Dagur - 25.11.1959, Síða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 25. nóv. 1959
pAGUR
Skrifstola í Haítiaisir.t'ti ‘»0 — Súni 1HÍ(3
ItlTSTJÓRI;
ERLI \ c; V R D A V í I) S S O \
Vuiílysiugast jt'n i;
JÓN S V M r FI.SSON
.vníarigiiriiin kosiar kr. 7ri.(M)
HlaðitV kcnmr út á iuiðviktulögum <>g
laugardiigum, jifgar cfui stantla til
(ijaltldagi cr I. jtili
IMir.NTVF.RK Ol>I)S RJORNSSONAR H.F.
Stóru orðin fyrir kosningar og
nýja stefnuyfirlýsingin
Á PÖSTUDAGINN kom reglulegt Al-
þingi saman og ný ríkisstjóm tók við völdnm.
Slíkir atburðir þykja að jafnaði öðrum meiri
hér á landi og þeim fylgja ævinlega vonir um
heillarík störf, hvaða flokkur eða flokkar sem
í hlut á hverju sinni. En nú fer enginn fagn-
aðarstraumur um fólkið í landinu og ber
einkum tvennt til. Núverandi ríkisstjórn er
ekki ný og að henni standa sömu stjórnmála
flokkar og þeir, er stjómað hafa landinu um
tæplega eins árs bil, Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn. I öðru lagi bar stefnuyfir-
lýsing forsætisráðherrans vitni um svo mikið
úrræðaleysi, að óhug slær á hugsandi nienn.
í stefnuyfirlýsingunni segir, að verið sé að
rannsaka ástandið í efnaliagsmálum og þegar
þeirri rannsókn sé lokið muni ríkisstjórnin
logfesta einhver útTæði. Stærsti stjórnmála-
flokkur landsins telur sig þess ekki umkom-
inn að hafa „stefnu“ í þessum málum að svo
stöddu og hefur núverandi forsætisráðherra
stundum verið djarfari í orði og flokksmenrt
hans. Svo var það a. m. k. fyrir kosningarnár í
ræðum frambjóðenda flokksins og blaðakosti
rtans, að „leiðin til bættra lífskjara“ væri öi
ugg, ef Sjálístæðisflokkurinn færi með æðstu
völd. En forsætisráðherra dregur þegar
land á fyrsta degi og sagði í hinu óljósa og
vandræðalega ávarpi sínu, sem nefnt er
stefnuyfirlýsing, að þjóðin hafi lengi lifað
um efni fram, og erlendar skuldir séu hærri
en heilbrigt geti talizt. Þá sagði forsætisráð-
herrann, að stjórnin myndi hækka bætur al
mannatrygginganna, ellilífeyri og örorkubæt-
ur, og er það mikil framför frá í sumár, þegar
flokkur hans lagðist á móti því. Enn lofar
síjórnin að efla lánasjóði atvinnuveganna, og
má um það segja, að batnandi manni er bezt
að lifa, samanber neitun hans og flokks hans
um að verja greiðsluafg. ríkissj. frá tíð vinstri
stjórnarinnar til þessa, eins og gert hafði ver-
ið mörg undanfarin ár. Síðan lofar ríkis-
stjórnin að auka lánsfé til íbúðabygginga.
Hvergi er á það minnzt einu orði úr hvaða
brunni á að ausa fjármagni til að efla hina
ýmsu sjóði. Ekki gleymdi forsætisráðherrann
bændastéttinni. Reynt mun, segir þar, að fá
aðila til að semja um verð landbúnaðaraf
urða. Ella verði að skij>a nefnd„óhlutdrægra“
manna til að ráða fram úr vandanum. En í
haust tók stjórnin samningsréttinn af bænd
um með óvéfengjanlegri ábyrgð Sjálfstæðis-
flokksins, sem studdi Emilsstjórnina jafnt eft
:ir sem áður, og svifti þá lögmætum tekjum.
Nefnd óhlutdrægra manna til að fjalla um
verðlagsmál landbúnaðarins, minnir óneitan-
lega töluvert mikið á hið illræmda búnaðar-
ráð og mun enginn bóndi óska þess aftur-
gengins. Þá segir að síðustu, að steína stjóm-
afinnar í landhelgismálinu sé óbreytt. Sú yf
irlýsing er mjög þörf og kærkomin, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn, einn íslenzkra stjóm-
málaflokka, liafnaði samvinnu í landhelgis-
málinu, rétt áður en nýja friðunarlínan kom
íil framkvæmda.
FRUMSYNING LEIKFELAGS AKUREYRAR:
„Á ELLEFIU STUNDU"
Höfundar: Frank Launder og Sidney Gilliet
Þýðandi Sverrir Haraldsson
Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson
Leiktjaldamálari Aðalsteinn Vestmann
Leikfélag Akureyrar hóf starf
fertugasta og þriðja leikárs með
hinum þýdda gamanleik, Á ell-
eftu stundu, sem hinn góðkunni
leikari og leikstjóri Guðmundur
Gunnarsson setti smekklega á
svið.
