Dagur - 25.11.1959, Síða 5
Miðvikudaginn 25. nóv. 1959
D AGUR
5
Sívagó læknir
Sívagó læknir. Svo heitir hin
umtalaða bók rússneska Nobels-
verðlaunahöfundarins Boris Past
ernaks, sem út er komin í ís-
lenzkri þýðingu Skúla Bjarkan.
Almenna bókafélagið gaf bókina
út.
Fáar bækur hafa vakið slíka
heimsathygli, enda var hennar
beðið með eftirvæntingu í öllum
löndum, sérstaklega er vitnaðist
að útgáfan var bönnuð í landi
skáldsins, en handritið var sent
úr landi og komst þannig fyrir
almenningssjónir. Þá jók það
eftir.væntinguna, að Pasternak
var sæmdur Nobelsverðlaunum,
en var varnað þess að taka á
móti þeim, svo sem kunnugt er.
En nú er bókin komin út á ís-
lenzku, 554 þéttprentaðar blað-
síður. Aftast í bókinni eru svo
nokkrar ljóðaþýðingar.
Sívagó læknir er bók full af
mannviti og hreinskilni og er eig-
in ævisaga og fjölmargra sam-
ferðamanna. Sagan er óvenjulega
litrík í frásögn og myndauðug, en
að efni til brýtur hún hina rúss-
nesku ríkistrú. Hvort bókin er
slíkt listaverk, sem af er látið,
skal ekkert fullyrt. Fegurð og hið
gagnstæða skiptist á í frásögn-
inni af umróti byltingarinnar.
Höfundurinn er dáandi feg-
urðarinnar, þráir betri heim og
vonar að hið mikla umrót sópi
burtu feiskjum hins gamla skipu-
lags — en verður fyrir sárum
vonbrigðum. —Hann dregst með
ómótstæðilegu afli inn í hin
pólitísku átok og lendir milli
tveggja elda, sem báðir brenna
viðkvæma sál hans og skilja eftir
sár er aldrei gróá.
Sívagó læknir er spennandi
bók, stórbrotin og víðfeðm, svo-
lítið laus í sniðum, með fágætum
mannlýsingum og frásagnarlist.
Ný bók - Þjóðdansar
Út er komin kennslubók í þjóð-
dönsum eftir frú Sigríði Þ. Val-
geirsdóttur magister. Nefnist
bókin Þjóðdansar I.
Undanfarin ár hefur verið
kvartað um skort íslenzkra dans-
lýsinga. Bók Helga Valtýssonar,
Vikivakar og söngleikir, sem
stjórn UMFÍ gaf út 1929, er upp
seld og ekkert hefur verið gefið
út á íslenzku af erlendum þjóð-
dönsum.
Bókin, Þjóðdansar I, er því rit-
uð til þess að bæta úr brýnustu
þörf í þessu efni. í stað þess að
gefa út tæmandi lýsingar ís-
lenzkra dansa, var horfið að því
að hafa sína ögnina af hverju í
þessari bók. Alls eru í bókinni
lýsingar 59 dansa. Þar af eru 20
barnadansar, 23 íslenzkir dansar
og 16 erlendir.
Samhliða lýsingu hvers dans
fylgir ljóðið, hlutað í hendingar í
samræmi við lýsinguna, þá fylgja
lýsingunni og ljóðinu númer,
takthluta viðkomandi lags, sem
sett er fram á nótum með lýsing-
unni.
Með lýsingum dansanna fylgir
ÞRJÁR MERKAR BÆKUR NYKOMNAR UT
ýtarleg lýsing á sporum, hoppum
og dansstöðu.
Við framsetningu lýsinga er
fylgt hinum ströngustu kröfum,
sem þekkjast meðal erlendra
fræðimanna um dansa.
Formála að bókinni ritar Þor-
steinn Einársson íþróttafulltrúi,
en inngang ritar frú Sigríður.
Bókin er gefin út að tilhlutan
Menntamálaráðuneytisins með
fjárveitingu frá Alþingi og styrk
fi'á Þjóðdansafélagi Reykjavíkur.
