Dagur - 02.09.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 02.09.1959, Blaðsíða 5
MlSvikudaginn 2. september 1959 D AG UR 5 Vilhjálmur Þór bankaslj. sexfugur Þann 1. þ. m. varð Vilhjálmur Þór , bankastjóri seSlabankans í Reykjavík, sextugur;. Hann cr fæddur aS ÆsustöSum í Eyjaíirði 1. sept. 1899. Engum er þaS ljósara en mér, sem þessar línur skrifa, að ég er lítt fxr um að skrifa um Vilhjálm Þór svo að boðlegt geti talizt. En sú er bót í máli, að ég veit að mér færari menn munu taka sér penna í hönd og ávarpa hann á þessum tímamótum æfi hans. En hvað sem því líður, vil ég ekki láta þetta tækifæri fram hjá mér fara án jiess, að senda honum kveðju mína, sveit- unga minna og sýslubúa með ein- lægri þökk fyrir kynningu og frá- bær störf á liðnum árum. Það væri hrein fjarstæða að ætla sér í afmælisgrein að rekja eða gera grein fyrir, þó ekki væri nema í Stórunr dráttum, hin margþættu og merkilegu störf sem Vilhjálmí Þór hafa verið falin, og hann hefur leyst af hendi, bæði í ættarbyggð sinni og fyrir alþjóð, til þess þyrfti fímaritsgrein og hana eigi ailstutta. Sú ritgerð hlýtur að verða skrifuð nú eða síðar, svo merkur sem mað- urinn er og umfangsmikill í sam- tíð sinni o<r þeim stórfelldu fram- förum og bvltingum, er hún liefur borið í skauti sínu. i þessari stuttu grein, mun ég því hvorki gera tilraun til að gera grein fyrir æ*tt Vilhjálms Þór eða æfiatriðum hans, hefdur aðallega ntinnast lians sem samvinnumanns- ins og þó fyrst og fremst sem fram- kvæmdastjóra Kaupféags Eyfirð- tnga, en þaj- kom hann fyrst fram og fékk tækifæri til að sýna hvaða yfirburða starfsorku og fram- kvæmdayilja hann átti yfir að ráða. Það má vel vera, að tilviljun ein Itafi ráðið að Vilhjálmur Þór, 12 ára drengur, gerðist starísmaður Kaupfélags Eyfirðinga á fyrstu ár- um þess, undir forystu Hallgríms Kristinssonar, ltins frábæra liug- sjóna- og samvinnumanns. Hafi liér tilviljun ráðið, var það vissulega hagkvæm tilviljun samvinnufélags- hreyfingunni á íslandi. En vera ntá, að minna sé um blindar tilviljanir en við margir hyggjum, og ef svo skyldi vera, að vitsmunavera hafi ráð okkar í hendi sér, er létt að trúa því, að hún beini ekki léleg- ustu kröftunum á vegu samvinnu og samstarfs. En ég skal láta þessar bollalegg- ingar lönd og leið en halda mig að því er við vitum, og það er, að Vilhjálmur Þór, svo sem að framan greinir, gekk ungur samvinnu- hreyfingunni á hönd og liann ólst upp, ef svo má að orði komast, í Kaupfélagi Eyfirðinga. Sú skóla- ganga liefur sannarlega ekki látið sig án vitnisburðar og verið honurn heilladrjúg og staðgóð í hinum margþættu störfum lians og margur gétðs af notið, en þó Eyfirðingar meira en nokkrir aðrir, og það meta þeir nú og þakka af heilum huga. Þar með er ekki sagt að svo hafi ætíð veriði meðan hann starf- aði meðal eyfirzkra samvinnu- raanna scm forystumaður þeirra í samvinnumálum. Og líklega er það skiljanlegt. Þarna var nýr, ungur kraftur á ferðinni, sem menn átt- uðu sig naumast á hvert stefndi. Þeir voru því hreint ekki svo fáir, félagsmennirnir, sem töldu að hinn 25 ára framkvæmdastjóri fél- agsins færi full geyst og jafnvel að rasanda ráði um íramkvæmdir og töldu að félagsstjórnin héldi of laust á taumum. Síðar sáu þcir hinir sömu menn, að vel hafði verið fyrir öllu séð, og voru menn til að viðurkenna Jtað. Eramkvæmdastjórn Vilhjálms Þór á Kaupfélagi Eyfirðinga mun lengi verða minnst með ágæturn. Þar fór saman stórhugur, hagsýni og framkvæmda- þrek. Umhyggja hans lyrir velfarnaði félagsins var liafin yfir allan efa, líka hjá