Dagur - 29.05.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1957, Blaðsíða 5
Mið,vikudaginn 29. maí 1957 D A G U R 5 Sj álfstæðisflokkuriim yill gera verkföllin að „liá- bjargræðistíma” fyrir braskarastéttina í landinu (Framhald af 1. síðu.) „Ríkissfjómin skal hvergi fá lán” Tilgangurinn var auðsær, að spilla áliti ríkisstjórnarinnar út á við, og bá ekki horft í það, þó að það skaoaði þjóðina. Þeir vissu það einnig Sjálfstæðismenn, að þeir höfðu stofnað til stórkost- legra óreiðuskulda vegna hálf- gerðra framkvæmda, sem áður eru taldar. Innlenda lánsféð hafði verið tæmt. Ef ríkisstjórnin gæti hvergi fengið peninga erlendis, þá leiddi það af sjálfu sér, að hún yrði að fara, var vonin og við- kvæðið fyrst eftir að ríkisstjórnin tók við. Ríkisstjórnin skal hvergi fá lán, var hvíslað á klíkufundum Sjálfstæðisflokksins hér í Reykja vík og nálægum sveitum; eftir þrjá mánuði verður hún að fara — Eg er viss um, að það má leita víða um lönd til þess að finna jafnfáheyrð vinnubrögð og þessi. Ráðsfafanirnar um áraméfin Eftir að ríkisstjórnmni hatði unnizt tími til að snúazt gegn þessum róg- íregnum með ýmsum liætti, var fyrsta verk hennar að stöðva dýr- tíðarskrúfuna í samráði og -sam starfi við aðalvinnustéttirnar, A þcssa fundi sendi Sjájfstæðisflokk- urinn fulltrúa sína til þess að reyna að spilla samkomulaginu. Hófst þá þegar sú ^kemmdarstarfsemi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir stundað síðan. Eftir að tekizt hafði að stöðva verðbójguskfúfúna, liófst annar þáttur í vinnu ríkisstjórnarinnar, ýtarleg rannsókn á fjármálaástand- inu, samningar við efnahagsnefnd launastéttanna, og það tókst að ná samkomulagi. Þær aðgerðir ltafa verið raktar svo ýtarlega, að ég sé ekki ástæðu til að verja tíma til þess að rekja jtær hér. Samkomu- lag um að breyta skráðu gcngi krónunnar náðist ekki, þótt ýmsir álitu að það væri eðlilegasta lausn- in, e£ unnt væri að frnmkvæma hana í samráði við vinnandi fólk. En vert er að vekja athygli á því hér, að allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um, að jtað fé, sem aflað var íramleiðslunni til styrkt- ar, mætti ekki minna vera, enda hefir því raiður orðið sú raunin eft- ir aflabrestinn í vetur. Og stjórnst- arandstaðan gat ekki bent á neinar aðrar leiðir til tekjuöflunar í þessu skyni en þá, sem gripið var til. Þessar ráðstafanir tókst að gera fyrir áramót, þannig að framleiðsl- an gat í þetta skipti haldið áfram án nokkurrar stöðvunar. Lán tii að greiða vanskllaskuldirnar Jafnhliða því, sent unnið var að þessum ráðstöfunum, hóf ríkis- stjórnin umleitanir til þess að fá erlent lán, enda var Jiað óumflýj- anlegt, ef ætti að bjarga þjóðinni frá bráðri hættu vegna vanskila- skulda, er námu, eins og áður seg- ir mörgum tugum milljóna. Og einnig þetta tókst. I Bándarlkjun- um fckkst bagkvæmt lán, um 65 milljónir króna. Af Jtessu láni fékk fæktunarsjóður Búnaðarbankans 20 Tnilljónir, og tétkst þar með að afstýrq yfirvofandi vandræðum. Fiskveiðasjóður