Dagur - 27.03.1957, Side 5

Dagur - 27.03.1957, Side 5
Miðvikudaginn 27. marz 1957 D A G U R 5 Stjórnmálayfirlýsing aðalfundar Framsóknarfl FRA BOKAMARKAÐINUM ÍSLENZK VÖIN eifir Sigurjón Risf Á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var í Reykjavík dagana 14. til 17. marz síðastl. var samþykkt eftir- farandi stjórnmálaályktun: „Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1957 lýsir yfir stuðningi sínum við núverandi ríkisstjórn og samstarf það milli stjórnmálaflokka, sem hafið var með myndun stjórnarinnar 24. júlí síðastliðinn. Telur miðstjórn- in það hafa sýnt sig, að rétt hafi verið ráðið af síðasta flokksþingi að slíta samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Þar sem nokkuð skorti á, að kosningabandalag það, sem til var stofnað samkvæmt ályktun flokksþings milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins hlyti meiri hluta í kosningunum, telur miðstjórnin það einnig hafa verið rétt ráðið að vinna að stjórnarsamstarfi milli Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokks- ins og Alþýðubandalagsins og lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við hina sameiginlegu stefnuyfir- lýsingu stjórnarflokkanna.“ Mikilvægi jafnvægisstefnunnar. „Miðstjórnin telur ástæðu til að vekja athygli á þeim erfiðleikum, sem að höndum hlýtur að bera í efnahagslífi þjóðarinnar nú sem fyrr og vara við ýmsum hættum í því sambandi. Vill hún m. a. ein- dregið hvetja alla stuðningsmenn stjórnarsamstarfsins og aðra ábyrga menn innan stéttasamtak- anna til að standa saman gegn öllu því, sem raskar efnahags- málajafnvægi því, sem stjórnin beitir sér fyrir. Telur miðstjórnin mikilsvert að reynt sé til hins ýtrasta að ná samkomulagi um ágreiningsmál, sem spillt gætu samstarfi þeirra sem saman þurfa að standa, ef vel á að fara. Vill hún í því sambandi minna á, að jafnvægi í efnahagskerfinu er undirstaða lánstrausts þjóðarinn- ar og jafnframt skilyrði þess að unnt sé að efla atvinnuvegina eins og æskilegt er. Framför og velmegun þjóðarinnar er undir því komin, að samkomulag það, sem náðst hefur milli ríkisstjórn- arinnar og stéttasamtakanna, fái að bera árangur en verði ekki spillt af vanhyggju eða fyrir áhrif pólitískra andstæðinga stjórnar- innar, sem hafa hug á að ná völd- um í landinu, og skapa betri að- stóðu en þeir n útelja vera fyrir sérhagsmuni þá, sem þeir hafa gerzt fulltrúar fyrir. Miðstjórnin lítur svo á, að vinnudeilur þær, sem orðið hafa nú, sanni enn á ný nauðsyn þess, að gerðir verði heildarsamningar um kaup og kjör í landinu, svo að deilur um kaup og kjör fámennra starfshópa valdi ekki óvæntum og víðtækum truflunum á at- vinnulíf og þjóðarbúskap.“ Fjárfestingin. „Miðstjórnin telur að núver- andi efnahagsástand þjóðfélagsins sanni, að ekki má brjóta það lög- mál, að halda verður fjárfesting- unni í landinu í hófi, þannig, að ekki verði á hverjum tíma ráðist í meira en fjármagn og vinnuafl leyfir og að vel þarf að gæta þess að láta þær framkvæmdir sitja fyrir, sem nauðsynlegastar eru og mest kalla að. Það er skoðun miðstjórnarinnar, að fyrst og fremst beri að leggja áherzlu á þær framkvæmdir, sem stuðla að jafnvægi í byggð'lands- ins, þ. á. m. að útvega og koma upp atvinnutækjum fyrir þá landshluta, er helzt skortir slík tæki, svo að hægt sé að sporna við fólksflutningum þaðan til þéttbýlisins á Suðvesturlandi, enda valda þeir flutningar jafn- framt stórkostlegum erfiðleikum fyrir þéttbýlið sjálít og þjóðar- heildina. Þarf þá að efla byggðina bæði til lands og sjávar í þessum landshlutum. Telur aðalfundurinn ástæðu til að fagna skilningi þeim á nauðsyn þessa máls, sem fram kom í hinni sameiginlegu stefnu- yfirlýsingu stjórnarflokkanna sl. sumar og almenna athygli vakti um land allt. í þessu sambandi leggur miðstjórnin áherzlu á að samþykkt verði frumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi um land- nám, ræktun og bvggingar í sveitum og að unnið verði að framkvæmd hinna nýju laga um kaup fiskiskipa og dreifingu þeirra. Þá telur miðstjórnin áríð- andi að unnið verði eftir fyrir- framgerðri áætlun að öðrum nauðsynlegustu 'framkvæmdum í þágu þjóðhagslega nytsamrar framleiðslu sem er og verður jafnan undirstaða velmegunar og framfara í landinu.