Dagur - 10.04.1957, Page 4

Dagur - 10.04.1957, Page 4
4 D A G U R Miðvikudagmn 10. apríl 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsir.gar, innheimta: Þorkell Bjömsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögurn. Galddagi er 1. júlí. Preniverk Odds Björnssonar h.f. Eirni á bád Blöð Sjálfstæðismanna ræða. öðru hvoru um varn- armálin og sneiða þá venjulega lijá staðreyhdunum. Segja má í sambandi við varnarmálin, að margt hafi Sjálfstæðisflokkurinn til óþurftar gert á undanförn- upi árum, en fátt liefur hann þó unnið sér til jafn almennrar og réttilegrar fordæmingar og þegar hann rauf samstöðu þjóðarinnar í jiessu máli fyrir rúmu ári og krafðist, einn allra .stjórnmálaflokka landsins, að hér skyldi vera her í landi um ófyrirsjáanlega framtíð. I.ýðfrelsi og sjálfstæði okkar lillu þjóðar byggist meðal annars á því, að íslenzkir stjórnmála- flokkar séu samstilltir um meginstefnuna í utanríkis- málunum. Þar brást Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa þá stefnu, að h;ifa lieri varanlega hgrsetu, án tillits til friðarhorfa f heiminum. Hann er einn um þessa stefnu. Sósía- [ Jistaflokkurinn vill engar varnir. Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn vilja hins vegar standa við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 19-19, þegar gengið var í Atlantshafsbandalagið, um áð leýfa várnarher í landinu á ófriðartímum eða vegna yfirvofandi styrjaldarhættu. Slík styrjaldarhætta varð árið 1951. Sfðan hafa lslendingar orðið varnarliðinu 'háðari en góðu hófi gegnir, og getur það eigi dulizt neinurn. Samþykkt Alþingis frá 28. marz fyrra árs um að segja upp varnarsamningnum, gegn rilja Sjálfstxðis- flokksins þó, eins og áðu rer að vikið, byggðist á því, að friðvænlegra var að mun og styrjaldarhætta ekki yfirvofandi. Uppsagnarfrestur varnarsamningsins var 58 mánuðir. Samningnum var sagt upp samkvæmt samþykki Alþingis og viðræður hafnar milli ríkis- stjórnanna um endurskoðun hans. j Þá urðu þeir atburðir, að Rússar réðust inn í IJngverjaland og Bretar og Frakkar inn í Egyptaland. Óffiðarhættan vofði yfir á nýjan leik. íslenzka ríkis- stjórnin framlengdi varnarsamningana með tilliti til þessara aðstæðna. Þannig er sagan í sem fæstum orðum. En hún er þ(> nægilega skýr til að sjá, að engin ábyrg ríkisstjórn gat brugðizt öðruvísi við en gert var. Aðgcrðir ríkis- stjórnarinnar voru i algeru samræmi við fyrri vfir- lýsingar, að her skuli ekki vera hér. á friðartímum, en að levfa skuli varnarlið, þegar, stríðshætta er yfir- vofandi. Þegar Sjálfstæðismenn tala um svik ríkis- stjórnarinnar í ])essu sambandi, ])á vita þeir ofur vel, að aðeins einum íslenzkum stjórnmálaflokki cr hægt að bera slíkt á brýn í varnarmálunum og að sá flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn. Ycrða þeir að sætta sig við að vera þar settir skör lægra en sam- ; starfsmenn Ólafs Thors í nýsköpunarstjórninni frægu og er þá langt jafnaðl Þjóðinni er það