fékk 10 milljónir til útlána. Til framkvæmda í raf- magnsmálum dreifbýlisins var var- ið 18 milljónum og þannig kontið í veg fyrir algera stöðvun þeirra framkvæmda. Sementsverksmiðjan i'ékk 7 milljónir. Rafvæðing dreifbýlisins og verðbólgan í þessti sambandi er rétt að skjóta hér inn í, við ltvað er að stríða á ýmsum sviðum þjóðlífsins, þegar verðbólgan eykst svo hratt sem raun hefir á orðið á undan- förnum árum. A 10 ára áætlununni um rafvæð- ingu dreifbýlisins var gert rað fyr- ir, að hún kostaði öll 310 millj kr. Nú er þessi áætlun vegna vaxandi dýrtíðar orðin 450—500 millj. kr. Ivostnaður við frámkværödir 1957, með því að draga saman allt sem unnt er; er 110 inillj. króna, eða um Jrað bil þriðjungur af allri 10 ára áætluninni, þ. e. um 14 af henni, eins og hún er í dag. ÞaÖ vantar 45 milljónir króna til jíess að framkvæma áætlunina í ár og þó hefir ríkisframlagið tvöfaldazt frá því sem var upphaflega gert ráð fyrir. Lánin fi! Sogs- virkjunarinnar Næsta stóra skrefið, sem stíga varð og ekki jtoldi bið, var stækk- un aflstöðvarinnar við Sogið. Eftir tvö ár verður rafmagnsskortur á hinu stóra veitusvæði. Aburðar- verksmiðján, sem sparar okkur ár- lega tugi milljóná í erlendum gjald- eyri, hefði stöðvazt. Fyrrverandi ríkisstjórn liafði leitað eftir láni í tvö ár án árangurs, eins og fyrr segir. Ríkisstjórnin sneri sér þeg- ar að Jní fyrir áramótin að leita eftir láni 1 Bandarikjunum til þessara framkvæmda. Og það hef- ir nú tekizt að tryggja þetta lán, að minnsta kosti að verulegu leyti. En meðan á Jtessari lántöku stóð, sem nteðal annars er fyrir Reykja- víkurbæ, sem á helming Sogsstöðv- arinnar á móti ríkinu, var staddur hér blaðamaður frá einu af aðal- blöðunt auðjöfra í Bandaríkjunum, og skriíaði hann grein í blað sitt um það, eftir viðtali við ýmsa liátt setta Sjálfstæðismenn, að fráleitt og liættulegt væri að lána íslend- ingum þessa peninga. En þessi rógsherferð mistókst einnig. Afgreiðsla fjárlaganna Eftir að ríkisstjórnin hafði bjarg- að þessum málum, sneri hún sér að því eftir áramótin að setja fjár- lög, sem hafði orðið að fresta vegna annríkis við clýrtíðdrráðstaf- anir fyrir áramót. Sjálfstæðismenn liafa mikið um það fjasað, hvað fjárlögin séu há, og það er rétt, þau eru of há. E11 í fjárveitinga- nefnd stóðu jteir með öllum tillög- um, sem hækkuðu útgjöld ríkisins. En auk þess fluttu Jteir tiflögur um útgjaldahækkanir, sem námu 15 millj. kr. Einstakir þingmenn báru fram hækkunartillögur við ijár- lagaaígreiðslmia, sem námu Í0,3 millj. króna. A yfirstandarídi þingi hafa Sjálfstæðismenn flutt tillög- ur, ýmist um útgjaldahækkanir eða tekjulækkanir, seni nema 200-250 milljónum króna. Þannig er sam- ræmið milli orða og athafna í frani kvæmd á öllum sviðum. Msrkiiegf og margþæfí löggjaíarsfarf Eftir afgreiðslu fjárlaga Iiefst svo þriðji þáttur í verki þings og stjórnar, mjög margþætt og víð- tækt löggjafarstarf. Löggjöf um eflingu fiskiílotans með sérsöku tilliti til jafnvægis í byggð