Dagur - 06.02.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1960, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 6. febrúar 1960 JÓN JÓNSSON, SKJALDARSTÖÐUM: NOKKRIR ÞÆTTIR UM Vorbirfa og kvöidskuggar í úfvarpsmálum JÖNAS HALLGRlMSS Valdi; viljirðu halda vel mér í stél, séra, eg skal gefa þér afar — ætilegt sælgæti: Lambasteik svo þér líki, Ijómandi skyr og rjóma. Valdi; virztu þá halda vel mér í stél, séra. Sumurin 1835 og 36 ferðaðist franskur vísindamaður, Páll Gaimard að nafni, um ísland. Skrifaði hann mikla bók urn lerðir sínar og bcr þar mikið lof á landsmenn og landið. Þeg- ar Gaimard kom til Kaupmannahafnar liéldu íslendingar, sem þá voru þar, honum virðulegt samsæti. Var þá hið fagra kvæði Jónasar Hallgrímssonar sungið: — 'Þú stóðst á tindi Heklu hám. — Síðan létu þeir þýða kvæðið á latínu og skraut- rita og færðu Gaimard að gjöf. Þótti honum mjög vænt um, svo að sagt er að hann haii tárast af hrifningu og gleði yfir gjöfinni. Eg set hér að lokum 4 erindi kvæðisins: Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða, skínandi ár að ægi blám. En Loki bundinn beið í gjótum, bjargstuddum undir jökulrótum. Þótti þér ekki ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá? Fyrir 30 árum var engin út- varpsstöð á íslandi. Fáeinir efna- menn áttu móttökutæki og hlust- uðu á útlönd. Þá stofnuðu nokkr- ir fésýslumenn í Reykjavík hluta félag til að græða á útvarps- rekstri. Þeir keyptu smástöð, sem náði rétt út fyrir bæinn. Þeir fluttu þýðingarlítið fréttaefni. Félagið varð brátt gjaldþrota. Þá kom stjórn bænda og verka- manna til skjalanna og vildi byrja landsútvarp, deild í síma- kerfinu. Tr. Þórhallsson forsætis- ráðh. bað Jónas Þorbergsson rit- stjóra Tímans að stýra útvarps- deildinni. J. Þ. gaf kost á vinnu við útvarpið er stofnunin yrði óháð öðrum valdhöfum en þjóð- félaginu og að hann fengi að ráða mestu um skipulagið. Tryggvi gekk að þessu boði og stóð við , heit sín. Jóna sÞorbergsson var ' þá landskunnur maður. Hann var alinn upp í samvinnuandrúms- lofti Þingeyinga, hafði notið góðr- ar skólagöngu á Akureyri og framhalds í Ameríku, líkt og Hamsun á sinni tið. Eftir vestur- förina stóð J. Þ. fyrir heimboði St. G. St. 1917, en þá særnd hlaut skáldið mesta frá ættjörð sinni. Þá varð J. Þ. ritstjóri Dags á Ak- ureyri og gerði þetta málgagn Framsóknar að landsblaði. Hann var á þeim árum talinn einhver j snjallasti maður í hópi íslenzkra blaðamanna. Með blaðaáhrifum hratt hann í framkvæmd bygg- ingu Kristneshælis, en sú stofnun hefur að mestu þurrkað út berkla norðanlands. Nú iheilsar þér á Hafnarslóð •heiman af Fróni vinaflokkur. Við vitum glöggt, að ariiitu okkur frakkneskur maður frjálsri þjóð. Því andinn lifir æ hirin sami, þótt afl og þroska nauðir lami. Menntanna brúnni að bergja á beztu skal okkur hressing ljá. - Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hv-essa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því ber færa þeim sent að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá " vízkúnnar lrélgáTjalli'á. •* Þvílíkar færum Jrakkir vér þér sem úr fylgsnum náttúrunnar gersemar, áður aldrei kunnar, með óþrjótandi afli ber. Heill sé þér, Páll, og heiður mestur. — Hjá oss sat aldrei kærri gestur. Alvaldur greiði æ þinn stig. ísland skal 1-engi muna þig. Svo mikið fannst mönnum koma til kvæðis þessa, að þegar það barst heim til íslands, var ]rað sungið á öllum skemmti- samkomum í Reykjavík og víðar. Næst langar mig til að minnast lítið eitt nokkurra ætt- manna Jónasar Hallgrímssonar. Eins og áður var sagt fluttist Hallgrímur Tómasson, eftir fráfall Dýrleifar konu sinnar, til Eyjafjarðar og með honum Páll, sonur hans. Hallgrímur giftist aftur Margréti Einars- dóttur, systur séra Jóns Thorlaciusar í Saurbæ í Eyjafirði. — Páll ólst upp hjá fijður sínum. Síðan bjó hanri fjölda mörg ár að Möðrufelli í Eýjafirði. Börn hans eru: Kristján á Ytra-Gili í Eyjafirði, Anna, ekkja Garðars