Bókin, sem er í kvart-broti, 80
bls., er unnin í Prentsmiðjunni
Hólar h.f. í Reykjavík.
Frá Hafnarstjórn til
lýðveldis
Höf. JÓN KRABBE.
Útg. Almenna bókafélagið.
Þótt bókarnafnið sé ekki líklegt
til vekja spenning, er þessi nýja
bók eftir hinn mæta íslending,
Jón Krabbe, skemmtileg aflestr-
ar og öll hin fróðlegasta frá upp-
hafi til enda og varpar nýju ljósi
á marga hluti í samskiptum Dana
og íslendinga á síðustu áratugum.
Mun ýmsum koma frásagnir höf-
sagnir höfundar á óvart í mörg-
um atriðum, svo sem í sambandi
við Kristján konung tíunda, einn-
ig um stjórnmálamenn, íslenzka
og danska og fleiri þjóða.
I suraardölum
Höf. HANNES PÉTURSS.
Almenna bókafélagið og
og Helgafell hafa samráð
ÁIN TÝNDA.
Laxá er merk á marga lund,
menn þeir, er iðka veiðidund,
sáust þar oft á sveimi.
Þeir hafa ána þrávalt gist
og þarna fengið á agn — og misst —
þá lang stærstu laxa í heimi.
Áin er líka af öðru þekkt,
okkur hún gjörir þægilegt
líf, hér á Norðurlandi.
Frá aflstöð hennar er orka nóg,
einkum og sér í lagi þó
ef veður er viðunandi.
En svo á nú áin annað til
ef óvænt hleypur í norðanbyl,
— hún er ekki öll sem sýnist. —
Þegar að brýnust þörfin er
og þurfa menn helzt að ylja sér,
þá ber það til að hún týnist.
Nú gnauðar hríðin við glugg og dyr,
hin góða á, líkt og stundum fyrr,
týnd er og gefin tröllum.
Lítt mun stoða að leita þar,
því leita eg mér upp kertisskar,
hið aumasta af ljósum öllum.
Óforsjálni eg oft hef sýnt,
hvert einasta kerti er löngu týnt,
ellegar búið að eyða.
Samt finnst mér það varla fært að lá
fyrst þeir týna svo stórri á,
hirðumenn austan heiða.
DVERGUR.
um útgáfuna.
Höfundurinn hefur getið sér
mikinn orðstír fyrir Ijóð sín, þótt
hann sé enn ungur að árum, eða
aðeins 27 ára, og víst er hin nýja
Ijóðabók um margt hin athyglis-
verðasta. Hann er hálfur í hinu
rímlausa formi, en þó í töluverð-
um tengslum við íslenzka ljóða-
gerð og tekst þá stundum með
ágætum.
Hinni nýju bók Hannesar Pét
urssonar er skipt í fjói-a kafla eft-
ir efni: í faðmi sólarinnar, Ástir,
Sumardalirnar munu blikna og
Söngvar til járðarinnar.
Ljóðabók Ármanns
Dalmannssonar
Komin er út ljóðabók eftir Ár-
mann Dalmannsson á Akureyri
Nefnist hún Ljóð af lausum blöð-
um. Þar kennir margra grasa, en
einkunnarorðin hljóða svo:
Oma söngvar, æskan hlær.
allt er létt til svifa.
Sólin skín og grasið grær.
Gaman er að lifa.
Hinnar nýju ljóðabókar verður
nánar getið síðar.
Sjáðu nú til
Óskar Wilde hafði um skeið
miklar tekjur, en þó hélt hann
áfram að safna skuldum. Kunn
ingi hans einn spurði hvernig á
þessu stæði, og Wilde gaf þessa
skýringu:
— Sjáðu nú til. Tekjumar
mínar hrökkva svona rétt aðeins
fyrir styrjuhrognum, ostrum og
kampavíni. Eg verð þó fjanda-
kornið að geta búið einhvers
staðar og haft í mig og á.
