Dagur - 06.02.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 06.02.1960, Blaðsíða 7
Laugardaginn G. febrúar 1960 D AGUR 7 Námsmsur og Próseritur. Þrjú prósent finna af þremur má, það skaltu geyma í heila. Margfalda saman þrjá og þrjá og því næst með hundrað deila. Flatarmál þríhyrnings. Þríhyrningsflatarmál fer ferlega í skapið á mér. Langmesta heimskan í lieim’, h sinnum g deilt með tveim. Hlutverk rótarinnar. Rótin saug upp mat úr mold, meðan raki var þar. Plöntu hélt hún fastri í fold, falin neðanjarðar. i ■ • i ' ■ Vt > $V.i ^jsarpgjjjj------- ráSaljó Kom sæl, þú hjartans liýra tíð, kom hcil, þú ríkisstjórn. Úr djúpi renn þú, dýra tíð, gef dróttum skuld og fórn. Ég ejs úr vösum öllum mín og upphef mína raust til þín. Nú hækkun vaxta hlotnast mér, sem hokra upp á krít, svo allt mitt kaup um eilífð fer í eina víxilhít. Við Gunnars hjal og blíða brcs ég blávatn drekk og sýð mér tros. En snauðra vörn er vcltiþing, það veit mm sála klár: Að eignast börnin allt um kring. Sú ein er leið til fjár; og lúmskur grunar læðist að: Það leggur margur brátt aí stað. Við Iækkað gengi lífs um sinn og lánakjörin skerð, þótt einhver smækki auminginn, er engin hætta á ferð, því kringum Ólafs kæra stól snýst kaupahéðna náðarsól. Og hafðu engan hemil á, mír. heilladrjúga þjóð, cn láttu Óla og Emil fá þinn auð og hjartablóð. Þú fjdgdir báðum fast í haust. þú færð það núna, sem þú kaust. •3 DUFGUS. iii iiiii i iii iii i iii ii imi iii iii iiii iii n iumiii 111111111111 ii» | BORGAKBÍÓ í SÍMI 1500 1 I Heimsfræg vcrðlaunamj'nd = | SAYONARA | E Ivíjög áhrifamikil og sérstak É 1 lega falleg, ný, amerísk stór- E E mynd í litum og CinemaScope, É E byggð á hinni þekktu skáld- i \ sögu eftir James A. Michener, l E en hún hefur komið út í ísl. É | þýðingu. — Myndin er tekin í E É Japan. lAðalhlutverk: É MARLON BRANDO, I ðlIIKO TAKA É (japanska leikkonan, er É E varð heimsfræg fyrir É | leik sinn í þessari = Í mynd), RED BUTTONS. i I Textinn og lagið „Sayonara", Í Í sem sungið er í myndinni, er É l eftir Irving Berlin. É É Var nýársmynd Austurbæjar- Í 1 bíós. É MiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiT Sögukorn um Coolidge Coolidge var mjög fáorður maður, svo að til þess var tekið um öll Bandaríkin. Eitt sinn fékk kvenréttindakona nokkur viðtal við forsetann. Hún ætlaði að tala máli kynsystra sinna, en áður hafði vinkona hennar sagt við hana: ,,Eg skal veðja við þig um hvað sem er, að forsetinn segir ekki einu sinni þrjú orð við þig.“ Er kvenréttindakonan kom á fund forsetans, hóf hún mál sitt með því að segja frá veðmálinu. Þegar þeirri frásögn var lokið, greip forsetinn fram í og sagði: — Þér töpuðuð! Aðaldeild! Munið fundinn í kapellunni þriðjudagskvöld 9. febr kl. 8.30. — Ársháííð félagsins verður sunnu- daginn 14. febr. — Félagar til- kynni hverfisstjórum og sveitar- foringjum þát.ttöku..sína.- að taka með sér gesti. ■' ’■>' KÚNVETNÍNGAR AÐA LFU N D U R H ú n vetn - ingafélagsins á Akureyri verð- tir í Asgarði, Hafnarstræti 88, miðvikudaginn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. Dagskrd: Venjuleg aðalfund- arstörf og önnur félagsmál. o O .ÞORRABLÓT félagsins verð- ur í Landsbankasalnum laug- ardaginn 13. þ. m. og hefst kl. 8 e. h. stundvíslega. — Fjöl- breytt skemmtiatriði ylir borð um. — Húsið leggur til þorra- matinn að þessu sinni. — Að- göngumiðar að þorrablótinu verða afgreiddir á aðalfundin- um, en vegna þess að borð eru númeruð, er áríðandi að fólk taki þá miðana eða panti þá. Félagar, fjölmennið. STJÓRNIN. TIL SÖLU: Tvíburabarnavaon. O SÍMI 1115. Fundur þriðjudag í U. D. (14—17 ára). Sýnd verður kvik- mynd. — Framhalds- saga o. fl. — Fundur í Y. D. (9— 14 ára) sunnudag. Ný framhalds- saga. Árni Bjarnarson bókaútgefandi a Ak. varð fimmtugur 4. þ. m. Fihnía. Sýning laugardaginn 6. þ. m. kl. 3 e. h. í Borgarbíó. Sýnd verður hin heimsfræga, þýzka mynd „Hjólið snýst“. Húnvetningafélagið á Akureyri hefur aðalfund sinn í Ásgarði n.k. miðvikudagskvöld. (Sjá aug- lýsignu hé rí blaðinu.) Er dýrt að temja hesta? Á síðasta Bændaklúbbsfundi bar margt á góma, hestum við- komandi. Meðal annars var um það rætt, hve dýrt væri að fá hesta tamda á tamningastöðvum. En á það var þá bent, að fyrrum hefði það naumast þekkzt, að borgað væri fyrir tamningu. Maður, sem átti efnilegan fola og gat ekki tamið hann sjálfur, fór til einhvers hestamanns og gaf honum kost á því að fá að handfjalla gæðingsefnið. Þegar hestamaðurinn hafði lokið tamn- ingu ,skilaði hann hestinum og þakkaði fyrir ánægjuna. Þótt hér sé e. t. v. eitthvað ofsagt, felst í því sá sannleikur, að fyrrum var tamningin ekki reiknuð til pen- inga. Nú horfir málð öðruvísi vð. Tamningastöðvar nútímans, sem munu starfa á 11 stöðum á land- inu í vetur, verða að greiða vinnulaun við tamningu og hirð- ingu og þær verða einnig að bera kostnað að húsnæði o. fl.. Menn hafa tæplega átíað sig á þessari breytingu, þessum nýja kosnað- arlið, og sætta sig ekki fyllilega við hann. Á tamningastöð hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri mun „skólagjaldið" vera 500 kr. á mánuði og bændur verða einnig að leggja til fóður. Stöðin starfar 3—4 mánuði og þaðan hafa kom- ið allmargir gæðingar, sem óvíst er að nokkru sinni hefðu verið tamdir, ef tamningastöðin hefði ekki starfað. Þótt margt væri skemmtilegt og fróðlegt sagt um hesta á um- ræddum Bændaklúbbsfundi, var ekki minnst á það þýðingarmikla atriði í hrossaræktinni, að eins og nú hagar til er næstum ógerlegt, nema með ærinni fyrirhöfn, að forða hryssum frá ungum, óvön- uðum folum, sem sums staðar ganga lausir í sumarhögum. Hér vantar skilmerkilegri lagaákvæði og virðingu fyrir hrossarækt. , Munið ódýru eplin Iijá okkur REIJCI01 S kr. 17.50 pr. kg. JÓNATAN kr. 14.75 pr. kg. NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.