Dagur - 10.04.1957, Síða 1

Dagur - 10.04.1957, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næsi út miðvikw- daginn 17. apríl. XXXX. árg. Akurcyri, Miðvikudaginn 10. april 1957. 16. thi. Ncmendur á matrciðslunámskeiði Húsmæðraskólans á Akureyri. Kennslukonan ungfrú Guðrún Sigurðardóttir 7. að framan. Sjá grcin á 8 síðu í blaðinu í dag. Efnl III siarfsíræðsíiidags á Ak. ■r ölafor Gumiarsson sálfræðingur veitir líömim forstöðu og gefur leiðbeiniugar Óvænt veiði við Grímsey Óli Bjarnason útgerðarmaðutr í Grímsey fékk lax í þorskanct á mánudaginn. Var láxinn hin fegursta skepna og allvæn. — Vigtaði hann 48 pund og reyndist vera 132 cm. á Iengd. Þyngstu laxar, sem hafa veiðst hér eru 37 '/2 punda lax í Brúará og 36 punda lax í Laxá í S.-Þing. Næstkomandi sunnudag, pálma sunnudag, gengst Æskulýðs- heimili templara fyrir starfs- fræðsludegi með svipuðu sniði og verið hefur í Reykjavík tvo und- anfarna vetur. Vegna málningar og annarra viðgerða í Varðborg, var ekki unnt að halda þennan dag þar, en í þetta sinn verður hann í barnaskólanum. Olafur Gunnarsson sálfræðing- ur, sem staðið hefur fyrir starfs- fræðsludögunum í Reykjavík, mun koma hingað norður og veita þessari upplýsingastarfsemi íorstöðu. Þarna munu mæta ýmsir forustumenn fyrir hinar ýmsu starfsgreinar og veita upp- lýsingar og svara fyrirspurnum unga fólksins. Ekki er enn ráðið hve margar starfsgreinar vei'ða þarna teknar, enda er undirbúningi ekki að fullu lokið. Væntanlega verður fengið leyíi hjá skólastjórum bæjarskólanna til að tala við nemendur og skýra þessa starf- semi einhvern tíma nú í vikunni, en fyrir unga fólkið er þetta íyrst og fremst hugsað. Ailir unglingar frá 12—20 ára eru velkomnir, og ekkert síður þeir, sem ekki sitja nú á neinum skólabekk. Þessi upplýsinga starfsemi varðandi stöðuval og fleira mun væntanlega standa frá kl. 2—5 síðd. Annars verður það væntanlega auglýst nánar síðar. Á þriðja þíiSEiid pund Góður handfærafiskur var hér skammt norður á íirðinum nokkra daga. Tveir menn úr Glerárþorpi fengu t. d. 1600 pund- einn daginn 1800 pund næsta dag og á þriðja þús. pund þriðja daginn. Hátíðasýning Leikfélags Akuíéyrar Ðag ur sigraði Fyrsta firmakeppni skíðamanna á Akureyri fór fram sl. surmu- dag.í Hlíðarfjalli Tóku 16 firmu þátt í keppninni. Var henni hag- að þannig að keppendur höfðu svipaða vinningsmöguleika. Kom það líka grein.ilega í 1 jós, því keppnin var mjög tvísýn og hörð. Br'agi Hjartarson varð sigursæl- astur og færði Degi hinn nýja og fagra farandbikar, sem Skíðaráð Akureyrar gaf til þessarar keppni. Efnagerð Ak. var annað í röðinni (Hjálmar Stefánsson), þriðja Vefnaðarvcrudeild KEA (Vioar Garðarsson). Æfingum á GuIIná hliðinú efl- ir Dávíð Stefánsson frá Fagra- skógi, er að ljúka. Hefur Gúðm. Gunnarssón annast æfingar cftir fráfall Jóns Norðfjörð. Búningar Þjóðleikhússins, sem það lánar Akureyringum, eru enn þá á Akranesi, en losna það- an fljótlega og hefjast þá loka- æfingar hér, og er ráðgert að hafa frumsýningu 2. eða 3. í páskum. Með aðalhlutverk fara: Matt- hildur Sveinsdóttir, sem leikur kerlingu, Björn Sigmundsson leikur Jón bónda og Árni Jóns- son, óvininn. Þrettán ár eru liðin síðan Gullna hliðið var sýrit á Akur- eyri. Þetta hátíðaleikrit á 40 ára aflmæii Leikfélags Akureyrar verður án efa vel sótt. Mun skáldið og heiðursborgari Akur- eyrarkaupstaðar, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi, ílytja pro- logus á frumsýningunni. Vegir teppast Akvegir um héraðið eru nú ýmist illfærir eða ófærir bifreið- um. -Hefur klakinn, sem var þunnur, þiðnað ört og vegirnir ekki náð að þorna samtímis. Erleudur Eiiiarssoii afliendir starfsfólki Sam- baodskis stórau og vel búmn samkoimisal Salur sá í nýbyggingum Géíjunar, cr Iðnstefna IvEA og SÍS var haldin í síðast, var formlega afhentur starfsfólki við verksmiðjur SÍS á Akureyri á laugardaginn var, með nokkurri