lancfs- ins var sett fyrir áramót. A síðari hluta þings liefir verið unnið að setningu nýrrar liiggjafar um land- nám, eflingu Fiskveiðasjóðs, útflutn ingsverzlun, lán tii íbúða í kaup- stöðum og kauptúnum, stóreigna- skatt, sem lagður cerður í bygg- ingarsjóð ríkisins og veðdeild Bún- aðarbankans, lax- og silungsveiði, búfjárræktarlög. Löggjöf hefir verið sett um stofnun Vísindasjóðs, eflingu menningarsjóðs, félags- heimilasjóðs og íþróttasjóðs auk margs annars, er þegar ltefir verið rakið í fréttum. Loks rná ncfna breytingar á bankalöggjöf lands- ins. Er hér um að ræða mikils- verða löggjöf á ýmsum sviðum og verður rakið nánar síðar. Það er vitanlega rétt, að þetta þing er orðið alllangt. En þegar þess er gætt, hvaða viðfangsefnum þing og stjórn hafa Jturft að rnæta, mun jtað flestum skiljanlegt, að svo hiaut að verða. I annan stað verður ekki ltjá því komizt, fyrir því er reynsla, að þegar ný flokka- samsteypa tekur við völdum, verð- ur þinghald að jafnaði lengra á fyrsta þitigi eftir slíka breytingu. Þannig var þetta 1946—47. Þá var þinghald álíka langt og það reyndist nú. Þingi lauk þá 24. maí, en nú litlu síðar. Höíuðnauðsyn er að verðlagið sé sföðugt Það, sem mestu máli skiptir fyr- ir afkbmu þjóðarinnar, er stöðugt verðlag. Þetta gerði ríkisstjórnin sér þegar ljóst síðastliðið haust, að var stærsta atriðið. Þess vegna var sett á verðlagseftirlit til jtess að halda verðlagi niðri, eftir því sem unnt væri. Þessu verðlagseftirliti hefir verið framfylgt jtannig, að Jteir, sem undir Jtví búa, geta nú ekki lengur skammtað sér einir sinn iilut sjálfir. Og ég hygg, að naumast verði kornizt lengra niður með verðlag en nú þegar liefir verið gert, enda hefir öll álagning verið stórkostlega lækkuð frá jn-í sem áður var til Jtess að draga úr álögunum. Jafnframt hefir ríkis- stjórnin beitt sér fyrir lögum um stóreignaskatt til jtess að J)eir, sem breiðust liafa hökin og grætt ltafa óeðlilega á verðsveiflum undan- fariu ár, heri einnig sínar byrðar. Það, sem ríkisstjórnin hefir stefnt að með jjessttm og öðrum aðgerð- um, er J>að, að skipting þjóðartekn- anna geti orðið sem réttlátust. En það, sem mönnum gengur Jtví mið- ur ekki alltaf vel að skilja, ertt ])au einföldu sannindi, að engin þjóð skiptir meirtt en aflað er. En við erum vanir J)\ í á undanförnum ár- um að hafa mikið til að skipta, og við Jtað höfum við vanizt án Jtess að gæta Jress, að hundruð milljóna hafa streymt hingað erlendis frá, sern við höfum ekki aflað sjálfir með framleiðslu, en fengið í styrkj- um og gjöfum frá öðrum. Þegar þetta þraut, höfum við ekki öðru að skipta en J)ví, sem framleiðslan á landinu gefur af sér. Einkanlega verður J)etta tilfinnanlegt fyrir þjóðina, Jtegar stórfelldur afla- brestur verður á aðalvertíðinni, eins og var síðastliðinn vetur. Eng- •inn heilskyggn maður getur látið sér til hugar koma, að það verði ekki tilfinnanlegt á mörgum svið- um. Þegar svona stendur á, er liætt við verðbólgu, J>ví að mönnum vill verða J)að