Jreim, sem drógu í efa sumar fraihkvæmdirnar í fyrstu. Með tilkomu Vilhjálms Þór í framkvæmdastjóra- stiiðu Kaupfélags Eyfirðinga liófst nýtt tímabil í sögu félagsins. Vilhjálmur var snemma stórhuga í öllu og frant- gjarn. I-Ionum nægði ekki að reka vöruverzlun fél- agsins eina. Hann vildi færa samvinnufélagsskapinn út á víðara svið, stofnsetja samvinnufyrirtæki við hlið verzlunarinnar. Fyrirtæki er aðalfélagssamtökin ættu og væru rekin til hagsmuna fyrir félagsmenn. Þetta mun hafa verið nýmæli þá. Þessi stefna var upptekin og kom Jrar fljótt í ljós að hér var rétt slefnt og félagsskapnum til hinna mestu hagsbóta. Þessari stefnu hefur síðan verið haldið og hefur án efa orðið lyftistöng til að gcra Kaupfélag Eyfirðinga að þeim mikilvægu félagssamtökum fyrir Eyfirðinga, sem Jrað nt'i er og raun ber vitni. Sama framfarasagan endurtétk sig, er Vilhjálmur Þór té>k við forstjóra- starfi SÍS 1946, nema hvað J)á var allt miklu stærra f sniðum og 1 fleira ráðist, enda sterkari félagssam- tök að baki. Það er í raun og veru sama hvar barið er niður í Starfssögu Vilhjálms Þór. Hún virðist é)ll mótast af jreirri lífsskoðun, að lífið sæki fram í gegnum þrot- laust drengilegt starf. Kyrrstaða og dáðleysi sé Jtess bölvaldur. Það er Jressi lífsskilningur jafnframt karl- mennsku til að fylgja hcnni eftir í verki, sem hefur gert Vilhiálm Þór að Jtcim óvenju mikla fram- kvæmdamanni, sem hann cr og allir viðurkenna, bæði beint og óbeint. Hefði ég átt að velja yfirskrift yfir ritgerð um Vilhjálm Þór, hefði hún hljóðað svo: „Af verkunum skuluð J)ér Jrekkja þá“. Vilhjálmur Þór er óvenju stór- brotinn framkvæmda- og baráttu- maður. Maður sem ekki gcrir sér alla við lilæjendur að vinum. Vina vandur. Því munu þeir menn til, er telja liann kaldlyndan og ráö- ríkan, jafnvel drottnunargjarnan. En Jreir, sem betur Jrekkja mann- inn og nær honum liafa komið, vita að um kaldlyndi er ckki að ræða, nema síður sé. Ráðríkur er hann að sjálfsögðu, ]>að eru allir ntikilhæfir menn að einhverju leyti, ella kæmu Jreir ekki stórum málum fram, væru ekki afburða- menn. Hitt skal })á líká vottað af eigin reynzlu í samstarfi við Vil- hjálm Þór, að ég hef ekki aðra fundið, er Ijúfara væri að taka til greina og hirða tillögur samstarfs- manna, ef hann teldi þær þjóna ])ví málefni, áem um var rætt, betur en það, sem hann hafði hugsað sér. Einræðishyggja er honum víðs fjarri. Það er svo um alla stórbrotna og mikilhæfa menn, sem hasla sér völl á sviði félagsmála og lands- mála og standa ])ar í forystustu- stöðu, að um J)á næða stormar hins ólgandi lífs, sem blása úr ýmsum áttum, og ekki allir hlýir. Vand- fundið mun — ég vil segja sem betur fer — ])að mál, er eigi megi skoða frá meira en einni hlið og um deila. Það er sú deigla sem mál- in verða að bræðast í til að skýrast, í leitinni að hinni æskilegu lausn. Hitt er syo annað mál, að vopna- burður í umræðunum er eigi ætíð svo drengilegur sem skyldi og ræð- ur J)ar niiklu um, hver á vopninu heldur, hversú heiðarlegar leikregl- ur eru viðhafðar. Vilhjálmur ÞÓr hefur sannarlega ekki farið varhluta af árásum and- stæðinganna, ög væri síst sannleik- anum samkvæmt, ef sagt væri, að ])eir hefðu ætið drengilega á vopn- um haldið. Ég minnist ekki að hann hafi nokkru sinni svarað þeim árásum, heldur látið verkin tala fyrir sig sjálf. Þetta er háttur Jreirra eirina, er góðan málstað hafa og jafnframt skilning á mannlegu eðli, sem hættir til í liita barátt- unnar að gleyma um of drengileg- um leikreglum. Vilhjálmur Þór hef- ur verið sá hamingjumaður að velja sér