lífsnauðsyn, að rfkisstjórn hennar hakli gerða samninga en haldi hins vegar fast á sinu máli. Frávik frá því væri það sama og að brjóta skurnina utan af fjörcggi hgrjnar. yEtla mætti, að Sjálfstæðismenn yndu vel við orð- inn ldut í varnarmálunum. Þvf. fcr þó fjarri. Þeir brigzla.nú ríkisstjórninni fyrir það að svíkja þjóðina um að láta varnarliðið fara! Jafnframt scgja þeir berum orðum, að þeir hafi alltaf vitað, að svona myndi fara í heimsmálunum. Innrás Rússa í Ung- verjaland og Breta og Frakka í Egyptaland kom þeim svo sem ekki á óvart! Ekki er ástæða til að gera svo alvarleg mál broslegri en þau cru í meðferð stjórnarandstæðinganna, og við skulum liafa spá- dpmsgáfuna í heiðri. ^ Hér i Eyjafirði þckkjum við menn, sem segja fyrir um veður og spá fram í tímann. Sjálfstæðimenn þola ekki saraan- burð við slíka menn, því spádórn- ar þeirra fæðast eftir á. Vonandi þurfa íslendingar ekki til langframa að búa við þá smán, að stærsti stjórnmálaflokkur þjóð- arinnar skuli opinberlega vilja byggja afkomu landsins beint og óbeint á gullinu frá Keflavík. Slíkt .samrýmist á cngan hátt íslenzkum málstað. ii. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Drengir: Balclvin S. Gíslason, Munkaþv.stfi 24. Bergur Erlingsson, Löebergsgötu 3. Bjarnhéðinn Gíslason, Eyrarveg 1-1. Björn Þórisson, Klettaborg 3. Egill O. Viktorsson, Yíðivöllum 16. Eiríkur St. Þormóðsson, Rauðam. 12. Guðbjörn Þorsteinsson, Norðurg. 44. Guðmundur Þ. Tulinius, Hafnarst. 18. Guðni örn Jónsson, Fjólugötu 15. Gunnar B. Eydal, Iloltagötu 8. Hallgrímur G. Friðfinnsson, Vallholti. I-Iarald Henriksen, Gránufélagsg. 33. Hcrst. V. Trvggyason, Hafnarstr. 81. Hilnjar J. Jóhannsson, Stórliolti 10, Hjalti K. Stcinþórsson, Ásabyggð 1. Ingólfur Svcrrisson, Ránargötu 16. Kristmar A. Jónsson, Byggðayeg 95. Magnús Jónatansson, Norðurgöttt 26. Rafn Stefánsson, Gránufélagsgötu 53. Sigurður J. Pálmason, Ægisgötu 23. Sigurj. R. Þorvaldsson, Hríseyjarg. 17. Sveinn Kristdórsson, Hafnarstneti 2. Tótnas I. H, Olrich, Þingvallastr. 22. Valdimar Ragnarsson, Byggðaveg 89. Þorstcinn F. Kjartansson, Löngutn. 5. Þórir Hjálmarsson, Fjólugötu 3. <)vn A. Ingólfsson, Grænugötu 2. S t ú 1 k u r : Arnfr. M. Ragnarsdóttir, Hríseyjarg.21. Jónb. J. Ragnarsdóttir. Hríseyjarg. 21. Auður B. Sigurðardóttir, Gránufél.g. 4. Ásta Sigurðardóttir, Strandgötu 25 b. Baldrún Pálrnadóttir, Grcnivtillum 28. Birna K. Jónsdóttir, Brekkugötu 5. Bylgja Aðalsteinsdóttir, Lundargötu 7. Björg Þ. Þórsdóttir, Brekkugötu 29. Borghild Hansen. Ránargötu 23. Edda Ingólfsdóttir, Skógastíg 9. Erla I. Hólmsteinsdótdr, Bjarmast. 5. Guðrún Leonardsdóttir, Möðruv.str. 8. llelga Haraldsdóttir, Hafnarstræti 106. Helga S. Wæhle, Gra-numýri 13. Hóhnfr. S. Jóhannsdóltir, Aðalstr. 4. Inga B. Ingöifsdóttir. Hríseyjargötu 8. Ingig. Á. Traustadóttir, H.m.str. 12. Jónína Pálsdóttir, Hafnarstræti 29. Lilja J. Skaphéðinsdóttir, Ægisgötu 12. Lilja M. Karlesdóttir, I.undargötu 6. Margrét Skúladóttir, Þórunnarstr. 