Dagur - 29.05.1958, Side 1

Dagur - 29.05.1958, Side 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 4. júní. XLI. árg. Akureyri, íimmtudaginn 29. maí 1958 30. tbl. Hraínhildur, Péturs Þorvaldssonar lékk viðurkenningu fyrir skeið. (Ljósm. E.D.) Söngmót Kirkjukórasambðnds Eyja- fjarðarprófastsdæmis Sex kirkjukórar, samtals um 150 manns Björgvin Guðmundsson heiðurssöngstjóri Afmæli heiðursborg- ara Akureyrar- kaupstaðar f dag er 100 ára fæðingar- afmæli Finns Jónssonar pró- fessors. — Hann var kjörinn tieiðursborgari Akureyrar- kaupstaðar árið 1928. leikir háðir á Ak. um helgina Oftast varð K.A. að láta í minni pokann Um hátíðarnar var mikið um að vera á sviði íþróttanna hér í bæn- um. Háðir voru ellefu íþróttakapp- leikir. Armann og í. R. úr Reykja- vík kepptu hér á vegum K. A. Alls voru gestirnir um 40, og tóku K. A.- félagar þá heim á heimili sín og sáu þeim íyrir fæði, en gist var í íþrótta húsinu. Það, að mörg heimili hér í bænum brugðust svo vel við og tóku gesti þessa heim til sín, gerði þessa íþróttaheimsókn mögulega. Hefur blaðið verið beðið að skila kæru þakklæti frá stjórn K. A. til þeirra, er hlut eiga að máli. Úrslit í einstökum íþróttakcppn- um eru sem hér segir: Á laugardag: Körfuknattleikslið Í.R.-K.A. 52:44 — drengja Í.R.—K.A. 41:28 Á sunnudag: Körfukn.I.lið K.A.—Ármann 64:43 Handkn.l. karla Á.—K.A. 15:14 — kvenna Á,—K.A. 6:1 Knattsp. III. fl. K.A.—Ármann 4:0 Körfukn. karla Í.R.—K.A. 72:68 — drengjafl. Í.R.-K.A. 44:26 Á mánudag: Handkn. karla Á,—K.A. 21:11 — drengja Á.—K.A. 21:10 Körfukn. K.A.—Ármann 52:45 Margir af þessum leikjum voru mjög skenrmtilegir og tvísýnir, en oftast varð K. A. að láta í minni pokann fyrir gestunum. í karla- og kvennaflokkum í handknattleik lék Ar- K. A. með styrktu liði gegn manni úr Reykjavík. Sérstaka athygli vakti Sigríður l.úthersdóttir úr handknattleiksliði Armanns fyrir góðan leik og mikla skothörku. Einn skemmtilegasti leikur móts- ins var körfuknattleikur milli karla- flokka úr í. R. og K. A. á mánudag- ínn, en hann var jafn frarn á síð- ustu mínútu, en Í.R.-ingar gerðu tvær körlur fram yfir (4 stig) og unnu leikinn. Dómari í handknattleik var Dan- íel Benjaminsson úr Reykjavík og í körfuknattleik Bjarki Ragnarsson, og dæmdu þeir með ágætum. Eins og áður er sagt, fóru franr alls 12 kappleikir við Reykjavíkur- félögin um helgina, og kepptu sam- tals 12 lið í hinum einstöku íþrótta- greinum. Var íjiróttamönnum hér hið mesta gagn og ánægja að þessari fjölmennu íþróttaheimsókn. Á mánudaginn hélt K. A. gestun- um kveðjuhóf í Alþýðuhúsinu. Var þar skipzt á gjöfum og skemmt sér fram eftir nóttu. Reykvikingarnir héldu heim á þriðjudaginn. — Hafi þeir kæra þökk fyrir komuna. Styrkt handknattleikslið KA (Ljósni. TH). Á annan hvítasunnudag efndi margar fegurstu perlur, sem Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis til veglegs söng- móts í Akureyrarkirkju. Hófst söngurinn klukkan 2 og var kirkj an þétt setin. Séra Pétur Sigur- geirsson sóknarprestur flutti bæn áður en söngurinn hófst. Síðan var sungið sameiginlega af öllum kórunum: Nú gjaldi Guði þökk, undir stjórn Áskels Jónssonar. Að því búnu söng hver kór tvö lög undir stjórn síns söngstjóra. Kór- arnir sem þarna sungu voru þess ir, taldir upp í sömu röð og þeir komu fram og sungu: Kirkjukór Olafsfjarðar, söngstjóri Guðmund ur Jóhannsson, Kirkjukór Grund ar og Saurbæjarkirkna, söng- stjóri ft'ú Sigríður Schiöth, Kirkjukór Akureyrar, söngstjóri Jakob Tryggvason, Kirkjukór Upsakirkju, söngstjóri Gestur Hjörleifss., Kirkjukór Lögmanns hlíðarkirkju, söngstjóri Áskell Jónssin, og Kirkjukór Siglufjarð- ar, söngstjóri Páll Erlendsson. Að þessu loknu skipaði allt söngfólkið sér í kór og söng undir stjórn söngstjóranna til skiptis. Björgvin Guðmundsson tónskáld á Akureyri var heiðurssöngstjóri þessa móts og stjórnaði einu lagi: „Sjá í fjarsýni ...