“ Friðunarlínan — húsnæðisniál. ..„Miðstjórnin ítrekar fyrri álykt- anir flokksins um að nauðsyn beri til að vinna að frekari út- færslu friðunarlínunnar fyrir ströndum landsins. í húsnæðismálunum telur mið- stjórnin nauðsynlegt að vinna að því, eftir því sem fjármagn frek- ast leyfir, að það íbúðarhúsnæði, sem nú er í smíðum, komist sem fyrst í nothæft ástand. Hún lítur svo á, að í Reykjavík og fleiri kaupstöðum sé nú þegar meira en nóg af stórum íbúðum og beri hinu opinbera því nú um sinn að einbeita sér að því, að það hús- rúm, sem komið verður upp til íbúðar, verði fyrirfram skipulagt á þann hátt, að í því geti verið sem flestar fjölskylduíbúðir, þannig, að fjárfestingin nýtist sem bezt í þessu skyni. Þá leggur miðstjórnin áherzlu á, að unnið verði að lækkun byggingarkostn- aðar og komið í veg fyrir húsa- leiguokur.“ Bankar — utanríkismál. „Miðstjórnin leggur áherzlu á, að bankalöggjöf landsins verði breytt á Alþingi því sem nú situr, til tryggingar að fjármagn þjóð- arinnar nýtist sem bezt henni til hagsbóta. Miðstjórnin telur sem fyrr, að íslendingum beri að leggja stund á góða sambúð við allar þjóðir, en eigi í öryggismálum samstöðu með öðrum lýðræðisþjóðum í Altantshafsbandalaginu, þó með þeim fyrirvara, að ekki sé erlend- ur her hér í landi þegar friðar- tímar eru að dómi íslendinga.“ Samvinnustefnan. „Aðalfundurinn minnist þess að elzta samvinnufélag íslendinga hefur á þessu ári starfað fulla þrjá aldarfjórðunga. Beinir hann því til flokksmanna í öllum byggð um landsins að standa trúlega vörð um samvinnuhreyfinguna og vinna að vexti hennar og við- gangi. Miðstjórnin vill nú sem fyrr vekja athygli almannings á því, að það er eitt af höfuðskil- yrðum sjálfstæðis og framfara í hverju héraði eða byggðarlagi, að þar sé starfandi samvinnufélag á fjárhagslega traustum grundvelli og með sem almennastri þátttöku. í þessu sambandi ber að hafa það í huga, að með fjármagnsmyndun eða framkvæmdum á vegum samvinnufélaga í héraði eru sköpuð verðmæti, sem ekki verða flutt burt eða seld, heldur eru ævarandi eign almennings á fé- lagssvæðinu á komandi tímum. En með vaxandi félagshyggju og göfgandi áhrifum hennar skapast traustur grundvöllur héraðs- menningar og þjóömenningar í landi voru.“ íþróttafélagið Þór hélt innan- félagsmót í sundi mánudaginn 12. þ. m. — Úrslit í einstökum grein- um urðu þessi: 50 m. skriðsund drengir. 1. Björn Þórisson 33.7 sek. 2. Atli Jóhannsson 36. 8 sek. 3. Sigurður Hjartarson 38.7 sek. 100 m. skriðsund drengir. 1. Björn Þórisson 1 mín. 17.3 seek. 50 m. skriðsund kariar. 1. Bragi Hjartarson 38.0 sek. 2. Karl Jónsson 41.0 sek. 100 m. bringusund karlar. 1. Karl Jónsson 1 mín. 29.8 sek. 100 m. bringusund drengir. 1. Atli Jóhannsson 1 mín. 34.9 sek. 2. Hreiðar Gíslas. 1 mín. 37.4 sek. 3. Júlíus Bjöi’gvinsson 1 mín. 38.0 sek. 50 m. bringusund karlar. 1. Bragi Hjartarson 39.7 sek. 2. Karl Jónsson 39.7 sek. 50 m. bringusund drengir. 1. Sigurður Hjartarson 42.5 sek. 2. Atli Jóhannsson 42.8 sek. 3. Sigurður Guðmundss. 44.9 sek. 50 m. baksund telpur. 1. Erla Hólmsteinsdóttir 55.7 sek. 2. Ingigerður Traustad. 