteinn Þórðarson ÍR 216.7 stig
Jón Ágústsson KA 214.8 stig
Einar Helgason KA 201.0 stig
Karlar 17—19 ára:
Matthías Gestss. KA 204.0 stig
Bragi Hjartarson Þór 195.9 stig
Jóhann Tryggvas. Dalv. 177.5 sfig
Unglingar 15—17 ára:
Björnþór Ólafsson Ól.f. 191.7 stig
Jóhann Halldórss. Dalv. 171.3 stig
Heiðar Árnason Dalvík 168.5 stig
Drengir 14 ára og yngri.
Björn Guðmundss. Ól.f. 180.5 stig
ívar Sigmundsson KA 170.8 stig
Guðm. Tulinius KA 165.9 stig
(Svig.)
A-flokkur:
Eysteinn Þórðarson ÍR 77.8 sek.
Úlfar Skæringsson ÍR 85.6 sek.
Bragi Hjartarson Þór 86.9 sek.
B-flokkur:
Kristinn Steinsson Þór 77.3 sek.
Gunnl. Sigurðss. Sigluf. 80.6 sek.
Páll Stefánsson Þór 83.6 sek.
C-flokkur:
Stefán Jónsson KA 46.9 sek.
Hörður Sverrisson KA 50.9 sek.
Grétar Ingvarsson KA 51.8 sek.
Drengir, eldri flokkur:
ívar Sigmundsson KA 35.5 sek.
Jón Halldórsson Dalvík 37.1 sek.
Hallgrímur Jónsson KA 37.3 sek.
Ðrengir, yngri flokkur:
Björn Guðmundss. Ól.f. 39.3 sek.
Þórarinn Jónsson KA 42.5 sek.
Sigtr. Benediktss. KA 46.2 sek.
Á næstunni fer fram firma-
keppni í svigi, og sér KÁ um
það mót. Þau firmu, sem hafa hug
á að vera með, snúi sér til Her-
manns Sigtryggssonar.
Keppnin verður með líku sniði
og hjá Golíldúbbnum.
S. O.
Frá bæjarráði
Tekið fyrir erindi frá Fisk-
vinnslunni h.f. undirritað af Stein
þcri Helgasyni, þar sem tilkynnt
er að vélskipið Haukur I hafi
verið fluttur til Akureyrar og
skýrt Kópur E.A. 33. Telur um-
sækjandi nauðsynlegt að skipta
um vél í skipinu til þess að hægt
sé að gera það út á togveiðar. —
Vegna þessa hefur félagið sótt
um lán úr Atvinnubótasjóði að
upphæð kr. 160.000.00 og biður
um meðmæli bæjarstjórnar með
þessari beiðni. Bæjarráð gerði
svofellda samþykkt:
.,Bæjarráð Akureyrar ínælir
eindregið með því að Fiskvinnsl-
an h.f., Akureyri, fái 160 þús. kr.
lán úr Atvinnubótasjóði til kaupa
á vél í vélskipið Kóp E.A. 33.“
Frá Hafnarncfnd.
Þá var mættur á fundinum
Skafti Áskelsson til viðtals um
leigu á dráttarbrautunum.
Nefndin leggur til að SIipp-
stöðin h.f. verði leigð stöðin
áfram þar til togaradráttarbraut
getur tekið til starfa, þó ekki
lengur en til 5 ára. Ársleiga fyr-
ir núverandi dráttarbrautir og
hús verði kr. 200.000.00 — tvö
hundruð þúsund krónur — og
auk þess helmingur af því sem
uppsátur og stöðugjöld fara fram
úr eitt hundrað tuttugu og fimm
þúsund krónum á ári. Hvor aðili
getur krafizt endurskoðunar á
leigusamningnum að 2 árum liðn-
um og verður þá leigan fyrir það
sem eftir er af samningstímabil-
inu ákveðin með samkomulagi
eða mati þriggja dómkvaddra
manna. Við matið skal tillit taka
til þeirra verðbreytinga, sem orð-
ið hafa á samningstímabilinu. Að
i öðx-u leyti gildi ákvæði núverandi
leigumála eftir því sem við á.
í grennd við boi-gina Kristian-
sand í Noregi kom fyrir sjaldgæft
og leiðinlegt atvik um daginn.
