Dagur - 12.11.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 12. nóv. 1958 MiðaS cr við: 6,5 kýr og kelfdar kvígur. 2,3 aora nautgripi. 100,0 œr. 20,0 gemlinga, hrúta og sauði. Verðlagsgrundvöllur sá, er birtist hcr að framan, er lítið 'breyttur fró fyrra árs verðlags- grunuvelli, nema til samræmis við þær hækkanir, sem hafa orð- ið á verðlagsárinu vegna vísi- ‘töluhækkunar og kauphækkana og svo vegna laga um Utflutn- ingssjóð. Vcrðlagsgrundvellinum var sagt upp af báðum aðilum, full- 'trúum neytenda og fulltrúum framleiðenda. Samningsviðræður byrjuðu •upp úr 20. ágúst og var lokið með samkomulagi 6. september. Á fyrstu fundum nefndarinnar 'lagði hagstofustjóri, Klemen? ■Tryggvason, fram verðlagsgrund völl fyrra árs, með þeim verð- breytingum, sem orðið höfðu á verðlagsárinu frá 1. sept. 1957 til 1. sept. 1958 og hafði verðlags- grundvöllurinn þá hækkað um 10,535%. Þá var lögð fram skýrsla um tekjur hinna annarra ■vinnandi stétta. Skýrslan ber með sér að tekjur bafa aðeins lækkað í Reykjavík, en hækkað í kaupstöðum og kauptúnum 5,3—7,8%. Hagstofustjóri lagði og fram skýrslu um fjórar mismunandi stærðir búa, fundna eftir sömu reglu og 1957, það er um fram- leiðslu og tilkostnað hjá búum af ákveðinni stærð í 20 hreppum á mjólkurframleiðslusvæðum frá 595 bændum. Skýrslnanna verð- ur nánar getið síðar. Eftir gildistöku laga um Út- fiutningssjóð o. fl., var verð mjólkur hækkað um rúma 11 aura til bóndans (afleiðing af 5% hækkuninni á kaupi verkafólks) og rúma 8 aura fyrir auknum kostnaði, eða um 20 aura alls, til þess að mæta þeim kostnaði, sem leiddi af 5% kauphækkunum verkamanna, sem lögin heimil- uðu. Þegar samningar hófust um verðgrundvöllinn, höfðu ýmsar stéttir verkamanna fengið kaup- hækkanir umfram þau 5%launa- hækkun, sem lögin um 'Útflutn- ingssjóð gerðu ráð fyrir. Var sú hækkun víðast hvar um 6%. Það varð því fyrsta krafa fulltrúa framleiðenda að kaupliður verð- lagsgrundvallarins fengi þessa hækkun. Fulltrúar neytenda buðu hins vegar upp á 6%hækk- un á tekjum bóndans og vildu um leið hækka kjötþungann á kind í 15 kg., úr 14,40 kg. á kind. Fulltrúar framleiðenda gerðu þá ki'öfu til þess að. fyrning véla væri hækkuð, að vextir hækkuðu og að kaupliðurinn allur hækk- aði um 6%. Að lokum varð það að samkomulagi að kaupliður verðgrundvallarins hækkaði um 6% auk þeirra 5% sem áður get- ur, og að kjctmagnið væri aukið úr 14,4 kg. á fóðraða kind í 14,68 — er það þriggja ára meðaltal. Eg ætla þá að fara nokkrum orðum um búnaðarástandið í árs lok 1956. Sauðfé er þá talið 706.291, þar af eiga bændur 575.877 kindur. Nautgripir eru taldir 47.509, þar af eiga bændur 45.397 nautgripi. Heyfengur alls: Taða 2.575.462 hb. — Úthey 412.568 hb. — Alls 2.988.030 hb. = þar af hey búleysingja 164.599 hb. — Hey bænda 2.823.431 hb., það er 449 hb. á bónda. Sauðfé búleysingja í sýslum og þorpum er 114.838 kindur — sauðfé í kaupstöðum 16.376 kind- ur. Nautgripir annarra en bænda 431 og hross 5850. Það mun láta nærri að kjöt- framleiðsla kaupstaðabúa, þorps- búa og búlausra í sveitum sé um 2000 tonn. Nú er gert ráð fyrir að úr landi þurfi að selja um 300 tonn fyrir um 8 kr. kílóið, (án útflutningsuppbóí a). Kaupstaðabúar og menn í þorp- um og kauptúnum leggja til bróðurparíinn af útflutningskjot- inu. Þetta er vert að athuga þeg- ar deilur rísa út af uppbótum á útflutt kjöt. Hitt er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að búlausir menn, sem vinna úti í sveitunum, eigi kindur. í framhaldi af því, sem að ofan segir, fer hér á eftir kafli úr síð- ustu skýrslu framleiðsluráðs, sem er um útflutning landbúnaðaraf- urða. Af kindakjötsframleiðslu sl. haust (1957) hefur verið flutt út 2.423.192,5 kg. dilkakjöt, en rúm- lega 272 lestir af fullorðnu fé. — Kjötið hefur verið flutt til Bret- lands (1.695.090 kg.), Svíþjóðar (Framhald af 8. síðu.) í nefndina voru kosnir þessir menn: Þrándur Indriðason, Sig- fús Jónsson og Skafti Benedikts- son, og til vara Baldur Baldvins- son og Finnur Kristjánsson. Slysabætur. „Fundurinn telur réttlátt, að allir íslenzkir ríkisborgarar frá 16 til 67 ára hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart slysabótum, án tillits til þess hvort þeir eru at- (417.623 kg.), Bandáríkjanna (392.753 kg.), Danmerkur (52.844), Noregs, Færeyja, Frakk lands og A,- og V.