104. Ragnheiður C.estsdótdr, Goðabyggð 1. Ragnh. S. Karlsdótlir, Hafnarstr. 15. Sigurrós Pétursdóttir, Lönguhlíð 45. Soffía Alfreðsdóttir, Fjólugötu 12. Steinttnn S. Pálmadóttir, Bjarmast. 6. Súsanna J. Möller, Eiðsvallagötu 26. Þórttnn ólafsdóttir, Hamraborg. Þórveig B. Káradóttir, H.m,str. 46. h og gesla- heimilis Siglufjarðar 1956 Sumarið 1956 hóf Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar starfsemi sína sunnudaginn 1. júlí. — Stúkan Framsókn nr. 187 starfrækir heimilið eins og áður. ,Er þetta átjánda sumarið, sem stúkan starfrækir heimilið yfir tvo til þrjá mánuði á sumri hverju. Húsakynni heimilisins eru hin sömu og áður, en nú hafði farið fram allmikil viðgerð á hús- inu bæði utanhúss og innan, og húsakynni öll máluð. Starfsemi heimilisins var með sama sniði og áður en reynt að draga úr kostnaði vegna erfiðs fjárhags. Starfsfólk heimilisins var: Lára Jóhannsdóttir, firstöðukona, Bald vina Baldvinsdóttir og Jóhann Þorvaldsson. Heimilið var opið daglega frá kl. 10 f. h. til kl. 23.30. Veitingar: kaffi, mjólk, öl og gos- drykkir, voru framreiddar í veit- ingasal alla daga. í veitingasal lágu frammi flest blöð og mörg tímarit til afnota fyrir gesti. í lesstofu var bókasafn heimilisins opið til afnota alla daga, og þar gátu gestir setið við skriftir og lestur eftir vild. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum endur- gjaldslaust. í lesstofu voru skrif- uð 168 bréf. Annast var um mót- töku og sendingu bréfa, peninga ög símskeyta. Landsímasamtöl afgreidd. Teknir munir og föt til geymslu. Útvarp var í veitinga- sal og píanó og orgel höfðu gestir til afnota. I bókasafni heimilisins eru um 2000 hindi bóka. Bækur voru lán- aðar í skip, eins og fyrr. Einn bókakassi í skip í einu, með allt að 10 bókum. Enga greiðslu tók heimilið fyrir bókalánið. 26 skips- hafnir fengu bókakassa og nokkr- ir skiptu einu sinni eða tvisvar um bækur yfir sumarið. Alls voru lánuð út 365 bindi. Stundum gefa sjómenn heimilinu bækur, er þeir hafa keypt og lesið um borð, og er slík hugulsemi vel þegin. Gestir voru samtals 3239. Heimilið naut sem áður opin- berra styrkja til starfsemi sinnar: Frá ríkissjóði kr. 5000.00. — Frá Siglufjarðarkaupstað kr. 2000.00. — Frá Stórstúku íslands lcr. 1500.00. Gjafir. og áheit, Júlíus Halldórsson, Akureyri, kr. 40.00. — Baldvin Árnason, Akranesi, kr. 50.00. — N. N. kr. 50.00. — Skipverjar Steinunni gömlu kr. 135.00. — Skipverjar Guðmundi Þórðarsyni kr. 200.00. — Skipverjar Sjöstjö.rnunni V. E. kr. 100.00. — Skipverjar Jóni Finnssyni kr. 1100.00. — Sjómað- ur kr. 50.00. — N. N. kr. 45.00. Heimilið hætti störfum í ágúst- lok og voru þá flest öll skip hætt síldveiðum og öll aðkomuskip farin heim. Margir sjómenn höfðu fengið góðan hlut, þótt veiðarnar stæðu stutt og réð þar mestu hversu mikið var saltað af veið- inni. Reyndist þessi síldarvertíð því mun betur fyrir flesta, en verið hefur undanfarandi sumur. (Framhald af 2. síðu). BRÉF