á, þegar að þrengist, að heimta, að meira sé skipt en aflað er. Fyrri aístaða Sjálístæðis- fiokksins til kaup- gjaldsmála Sjálfstæðisflokkurinn ltefir sam- kvæirít eðli sínu verið andvígur öllum kauphækkunum og jtað þótt framleiðslan ltafi skilað miklum gróða, en kjör verkalýðsins verið hin lélegustu. Urn J)etta vitnar saga flokksins. Eu Sjálfstæðis- flokkurinn hefir einnig, þegar hánn er í stjórn, bent á J)að með sterkum orðum og réttilega, eins og.. aðrir flokkar, að verkföll til Jtess að knýja fram kauphækkanir umfram J)að, sem atvinnuvegirnir og þjóðartekjurnar leyfa, geti aldrei leitt til kjarabóta vegna þess, — sem rétt er — að J)að leiði yfir ])jóðina nýjar álögur og með j)eim séu teknar aftur kjarabæturn- ar og oftast ineira en ])að, vegna J)ess að atvinna verði oft óstöðug. Þetta eru auðvitað sannindi, sem ltafa verið margsiigð hér og annars staðar og verða ekki hrakin. Sam- kvæmt ])essu eru verkfiill til Jtess að knýja fram kjarabætur, sem })jóðartekjurnar ekki leyfa, hlið- stæð því, að skorið sé á slagæð atvinnulífsins og því látið blæða. Leiðréttingar á ósamræmi geta auðvitað verið eðlilegar. En J)iátt fyrir Jtessi óvéfengjanlegu sárín- indi og einmitt vegna Jteirra hefir Sjálfstæðisflokkurinn nú gripið til nýrra ráða gegn ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokknum hafði mistek- izt að spilla áliti ríkisstjórnarinn- ar með rógskeytunum. Stjórnin fékk bráðabirgðalán til að greiða mest aðkallandi vanskilaskuldirn- ar, Sogslán einnig. Sjálfstæðis- flokkntim linfði og mistekizt að spilla samkomulagi um stöðvun s. 1. Iiaust og fyrir áramót og verðlag var að verða stöðugt. Homtm mis- tókst að spilla samkomulagi í öðr- um málum. .,Það verður að finna önnur ráð” Nú varð að grípa til nýrra skemmdar- og fólskttverka — ger- ast bándamaður aflabrestsins. Sú setning, sem lengi verður í minnum höfð í íslenzkri stjórn- málasögu og að endemum, er setn- ing sú, sem 1. ])m. Rangæinga, Ingólfur Jónsson, eitt sinn í vet- ur lét sér um munn fara í })ing- ræðu, en hún er þannig orðrétt: „Það verður að finna önnur ráð til þess að homa hastv. ríhisstjórn frá völdum en það eitt, að hún fái hvergi lán.“ Hér er flett ofan af áætlun, svo þokkaleg sem hún er. Það, sem bruggað var á klíku- fundum, í skúmaskotum og hvíslað ntanna á meðal, er hér sagt af vangá opinberlega. Og nú er kom- ið í ljós, svo greinilega sem verða má, hver J)au ertt ])essi „önnur ráð“. Nú liefst verkalvðs- og verk- fallabarátta Sjálfstæðisflokksins fyrir alvöru. Nú var ekki lengur prédikað um lífsnauðsyn J)ess að halda kaupgjaldinu stöðugu. En nú var algerlega snúið við blað- inu, eins og .