í leikskránni segir léikstjórinn
meðal annars: „Hér er um nokk-
uð sérstæðan leik að ræða, og at-
hyglisverðan, vegna þess hvað
hann er skemmtilega byggður og
hve persónurnar eru hver annarri
ólíkar, en þó allar mannlegar. Ef
dæma má leikrit þetta eftir bók-
menntalegu sjónarmiði, verður
gildi þess næsta lítið. Það minnir
að vissu leyti nokkuð á þá tegund
bókmennta, sem kallaðar eru
reyfarar og er ætlað að þjóna
svipuðu hlutverki og þeir, að
vera til skemmtunar um stundar-
sakir. Uppistaðan er hrollvekj-
andi og ívafið skoplegt. .. .“
Allt er þetta satt og rétt og
þurfa leikhúsgestir ekki að vita
meira um efni þessa sjónleiks.
Þó sakar ekki að geta þess, að
skammbyssur, sprengjur og
morðingjar koma við sögu eins
og títt er í þeim bókmenntum,
sem leikstjórinn víkur að.
Leikendur eru 12 að þessu
sinni og eru þeir þessir:
Þráinn Karlsson leikur sjón-
varpsmann og unnusta, sem
verður fyrir hinni einkennileg-
ustu reynslu í sambandi við
unnustuna og er töluvert hart
leikinn. Rökvísi hans og sjálfs-
traust kemur þar að engu haldi.
Hlutverkið er sómasamlega af
hendi leyst.
Haukur Haraldsson leikur
glæpamann og tekst nú sýnu bét-
ur en í unglinga- og ástarhlut-
verkum, sem hann hefur áður
spreytt sig á.
Jón Kristinsson leikur sölu-
mann, sem flækist inn í morðmál,
hefur auðugt ímyndúnarafl og
lætur hendur standa fram úr
ermum við að koma í veg fyrir
fleiri morð. Jón er næstum allan
tímann á leiksviðinu. Leikur hans
er góður.
Jón Ingimarsson leikur gamlan
og útfarinn glæpamann á mjög
sómasamlegan hátt.
Frú Björg Baldvinsdóttir leik-
ur unnustu, er þyrlast inn í
morðmálið af óvæntum atvikum.
Hin ágæta leikkona nýtur sín
ekki í þessu hlutverki.
Kjartan Ólafsson leikur lög-
regluþjón, mjög lítið hlutverk.
Kristján Kristjánsson leikur
veitingamann og var leik hans
með réttu ágætlega tekið.
Ungfrú Soffía Jakobsdóttir
leikur þjónustustúlku.
Ungfrú Svanhildur Leósdóttir
leikur stúlku, sem átti að myrða,
en vaknar aftur til lífsins og segir
frá ráðabruggi um annan glæp.
Ungfrú Sólveig Guðbjartsdóttir
leikur unga stúlku í vafasömum
félagsskap.
Þessar þrjár síðasttöldu ungu
leikkonur koma fram fyrir leik-
húsgesti í fyrsta sinn, að eg hygg.
Engin þeirra sló í gegn, sem tæp-
lega var við að búast. En þetta
var góð byrjun hjá þeim öllum,
og þykist eg þe'ss fullviss, að leik
húsgestir óski þess að þær láti
hér ekki staðar numið.
Kjartan Stefánsson veiktist og
í hans stað fór Jóhann Ögmunds-
son með hlutverk hans, eftir at-
vikum vel.
L. A. er heppið að hafa fengið
ungan mann með listræna hæfi
leika til að annast leiktjaldamáln
ingu og er þar átt við Aðalstein
Vestmann. E. D.
Póstkassar og frímerki
Akureyri er ekki stór bær, ef
miðað er við mannfjölda, en víð-
áttan er orðin býsna mikil og fer
sífellt vaxandi. Samt er hér enn-
þá aðeins einn póstkassi, svó að
vitað sé. Fólk inni í bæ, uppi á
brekku og úti í Gierárhverfi
verður að gera sér ferð í miðbæ-
iftn, ef það þarf að koma bréfi í
póstinn. Þetta nær engri átt.
Við Akureyringar þurfum ekki
að kvarta út af pósthúsinu hér,
því að þar fáum við ætíð hraða
og kurteislega afgreiðslú. En því
undarlegra er það, að póstköss-
um skuli hafa fækkað en ekkí
fjölgað á undanförnum áratug-
um. Það var nefnilega einu sinni
póstkassi nálægt BSA, en hann
er nú horfinn.
Víðátta bæjarins er nú orðin
svo mikil, að póstkassar þyrftu
að vera 4—5. Einn þýrfti að véra
á miðri brekkunni, annar inni í
bæ, þriðji í Glerárhver'fi og sá
fjórði neðarlega á Oddeyri. Þéssa
póstkassa þyrfti að tæma tvisvar
á dag, helzt á ákveðnum tímum,
svo að menn gætu reiknað út
ferðir bréfa sinna. Það er ekki
ósanngjarnt, að mælast til, að
hinir ráðandi menn komi þessu í
kring.