ERFIÐ BÖRN, sálarlíf þeirra
og uppeldi. Matthíasr Jónas-
son sá um útgáfuna.
Útgefandi Hlaðbúð.
Eg vil með línum þessum vekja
athygli á nýrri, merkilegri bók.
Það er bókin Erfið börn, sem
Matthías Jónasson, prófessor,
hefur tekið saman fyrir Barna-
verndarfélag Reykjavíkur. í for-
mála segir dr. Matthíasr: „Bama-
verndarfélag Reykjavíkur gekkst
fyrir samningu og útgáfu þessar-
ar bókar í því skyni að auka
Dekkingu og glæða skilning for-
eldra og kennara á sálarlífi og
sálrænum vandamálum barna.“
Þarna er í stuttu máli skýrt frá
efni bókarinnar.
Bók þessi fjallar um efni, sem
að miklu leyti hefur áður verið
autt í íslenzkum bókmenntum. í
bókina rita 11 uppeldis- og sál-
fræðingar um hin ýmsu vanda-
mál í uppeldi erfiðra barna og
orsaka þeirra. Matthías Jónasson
ó þarna tvær ritgerðir. Heilbrigð
iróun barnsins og Nántserfið-
leikar tornæmra barna. Eru þetta
hvort tveggja gagnmerkar rit-
gerðir, einkum sú síðari. Þá rita
þau Ragnhildur Ingibergsdóttir
og Björn Gestsson grein um fá-
vita og uppeldi þeirra. Er þar
skýrð afstaða þessara olnboga-
barna til lífsins. Höfundarnir hafa
séi'staklega kynnt sér þessi mál
og veita forstöðu heilsuhælinu í
Kópavogi. Sigurjón Björnsson,
sálfræðingur, á þama stórmerka
grein um taugaveiklun barna.
Kemur þar margt nýtt fram.
Benedikt Tómasson, skólayfir-
læknir, ritar. þarna grein urn geð-
villuskapgerð og Davíð Davíðsson
um Iíkamsorsakir sálrænna af-
brigða. Brandur Jónsson, for
stöðumaður Málleysingjaskólans,
ritar þarna um heyrnar- og mál-
leysi. í greininni eru einnig ýms
ar athuganir um stam og orsakir
þess. Einar Halldórsson ritar um
blindu. Kristinn Björnsson, sál
fræðingur, á þarna merka grein
um fötlim barna og líkamslýti.
Og síðast í bókina ritar Símon
Jóhann Ágústsson, prófessor,
grein um misferli og afbrot
barna og unglinga.
Af þessari upptalningu er hægt
að sjá, að þarna er gripið á mörgu
og gefnar lýsingar á orsökum
þess, að börn verða erfið í upp-
eldi. Þetta er bók, sem þarf að
komast í hendur sem flestra for-
eldra, sem eiga erfið börn.
Barnaverndarfélagið hefur gefið
hana út í tilefni af 40 ára afmæli
barnaverndarhreyfingarinnar hér
á íslandi og unnið með því gott
og þarft verk.
Selma Lagerlöf: LAUFDALA-
HEIMILIÐ. Séra Sveinn Vík-
ingur þýddi. Bókaútg. FróðL
Laufdalaheimilið eftir Selmu
Lagerlöf í þýðingu séra Sveins
Víkings er ein af þeim bókum,
sem allir lesa sér til ánægju. —
Bókin er um ömmu skáldkon-
unnar, sem sagði henni flestar
sögur í æsku. Og sagan gerðist
á heimili hennar, Márbacka. í
þessari sögu skiptast á skin og
skuggar eiris og lífinu sjálfu. En
öll er sagan sérstaklega hugnæm
aflestrar og lýsir trú skáldkon-
unnar á sigur hins góða í lífinu.
Hún ræðir um ástir og örlög, en
þó er jafnan létt yfir frásögninni.