56.9 sek. 3. Helga Wæhle 58.8 sek. Á síðastliðnu ári gaf Raforku- málastjóri ríkisins út bók, er nefnist íslenzk vötn 1. Bók þessi mun vera hin fyrsta í flokki bóka, þar sem birtar verða ýmsar almennar niðurstöð- ur vatnsmælinga og ýmiss konar upplýsingar um vötn landsins, sem einnig eiga erindi út fyrir hinn þrönga hóp sérfræðmga og vísindamanna. Um bók þessa má í stuttu máli segja, að hún er stórfróðleg, og eftir því sem bezt verður séð hefur höfundi hennar tekizt prýðilega að gera hana aðgengi- lega fyrir alþýðu manna. Bókin hefst með sögulegu yfir- liti um vatnamælingar. Er þar gerð grein fyrir þeim mönnum, er rannsakað hafa íslenzk vötn og drepið á rit þeirra um það mál. Ennfremur er rakin löggjöf um raforku og vötn og framlög ríkis- ins til þeirra mála. Þá kemur kafli um vatnsfalla- tegundir, veðurfar og jarðmynd- un, sem er svo skýr og skemmti- legur, að hann ætti að takast óbreyttur upp í kennslubækur um jarðfræði og veðurfræði í gagnfræða- og menntaskólum, eins og margt fleira í þessari bók. Meginefni bókarinnar er skýrsl- ur, sem hafa vísindi og fróðleik að geyma — en þær gefa til 50 m. skriðsimd telpur. 1. Erla Hólmseinsdótitr 41.2 sek. 2. Hrönn Hermundard. 44.0 sek. 3. Ingigerður TraustcL 51.6 sek. 50 m. bringusund telpur. 1. Erla Hólmsteinsdóttir 50.0 sek. 2. Helga Wæhle 51.7 sek. 3. Inga Ingólfsdótir 52.8 sek. 50 m. bringusund konur. 1. Sigurlína Sigurgeirsd. 48.1 sek. 2. Sólveig Guðbjartsd. 48.6 sek. 3. Þórey Jónsdóttir 49.5 sek. 50 m. skriðsund konur. 1. Freyja Jóhannsd. 39.5 sek. 2. Sólveig Guðbjartsd. 40.2 sek. 3. Herdís Jónsdóttir 42.5 sek. 3x50 m. þrísund. A-sveit 1. mín. 59.9 sek. B-sveit 2 mín. 10.8 sek. Þátttaka í þessu móti var góð, milli 30 og 40 manns, og er margt þátttakendanna efnilegt sundfólk. Má þar fyrst og fremst nefna Björn Þórisson, 13 ára, sem er mjög efnilegur. Hann hefur þegar náð tökum á mjúkum og góðum stíl þó að hann hafi aðeins æft skriðsund frá í haust. Sömuleiðis er Erla Hólmsteins- dóttir einnig 13 ára, mjög efnileg. Hún syndir skriðsund bæði ábaki og bringu, á hún vafalaust eftir að ná góðum árangri síðar, því að (Framhald á 7. síðu.) kynna, hversu gífurlegt starf ligg ur að baki bókarinnar. En bókin, gagnasöfnun, úrvinnsla og vatna- mælingar, sem hún byggist á, er að mestu leyti starf góðkunns Eyfirðings, Sigurjóns Rists. En með störfum sínum hefur hann þegar skipað sér á bekk með öt- utulustu vísindamönnum þjóðar- innar. Frágangur og prentun bókar- innar er allur hinn bezti, og er hún hinn mesti fengur fyrir alla þá íslendinga, sem unna náttúru og nytjum lands síns og vilja eitthvað um þau fræðast. Um leið og eg óska Sigurjóni heilla með unnið afrek tjái eg raforkumálastjóri þökk fyrir þessa útgáfu og vonast eftir, að aðrar bækur fari bráðlega á eftir til nytja og ánægju fyrir land og lýð. B. B. HEIMA ER BEZT janúarheftið 1957. Efni þessa heftis er m. a.: Hilmar Stefánsson eftir Jónas Jónsson. — Búnaðarbankinn eftir Gísla Guðmundsson. — Einar Sörensson skrifar um dulskynj- anir og dulsagnir. — Ritstjórnn, Steindór Steindórsson, skrifar þætti úr Vesturcegi. — Daníel Arnfinnsson yrkir kvæðið, Eg þakka. — Jóh. Ásgeirsson skrifar um gamla kunningja. — Enn- | fremur er í ritinu skákþáttur Friðriks Ólafssonar, framhalds- sagan og margtfleira. Myndir eru margar og allur frágangur vand- aðui’. Þættir úr endurmimi- ingum Jóns Sveinssonar Nýlega er komin í bókabúðir ný bók efir Jón Sveinsson fyrrv. bæjarstjóra á Akureyri, með of- anskráðu nafni. Hún er prentuð í Prentverki Odds Björnsson- ar h.f. á Akureyri. -----—----- ,J Nýjar kvöldvökur I Nýir eigendur og ritstjórar hafa nú tekið við hinu gamla og vinsæla tímariti af Þorsteini M. Jónssyni. Eigandi er Kvöldvöku- útgáfan Akureyri, en ritstjórar Jónas Rafnar og Gísli Jónsson og framkvæmdastjóri Kristján Jóns- son. Af efni þessa nýútkomna heftis, sem er fjölbreytt og gott lesefni, má nefna: Hugleiðingar og frásagnir eftir Ólaf Tryggva- son, Hamraborg, kvæði eftir Hjört Gíslason, Þorsteinn Þ. Þor- steinsson eftir Björn R. Árnason, Viðureign „Ægis“ við brezka togarann York City, framhalds- sögur og margt fleira. Lesmál er mikið en auglýsingar 19 síður og forsíðan hefði þurft að vera myndarlegri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.