sál. Þorsteinssonar alþingis- manns, og Dýrleif, kona Ara Guðmundssonar frá Þúfnavöll- um. En þeirra sonur er Páll Arason, alþekktur ferðagarpur, og Guðný, kona Halldórs Guðlaugssonar í Hvammi. IÞorsteinn Hallgrímsson, bróðir Jónasar, bjó fjölda ára í Hvassafelli. Synir hans, sem eg veit um, voru: Hallgrímur, sem nefndur var hinn sterki. Hann var talinn sterkastur manna hér nyrðra á sinni tíð. Hann bár reiðhest sinn í fang- inu um hlaðið í Hvassafelli í margra manna augsýn. En þess ber að geta, að hann vandi hestinn á þessi tök J>egar hann var tryppi eða folald. Alþingishátíðarárið tók J. Þ. við bláfátæku og lítilsmegandi ríkisútvarpi í Reykjavík. Utvarps notendur eru nú 46 þúsund. ís- lendingar eru í þriðja sæti um útvarpsnotkun. Utvarpið er vin- sælasta menningarstofnun þjóð- arinnar, græðir 'peninga og er orðið svo auðugt fyrirtæki að það lánar stjórninni og ýmsum fyrir- tækjum sem henni koma við fé sem nemur millj. kr. Nú eru árs- tekjur útvarpsins af gjöldum hlustenda á tíundu milljón. Tekj- ur af auglýsingum 5—6 milljón- ir, en gróði af útvarpstækjaverzl- un, sem stjórnin hefur fyrir nokkrum árum tekið í sínar hendur, hefur á þeim tíma numið 10 milljónum. Gengi útvarpsins má þakka þrem viturlegum starfs i'églum fyrsta útvarpsstjórans. 1. Að gæta stranglega hlutleysis í allri málsmeðferð. 2. Að leggja megináherzlu á að velja dugandi starfsfólk, og skapa góðvild og áhuga við öll vinnubrögð á hinu fjölmenna útvarpsheimili. 3. Að afla útvarpinu fastra tekjustofna með arðsömum atvinnurekstri, svo að stofnunin yi'ði ekki ár eft- ir ár að vera eins konar niður- setningur á vegum fjármálaráð- herra. Þetta tókst. Hlutleysi út- varpsins varð óumdeilanleg stað- reynd. Við útvarpið hafa starfað fjölmargir menn, konur og karl- ar, með trúmennsku og elju. Margir af starfsmönnum þess eru fyrir löngu kunnir og dáðir fyrir yfirburði í daglegum störfum. Þjóðin metur snjalla þuli, for- stöðumenn leikmála, söngmála fréttaflutnings innan lands og utan. Tekjuöflun útvarpsins með auglýsingum og verzlun með út- varpstæki var uppgötvun J. Þ. útvarpsstjóra. Hvorugt úrræðið er notað við útvarpsrekstur í ná- lægum löndum. Viðtækjaverzl- unin tryggir þjóðinni móttöku- tæki frá fáum en góðum verk- smiðjum. Án þess skipulags mundi þjóðin í þessum efnum búa við glundroða eins og í bif- reiðamálunum. Þegar Jónas Þorbergsson lét af forstöðu útvarpsins stóð það hærra í samanburði við önnur lönd en flestar skólastofnanir landsins. Utvarpsstjóri hafði mót- azt við sjálfsbjargarhug sinna samtíðarmanna. í hans höndum var útvarpshugjónin lífræn með mikinn vaxtarmátt. Osigur hlutafélagsútvarpsins 1929 stafaði ekki af greindar- skorti eða vanmati forráðamanna heldur af ónógum áhuga þeirra fysis alþjóðarheill. , Þegas útvanpstæki var orðin nauðsynjavara á hverju heimili í landinu hafði þjóðarútvarpið unnið úrslitasigur. Þá varð ekki um deilt að Tr. Þórhallsson hafði litið á alþjóðarhag fremur' en flokkshagsmuni þegar hann flutti ritstjóra stjórnarblaðsins frá bar- áttumálum þjóðarinnar í friðlýst landnám hins hlutlausta útvarps. Það gegnir nokkurri furðu að ráðherrar þeir, sem tóku við yfir- stjórn útvarpsins eftir Tr. Þór- hallsson, bjuggu yfirleitt að þvi með stjúpmóðurhug. Laun út- varpsfólksins voru skorin við nögl og að engu metið sjálfsbjörg stofnunarinnar í fjármálum. — J. Þ. tókst að byggja hinar nauðsyn- legustu endurvarpsstöðvar norð- anlands og austan- fyrir útvarps- tekjur en forráðamenn lands og þjóðar hafa ár eftir ár harðneitað útvarpinu um leyfi til að byggja sæmilegt hús fyrir hin fjölþættu útvarpsstörf í Reykjavík. Stjórn- völdin leyfa ,að reisa lítt þarfa skýjakljúfa í úthverfum Reykja- víkur, en útvarpinu er árlega harðneitað um sjálfsbjargarrétt í húsnæðismálum sínum. J. Þ. gerði lokaátakið í þessu efni þeg- ar hann var að hætta störfum við útvarpið. Þá bað hann um heim- ild til að byggja hæfilegt útvarps- hús í höfuðstaðnum. Hann hafði á