Þýðingin hefur eflaust verið
vandaverk, en tekizt vel. Bókin
er á lipru og góðu máli. Frágang-
ur bókarinnar er allur hin vand-
aðasti. Hún er gefin út í tilefni af
aldarafmæli skáldkonunnar á sl.
ári. Það verður enginn svikinn,
sem fær hana fyrir jólabók.
BREIÐFIRZKAR SAGNIR
eftir Bergsvein Skúlason,
Bókaútgáfan Fróði.
Breiðfirzkar sagnir eftir Berg-
svein Skúlason eru framhald af
Sögur og sagnir úr Breiðafirði,
sem komu út árið 1950. Margir
kannast við höfundinn fyrir
ágæta útvarpsþætti, sem hann
hefur flutt. Hann er fundvís á
efni og nákunnugur sviði sagn-
anna. Nokkrir ágætir sagna-
þættir eru í þessari bók. Þessir
þykja mér veigamestir: Þáttur
um Olaf í Sviðnum, Köld vist í
Feigsey, Rabbað við Sigurð Ní-
elsson, og á Urðarhlíð, sem er
bezt ritaði þátturinn í bókinni.
Fer þar saman nærærnisleg lýs-
ing og fagurt mál. Aðrir þættir
eru veigaminni. Einnig er þarna
sveitaríma um Flateyjarhrepp
frá 1913 og Skrímslisríma (gam-
ankvæði). Gaman er að sjá í
þessari bók „Lýsingu nokkurra
presta“ eftir Jochum Magnússon
í Skógum. Hef ég eigi séð áður
birt neitt af því, sem faðir þjóð-
skáldsins hefur skráð.
Bók þessi er rituð á góðu,
kjarnmiklu máli. Káputeikningin
er skemmtileg og nýstárleg.
Eiríkur Sigurðsson.
Frá Flugbjörgunarsvei! Ákureyrar
Að gefnu tilefni vill Flugbjörg-
unarsveitin á Akureyri benda á,
að ef fólk er talið í hættu í hér-
aðinu vegna veðurs eðar ófærðar,
eða ef eitthvað verður þess vald-
andi, að aðstoð svipuð þeirri, sem
björgunarsveitin reynir að láta í
té, er æskleg, þá ætti sem fyrst
að gera henni viðvart.
Þótt mikið skorti á, að útbún-
aður björgunarsveitarinnar sé
fullkominn, þá hefur hún yfir
mörgum góðum tækjum að ráða,
sem að gagni geta komið í sam-
bandi við leit eða aðstoð ef slys
ber að höndum. Má meðal annars
nefna snjóbíl, vetrartjöld, sjúkra-
sleða, leitarljós, mjög góða
sjúkrakassa, börur, talíur, kaðla,
ísaxir, brodda, teppi, hitunartæki,
hentug matvæli o. m. fl.
Björgunarsveilin er eingöngu
skipuð sjálfboðaliðum og hafa
þeir aldrei tekið eyrisvirði fyrir
I störf sín, sem oft eru erfið og
hættuleg og hafa stundum per-
sónuleg útgjöld í för með sér. —
Sveitin er því ekki hliðstæð lög-
reglu- eða slökkviliði, sem er
skipað launuðum mönnum. Samt
mun björgunarsveitin gegna kall-
inu eins og þessir starfsmanna-
hópar, þegar einhver hætta er á
ferðum.
Eins og áður hefur verið getið
um í blöðum bárust björgunar-
sveitinni fjárframlög á þessu ári,
sem hér segir:
Frá Verkakvennáfélaginu Ein-
ing 5000.00 kr. — Frá KvenfélagL
Sósíalistaflokksins 1000.00 kr. —
Frá Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsiss á Akureyri 10.000.00 ki'.
— Frá Slysavarnadeildinni Svölu,
Svalbarðsströnd 1000.00 kr. —
Frá Akureyrarbæ 10.000.00 kr. —•
Frá einstaklingum 1250.00 kr. —
Samtals kl. 28.250.00.
Þessu fé hefur verið varið til
Framhald, á 7. siou.