ég mun rekja. Mið- stjórn Alþýðusamban'ds íslands og efnaliagsmálanefnd sambandsins kallaði saman fund og lét hag- fræðinga og fulltrúa sína rannsaka þróun verðlags- og kaupgjalds- ntála, jafnframt viðhorfi í atvinnu- málum. Eftir að hafa framkvæmt Jtessa rannsókn, komust Jtessir að- ilar að þessari niðurstöðu, orð- ,rétt: „Af framansögðu er J)að á lit miðstjórnar og efnahagsmála- nefndarinnar, að ekki sé tímabært að leggja til ahnennar samninga uppsagnir að svo stöddu. Hins vegar vilja þessir aðilar undir- strika J)að meginsjónarmið, sem fram liefir komið í viðræðtun ])eirra við ríkisstjórnina, að aðal- áherzluna beri að leggja á að halda uppi fullri atvinnu í landinu, stenima stigu við verðbólgunni og tryggja og auka kaupmátt launa.“ Iðnrekendur bjóða kauphækkun Sjálfstæðisflokkurinn liefir að vísu ailtaf síðan síðastliðið liaust liaft sín „önnur ráð“ í htlga og unnið að framkvæmd þeirra. En eftir að Joessi álitsgerð birtist, voru góð ráð dýr. Nú áleit Sjálfstæðisflokk- urinn voða fyrir dyrum, ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir að verðlag yrði stöðugt og vinnufrið- ttr héldist í landintt. Fvrsta á- hlaupið var gert i Iðju , Reykja- vík. Iðnrekendur liiifðu undanfar- ið borið fram sífellflar umkvartan- ir við verðlagseftirlitið út af ])ví, að J)eim væri ákveðin svo lítil á- lagning á iðnaðarvörur sínar, að Jteir gætu undir engum kringum- stæðum haidið starfseminni áfram. Þessir sönnt menn buðu fram kaup- ltækkanir til starfsfólks síns án uppsagnar. Og síðan er Jtessi kaup hækkun blásin út á forsíðu Morg- unblaðsins og Jtar auglýst, rétt áð- ttr en Dagsbrúnarmenn ákváðu, hvort J)eir skyldu segja upp samn- ingum eða ekki, að nú séu verka- menn í Iðju með hærra kaup en verkamenn í Dagsbrún. Og eftir þessa hækkun hjá Iðju scnda sjálf stæðismenn fulltrúa í' öll })au £é- lög, J)ar scm })eir hafa mest ítiik, og róa að uppsögnum og verkföll- um. Dagsbrúnaríundurinn og fyrirsagnir Mbl. mHBnngrocTO -----—T~i Af mörgu er að taka, en hér skal aðeins rakið áhlaupið, serít Sjálfstæðismenn gerðu í verka- mannafélaginu Dagsbrún, til J)ess að koma })ar á uppsögnum og verkföllum. Heimildina ætti ekki að ])itrfa að véfengja, J)ví að hún er úr Morgunblaðinu sjálfu. Fyrir sögnin á greininni um fundinn í Dagsbrún var })annig í Morgunblað inu: „Kommúnistar hindra mál- efnalegar umrceður um kjaramál verkamanna á Dagsbrunarfundi. Beita floliksvaldi til þess að kcefa radclir verkamanna.“ Síðan skýrir Morgunblaðið ýtar- lega frá ræðu fulltrúa síns á Dags- brúnarfundinum. Hefir Morgun- blaðið augsýnilega haft greiðan að- gang að ræðunni, enda talið, að að- alritstjórinn hafi skrifað hana og lagt fulltrúanum í hendur. Eftir að liafa rakið ræðuna, kem- ur næsta fyrirsögn blaðsins: „4. S. I. notað sem voþn i hendi atvinnu- rekenda". Síðan er rakið, hvernig fulltrúi Sjálfstæðisflokksins víttx kommúnista fyrir slíkt athæfi. Þriðja fyrirsögn blaðsins er: „Nauðsyn að segja upp samning- um“, og síðan lærð rök að J)ví. — Fjórða fyrirsögnin: „Önnur verka- lýðsfélög fá kauphcekkanir", og er J)ar bent á fordæmi Iðju og fleira. Og síðan er klykkt út með J)ví að segja, að atkvæðagreiðslan í Dagsbrún liafi verið mjög ógreini- leg; fundarstjóri kommúnista hefði lýst yfir, eins og þar segir, að at- (Framliald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.