TIL KENNARA (Framhald). Gott cr að æfa börnin ve! í því að lcsa úr tölum og einnig í léttum talnaþrautum. Rétt er að sannprófa leikni barna í hverri reikningsaðferð áður en ný að- ferð er skýrð. Látið t. d. börnin reikna 21 dæmi í margföldun, áður en farið að snúa sér að fullu að deilingu. Dæmin ættu að vera létt í byrjun en síðan smáþyngjast. Stefdn Jónsson, námsstjóri. V. Bóknámið — Lesgreinarnar. Það yrði of langt mál að ræða sérstaklega um liverjít námsgrein, en nokþttr atriði vil ég nefna, scm snerta allar bóklegar námsgreinir. 1. Skipulagning númsefnis. Nauðsynlegt er, þegar í byrjun skólatímans, að ákveða nokkurn veginn, li va'ð’ skal nema á skólaárinu. í einmenningsskólum, þar sem sami kennari kennir ár eftir ár í sama stað, þarf hann helzt að raða náms- efninu niður til þriggja ára, svo að hægt sé að flokka námsefnið betur og börnin. Það er þreytandi fyrir börnin að byrja jafnan á námsbé>kunum á hverju haústi, og hætt er við að það skapi námsleiða. Margir íslenzkir kcnnarar hafa hin síðari ár kynnt sér nýjar kennsiuaðferðir við kennslu lesgreina, og; beitt þéim með góðum árangri í skólastarfinu. Ekki er hægt að ræða þetta nýmæli í stuttu bréfi, cn þess vil ég þó geta, vegna þeirra, sem ekki hafa aðstöðu eða æfingu til að kynna sér og beita nýjum aðferðum, að hægt er að ná ágætum árangri í kcnnslu lesgreina, hvaða aðferð, sem beitt er, ef kcnnaranum tekst að* vekja áhuga barnsins á bókinni. Rétt þykir mér líka að taka það fram, að ég tel les- greinar í barnaskólum skcmmtilegt og þroskandi náms- efni fyrir börnin, ef vel tekst með kennsluna. Tel ég, að ekki komi til mála að fella niður í barnaskólumr nám í þessum greinum, þar sem greind börn liafa mikla námsorku 12 til 13 ára, og margir muna það bezt, sem þeir lesa ungir. 2. Undirbúningur undir kennslustundir. Það er aldrei of oft brýnt fyrir kennurum, að búa sig undir kennslustundir. Engum dytti í hug að halda fyrirlestur á samkomu óundirbúinn. Hver, kennslustund í skóla er smækkuð mynd af ræðumanni og áheyrendum. Ég er þó ekki að hvetja kennara til að tala mikið og ofhlaða biirnin með minnisatriðum, sem ekki eru í kennslubókinni. — Undirbúningurinn á að vera til þess að geta haft efnið leikandi á valcli sínu og geta skotið inn skemmtilegum þáttum, til að lífga náms- efnið. 3. Að skipta innan stofu eftir árgöngum. Þótt börn séu ifijög misjöfn að greind og þroska, þá er þó meiri hluti barn.a á líkti þroskastigi á sama aldursskeiði. Ég tel því, að kennarar cigi yfirleitt að raða börnum saman í vinnu- og námsflokka í bóklcgum greinum eftir aldri, þótt tveir til þrir árgangar séu saman í sömu kennslustofu, og að undantekningar eigi yfir- lcitt ekki að vera meiri en það, að flytja barn í flokk einu ári ofar sínum aldursflokki eða neðar. Ég vil enn fremur mælast til þcss, að börn í sömu kennsitifj stofu séu ætíð færð inn í dagbækur eftir árgöngun^ (Framhald á 7. siðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.