“,lag eftir Björg- vin Guðmundsson. Að síðustu var þjóðsöngurinn sunginn. Einsöngvarar voru: Matthildur Sveinsdóttir, Sigurður Svanbergs son og Kristinn Þorsteinsson. Undirleikarar: Guðrún Kristins- dóttir, Guðný Fanndal, Áskell Jónsson og Jakob Tryggvason. Söngmótið í Akureyrarkirkju var mikil og vegleg guðsþjónusta og óvíst að þar hafi guði oft verið sungið „sætlegra lof“. í trúarljóð- um og kirkjulegri tónlist eru mannsandinn hefur gjört. í söngn um, hinu sígilda tjáningai'formi kristinna manna, finna menn „himinn guðs í hjarta sér“. Þökk sé Kii'kjukórasambandi Eyjafjarð arprófastsdæmis fyrir söng sinn. Samsöngurinn var endurtekinn klukkan 8 að kveldi sama dags, einnig við ágæta aðsókn. Lentu í snjóflóði Þrír Húsvíkingar bárust sl. laugardag 150—200 m með snjó- hengju, er þeir hugðust klífa Skálahnjúk, sem er hæstur Kinnarfjalla. Áttu þeir skammt ófarið, er hengja sprakk ofan við þá og tók þá með sér. Það vildi piltunum til lífs, að snjóskriðan stöðvaðist í skál í fjallinu. Allir sluppu ómeiddir. Kristján Jóhannsson vann víðavangshlaupið Víðavangshlaup Meistaramóts íslands var að þessu sinni háð hér á Akureyri. Keppendui' voru 7. Sigurvegari varð hinn lands- kunni hlaupagarpur Kristján Jó- hannsson, í. R., og hljóp hann vegalengdina, 3000 m, á 10.03.0 mín. Annar varð Eyfiröingurinn Jón Gíslason á 10.34.0 mín., þriðji Guðmundur Þorsteinsson, K. A., Akureyri, á 10.40.2 mín. og fjói'ði Guðmundur Hallgrímsson, Ú. f. A., á 10.56.0 mín. Hlaupið byrjaði á íþi'óttavell- inum, þaðan var hlaupið út og niður á eyrar í hring og endað á fþróttavellinum. Ræsir var hinn gamalkunni iþróttamaður Stefán Gunnarsson úr Reykjavík, sem lengi var einn af beztu þolhlaup- jjurum landsins. Sundmeistaramót jslands á Akureyri Forseti íslands mætir og hefir gefið veglegan bikar, sem keppt verður um á þessu móti Sundmeistaramót íslands fer fram að þessu sinni í Sundhöll Akureyrar á vegum sundráðsins hér. Hefst það laugardaginn 7. júní n. k. og lýkur sunnudaginn 8. júní. Þátttökutilkynningar hafa þeg- ar borizt og múnu keppendur verða um 110 manns, konur og karlar. Meðal þeirra allir beztu sundmenn landsins. Mótið hefst kl. 3 fyrri daginn (7. júní) og kl. 2 e. h. seinni daginn. Keppnisgreinar: Fyrri dagur: 100 m. skriðsund karla. 400 m bringusund karla. 100 m skriðsund drengja. 50 m bringusund telpna. 100 m baksund kvenna. 100 m bringusund drengja, 200 m bringúsund kvenna. 4x100 m fjórsund karla. Seinni dagur: lOOm flugsund karla. 400 m skriðsund karla. 100 m skriðsund kvenna. 100 m baksund karla. 50 m skriðsund telpna. 100 m baksund drengja. 200 m bringusund karla. 3x50 m þrísund kvenna. 4x200 m skriðsund karla. Þátttakendur í víðavangshlaupinu. Frá vinstri: Stefán Gunnarsson, ræsir, Jón Gíslason, U. M. S. E., Kristján Jóhannsson, í. R., Stefán Árnason, U. M. S. E., Matthías Gestsson, K. A., Guðm. Þorsteins- sou, K. A., lagólfur Ilermannsson, Þór og Guðmundur Hallgrínts- s»« Ú. f. A. — Ljósm. T. H.).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.