jafnari góð málefni til að berj- ast fyrir. Þetta munu jafnvel and- stæðingar hans játa í hjarta sínu, })ó eigi vilji við kannast. Það hlaut svo að fara sem fór með Vilhjálm Þór, er ungur varð landskunnur fyrir framkvæmda- stjórn sína á Kaupfélagi Eyfirðinga, að liann yrði eftirsóttur til starfa á víðari vettvangi í þágu alþjóðar. Sú varð og raunin. Árið 1939 var Vilhjálmi, af ríkisstjórn Islands, fal- in framkvæmdastjórn á sýningar- deild Islánds á heimssýningunni í New York, og má telja að þá hafi hann látið af starfi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og hafði þá verið fram- kvæmdastjóri félagsins um 15 ára skeið. Það svipmót er skapaðist á fél- aginu í framkvæmdastjórnartíð Vilhjálms, hefur æ síðan hvílt yfir J)ví, enda framkvæmdastjóri sá er við tók, Jakob Frimannsson, að ýmsu leyti andlega skyldur Vil- hjálmi, ])ó með dálítið öðrum hætti sé, enda fengú báðir uppeldi í sörnu stofnun á sama tíma. Þessa hafa Eyfirðingar notið til Jressa og kunna að meta og Jxikka. Ég skal ekki lengja mál mitt mikið úr Jtessu. Aðeins segja þetta. Ég hygg að naumast verði um það deilt, hvorki af andstæðingum Vil- hjálms Þór eða öðrum, að hann sé einn af stórbrotnustu og starfhæf- ustu mönnum sinnar samtíðar í íslenzku J)jöðlífi, enda ber raun vitni. Hann liefur þá jafnan verið til kallaður, ef rnikils hefur þótt við þurfa bxði í fjármálum og stór- framkvæmdum. Þetta nægir til að sýna hvaða traust hann á lijá })jóð- inni og hann er vel að því trausti kominn. Þetta veit alj)jé)ð, þó reynt sé stundum að láta í annað skína er deilur rísa. Ég get ekki skilið svo við Jressar línur, að ég ekki minnist ársins 1934, er jarðskjálfti gekk yfir Svarfaðardal og nærliggjandi sveit- ir, og lagði fjölda íbúðarhúsa í rúst og nær undantekningarlaust skildi eftir á hverjum sveitabæ meiri og minni skemmdir, Jrannig að neyðarástand skapaðist. í sam- bandi við lausn Jress rnikla vanda, sem Svarfdælingum var })á á hönd- um, eru mér tvö nöfn sérstaklega ógleymanleg. Hr. Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, sem þá var forsætis- ráðherra, hversu skjótt og drengi- lega hann brást við að leysa hinn bráðasta vanda, og Vilhjálmur Þór, er sté)ð fyrir þvi að hefja fjársöfnun um land allt til hjálpar hinu nauð- stadda fólki, og ekki aðeins það, lieldur bætti á sig því fórnfúsa aukastarfi að hafa á hendi, áu nokkurrar aukaþóknunar, forystu í viðreisnarstarfinu. Þar var miklu starfi og vandasömu veitt viðtaka af hjálpfúsri hönd og vel af hendi leyst, sem vænta mátti. Nú vil ég nota þetta tækifæri og flytja þessum mönnum er ég nefndi og öllurn öðrum er studdu okkur Svarfdæli á neyðarstund, hugheilar Jrakkir. Þeir Svarfdælingar sem muna þessa daga, gleyma eigi nöfnum Jressara manna og því hjálparstarfi sem J)á var unnið. Að lokum vil ég, })ó eigi hafi um- boð til J)ess þegið, færa Vilhjálmi Þór hamingjuóskir mínar, sveit- unga minna og eyfirzkra samvinnu- manna á Jressum tímamótum æfi hans, um leið og við með Jrakklát- um huga árnum honum, konu hans og sifjaliði öllu, bjartrar Sg gleðiríkrar framtíðar. Þórarinn Kr. Eldjárn. TILKYNNING FRA S.N.E. A þessu hausti verða seldar um 30 ungar kýr frá Búfjár- .ræktarstöðinni í Lundi. — Kýrnar verða til sýnis mánu- daginn 14. sept. á tímanum frá kl. 9 árdegis til kl. 16 síðdegis. Upplýsingar verða látnar í té um hverja ein- staka kú. — Skriflegum kauptilboðum skal skilað sama dag þar á staðnum. Akureyri, 1. september 1959. STJÓRN S. N.E. IBÚD ÓSKAST Magnús Björnsson. - Sírai 1316.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.