höndum góða lóð hjá Melavellin- um og fullkomna teikningu eftir innlenda og erlenda kunnáttu- menn. Almenna byggingafélagið var í-eiðubúið að reisa útvarps- hús fyrir sjö millj. kr. Utvarpið gat átt liúsið skuldlaust þegar flutt var inn i það. En þessari ósk var þverneilað sem fyrr. Síðar hefur núverandi útvarpsstjóri neyðzt til að taka á leigu hálf- byggt hún til tíu ára. Leiga og viðgerðir kosta 10 milljónir. Haustið 1970 verður útvarpið aftur húsvana á götunni. Það var hressilegur vorbjarmi yfir vexti útvarpsins á fyrstu þroskaárum þess en þegar stjórn- arvöldin þrengdu kost þess á all- an hátt sveipuðust kvöldskuggar svefnsækinnar kyrrstöðu yfir fyrirtæki, sem átti að geta búið við óslitna þróun kynslóð eftir kynslóð. Næst hugleysinu kom sjóðrán Alþingis og stjórnarinn- ar. Tekjur útvarpsins af verzlun með móttökutæki urðu eyðslu- eyrir og pólitískt leikfang stjórn- arherranna. Hér var myndaður eins konar einka íramkvæmda- S/jóður ráðherranna. Þeir gerðust eins konar bankastjórar en út- varpsstjóri bókari og innheimtu- maður vaxta og afborgana. Jcnas Þorbergsson taldi að vonum sjálfsagt að hann fengi sann- gjarna þóknun fyrir sitt starf líkt og greitt væri í bænum fyrir því- líka aðstoð. Benti J. Þ. á að hann hefði staðið fyrir stofnun þessar- ar viðskiptadeildar til að afla út- varpinu fjár til nauðsynlegra framkvæmda. Því fé vildi hann verja til hagsbóta útvarpsnct- endum og þar var hans vinnu- skylda. Hins vegar bar honum sem útvarpsstjóra engin skylda til að aðstoða ráðherrana við lán- veitingar þeirra. Fjórir ráðherrar tóku einhvern þátt í þessu póli- tíska barnaspítalamáli, einn þeirra vildi í fyrstu greiða fyrir þessa aukavinnu en snerist síðar hugur og heimtaði sjálfboðavinnu við ráðherrasjóðinn. Urðu nú vafningar um greiðsluna. Til úr- skurðar voru eitt sinn kvaddir tveir hæst launuðu embættis- menn í bænum. Stjórnarherrarn- ir greiddu þeim þegar vel lá á þjóðinni 10 þúsund króna þóknun fyriar 50 mínútna vinnu við að meta brunarústir og var þó nán- ast um skyidustarf að ræða. Einn stjórnarráðsmaöur var þá talinn hafa 17 launuð störf en lítið um afköst. Að síðustu gerðu stjórnar- herrarnir greiðslumál fyrir auka- vinnu við þjóð þeirra að ásökun- arefni á hendur útvarpsstjóra hliðstætt frægum lokakveðjum öfundarmanna Tr. Gunnarssonar og Sigurðar Sigurðssonar. Allar þessar árásir eru margdæmdar ógildar af dómstóli almennings- álitsins og sögu, en söm var við- leitni kvöldskuggafólksins. , Þingeyingar hafa komið upp andlegu höfuðsetri' að Laugum í miðju héraði. Þar efna þeir til myndasafns af merkum mönnum, konum og körlum, úr báðum sýsl unum. Búa þar hlið við hlið, skáld, merkisbændur og forystu- menn í hvers _koliar .framförum,- ef þeir eru fæddir í héraðinu eða hafa háð þar mestallt lífsstarf . sitt. Með voi’inu'k&ma' í þennan sögusal rissmyndir eftir snjalla listamenn af Jakobi Hálfdánar- syni, Jóni í Múla og Jóhanni Sig- urjónssyni. Af miklu er að taka, og áður en lýkur munu koma 60 myndir í þennan sal af Þingsy- ingum frá tíma Bólu-Hjálmars, Jóns Trausta og Þorgils Gjall- anda. í þessym , salarky.nnum munu um langa framtíð búa þrír Þingeyingar: Tryggvi Gunnars- son, Sigurður frá Draflastöðum og Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri. Þetta voru morgunmenn. í sögusal Þingeyinga þakka þroskaðir menn þessum þrcmenn ingum, Gránufélagið, Ölfusár- brúna, skógræktina, vélvæðingu byggðanna, Kristneshælið og mestu menntastofnun landsins, útvarpið. Jónas Jónsson frá Hriflu. SÖGUKORN UM COOLIÐGE Calvin Coolidge (forseti Banda- ríkjanna frá 1923—1929) þurfti eitt sinn að fara einn síns liðs í kirkju, aldrei þessu vant, en konan hans lá í rúminu. Er hann kom frá kirkjunni, spurði eigin- konan, hvort hann hefði notið þess að lilýða á ræðuna. Hann játti því. — Um hvað var hún? spurði frúin. — Syndina. — Hvað sagði presturinn? — Hann kvaðst vera á móti henni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.