En svo eru það frímerkin. Það
má auðvitað segja sem svo, að
menn eigi alltaf að bera á sér
frímerki, svo að þeirra verði
aldrei skortur. Hvað sem um það
má segja, þá eru menn nú oft á
tíðum í standandi vandræðum
vegna frímerkjaleysis, eftir að
pósthúsinu hefur verið lokað.
Æskilegt væri, að pósthúsið gæti
haft sjálfsala (automat), en það
er sjálfsagt ekki auðvelt í fram-
Framhald á 7. síðu. j
ÞAHKAR OG ÞYÐINGAR
HÖFUÐIÐ AF?
Eitt sinn var maður nokkur í heimsókn hjá
Bernard Shaw. Er úsráðandi hafði sýnt honum hið
mikla og fallega hús sitt, lét gesturinn í ljós undr-
un yfir því, að hann skyldi hvergi sjá blóm í vasa.
— Eg hef annars heyrt, sagði hann, að yður þyki
mjög vænt um blóm.
— Já, mér þykir það, sagði Shaw. Mér þykir
líka mjög vænt um lítil börn. En eg er ekki vanur'
því að skera höfuðin af þeim, sem mér þykir vænt
um, til þess að skreyta stofurnar mínar.
Eitt sinn tók Bernard Shaw þátt í samkvæmi,
sem haldið var til fjáröflunar í góðgerðaskyni. Að
borðhaldinu loknu fór hann og bauð einni aðalfor-
göngukonunni upp í dans. Hún var stórhrifin af því
að dansa við hinn fræga rithöfund.
— Að hugsa sér, sagði hún, að þér skylduð bjóða
mér upp!
— Kæra frú, sagði Shaw, er hann tók hana
danstökunum. Þetta er allt saman góðgerðastarf-
semi, er það ekki?
Bernhard Shaw sagði eitt sinn, að það sem kæmi
sér verst fyrir hinn ósannsögla, væri ekki það, að
enginn tryði honum, heldur hittí að hann þyrði
engum að trúa sjálfur.
LEIKDÓMARINN
Gagnrýnandinn og rithöfundurinn danski, Svcn
Lange, skrifaði eitt sínn mjög harðan leikdóm í Poli-
tiken. Nokkru seinna hitti hann leikstjórann á förn-
um vegi.
— Þér ættuð sjálfur að setja leik á svið, sagði leik-
stjórinn hæðnislega, og þá kæmi í Ijós, hvort þér getið
gert nokkuð betur sjálfur.
Sven Lange svaraði:
— Ef ég panta mér soðið egg á matsölustað, og það
rcynist vera íúlegg, hef ég þá ekki leyfi til að finna að
þessu, þó að ég geti ekki verpt góðu eggi sjálfur?
ÚR BRÉFI FRÁ GRÖNDAL
„Hér er aldrei neinn miðvikudagur,. heldtjr hleypur
tíminn yfir þann dag, svo þá er ekkert, klukkan er hér
aldrci tólf, heldur alltaf eitt. Hér- kýssir •máSur allt-
kvenfólk við hvern punkt í ræðunúi, þegar maður tal-
ar við það, klappar þeim á hægri: kinniná við hvérn'
scmikolon, og faðmar þær við hverja' kommu; þegar
exclamationsteiknin koma fyrir, þá má maður gera
við þær hvað sem maður vill.“
(Skrifað frá Þýzkalandi 1858).
Það er ekki hægt að gera börn góð með því að
gera þau hamingjusöm, en það er hægt að gera þau
hamingjusöm með því að gera þau góð.
Joe Louis, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleik,
var eitt sinn í bíl með vini sínum. Þeir lentu í
árekstri við vörubíl. Enginn meiddist, og ekki var
auðvelt að segja um, hverjum áreksturinn hefði
verið að kenna, en vörubílstjórinn rauk út úr bíl
sínum og jós skömmum yfir Joe Louis og hótaði
honum líkamlegum meiðingum.
Er leiðir skildu, spurði vinurinn, hvernig í ósköp-
unum hefði staðið á því, að hann hefði látið bjóða
sér annað eins. — Hví gafstu dónanum ekki einn á
hann? spm'ði hann.
— Það er nú það, anzaði Joe Louis. Heldurðu,
að Caruso hafi sungið aríu fyrir hvern þrjót, sem
móðgaði hann?
Mér gekk illa með báðar eiginkonurnar mínar.
Sú fyrri vildi skilja við mig, en sú síðari vildi það
ekki. — (R. Keller.)
Hann tók ósigrinum eins og maður — kenndi
konu sinni um hann.
Það er hægt að geyma allt í spíritus — nema
leyndarmál. — (Storm P.)
Sá er munur á jórtrandi kú og ungri stúlku með
tyggigúmmí, að augnaráð beljunnar er skynsam-
| legt. — (Sænskt bændablað.)