-Þýzkalands. Eins og fyrri daginn hefur komið í ljós, að verðið, sem feng- ist hefur fyrir kjötið, er mjög misjafnt. Söluverð dilkakjöts (fob.) til hinna ýmsu landa er sem hér segir: England . . . kr. 7,51 pr. kg. Svíþjóð . . . . . . — 10,43 pr. kg. Bandaríkin . . — 9,08 pr. kg. Danmörk . . . — 11,24 pr. kg. Færeyjar . . . . — 12,73 pr. kg. Fi'akkland . ... — 9,43 pr. kg. Noregur ... — 11,61 pr. kg. Meðaltal — 8,14 pr. kg. Kjötið af fullorðnu fé seldist að meðaltali á kr. 4,70 pr. kg. (frá 4,33 í 6,68). Á árinu 1957 var flutt úr landi um 173 tonn af mjólkurosti, að- allega til V.-Þýzkalands. Að meðaltali mun söluverð hans hafa verið um kr. 6,50 pr. kg. Það sem af er þessu ári mun vera bú- ið að flytja út tæp 200 tonn. vinnurekendur eða vinnuþiggj- endur, og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að breyta almanna- tryggingalögunum í það horf, að svo megi verða.“ Stjórn félagsins skipa: Þrándur Indriðason, Aðalbóli, Jón Sig- urðsson, Yztafelli, Baldur Bald- vinsson, Ófeigsstöðum, Finnur Kristjánsson, Húsavík, Haraldur Jónsson, Jaðri, og til vara Ketill Indriðason, Kristján Jónatansson og Sigfús Jónsson. - Samþykktir Bændafélags Þingcyinga - Tillaga um niður- suðnverksmiðju (Framhald af 1. síðu.) Allt fram til sl. vetrar hefur veiði svo til eingöngu verið bundin við öflun hæfilegs beitu- margns og lítils háttar til niður- suðu í lítiíli verksmiðju, sem framleitt hefur síldar-„sardínur“ fyrir innanlandsmarkað. Á sl. vetri varð hins vegar sú breyting á, að nokkrir hringnótabátar stunduðu síldveiðar á Inn-Eyja- firði og lögðu afla sinn upp til bræðslu í síldarverksmiðjunni í Krossanesi, en lítið eitt til fryst- ingar. Varð veiði í bræðslu að samanlögðu um 40000 mál, og mun útflutningsverðmæti mjöls og lýsis úr þessu magni hafa numið um 5,5 millj. kr. Þessi nýting á smásíld- inni verður þó að teljast alger- lega ófullnægjandi, þar sem hér er um að ræða mjög verðmæta vöru til manneldis. Má í því sam- bandi benda á, að samkvæmt verðtilboðum erlendis frá, sem flm. er kunnugt um að liggja fyr- ir í niðursoðna smásíld þeirrax* tegundar, sem liér er um að ræða, mundi söluverðmæti þess magns, er að framan er greint frá, hafa orðið um 58 millj. ki'., ef þaö hefði allt vei’ið unnið í nið- ursuðuverksmiðju. Vitað ei', að Norðmenn og fleii'i þjóðir hafa mikla atvinnu og xitflutnings- tekjur af niðursuðu smásíldar, sem þó er miklum mun lakara hráefni en hér er um að ræða. Er Eyjafjaröai'síldin t. d. mun feit- ari (allt að 13% fitumagni) en sú síld, sem Norðmenn sjóða niður. Flm. virðist harla sennilegt, að með því að koma upp fullkom- inni og stórvirkri niðursuðuverk smiðju á Akureyri, sem einkum væri ætlað að hagnýta smásíldina í Eyjafirði, mætti skapa nýja út- flutningsgi-ein, sem gæfi mill- jónatugi í gjaldeyi-i og veitti jafnfi-amt mikla atvinnu, en á hinn bóginn er nauðsynlegt að grundvalla slíka framkvæmd svo vel sem kostur er á, og í því skyni er þáltill. þessi fram box'in, að svo megi verða. Enn er sú hlið á þessu máli, sem ekki skiptir minnstu máli. Full ástæða er til að ætla, að yeruleg hætta geti orðið á ofveiði ungsíldar þeirrar, sem hér er um að ræða, ef áframhaldandi veiöar verða stundaðar í bræðslu með sífellt öruggari og stórtækari veiðarfærum og vaxandi fjölda báta, en veiðar til bræðslu verða ekki stundaðar með viðunandi árangri, nema um mikið magn sé að ræða. Fiskifræðingar munu nú hafa gert sér þessa hættu ljósa, enda þótt þeir muni telja, að viðlíka veiðimagn og dregið var að landi á sl. vetri, sé óskað- legt fiskistofninum. En einsætt virðist, að hætta á ofveiði styðji mjög þá ályktun, að leita bei'i fremur ráða til betri hagnýtingar ungsíldarinnar en verið hefur og auka þannig afrakstur af veiði hennar heldur en að auka að mun veiðarnar og hætta á að skerða þannig afla fullvaxinnar síldar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.