Gömul kona hafði dáið á sjúkra-
húsi í Kristiansand, og rétt fyrir
jarðarförina óskaði ættindi nokk-
ur að fá að sjá gömlu konuna í
síðasta sinn. Kistan var opnuð en
hún var þá tóm! Líkið hafði
gleymzt á sjúkrahúsinu. Það varð
að fi'esta útförinni þar til daginn
eftir.
Kvikmyndahátíðin i Cannes
vei'ður á þessu ái'i frá 2.—17.
mal Sú breyting hefur verið gerð
á fyrirkomulaginu, að hvert land
fær aðeins að sýna eina kvik-
mynd. Bandai'íkjamenn sýna
„Umhverfis jörðina á 80 dögum“,
en Danir Grænlandskvikmyndina
„Qivitoq“. Þrjátíu og fimm kvik-
rnyndir munu keppa um verð-
launin að þessu sinni, en í fyrra
voru þær 100.
Bandarískir bílar fara nú
lækkandi með hvei'ju ári, og í
dönskum blöðum er talað um, að
þeir séu orðnir of lágir fyrir
Dani. Eru þeir enn nógu háil' fyr-
ir.íslenzka vegi?
Arbejderbladet í Osló segir
frá því 6. mai'z'áð nú rhuni Norð-
menn framvegis fá að kaupa
ferðagjaldeyri fyrir 1500 ki\ í stað
700 kr. áðui'.
Verð hefur nú lækkað svo
undanfarna daga á dönsku svína-
kjöti í Englandi að Danir frá 4V2
millj. kr. minna á viku nú en áð-
ur fyi-ii' þessa útflutningsvöru
sína, og er. þetta alvarlegt áfall
fyrir danska þjóðarbúið. Orsök
verðfallsins er mikið fi'amboð af
brezku svínakjöti, en framleiðsla
þess er styrkt af brezka í'íkinu
með fjárframlögum.
Frá 8. apríl hafa 213 læknar í
Gautkboi'g'ságt upp stöðum sín-
um. Eiga þeir í deilu við borgar-
yfirvöldin um launakjör. Er búizt
við að ríkisstjórnin grípi í taum-
ana og skipi séi'staka sáttanefnd.
Vestur-Þjóðvei'jar geta hi'eyft
sig úr stað. Um ái'amótin síðustu
áttu þeir (Saar og Vestur-Berlín
meðtalin) 2,5 millj. mótoi'hjól
2,3 millj. fólksbíla, um hálft sjö-
unda hundi'að þúsund vörubíla,
um 590 þús. dráttarvélar, allt um
6,1 millj. vélknúin farartæki. Er
það 8,6% aukning á einu ái'i.
Skinfaxi,
tímarit ungmennafélaganna,
er nýkomið út. Af efni má sér-
staklega nefna: Afmælishátíð U.
M. F. í. eftir Stefán Ól. Jónsson,
Noi'ræna æskulýðsvikan í Forn-
by eftir Axel Jónsson, Félags-
heimilið Hlaðir eftir Sveinbjörn
Beinsteinsson Bjai'ni M. Gíslason
og íslenzku handi'itin, Axel Jóns-
son ski-ifar um íþróttir á lands-
móti U. M .F .í. á Akureyi'i, og
margt fleira er til fi'óðleiks og
skemmtunar. Ritstjóri er Stefán
Júiíusson.
f. rafmagu, 4 stærðir,
nýkomnir.
Véla- og búsáhaldadcild.
úr ryðfríu stáli.
Véla- og búsáhaldadcild.
Nú er tækifærið!
4 manna bíll til sölu. Hag-
kvæniir greiðsluskilmálar
el samið er strax.
Uppl. í síma 2090.
B.alló strákar!
Af sérstökum ástæðum er
nýtt hjálparmótorhjól (Gör-
icka) til sölu strax.
Afgr. vísar á.
Tékkneskir
kvenstrigaskör
í litaurvali.
Enn fremur
uppreim. strigaskór
karlm. og unglinga.
ílvaiinbcrgsbræður
NÝKOMIÐ:
Nylonblúnda í skírnarkjóla
Gluggatjaldaefni með pífu
Einnig alls konar
HANNYRÐAVÖRUR
mcð sérstöku tækifærisverði.
ANNA & FREYJA
Fermingin nálgast
Vér bjóðum yður úi-val nyt-
samra fermingargjafa:
Undirfatnað, allskonar
úr prjónasilki og nylon
Töskur, lianzka, slæður
Snyrtitöskur
Sokkamöppur
Umstein, ilmvatn
o. fl., o. fl.
ANNA & FREYJA