viðhöfn. For- stjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, kom hingað norður og ílutti við það tækifæri athyglisvcrða ræðú og enn frémur Harry Fredcriksen framkvæmdastjóri Iðndciklar SÍS ög Steindór Krist- jánsson formaður stárfsmannafélagsins. Jóhann Könráðssón söng cinsöiig, kvartett starfsfólks söng cinnig nokkur lög, Herbert TryggvasOn söng gamanvísur og fluttur vár gamanþáttur. Starfs- menn og gcstir fylltu salinn og nutu góðra veitinga og að lokum \ ar stiginn dans. Veizlustjóri var Arnþór Þorstéinsson, verksmiðju- stjóri. Flutti liann einnig fróðlcga væðu um franikvæmdirnar oj; iðnaðinn sjólfan. Góður vitnisburður. í ræðu þeirri er Erlendur Ein- arsson ílutti um leið og hann formlega afhenti starfsfólki við verksmiðjur SÍS á Akureyri hinn vistlega sal til afnota, gat hann þess að hinar ýmsu deildir SÍS deildu stundum um, hver þeirra væri stærst og hver þýðingar- mest. Sjálfur sagðist hann telja Iðnaðardeildina mikilvægásta vegna þess að hún hefði flcst starfsfólk í þjónustu sinni. Þeir, sem gáfu trú á fram- kvæmdir. Hin mikla þróun iðnaðarins á Akureyri væri samvinnumÖnn- um gleðiefni og iðnaðarstörf fólksins hér, hefði gefið forystu- mönnum Sambands íslenzkra samvinnufélaga trú á að reisa nýbyggingar fyrir milljónatugi og auka framleiðsluna. Mega iðnaðarmenn Sambandsins hér, vel una þessum dómi og mun hann vera réttlátur. Forstjórinn minnti einnig á þátt samvinnumanna í jafnvægis átt þeirri, er mest er nú um tal- að. Benti hann í því sambandi á að samVinnumenn rækju 30 frystihús á landinu til atvinnu- 0| helsf m r A annað íiundrað keppendur íivaðanæla aí landinu - Fimmtán írá Akureyvi Skíðámót fslands fer fram í Iiríðarfjalii við Akureyri, dagana 17.—22. apríl næstkomandi ög keppt í mörgum greinuin, svo sem venja er til. Þessa dagana eru þátttökutilkynningar að ber- ast. Er sýnt að keppendur verða að þessu sinni mjög margir. Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, það skipa: Ásgrfmur Stefánsson, Halldór Olafsson, Krisíinn Steinsson, Þórarinn Guðmundsson, Vilhjálmur Hjálm arsson og Gunnlaugur Sigurðs- son. Mótsstjóri Hermann Sig- tryggsson íþróttakennari. .17. apr. Skíðaráð hcfur opnáð skrif- stofu í Hafnarstrmti 89, (ganilá blómabúðin). Veitir hún upplýs- ingar og annast fyrirgreiðslu. Snjór er nægur í Hlíðarfjalli í næsta nágrenni skíðahótelsins hýja. Kaffisala verður í nýbygg- ingunni, og aðsíaða notuð fyrir skíðafólk, eftir því sem hægt er. Áætlunarfcrðir verða og þangáð. 15 Akureyringar keppa á Lands- mctinu. aukningar hinna smærri staSa og Akureyri væri mikill iðnað- arbær vegna forgöngu samvinnu manna, sem ekki þyrfti að kynna Akureyringum. Hagur fólksins og fyrirtækis fari saman. Hann bað menn að gefa því gaum að hagnaðurinn af iðn- rekstri samvinnumanna rynni ekki til fárra einstaklinga, held- ur til fólksins sjálfs. Hann benti einnig á, hvílík feikna orka byggi í samtákamætti fólksins til marg- þættra framfara á fjölmöi-gum sviðum þjóðlífsins. Þeirri orku þyrfti að beina til alhliða upp- byggingar á samvinnugrundvelli, með það jafnan í huga að hagur fólksins og fyrirtækisins færi saman. Þriðjungur landsmanna lifir af iðnaði. Harry Frederiksen sagði meðal annars í sinni ræðu, að um þriðj- ungur þjóðarinnar lifði nú af iðnaði. Iðnaðurinn hefði að vísu alltaf verið stundaður hér á landi, allt frá landnámstíð og hefði þá eins og nú, miðað að þv.í að gera framleiðsluna verð- mætari. En nú væru komnar verksmiðjur og stórar vélasam- stæður og verkaskipting í stað (Framhald á 7. EÍðu.) Forscláhjóúin farin til Ítalíu Forsctahjónin tóku sér far nieð Gullfaxa á Iaugardaginn. Eru þau í cinkaerindum og ætla að dvelja í Rómaborg um mánaðartíma. Handhafar for- setavaldsins, Hermann Jónas- son forsætisráðherra, Emil Jónsson forseti Sameinaðs þings og Jón Ásbjörnsson for- seti Hæstaréttar, voru mættir á ílugvcllinum til að kveðja forsetahjónin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.