Dagur


Dagur - 22.04.1959, Qupperneq 4

Dagur - 22.04.1959, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. apríl 1959 Ðagijk Strifsiofa i Uaftiarstv.rti *)() — Sínii II)i6 RfTSTJÓHl: ERLI N (, IJ R 1) A V í 1) S S (> N Attglýsing.tstjóri: JÓN S A M V EISSOS Árgangtiriitn kiistav kr. 75.00 Hlaðið kemnr út á tiiiðviktnliigutn og laugartlögttm, (ifgar eftii standa til fijaltldagi er 1. jtilí J’RF.NTVFRK ODDS HJÖHNSSÓNAR H.F. Við sumarmál Sumardágurinn fyrsti er á morgun og í dag kveðjum við veturinn. Engir fagna sumri á sama hátt og íslendingar og fáir hafa heldur meiri ástæðu til þess. íslenzkur vetur er langur, veður válynd og myrkvi tíminn lengri en víðast annars staðar. Að þessu sinni kveðjum við mildan vetur en veðrasaman og harðhentan við sjómannastétt- ina. Ógæftirnar hafa einnig hamlað sjósókn í ver- stöðvum sunnan og vestan lands. Þrátt fyrir mjög erfitt sumar og lélegan heyfeng bænda í stórum landshlutum norðanlands og aujtan, hefur ekki heyrzt um heyleysi, því að útbeit var góð fyrir sauðfé og hesta, en fóðurþörf nautpenings er minni sveiflum háð þótt nokkru geti munað eftir árferði. En þótt almanaksvetur sé liðinn er gjafa- vetri ekki lokið. Ilinar fegurstu raddir vorsins, söngur fyrstu farfuglanna, óma sem dýrðlegur hörpusláttur síðustu dagana. Og enn sem fyrr sameinast þessi söngur þrá okkar allra eftir sól og sumri og gró- andi jörð og fyllir okkur nýjum vonum. Enn eru í gildi þau sannindi, að sumarið sé bjargræðistími íslendinga þótt margvíslegur iðnaður sé rekinn allt árið og í vaxandi mæli, og að sjórinn sé fast sóttur í myrkri og kulda skammra daga og langra nátta. Sumarið tapar engu af sinni dýrð, þótt bændaþjóð sú, sem hér bjó í dreifðri byggð um árhundruð og allt fram undir síðustu áratugi hafi að nokkru breytt um og tekið upp nýja atvinnu- hætti í þéttbýli. Hin grænu kjarnagrös sumarsins voru undirstaða landnáms fyrir þúsund árum og þau eru það enn. Án þeirra væri land okkar enn ósnortið og ekki bústaður manna. Iiin fámenna bændastétt landsins framleiðir hinar þýðingar- mestu fæðutegundir landsmanna og fleira fyrir 800—900 milljónir króna á ári af hinum grænu grösum og eiga flest sitt undir sól og regni, þrátt fyrir mikilvæga tækni við framleiðsluna. Enn kallar vorið styrkri röddu, hvetur til dáða og býr yfir fyi'irheitum. Mörgum hættir til þess, að láta vorsins kall fram hjá sér fara, á líkan hátt og maðurinn, sem lét fimmeyring fyrir aug- að og sá ekki sólina. En það er hvorki viturlegt eða sæmilegt að snúa sér undan með áhj*ggju- svip þegar mestu töfrar norðlægra byggða blasa við og verma hug og hjarta allra þeirra, sem sjá og heyra. Að sjálfsögðu þykjast menn hafa ann- að þarfara að gera en að sleikja sólskinið eða hjala við lóuna og sunnanvindinn og að íslend- ingar geti sannarlega ekki lifað fyrir líðandi stund og látið hverjum degi nægja sína þjáningu. Með fullri virðingu fyrir þeim sannindum, má benda á, að bæði viljandi og vitandi vits safna menn oftar en skyldi dökkum skýjum sundrung- ar og jafnvel haturs yfir höfði sér og nægir í því sambandi að minna á hvers konar flokkadrætti og kosningabardaga. í sambandi við einar eða tvenn- ar Alþingiskosningar á komandi sumri og allan þann gauragang, sem þeim fylgja, þurfa menn að gera sér vel Ijóst, að lýðræðinu fylgja þær skvldur að glöggva sig á meginstefnum stjórn- málanna og velja síðan og hafna samkvæmt vel athuguðu máli. Vonandi skyggir ekki þessi þátt- ur félagshyggjunnar eða hin daglega önn við hin fjölbreyttu störf í sveit og við sjó, á gleði manna yfir sumarkomunni svo að dragi fyrir sól. Munið bækur okkar á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. BÓKAFORLAG OÐDS BJÖNSSONAR Bókfellsútgafubækurnar eru á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. BÓFELLSÚTGÁFAN Leifturbækurnar eru á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. LEIFTUR Sefbergsbækur á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. SETBERG ■ r á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. SKUGGSJÁ Iðunnar & Draupnisbækur á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. IÐUNNAR & DRAUPNISÚTGÁFAN Máls & Menningarbækur á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. MÁL & MENNING Helgafellsbækur á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. HELGAFELL Nú er tækifærið að ná í Mrabækur á bókamarkaði Bókabúðar Rikku. N 0 R Ð RI ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Blessaður asnaskapurinn Komin er út á enska tungu bók eftir hinn þekkta rithöfund Paul Tabori. (Tabori er ungverskur, en hefur átt heima í Bretlandi og Bandarikjunum síð- an fyrir stríð.) Bókin nefnist „The natural science of stupidity“, og fjallar um asnaskapinn og heimsk- una í mannheimi fyrr og síðar. „Sjálfir guðirnir berjast vonlausri baráttu gegn heimskunni," sagði Schiller forðum, og Óskar Wilde sagði: „Það er engin synd til nema heimskan.11 Báðir þessir frægu menn gátu trútt um talað, því að þeir lentu báðir í fangelsi vegna heimsku sinnar og annarra. Tabori getur þess, að heimska og asnaskapur hafi um aldaraðir ýmist sent til aftökustaðar eða í fangelsi fjölmarga af helztu hugsuðum og gáfu- mönnum mannkynsins. Nefna má sem dæmi: Plató, Sókrates, Seneca, Boetíus, Cervantes, Sir Walther Raleigh, Daníel Defoe, Voltaire, Beau- marchais, Turginev, Dostoevsky og Verlaine. Höfundurinn vitnar í sálfræðing og telur, að mesta heimskan sé í því fólgin að blekkja sjálfan sig, en hinar meinlausari tegundir komi fram sem fáráðlingsháttur, trúgirni, hjátrú og bláber bjána- skapur. Vísindamenn hafa oft barizt gegn framförum af fádæma blindu og þvermóðsku. Frægir sérfræð- ingar, þar á meðal meðlimir Frönsku Akademí- unnar, hafa jafnvel „sannað“, að hvorki væru til loftsteinar né það, sem við nefnum dáleiðslu. Þeir hafa fært rök fyrir því, að maðurinn gætu aldrei flogið, að gufuskip og járnbrautarlestir yrðu aldrei nothæf farartæki, og mesta fásinna væri að leggja leiðslur neðansjávar. Heimskan hefur ætíð verið á næstu grösum við gullið, alveg frá þeim tíma, er -þjóðsagan segir frá Mídasi kóngi, sem því nær varð hungurmorða, af því að allt, sem hann snerti, varð að gulli, óg skriffinnskuglópska og asnaskapur yfirvalda og opinberra starfsmanna stendur enn í hinum mesta blóma. Opinber starfsmaður í Bretlandi sótti um benzíh- miða fyrir bíl sinn. Hann fékk úthlutunarmiðariá, en honum var tilkynnt um leið, að bíl sinn mætti hann aðeins nota til þess að aka á vinnustaðinn. „Er þéi' farið heim, þá verðið þér að' nota almenn- ingsvagn.“ Á stríðsárunum síðustu voru margir bandarískir hermenn sendir á námskeið til þess að læra ýmsa véltækni. Þeir voru valdir eftir stafrófsröð. Það komu 300 ungir menn til námskeiðs í skóla nokkr- um í Suðurríkjunum. Af þeim höfðu 298 eftirnafn- ið Brown. Ilvergi kemur heimska mannskepnunnar betur í ljós en í sambandi við lög og lagagerð. Öldum saman voru haldin hátíðleg réttarhöld yfir svín- um, nautum, hundum og hestum, sem orðið höfðu manneskjum að bana, og þau því næst líflátin. Árið 1890 arfleiddi ungverskur lögfræðingur nokkur þann ættingja að eigum sínum, sem bezt gæti svarað þessum spurningum: 1) Hvað er eilíft og endanlegt hér á jörðu? 2) Hvers vegna þarf fólk á peningum að halda? 3) Hvers vegna fara menn í mál? Ættingjarnir lentu í málaferlum út af arfinum, öllum samningum og sáttum var hafnað, og stóð þófið í 55 ár, eða þangað til arfurinn var svo til að engu orðinn vegna verðbólgu. En málaferli og málaflækjur má að einhverju leyti skýra með þeim óskapafjölda, sem saminn hefur verið af lagafrumvörpum. Það gerðist t. d. í Bandaríkjunum fyrir 20 árum, að lögfræðingur nokkur tók sér fyrir hendur að telja lögin, sem í gildi voru í alríkinu og hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Talan varð býsna há, 1.156.844. Tabori er afkastamikill rithöfundur, hefur t. d. samið 33 bækur, og hann býrjar þessa síðustu bók sína sem forvitinn en mildur maður í garð við- fangsefnisins, en er á líður bókina, tekur mannleg heimska að gera honum gramt í geði, ekki sízt þau heimskupör, sem framin eru í nafni rómantískrar ástar eða trúarbragða. Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.